Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
INNLENT
Morgunblaðið/pþ
Súlnagöng yfir Flóku
Bor^arQöröur. Morgunblaðið.
NYLEGA er lokið við brúar-
smíð yfir Flókadalsá í Borgar-
firði. Svo sem sjá má er nýja
brúin miklu hærri en sú gamla
og hvílir hún á háum súlum
þannig að um eins konar súlna-
göng er að ræða því ekki er
lokið við að fylla að brúnni.
Verklok við hinn nýja veg frá
Hnakkatjarnarlæk að Klepp-
járnsreykjum eru áætluð í októ-
ber nk.
Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags
Vestfjarða hf. fyrir árið 1998
Aukin áhersla
á mannlíf í breið-
um skilningi
ísafirði. Morgunbiaðið.
HJA Atvinnuþróunarfélagi Vest-
. fjarða hf. einkenndist starfsárið
1998 af auknum umsvifum. Gerðir
voru nýir samningar við Byggða-
stofnun um aukin rekstrarframlög
samhliða yfirtöku á hluta af starf-
semi stofnunarinnar á Vestfjörðum.
A síðasta sumri hélt félagið atvinnu-
vegasýningu á ísafirði. Félagið
skrifaði undir viljayfirlýsingu um
leigu á húsnæði í Þróunarsetri Vest-
fjarða við Arnagötu á Isafirði og
fluttist þar inn fyrir skömmu.
Aðalfundur félagsins var haldinn
sl. laugardag í hinum nýju húsa-
kynnum. I ársskýrslu stjórnar seg-
ir, að óhætt sé að fullyrða að At-
vinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. sé
orðið sýnilegt afl í atvinnulífi og ný-
sköpun á Vestfjörðum.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
hf. var stofnað í árslok 1996. Eig-
endur þess eru Byggðastofnun
(20%), Fjórðungssamband Vestfírð-
inga (18%), Atkonur - sjálfseignar-
stofnun (15%) og fyrirtæki og ein-
staklingar (47%). Hlutafé er sex
milljónir króna og eignir alls um tíu
milljónir króna. Lítilsháttar rekstr-
artap varð á síðasta ári eða rúmlega
42 þúsund króna, en rekstrartekjur
ársins voru um tuttugu milljónir.
Starfsmenn félagsins hafa verið
með fasta viðverutíma utan Isa-
fjarðar. Miðað er við að vera einu
sinni í mánuði í Strandasýslu og í
Vestur-Barðastrandarsýslu og
þrisvar á ári á Reykhólum. Það fyr-
irkomulag hefur reynst vel og til
stendur að koma einnig upp fastri
viðveru í Bolungarvík. Einnig verð-
ur breyting á viðveru í Vestur-
Barðastrandarsýslu með tilkomu
starfsmanns með aðsetur þar.
Unnið að mörgum verkefnum
Fastráðnir starfsmenn eru fimm:
Aðalsteinn Oskarsson, fram-
kvæmdastjóri og atvinnuráðgjafi;
Dagný Sveinbjömsdóttir, landfræð-
ingur; Dorothee Lubecki, ferða-
málafulltrúi; Einar Snorri Magnús-
*tson, markaðsráðgjafi; og Guðberg-
ur Þorvaldsson, atvinnuráðgjafí í
Vestur-Barðastrandarsýslu. Að
auki hefur fólk verið ráðið tíma-
bundið í ýmis sérverkefni.
A liðnu ári keypti Atvinnuþróun-
arfélagið með styrk frá Byggða-
stofnun fjarfundabúnað sem settur
'var upp bæði á ísafirði og Patreks-
'firði.
Varðandi horfur á starfsárinu
1999 segir m.a. í skýrslu stjómar:
„Almennt mun félagið í auknum
mæli taka að sér verkefnisstjóm í
stærri verkefnum í samvinnu við
sveitarfélögin á svæðinu eða samtök
íbúa. (...] Onnur verkefni með Isa-
fjarðarbæ em m.a. markaðssetning
sveitarfélagsins sem viðkomustaðar
fyrir skemmtiferðaskip og ráðgjöf í
kynningarmálum bæjarins. í Bol-
ungarvík hefur Framfarafélag Bol-
ungarvíkur gert samning við félagið
um leit að nýjum verkefnum hjá
starfandi fyrirtækjum í Bolungarvík.
Aframhald verður á verkefni félags-
ins og Vesturbyggðar og Tálkna-
fjarðarhrepps um starf atvinnuráð-
gjafa sem staðsettur er á svæðinu. A
Reykhólum mun félagið vinna á ár-
inu verkefni um stefhumótun í ferða-
málum. I Strandasýslu hafa sveitar-
félögin við Steingrímsfjörð lýst
áhuga á að vinna að stefnumótun í
atvinnumálum svæðisins og starfi
sérstaks atvinnuráðgjafa."
Hreinn Sigmarsson, fram-
kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags
Austurlands, kynnti á aðalfundinum
stofnun og starfsemi félags síns
vegna fyrirhugaðrar stofnunar
Eignarhaldsfélags Vestfjarða. Að
erindinu loknu svaraði hann fyrir-
spumum fundarmanna.
Ný sfjóra
Eftir aðalfundinn á laugardag er
aðalstjóm þannig skipuð: Haukur
Már Sigurðarson, Patreksfirði,
Halldór Halldórsson, ísafirði, Guð-
rún Stella Gissurardóttir, Hanhóli í
Syðridal í Bolungarvík, Aslaug Al-
freðsdóttir, Isafirði, Asgeir Þór
Jónsson, Bolungarvfk, Bjami Ó.
Halldórsson, Reykhólum, og Agúst
Gíslason, Isafirði.
Á fundinum lét Sigurður Jónsson
á Isafírði af stjómarformennsku og
tók sæti í varastjóm og vom honum
þökkuð störfin. Sigurður ávarpaði
fundinn og lýsti m.a. þeirri skoðun
sinni, að vestfirskt fjárfestingarfé-
lag væri forgangsverkefni og mikil-
vægt væri að ná hingað áhættufjár-
magni. Einnig taldi hann æskilegt
að félagið ætti í fóram sínum lista
yftr áhugaverð fjárfestingarverk-
efni. Hann ræddi um þá áherslu-
breytingu, að félagið hefði í auknum
mæli lagt áherslu á mannlíf í breið-
um skilningi en ekki aðeins atvinnu-
líf, m.a. með endurmenntun.
VITIÐ EÐA STRITIÐ?
í SÍÐASTA bindi sjálfsævisögu
sinnar „Eins og steinn er hafið fág-
ar“ mun Guðbergur Bergsson segja
að tossarnú fari ungir á sjóinn, en
kennarasleikjurnar verði settar til
mennta, nái völdum og skatti svo
tossana iðjusömu.
Dekrið við
sjávarútveginn
Ef við tökum Guðberg á orðinu
(eigum við það?) má undarlegt þykja
að hann tali um sjómenn eins og
hreinræktaða fúxa. Maður, sem
kenndi í Vestmannaeyjum fyrir
margt löngu, sagði að þar hefðu dúx-
arnú farið á sjóinn, tossarnir í
Menntó! Altént er alkunna að í tím-
ans rás hefur margur eitursnjallur
landinn stigið ölduna.
Engu síður skrítin er sú staðhæf-
ing Guðbergs að menntaðir dúxar
hafi skattað sjómenn og leikið þá
grátt. Staðreyndin er sú að sjómenn
njóta skattfríðinda og ýmissa hlunn-
inda í skjóli ríkisstyrkja. Þegar ríkið
gaf byggðarlögum úti á landi togara í
massavís jókst eftirspum eftir sjó-
mönnum svo að sumir þeirra gátu
nánast ákveðið tekjur sínar og heimt-
að margháttuð fríðindi (taka ber
skýrt fram að þetta gilti aðeins um
hluta stéttarinnar, ekki er mulið und-
ir trillukarla). Auðvitað era sjómenn
flestir harðduglegir og margs góðs
maklegir en það er bláköld staðreynd
að þeir fengu þessi fríðindi á kostnað
skattgreiðenda. Ekki þýðir fyrir sjó-
menn að segja að þeir skapi allan auð
á íslandi hvort eð er því sú staðhæf-
ing er röng. í fyrsta lagi er hlutur
fiskveiða í vergri þjóðarframleiðslu
aðeins 9%, í öðru lagi þarf að verka
fiskinn til að selja hann, í þriðja lagi
þurfa vondir menntakarlar að vinna
pungsveittir við að finna fisknum
markaði, og í fjórða lagi er ekki hægt
að stunda sjósókn nema til séu
tækni- og vélfræðingar, sem geta
gert við dallana, eða læknar sem geta
gert við sjómennina! Fimmta og mik-
ilvægasta atriðið er að sjávarútvegin-
um hefur verið tryggð einokunarað-
staða með líkum hætti og landbúnað-
inum forðum. Um aldamótin gátu
menn sagt með sanni að bú væri
landstólpi, bóndi bústólpi. Ástæðan
var sú að stórbændur komu í veg fyr-
ir að sjósókn yrði „alvöra“ atvinnu-
vegur og skópu þannig það ástand
þar sem bændur sáu um alla fram-
leiðslu. Bændurnir voru því sjálfskip-
aðir landstólpar. Seinna beindi ríkið
fjármagninu í sjávarútveginn, fé sem
nota hefði mátt til að byggja upp aðr-
ar. útflutningsgreinar. Dekrið við
sjávarútveginn gaf honum einokun á
útflutningi, útgerðarmenn urðu sjálf-
kjömir landstólpar. Einkavæðing
kvótanna hefur ekki breytt miklu, í
stað ríkisstyrkja fengu útgerðar-
menn fískimiðin gefins með velþekkt-
um afleiðingum, góðum og slæmum.
Menntahatrið
Ummæli Guðbergs eru sorglegt
dæmi um það hvernig íslenskir
menntamenn kyssa vöndinn, snobba
fyrir stétt sem er ekki fræg fyrir ást
á þeim. Skemmst er að minnast þess
að sjómenn hundsuðu aðvaranir
fiskifræðinga um ofveiðar á þorski
fyrir rúmum áratug. „þessir djö....
menntamenn pi... sko upp í vindinn
og þekkja ekki mun á þorsk og ýsu“
sagði Einsi kaldi úr Eyjunum. En
hvað kom á daginn? Þorskstofninn
hríðféll eins og fiskifræðingarnir
höfðu spáð án þess að Einsi játaði
villu síns vegar.
Einsi og starfsbræður hans era
ekki einir á báti, íslensk alþýða er
belgfull af fordómum í garð mennta-
manna. Almenningur ímyndar sér að
námslán séu gjafir, óendurkræfar.
Fólk vill ekki skilja að hér er um að
ræða lán sem þarf að endurgreiða
eins og önnur. Það skilur ekki heldur
að sjómenn væra enn á teinæringum
bláfátækir hefðu ljótir menntamenn
ekki gert ýmsar uppgötvanir sem
leiddu til mikilla framfara í sjávarút-
veginum. Gott og vel, segir Einsi
kaldi, þessar uppfinningar voru
gerðar af tækni- og verkfræðingum,
eftir stendur að heim-
spekingar og kennarar
era afætur. En svo ein-
falt er málið ekki. Ef
heimspekingnum Gott-
lob Frege hefði ekki
dottið í hug að búa til
sérstakt táknmál fyrir
rökfræði þá væra engar
tölvur til. Þær „hugsa“
nefnilega á þessu tákn-
máli, blessaðar skepn-
urnar! Ekki þarf að fara
í grafgötur um hlut
tölvanna í nútíma út-
gerð, án þeirra væri
Einsi sjóari varla með
milljón á mánuði. Nú
svarar Einsi kannski
með því að segja að tæpast skapi
kennarablókin á plássinu heima auð.
Rangt, Einsi minn, það gerir blókar-
skrattinn í allra hæsta máta. Rann-
sóknir sýna að það er viss fylgni milli
menntunar og afkasta, illa læsi ein-
staklingurinn er lakari starfskraftur
en sá fluglæsi, meira að segja í lík-
amlegri vinnu. Þess vegna er líklegt
að Thomas L. Friedman hafi nokkuð
Menntamannavörn
Hingað kom „Kári í jöt-
unmóð“ og sýndi Is-
lendingum að hægt sé
að selja ýmislegt annað
en þorsk, segir Stefán
Snævarr, sem skrifar
þessa grein til varnar
menntamönnum.
til síns máls er hann segir að fylgni
sé milli kennaralauna og þjóðar-
tekna. Því stærri sem hlutur
„blókanna" sé, því meira sé framleitt
á kjaft, segir bandaríski blaðamaður-
inn.
Fyrir nokkram áram tók danskur
forstjóri upp á því að ráða mennta-
menn úr húmaníska geiranum til
starfa við fyrirtæki sem rambaði á
barmi gjaldþrots. Og viti menn, fyrir-
tækið blómstraði að nýju! Forstjór-
inn þakkaði velgengnina þeirri stað-
reynd að heimspekingar, bókmennta-
menn og aðrir húmanistar væru oft-
ast hugkvæmari og þjálli en við-
skipta- og verkfræðingar. Án nýrra
hugmynda staðnaði efnahagslífið, við
bætum kjör okkar með vitinu, ekki
stritinu. Ekki er til nein formúla fyrir
því hvaða hugmyndir reynast happa-
drýgstar til þess ama, þær geta rétt
eins komið úr smiðju heimspekings-
ins sem verkfræðingsins.
Eins og ég gaf í skyn er líkamspuð
ekki leiðin til velsældai- en það vilja
menntafjandmenn ekki skilja. þeir
telja sér trú um að best sé að sem
flestir stundi púlsvinnu, mennta- og
námsmenn séu baggar á þjóðarbú-
inu. En hvernig má það vera að rík-
ustu lönd heimsins era einmitt þau
þar sem stærstur hluti ungmenna
situr á skólabekk? Japan og Banda-
ríkin eru líkast til þau lönd veraldar-
innar þar sem hlutfall menntamanna
er hæst enda era þau helstu efna-
hagsstórveldi jarðarkringlunnar. At-
hygli vekjandi er sú staðreynd að
40% af hverjum árgangi í Suður-
Kóreu fara í nám á háskólastigi en
landið iðnvæddist hraðar en nokkurt
annað land í sögunni. Samkvæmt
formúlum menntafjandanna ættu
Kóreumenn að vera á vergangi í
milljónatali.
Skýringar
Hvers vegna drekkur Jeppi, spyr
Ludvig Holberg í frægu leikriti.
Hvers vegna verja menntamenn
ekki hendur sínar, spyr ég? Ein
ástæðan er sú að þeir óttast að verða
vændir um menntahroka og alþýðu-
fyrirlitningu. Önnur er sú að margir
þeirra era ýmist sósíalistar eða
frjálshyggjumenn. Þeh’
fyrrnefndu trúa því
gjarnan að púlsvinnan
skapi allan auð og að
sjóarinn með milljón á
mánuði sé arðrændur
af útvegsmönnunum.
Því andæfa frjáls-
hyggjumenn(tamenn).
En þefr era oft haldnir
menntamannahatri (!)
og vitna fjálglega í
menntamenn (!!) sem
telja menntamennsku
leiðina til ánauðar. I
þriðja lagi hafði Karl
Marx lög að mæla þeg-
ar hann sagði að fortíð-
in hvfldi eins og mara á
hugum lifenda. Þjóðfélagið breytist
svo hratt að við hyllumst til að skilja
það með hætti liðinnar tíðar. Ekki
eru nema fjörutíu ár síðan „sjang-
hæja“ þurfti menn á togara og vart
nema áttatíu ár frá því kúgaðir sjó-
menn fengu loksins réttarbót í formi
vökulaga. Því er auðvelt að trúa því
að sjómannastéttin sé enn undirokuð
en því fer fjarri eins og dæmin
sanna.
Þá vaknar önnur spurning, hvers
vegna heldur alþýða manna að
menntamenn séu afætur? Ein ástæð-
an er fáfræði, önnur minnimáttar-
kennd tossans í garð þeirra sem auð-
velt eiga með að læra. Berin era súr,
sagði refurinn; menntamenn eru
vondir, segir tossinn. Tossarnir
halda í barnslegri einfeldni sinni að
menntamenn séu fjárhagsleg yfir-
stétt en það er fjarri lagi (stjórn-
mála- og embættismenn era hins
vegar oftast háskólagengnir). Rann-
sóknir sýna að ekki er fylgni milli
mennta og tekna á ísa köldu landi.
Ríkasti hluti þjóðarinnar er sem sagt
lakar menntaður en meðaljónarnir.
Reyndar þarf ekki mikið hugarflug
til að sjá að svo er, íslenskir auð-
menn era margir hverjir ómenntaðir
rastar sem gjarnan era haldnir mikl-
um fordómum í garð menntamanna.
Við sjáum því að tossanna er máttur-
inn og dýrðin, allt tal um mennta-
menn sem arðræningja og kúgara er
goðsögn sem á sér rætur í minni-
máttarkennd hinna lesblindu.
Til að bæta gráu ofan á svart gæti
menntahatrið ógnað framtíð ís-
lenskrar menningar. Bændurnfr
máttu eiga að víða í sveitum vora
menntir í hávegum hafðar, litlum
sögum fer af menningu í sjávarpláss-
um. Það er kunnara en frá þurfi að
segja að hinn forna bændamenning
hélt lífinu í íslenskri tungu um
aldaraðir. Eftir að halla tók undan
fæti fyrir sveitamenningunni era það
helst lista- og menntamenn sem
halda merki íslenskrar menningar á
lofti. Vilji Islendingar halda áfram að
vera Islendingar ættu þefr því að
hætta að andskotast í menntafólki,
án þess er íslenskri tungu og þjóð-
erni bráð hætta búinn. Bæta má við
að líklega ollu versnandi kjör
menntamanna á síðasta áratug miklu
um minnkandi bóksölu. Ekki er
hægt að útiloka að andúð almenn-
ings á menntamönnum hafi átt þátt í
kjarahremmingum þeirra. Ef svo er
þá ógnar menntafjandskapurinn
bókmenningu bókaþjóðarinnar og
þar af leiðandi framtíð hennar.
L
Hvað sem þessu líður hefur þróun
síðustu ára gefið menntafólki mögu-
leika á að sýna hvað í því býr. Hing-
að kom „Kári í jötunmóð" og sýndi
íslendingum að hægt sé að selja ým-
islegt annað en þorsk hvað sem
segja má um gjörðir hans aðrar.
Ekki þar fyrir að hann var ekki
fyrsti hugvitssalinn, á öldum áður
vora handrit og fræðimenn ein
helsta útflutningsvara þjóðarinnar.
Bókvitið hefur löngum verið í askana
látið.
Við skulum alla vega vona að ís-
lenskri alþýðu lærist að skilja að án
bókvits mun hún lepja dauðann úr
skel og án menntamanna er þjóðerni
hennar bráð hætta búin.
Höfundur er iloktor í heimspeki.
Stefán Snævarr