Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 29 ' STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR RÍKISSTYRKIR í sjávar- útvegi hafa lengi verið þyrnir í augum íslendinga, þar sem þeir skekkja sam- keppnisstöðu íslenzkra sjáv- arútvegsfyrirtækja á erlend- um mörkuðum. Ríkisstyrkir í sjávarútvegi eru enn mjög háir og með ýmsum hætti í Evrópusambandinu og tíðkast reyndar í ýmsum öðr- um löndum. íslenzk stjórn- völd hafa um langt árabil beitt sér gegn þessum ríkis- styrkjum en orðið lítið ágengt fram að þessu, en með nýjum áherzlum í alþjóðaviðskiptum og umhverfismálum standa vonir til að það muni breyt- ast. ísland hefur nú tekið málið upp í aðalráði Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar, en fastafulltrúi íslands hjá stofnuninni, Benedikt Jóns- son, flutti þar tillögu sl. fimmtudag um afnám ríkis- styrkja í sjávarútvegi. Tillag- an kveður á um, að í fyrirhug- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. aðri lotu viðræðna um við- skiptamál á vettvangi Al- þj óðaviðskiptastofnunarinnar samþykki aðildarríkin afnám ríkisstyrkja, sem leiði til of- veiði, stuðli að óskynsamlegri nýtingu fiskistofna, rjúfi sjálfbæra þróun þeirra og feli í sér hömlur í viðskiptum. Ætlan íslands með tillög- unni er að koma málinu á dagskrá næsta ráðherrafund- ar Alþjóðaviðskiptastofnun- arinnar, sem verður í Seattle í lok þessa árs. Ráðherra- fundurinn mun væntanlega taka ákvörðun um það, að næsta lota viðskiptaviðræðna hefjist í upphafi næsta árs. Verði tillaga íslands sam- þykkt á ráðherrafundinum verður afnám ríkisstyrkja í sjávarútvegi eitt af viðfangs- efnum þessara viðræðna um alþjóðaviðskipti. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins hafa íslenzk stjórnvöld unnið að málinu í náinni samvinnu við á annan tug ríkja, sem aðild eiga að stofnuninni. Meðal þeirra ríkja, sem lýst hafa stuðningi við íslenzku tillög- una, eru Astralía, Argentína, Bandaríkin, Brazilía, Chile, Filippseyjar, Kanada, Noreg- ur, Nýja Sjáland, Perú og loks Marokkó og Egyptaland. Þetta er því öflugur þjóða- hópur og gefur það vonir um árangur, en rétt er þó að hafa í huga, að búast má við and- stöðu áhrifaríkra aðila eins og Evrópusambandsins. Halldór Asgrímsson, utan- ríkisráðherra, sagði m.a. í viðtali við Morgunblaðið: „Við höfum fundið vaxandi hljóm- grunn seinustu misseri hjá mörgum ríkjum. Við teljum þessa styrki aðalástæðu fyrir ofveiði og því teljum við að draga myndi verulega úr ofnýtingu fiskistofna ef styrkirnir verða afnumdir. Það myndi stuðla að betri viðgangi stofna og þar með betri efnahagslegri afkomu í sjávarútvegi.“ Halldór kvaðst ennfremur hafa þá trú, að smám saman takist að vinna þessu sjónarmiði svo mikið fylgi að það verði ofaná. Það er ánægjulegt, að ut- anríkisráðuneytið hefur kom- izt þetta áleiðis við að afla málstað íslands stuðnings á alþjóðavettvangi. Rökin, sem íslendingar hafa fram að færa gegn ríkisstyrkjunum, eru sterk. Tíminn vinnur með okkur í þessu máli, því afleið- ingar ofVeiði og stjórnleysis í veiðum verða æ augljósari og sífellt fleiri hafa áhyggjur af ástandi fiskistofna víða um heim. Mörgum er orðið ljóst, að hafíð er eitt mikilvægasta forðabúr mannkyns til að seðja hungur kynslóðanna. AFNAM RÍKISSTYRKJA í SJÁVARÚTVEGI Á kápu nýju síma- skrárinnar eru myndir af málverkum eftir Gunnlaug Scheving. En hver var hann? í næstu Helgispjöllum verður nokkuð frá honum sagt og byggt á bók minni um hann. Hún varð til uppúr sam- tölum okkar og kom út þjóðhátíðar- árið 1974. Gunnlaugur Scheving fluttist til Grindavíkur 1940 og byrjaði að mála þar. Arin á undan hafði hann unnið að list sinni í Reykjavík, en fjárhagurinn var þröngur. Þá bauð Sigvaldi Kaldalóns, tónskáld og læknir í Grindavík, honum að dvelj- ast hjá sér og mála. Upp úr því hefst nýtt, gróskumikið tímabil á listferli hans. Grindavík verður hon- um nærtækt myndaefni, þorpsgöt- umar, húsin, fólkið. Og þá ekki sízt þorpsbúðin. í Grindavík minnti ná- býlið við sjóinn á fyrri daga. Síðar byggði Gunnlaugur sér hús í Hafn- arfirði og bjó þar um hríð. Þar mál- aði hann margar smámynda sinna, en honum þótti gaman að ferðast og heimsækja vini sína úti á landi. I þessum ferðalögum málaði hann margar myndir frá Stykkishólmi, Eyrarbakka, Múlakoti. ... Mér er einkar minnisstæð ferð, sem við fór- um saman norður í land sumarið 1962, eins og segir frá, með nokkrum skáldaleyfum, í Lands- homamönnum Guðmundar Daníels- sonar. í þessari ferð var Gunnlaug- ur oft einn og málaði, dróst einkum að Kinnarfjöllunum. Síðustu áratugina, sem Gunnlaug- ur Scheving lifði, bjó hann í Reykja- vík. Hann lifði og hrærðist í list sinni, ef svo mætti að orði komast, gekk upp í málverkinu og komst í röð fremstu myndlistarmanna landsins. Málverk hans nutu mikill- ar viðurkenningar síðustu árin og Gunnlaugur Scheving var þakklátur fyrir þær hlýju viðtökur, sem hann hlaut bæði heima og erlendis. Hann umgekkst vini og kunningja og var hrókur alls fagnaðar, meðan honum entist heilsa. Hann hafði gaman af að vera í þröngum vinahópi, segja sögur og tala um list, en að jafnaði var hann fámáll og feiminn. Eitt sinn þegar ég spurði Gunn- laug um nútímalistina, svaraði hann: „Hún er bara nokkuð góð. Annars hafa viðhorf manns til málefnanna mikið að segja. Margir eru gramir yfir listinni og geysilega kröfuharð- ir og menn segja oft að fidusar og glanskúnst séu í meirihluta. Maður var ákaflega strangur í gamla daga, þegar maður var ennþá óþroskaðri og verri en í dag. Þá umgekkst mað- ur unga menn, sem hnykluðu brým- ar. Og í dag eru menn kaldir og út- býta ísmolum sannleikans ofan í hálsmál hinna útskúfuðu. En þessu ergelsi er ofaukið. Sviplaus list er algerlega normalt fyrirbæri, góð list undantekning frá reglunni. Og þeg- ar maður sér góða list, verður mað- ur glaður og hissa líkt og maðurinn fyrir austan, sem lenti í brennivíns- hryðjunni á heiðinni forðum. Þú hefur eflaust heyrt talað um krafta- verk. I mínum gömlu átthögum rigndi stundum áfengi, og stundum voru sagðar sögur við flatningsborð og í lambhúskofum, svona tii sjós og lands. Þær voru víst ekki allar eft- iröpun og náttúrustælingar, svo að ég held, að þú sem nútímamaður gætir afborið að heyra eina slíka. Einu sinni var bóndi á bæ. Hann hét Páll. Hann var nokkuð drykk- felldur, heldur fátækur, nokkuð laus í rásinni, en gamansamur. Þegar hann var unglingur, hafði hann kynni af huldufólki, og Ijúflingur gaf honum óskastund. Þess vegna hafði bóndinn fyrir orðtak, „það vUdi ég að Palli yrði ríkur.“ En hann hitti aldrei á óskastund sína og varð ekki ríkur. Og svo liðu árin. Þá var það, að bóndi fór eitt sinn í kaupstað. Það var heitt í veðri og á bratta að / I \ Gunnlaugur Scheving/Vor úr vetri 1963 sækja. Nú dettur bóndanum í hug, að mikið væri gott að fá brennivíns- lögg, þegar hann er kominn upp á heiðarbrúnina. Hann segir við sjálf- an sig, „það vUdi ég að nú rigndi brennivíni.“ Þá hitti hann loks á óskastund ljúflingsins. Og bóndinn fórnaði höndum tU himins og brennivínið flaut í lófana, en hann saup drykkinn alls hugar feginn. Síðan hélt hann áfram ferðinni. En er hann kom niður af heiðinni og í fjörðinn, þar sem honum var ætlað að verzla, rann á hann höfgi og lagð- ist hann fyrir og sofnaði. Þetta var stutt frá prestssetri. En fólkið á bænum sá tU ferða bóndans og bar kennsl á hann. Nú hverfur hann fólkinu sýnum og fer presturinn út fyrir túnið og finnur bónda sofandi upp við þúfu. Presturinn vakti hann og sá þá, að hann var drukkinn. „Þú kemur fullur af heiðinni," segir prestur. Bóndinn segir þá prestin- um allt af létta og segir svo að síð- ustu: „Og nú á Palli ekkert lengur inni, því óskastundin er liðin.“ „Illa fór hún óskastundin þín,“ segir prestur. Þá reis bóndinn upp og segir: „0, nei séra Benjamín, því nú er Palli mjúkur og hvað eru auðæfi þessa heims á við heila brennivíns- hryðju, sem guð sendir manni af sínum kærleik af himni ofan?“ M. HELGI spjall REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 10. júlí LINUR HAFA nu skýrst að skýrast varð- andi skipan nýrrar framkvæmdastj ómar Evrópusambandsins, sem verður undir stjórn Romano Prodi, fyrrver- andi forsætisráðherra Italíu, og er stefnt að því að hún taki við völdum síðar á þessu ári. Fráfarandi framkvæmdastjórn Jacques Santer hefur að mörgu leyti verið vængstýfð vegna hneykslismála er leiddu til afsagnar hennar í mars síðastliðnum. Er ljóst að hinnar nýju framkvæmdastjómar bíða mörg og flókin verkefni og er hið um- fangsmesta viðræður um stækkun banda- lagsins. Flest ríki Mið- og Austur-Evrópu hafa hug á aðild auk þess sem Kýpur og Tyrkland hafa lagt inn aðildarumsókn og ekki er talið útilokað að Malta endumýi aðildarumsókn sína, sem dregin var til baka eftir síðustu kosningar þar í landi. Þau ríki sem nú eiga í aðildarviðræðum stefna flest að því að ganga í Evrópusam- bandið í byrjun ársins 2003 en ýmsir stjómmálamenn í Vestur-Evrópu hafa þó gefið í skyn að það kunni að dragast eitt- hvað. A nýlegri ráðstefnu ræddu nokkrir af helstu samningamönnum ESB og hinna væntanlegu aðildarríkja, auk ann- arra sérfræðinga, við evrópska blaða- menn um stöðuna í aðildarviðræðum. Féllust embættismennirnir á að ræða op- inskátt um mál gegn því að ekki yrði vitn- að í þá með nafni. einnig að Evrópusambandið hefði á marg- an hátt sömu áhrif og segull og farin væru að berast skilaboð frá t.d. Moldóvu og Ukraínu um að þau ríki hefðu áhuga á aðild þegar fram í sækti. Þessi fulltrúi framkvæmdastjómarinn- ar sagði að nauðsynlegt væri í þessum umræðum öllum að missa ekki sjónar á aðalatriðunum og þá ekki síst efnahags- legum kostum þess að byggja upp svæði 450 milljóna íbúa er byggi við sameigin- legan markað, frið og stöðugleika. Hann gerði lítið úr ótta í sumum aðildarríkjum við streymi farandverkamanna frá aust- urhluta álfunnar og sagði slíkan hræðslu- áróður ávallt hafa komið upp á yfirborðið í tengslum við stækkun, t.d. er rætt var um aðild Portúgals. Spár af þessu tagi hefðu hins vegar aldrei ræst. Nú þegar bæri ESB jafnframt gífur- legan kostnað í tengslum við mið- og austurhluta Evrópu. Arlega væri um milljarði ECU varið til uppbyggingar á þessum slóðum og um 10% af mannafla sambandsins sinntu störfum tengdum þessum ríkjum. Skortur á sérþekk- ingu háir viðræðum LJÓST ER AÐ mörg vandamál eru tengd stækkun og má nefna að ný að- ildarríki verða að framfylgja Schengen-sam- EINN AF AÐAL- Ekki hvort samningamönnum hplðnr Evrópusambands- ins sagði það ekki hvenær vera aðaiatriði ná- kvæmlega hvaða ár yrði af aðild ríkja í Mið-Evrópu. Það sem skipti máli væri að ekkert gæti komið í veg fyrir aðild þeirra. Þrátt fyrir að stundum væri vilji ESB til að semja við fleiri ríki dreginn í efa væru slíkar úrtöluraddir áþekkar því er fyrr- verandi forsætisráðherra Bretlands líkti á sínum tíma áformum Evrópusambands- ins um að koma á myntbandalagi og sam- eiginlegum gjaldmiðli við „regndans“. Fyrir lægi pólitísk skuldbinding aðild- arríkjanna frá árinu 1993 um að veita þessum ríkjum aðild og frá henni væri ekki hægt að hverfa. „ESB hefur aldrei viljað negla niður tímasetningu væntan- legrar aðildar, hvorki nú né fyrr. Það ýtir einungis undir hættuna á vonbrigðum. Ég á heldur ekki von á að ákveðið verði á þessu ári hvenær stefna skuli að aðild ríkjanna og ég held að líklegra sé að þau verði tekin inn sem hópur en ekki hvert í sínu lagi. Það hefði of mikla truflun í för með sér fyrir störf sambandsins,“ sagði þessi fulltrúi Evrópusambandsins. Það væri því enn óljóst nákvæmlega hvenær og í hvaða röð þessi ríki myndu ganga formlega inn í Evrópusambandið. Vissulega hefðu Pólland, Tékkland, Sló- venia, Kýpur, Eistland og Ungverjaland verið nefnd sem þau ríki er tekin yrðu inn í fyrstu lotu. Þegar upp væri staðið væri þetta hins vegar sveigjanlegt og mat margra að Malta yrði tekin inn í þennan fyrsta hóp um leið og aðildarumsókn bær- ist. Þá yrði að hafa hugfast að Tékklandi og Slóveníu hefði verið sýnt „gula spjald- ið“ sl. nóvember er framkvæmdastjórnin skilaði skýrslu sinni um framgang við- ræðna. „Þessi ríki gera sér hins vegar fullkomlega grein fyrir hvað á bjátar,“ sagði embættismaðurinn. Á leiðtogafundi í Vín hefði Lettlandi og Litháen hins veg- ar verið hrósað fyrir framfarir og ekki útilokað að þau yrðu færð upp um flokk á leiðtogafundi í Helsinki í lok ársins. Slóvakía væri þó enn vandamál, þrátt fyr- ir ríkisstjómarskipti fyrr á þessu ári, þótt vonir stæðu til að þau mál yrðu komin í betra horf síðar á árinu. Eitt af stóru vandamálunum væri komulaginu í öllum atriðum án undan- þágna. Með aðild Póllands færast ytri landamæri ESB að Ukraínu, en þar er eftirlit mjög bágborið þessa stundina. Þetta hefur í för með sér að hægt er að flytja fólk og vaming, t.d. eiturlyf, frá Mið-Asíu, gegnum Rússland og Úkraínu að mörkum Evrópusambandsins án þess að nokkurt eftirlit sé á leiðinni. „Þetta er mikið áhyggjuefni," sagði fulltrúi Evr- ópusambandsins. Formlegar viðræður við þessi ríki hófust á síðasta ári en eru þó enn tiltölu- lega skammt á veg komnar. Farið er yfir lagabálka Evrópusambandsins, kafla fyr- ir kafla, staðan í viðkomandi ríki skoðuð og rætt um hvort einhver vandamál séu í tengslum við viðkomandi bálk, hversu vel gengur að breyta lögum ríkisins og hvort þörf sé á einhverjum aðlögunartíma. „Það hafa engin alvarleg vandamál komið upp en við erum að ræða um 80 þúsund síður af lagatexta. Það sem helst háir viðræð- unum er skortur á þjálfuðu fólki í um- sóknarríkjunum. Fólki sem skilur hvern- ig Evrópusambandið starfar. Það þarf lít- inn her af sérfræðingum, lögfræðingum og bankamönnum, til að þetta sé fram- kvæmanlegt. Það er heldur ekki hægt að fara neina krókaleið til að þjálfa slíkt fólk. Maður hristir ekki lögfræðing sérhæfðan í evrópskum samkeppnislögum fram úr erminni á einni nóttu.“ Þá væri hið sálfræðilega bil milli aust- ur- og vesturhluta álfunnar ekki síður vandamál. Embættismenn í austurhluta Evrópu hefðu verið þjálfaðir í að hlýða skipunum, ekki að sýna sveigjanleika. „Stundum eru þeir einnig hræddir við að sýna fram á vanþekkingu sína og segjast skilja hluti sem þeir í raun ekki átta sig á til fulls.“ Þetta verður því vandasamt verk líkt og sameining Þýskalands sýndi. Þýska- land er formlega sameinað en það mun taka nokkrar kynslóðir áður en ríkið hef- ur vaxið saman að nýju. Fulltrúi ESB gekk svo langt að segja að aldrei áður í sögunni hefðu verið höfð jafnumfangs- mikil afskipti af innanríkismálum ríkja. Þegar upp er staðið þá verða ríkin að samþykkja það sem fyrir þau er lagt hyggi þau á aðild og stöðugt fjölgar þeim atriðum sem þau verða að samþykkja. Þetta vekur andstöðu í sumum ríkjum, ekki síst þeim er nýlega hafa hlotið sjálf- stæði. Hann sagði hins vegar að líta mætti þannig á að ríkin væru að auka Morgunblaðið/Amaldur VIÐ ÁLFTANES sjálfstæði sitt þar sem þau væru að auka áhrif sín. „Þau eru ekki að glata fullveldi sínu heldur deila því.“ Aftur og aftur kemur umræðan hins vegar að nauðsyn breytinga á fjárlögum og skipulagi ESB fyrir stækkun. Bent er á að ríki með færri íbúa en London muni fá jafnmikil áhrif og Bretland í heild. Flestir telja líklegt að Evrópuþingið muni auka völd sín og að framkvæmdastjómin verði minnkuð og gerð skilvirkari. Jafnvel fyrir síðasta skipbrot hennar var ljóst að ómögulegt yrði að stjóma ESB ef 30 full- trúar frá álíka mörgum ríkjum myndu skipa hana. Ósanngjarn- ar í eðli sínu FULLTRUI ESB sagði að vissulega væri ekki jafnmikill áhugi á aðild Aust- ur-Evrópuríkjanna og fyrir nokkmrn ár- um en það myndi breytast. Skuldbinding- in væri til staðar. Það væri líka hollt að rifja upp að ekki hefði verið mikill áhugi á aðild Áusturríkis í öðrum ríkjum en Þýskalandi. „Það verður að hafa hugfast að samn- ingaviðræður snúast ekki um sanngimi. Þær eru ósanngjarnar í eðli sínu fyrir þau ríki er ekki hafa tekið þátt frá upphafi,“ sagði embættismaðurinn. Hins vegar mætti einnig benda á að í samningavið- ræðum væri framkvæmdastjómin „eini vinur“ þeirra ríkja er sótt hefðu um aðild. „Við segjum þér hlutina eins og þeir em án nokkurra undanbragða. Við eigum engra þjóðarhagsmuna að gæta,“ sagði hann og bætti við að oftast væru það nán- ustu vina- og nágrannaríki er komið hefðu aftan að ríkjum í samningaviðræð- um og gert þeim lífið leitt. Fyrirmynd- arríkið Slóvenía SLÓVENÍA eina Balkanskaga talið er eiga raun- hæfan möguleika á ER ríki sem skjótri aðild að ESB og oft er vísað til þessa ríkis í umræðum um æskilega þró- un í öðram ríkjum fyrrverandi Jú- góslavíu. Fulltrúi slóvensku ríkisstjórnar- innar sagði helsta markmið Slóvena ekki vera aðild að ESB heldur að byggja upp þróað markaðshagkerfi. Það væri jafn- framt forsenda aðildar að þetta markmið næðist. Sá kostnaður er umskiptin hefðu í fór með sér fyrir Slóvena væri ekki beint tengdur aðild að ESB heldur umskiptun- um yfir í markaðshagkerfi. Hann sagði þau ríki sem nú væm að knýja dyra vera vanþróaðri en vanþróuðustu ríki ESB. Þau nytu heldur ekki góðs af EES-samn- ingnum, líkt og raunin hefði verið við síð- ustu stækkun, þar sem stór hluti aðlögun- arinnar hefði þegar átt sér stað. Viðræðu- ferlið væri því mjög ólíkt nú. Hann spurði hvort í raun mætti kalla þetta „samningaviðræður". Þær væm það eiginlega ekki að hans mati heldur líktust meira aðild að golfklúbbi. Maður yrði að verða sér úti um nauðsynlegan búnað, fara á námskeið, greiða félags- gjaldið og læra að spila. Á móti fengi maður að njóta útsýnisins við klúbbheim- ilið og gæti jafnvel leikið nokkrar holur. Hins vegar væri ekki hægt að gera breytingar á þeim leikreglum er gilda í golfi. Hann taldi mikilvægt að ríkin sýndu sveigjanleika í samningum til að ekki yrði litið á þau sem „vandræðagemlinga“ strax frá upphafi. Þá væri nauðsynlegt að reyna að flétta eins marga þjóðfélags- hópa inn í ferlið á heimavelli og hægt væri. Stórhættulegt væri að byggja upp of miklar væntingar. Hjá því væri hægt að komast með því að gefa engin pólitísk loforð um mikilfengleika aðildar. Þá yrðu Slóvenar að gera sér grein fyrir því að erfiðleikar ESB við að ná saman um innri breytingar gætu tafið ferlið og yrði að undirbúa almenning undir það pólitískt. „Sum vandamál em þess eðlis að nýfijáls og lítil ríki eiga erfitt með að leysa þau. Blaðsíðufjöldinn sem þarf að þýða er ávallt sá sami óháð stærð ríkisins. Það tekur líka tíma að byggja upp diplómatísk sambönd. Það kostar langan tíma og marga kvöldverði að byggja upp vináttu. Við verðum hins vegar að vera raunsæ og getum engum treyst nema okkur sjálf- um. Fulltrúi Tékklands tók í svipaðan streng og sagði það úrslitaatriði í viðræð- um sem þessum að hafa tilfinningu fyrir afstöðu ESB-ríkjanna fimmtán. Hvaða mismunandi skoðana og hagsmuna í ein- staka ríkjum yrði að taka tillit til við stefnumótun. Að sama skapi yrði að sam- ræma fjölmörg sjónarmið innanlands, jafnt meðal hagsmunahópa sem í stjóm- kerfinu. Hann tók undir að mikilvægt væri að byggja upp ákveðna ímynd gagn- vart ESB og að það væri ekki til fram- dráttar að sýna of mikla stífni og frekju. Hins vegar væm tvær hliðar á þessum peningi. „Það er mjög athyglisvert að sjá hvemig sum ríki koma fram við okkur. Halda þau virkilega að við munum gleyma þessu? Þessi ríki eru ekki síður að móta þá mynd er við höfum af þeim,“ sagði Tékkinn. Þekking á evrópskum málefnum er yf- irleitt takmörkuð meðal almennings í ríkjum Mið-Evrópu, sagði fulltrúi Tékk- lands og bætti við að menn yrðu að gera sér grein fyrir þvi að ESB væri ekki paradís á jörðu. Hins vegar gerði sagan, landafræðin og efnahagsleg nauðsyn að- ild æskilega. „Þetta snýst um að eiga þess kost að hafa áhrif á þróun mála í Evrópu. Þetta snýst um að hafa hag af aðild en jafnframt að vera hluti af ákveðinni heild.“ Þegar upp væri staðið snerist málið um öryggi. Efnahagslegt, pólitískt og hemað- arlegt öryggi. NATO-aðild Tékka tryggði þeim hemaðarlegt öryggi og væri í raun stærsta skref þjóðarinnar frá einu áhrifa- svæði yfir á annað. ESB-aðildin tryggði hins vegar öryggi á öðmm sviðum. „Það verður að hafa hugfast að samningaviðræð- ur snúast ekki um sanngimi. Þær eru ósanngjarnar í eðli sínu fyrir þau ríki er ekki hafa tekið þátt frá upphafi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.