Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ HaröorS umfiöllum um Islenskan sjávaútveg I norskum {jölmiölum: Óttastný sirkus- gð íslendinga Norðmenn búast ekki við neinum halelúja-samskiptum þó æðsti greifi hafi flutt sig yfir í ruggustólinn. Borgarstjóri segir neyðarúrræði að fjölga í bekkjum Hiklaust ráðið í stöður berist hæfar umsóknir INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að komi til þess að grípa þurfí til neyðaráætlana í haust vegna uppsagna kennara, komi til greina að fjölga í bekkjum og ráða leiðbeinendur án kennara- menntunar. „Við munum skoða alla fleti þessa máls, en ég legg áherslu á að við munum ekki huga að slíku að svo stöddu, en fari allt á versta veg er það einn þeirra möguleika sem við þyrftum að athuga," segir borgarstjóri. Hún segir of snemmt að segja til um hvernig Reykjavíkurborg bregðist við í haust, standi upp- sagnir kennara óbreyttar. Eðlilegt sé að vonast eftir farsælum mála- lyktum, en búast um leið við hinu versta. þarf ekki að kosta meira Bræðurnir Ormsson hafa opnað glæsilegan sýningarsal með HTH innréttingum. Með því að auka fjölbreytni í þjónustu okkar viljum við spara húseigendum dýrmætan tlma og fjármuni. Það hefur ótvíræða kosti að geta gengið að gæðunum vísum á sama stað - hvort sem um er að ræða heimilistæki, innréttingar - eða allt hitt sem Bræðurnir Ormsson hafa upp á að bjóða. Líttu inn í Lágmúla 8, 3 hæð. Ingibjörg Sólrún segir ljóst að meiri eftirspurn sé eftir kennurum en framboð. Hún telur ástæðuna þá að kennarar utan Reykjavíkur, kennarar sem hafa ekki stöður sem sakir standa og kennarar sem eru að líta í kringum sig af öðrum ástæðum, virðist líta svo á að þær kennarastöður sem borgin hefur auglýst lausar, liggi í raun og veru ekki á lausu, þar sem þeir kennarar sem hafa sagt upp hafi forgang í þær stöður. „Þeir virðast halda að menn bíði átekta, en sá skilningur er með öllu rangur. Þessar stöður eru lausar og verður hiklaust ráðið í þær ef hæfar umsóknir berast," segir borgarstjóri. Aðspurð um óánægju kennara með launakjör minnir borgarstjóri á að engar kjaraviðræður séu í gangi og mjög mikilvægt sé að fólk átti sig á því. Reykjavíkurborg hafi þegar ákveðið að leggja 170 mijjjónir króna í grunnskóla Reykjavíkur á næsta ári til að kaupa viðbótarþjón- ustu sem kennarar töldu að þyrfti að koma til og sé það gert í sam- ræmi við óskir þeirra. „Styrrinn stendur hins vegar um greiðslur fyrir seinasta skólaár, aft- urvirkar greiðslur sem kennarar vilja, eða um 230 þúsund krónur á hvem kennara. Eg legg á það áherslu að við getum ekki greitt einum hópi starfsmanna borgarinn- ar afturvirka greiðslu fyrir seinasta vinnuái' og það kemur ekki til greina af okkai- hálfu. Við getum ekki tekið út einn starfshóp borgar- innar með þeim hætti,“ segir Ingi- björg Sólrún. Ekki fengið upplýsingar Hún segir að búið sé að skipta milljónunum 170 niður á skólana og sé það í valdi hvers skólastjóra að gera kennurum grein fyrir því hvað þeim stendur til boða. „Það hafa ekki allir skólastjórar gert, þannig að kennarar vita í sumum tilvikum ekki hvað þeim stendur til boða á næsta skólaári," segir Ingibjörg Sólrún. Félagsheimili mikilvæg í sveitum Heitt á könnunni í Húnaveri SIÐUSTU ár hafa ættarmót verið al- geng víða um land og hafa félagsheimili ekki síst verið kjörinn vett- vangur fyrir mót af slíku tagi. Þau eru orðin mörg ættarmótin sem t.d. hafa verið haldin í félagsheim- ilinu Húnaveri í Bólstað- arhlíðarhreppi. Eitthvað virðist þó vera að draga úr ættarmótunum það sem af er þessu sumri. Sigríður Þorleifsdóttir er húsvörður í Húnaveri, hún var spurð hvort fyr- irspurnir um húsnæði fyrir ættarmót hafi verið eins mikil og undanfarin ár? „Eitthvað var verið að spyrjast fyrir um aðstöðu fyrir ættarmót og eitt slíkt átti að vera nýlega en því var aflýst. Að- sóknin hefur því oft verið betri en þetta árið.“ - Hvað hafa þau veríð mörg á árí að undanförnu? „Allt að fjögur á ári a.m.k. og svo hafa líka verið mót á vegum starfsmannasamtaka. Mót harm- ónikkuunnenda og fjölskyldna þeirra hefur verið haldið hér sl. tvö sumur og virðist ætla að verða framhald á, þar sem það var vel sótt núna og er að vinna sér hefð.“ - Hvernig gengur að reka fé- lagsheimili úti á landi, stendur slík starfsemi undirsér? „Viðhald og upphitunarkostn- aður eru stórir póstar í starfsemi félagsheimila. Það er erfitt að ná endum saman hvað það snertir. Svona starfsemi stendur ekki undir sér þegar allt er talið. Eigi að síður er mjög nauðsynlegt að reka félagsheimili út um sveitir lands, þau hafa miklu hlutverki að gegna fyrir fólkið í sveitunum. Hér eru haldin margvísleg mannamót. Ymsar veislur eru haldnar hér og erfidrykkjur. Sveitarstjómarfundir fara hér fram og margvíslegir aðrir fund- ir, flest kvöld yfir veturinn er húsið bókað undir alls konar starfsemi." - Hvað með sönglífið í sveit- inni - á það húsaskjól í Húna- verí? „Já, Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps æfir hér tvisvar í viku og svo er hérna sameiginlegur kirkjukór þriggja kirkjusókna sem æfir hér fyrir messur og aðr- ar athafnir. Karlakórinn hefur hér árshátíð og eitt til tvö kaffi- kvöld á vetri, þar sem félagarnir koma saman ásamt konum sín- um, vinum og fyrrverandi kórfé- lögum.“ - Eru aldrei haldin almenn böll í Húnaverí núna? „Lítið hefur farið fyrir því. Eitt ball var haldið á síðasta ári. Það hélt hljómsveitin Á móti sól, sem spilaði fyrir dansi fram á rauða nótt. Þeir skemmtu --------------------- sér vel sem komu en Nauðsynlegt aðsóknin hefði mátt að reka fé- vera meiri. Ungling- lagsheimili arnir sem komu skildu ekki af hverju ekki væru haldin fleiri böll í Sigríður Þorleifsdóttir ►Sigríður Þorleifsdóttir er fædd á Sauðárkróki 1964 en alin upp í Hvammi í Svartár- dal. Hún lauk tíunda bekk grunnskólans árið 1980 og var eitt ár við nám í fjölbrauta- skólanum á Sauðárki-óki. Hún hefur starfað við verslunar- störf og verið bóndi frá tví- tugsaldri. Nú er hún húsvörð- ur við félagsheimilið Húnaver ásamt manni sínum Kristni Viðari Sverrissyni sem einnig er bóndi í Hvammi í Svartár- dal. Þau eiga eina dóttur sam- an og tvö böm hvort um sig frá fyrri samböndum. Það var vígt 7. júlí 1957 að við- stöddu miklu fjölmenni úr sveit- unum í kring. Áður var sam- komustaðurinn í Þinghúsinu í Bólstaðarhlíð, en það var fyrir mína tíð.“ -Þarfnast svona hús mikils viðhalds? „Já, það segir sig sjálft að það þarfnast mjög mikils viðhalds. Smærra viðhald er framkvæmt af húsvörðum en í stærri verk- efni eru fengnir fagmenn. Ból- staðarhlíðarhreppur rekur Húna- ver, en nokkur félagasamtök, þ.ám. Kvenfélag Bólstaðarhlíð- arhrepps og Ungmennafélag Ból- staðarhlíðarhrepps, eiga hlut í húsinu.“ - Er Ungmennafélagið með starfsemi í Húnaveri? „Yfír sumartímann er það með íþróttaæfingar fyrir alla aldurs- hópa hérna á vellinum við húsið, félagið hefur hins vegar ekki staðið að skemmtunum að ráði í Húnaveri undanfarin ár. Félag- amir í ungmennafélaginu taka þátt í mótum, einkum innan sýsl- unnar.“ - Geta almennir ferðamenn nýtt sér eitthvað aðstöðuna í Húnaverí? „Já, hér er gistiaðstaða, svefn- pokapláss í einu herbergi og í sal og hér er eldunaraðstaða einnig. Svo er hér góð hrein- lætisaðstaða. Loks eru tjaldstæði hér fyrir utan sem hafa gott skjól af skógar- reit í nágrenni húss- ins. Þar er einnig hreinlætisað- staða - sturtur og salerni. Ég myndi telja þennan stað mjög fjölskylduvænan, eins og sagt er í dag. Hér er rólegt og gott að þessu frábæra húsi en þau sögð- ust hins vegar skilja vel af hverju mamma og pabbi hefðu skemmt sér vel í Húnaveri á árum áður.“ - Hve gamalt er félagsheimilið vera með böm og margt að sjá og Húnaver? skoða í næsta nágrenni. Þess má „Húsið var byggt á árunum geta að hér er hægt að fá morg- 1952 til 1957. Það er steinsteypt unmat og það er alla daga heitt á og stendur að hluta til á kjaUara. könnunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.