Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ ; 50 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ1999 FÓLK í FRÉTTUM LIFANDI MIÐBÆR MENNINGARNÓTT í Reykjavfk verður haldin í Qórða sinn 21. ágúst og hefur hún á skömmum tima náð að festast í sessi sem spennandi og áhugaverður við- burður í borgarlífinu. Það er Reykjavíkurborg sem stendur fyrir Menningarnóttinni en dag- skráin byggir á framlagi fjöl- margra aðila, þar á meðal ýmissa menningarstofnanna, verslana, fyrirtækja, veitingahúsa og ein- staklinga. Sérstök verkefna- stjórn heldur utan um dagskrána en verkefnastjóri Menningarnæt- ur er Hrefna Haraldsdóttir. „Menningarnóttin skapar skemmtilegt andrúmsloft, setur mikinn svip á borgina og sýnir á henni óvæntar hliðar,“ segir Hr- efna. „Veitingastaðir og verslan- ir ráða margar til sín listamenn af ýmsu tagi og eru verslanir opnar fram eftir og standa jafn- vel sumar fyrir heilmikilli menn- ingardagskrá. Hugmyndin er í raun sú að fólk komi í bæinn og svo verður allt mögulegt á vegi þess, bæði innan húss og utan. Ef farið er inn á kaffihús þá er kannski eitt- hvað að gerast þar og ef gengið Hrefna Haraldsdóttir, verkefnastjóri Menningarnætur í Reykjavík. Morgunblaðið/Þorkell Rýmum til fyrir nýjum vörum! 25 - 50% afslAttur Kommóða H. 150 x L.80 xD. 45 verð áður 46.900.- verð nú kr. 29.500.- Bekkur, 3ja sæta H. 90 x L.l 30 x D. 56 verð áður 18.800.- verð nú kr. 14.950.- Olíumálverk frá Mexíkó 80 x 60 Örfá eintök tilb.verð kr. 12.500.- Stólar verð áður 8.600.- verð nú kr. 5.900.- Borð H. 80xL.132xD.43 verð áður 33.500,- verð nú kr. 25.125.- Skápur H. 190xL.133xD.45 verð áður 69.950,- verð nú kr. 48.965.- Kista H. 35 x L.120 x 45 verð áður 23.800.- verð nú kr. 16.660.- Vegghilluskápur H. 122 x 135 x 33 verð áður 39.800.- verð núkr. 29.850.- Veggsamstæða H. 200 x 122x44 Heildsöluverð kr. 49.950.- ...og margt fíeira! ^éHsTALL i Faxafeni sími: 568 4020 HUSGAGNADEILD er eftir Laugaveginum eða Hverfisgötunni þá gætu þar ver- ið einhverjar uppákomur. Þannig sjáum við þetta fyrir okkur, svona lifandi miðbæ. Menningarnóttin er alltaf ná- Iægt afmæli Reykjavíkurborgar, 18. ágúst. Hugmyndin er sú að þetta sé tækifæri fyrir alla að lyóta þess að vera í miðbænum og þá ekki síst fjölskyldufólk," segir Hrefna. Fyrir börn og fullorðna Þetta heitir Menningarnótt, fer dagskráin fram í einhverjum skúmaskotum að næturlagi? „Já, þetta heitir Menning- arnótt og stendur í raun fram á nótt, en setningin fer fram klukkan fjögur sidegis og form- leg dagskrá fer fram seinni part dagsins og um kvöldið. Svo held- ur skemmtunin auðvitað áfram fram eftir nóttu á veitingastöð- um til dæmis og er það í raun undir fólki sjálfu komið hvenær henni lýkur.“ Hvað er á dagskránni? „Dagskráin er í mótun þessa dagana en þó er búið að ákveða ýmislegt. A opnunarhátíðinni kemur meðal annars fram hópur ungmcnna frá Túnis, Marrokkó, Finnlandi og íslandi og flytja þau tónlist og dansa. Opnunin fer fram í Lýðveldisgarðinum, sem er á Hverfisgötunni við hliðina á Þjóðleikhúsinu, en hug- myndin er að vera á áhugaverð- um stöðum í borginni, líka stöð- um sem fá kannski ekki venju- lega mjög mikla athygli." Hr- efna segir borgina hafa upp á marga fjölbreytta möguleika að bjóða sem sé um að gera að nýta. Á Menningarnótt verði uppákomur á margvíslegum og jafnvel ólíklegum stöðum í borg- inni. Verður gert eitthvað sérstakt fyrir börn? „Já, það stendur til að hafa mjög metnaðarfulla barnadagskrá í Iðnó, þar sem verður alltaf eitt- hvað nýtt að gerast á hverjum klukkutima. Það eru þau Ándri Snær Magnason og Harpa Arn- ardóttir sem skipuleggja dag- skrána sem verður mjög fjöl- breytt. Þarna verða rímur kveðnar, þjóðsögur og drauga- sögur sagðar, fluttir verða leik- þættir og tónlist og margt fleira bæði fyrir börn og fuliorðna, en það verður reynt að sjá til þess að foreldrunum eigi alls ekki eftir að leiðast.“ Því fleiri, því betra Fer dagskráin eingöngu fram í miðbænum? „Hún fer að mestu leyti fram innan svæðis 101 og má búast við uppákomum hvar sem er í raun- inni bæði innan dyra og utan.“ Hrefna segir að það verði ýmsir hópar á flakki um miðbæinn, þar á meðal hópur dansara undir stjórn Láru Stefánsdóttur, sem muni stoppa hér og þar og leika listir sínar. „Svo standa Kjarvals- staðir líka fyrir mikilli dagskrá og má segja að þeir verði nokk- urskonar útvörður í austri. Kirkjurnar í miðbænum standa Iíka fyrir dagskrá og einnig er heilmikill undirbúningur í gangi hjá Islensku óperunni og einnig hjá Félagi eldri borgara, það er því óhætt að segja að dagskráin verði mjög íjölskrúðug." Hrefna segpr að þeir sem hafi skemmtilegar hugmyndir megi endilega koma þeim á framfæri og að öllum sé velkomið að leggja hönd á plóginn við framkvæmd- ina. Því stærri og fjölbreyttari hópur sem taki þátt, því betri verði Menningarnóttin. Hinn eini sanni Big Ma rðil á ótrúle sumarver /v\ Mcponaids Austurstræti 20 AðeÍOS^ í Suðurlandsbraut 56 Sjáumst Sem íyrst!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.