Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 34
^4 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ OSKAR Þ. JOHNSON + Óskar Þ. John- son fæddist í Jómsborg í Vest- mannaeyjum 15. júlí 1915. Hann lést í svefni á heimili sínu aðfaranótt 28. siðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Þor- steinn Johnson, kaupmaður í Efri- Holtum í Eyjafjalla- hreppi, f. 10.8. 1884, d. 16.6. 1959, og kona hans, Anna Margrét Madsen, f. í Kaupmannahöfn 20.11. 1891, d. 11.9. 1976. Systk- ini Óskars eru: Gréta og Þor- steinn, bæði búsett í Kaupmanna- höfn. Hálfsystir hans (samfeðra), Sigurlaug, dvelur á Skjóli í Graf- arvogi. Óskar tók minna mótorvél- skólapróf í Vestmannaeyjum ár- ið 1934 og meira fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1942. Hann var vélstjóri frá 1935-1938; skip- stjóri frá 1939-1946. Þá lét hann af sjómennsku og hóf að vinna við bóksölu föður síns í Vest- mannaeyjum. Hann tók við rekstri fyrirtækisins er faðir hans lést 1959. Rak hann versl- unina til 1973, en þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Óskar starfaði eftir það hjá heildsölufyr- irtækinu O. Johnson & Kaaber uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hinn 28.12. 1935 kvæntist Óskar Sig- ríði Jónsdóttur, f. 16.9. 1912 á Steig í Mýrdal. Börn þeirra eru: 1) Hrönn Kar- ólína, f. 21.1. 1936, húsmóðir í Reykja- vík. 2) Margrét, f. 7.1. 1941, bú- sett í Bandaríkjunum. 3) Þor- steinn, f. 14.11. 1944, sjómaður í Reykjavík. 4) Kristinn, _ f. 9.9. 1946, starfsmaður hjá Álverinu og búsettur í Hafnarfirði. Óskar og Sigríður skildu. Barnabörn og barnabamabörn þeirra em orðin 20 talsins. Undanfarna áratugi hefur Jó- hanna Þ. Matthíasdóttir, f. 21.6. 1924 að Fossi á Síðu verið h'fs- förunautur Óskars og bjuggu þau siðustu árin í Sóltúni 28 í Reykja- vík. Útför Óskars fer fram frá Fossvogskirkju á morgun og hefst athöfnin klukkan 10.30. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim, sem deyr en hinn látni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Sjaldan finnum við jafngreinilega fyrir stöðugri nálægð dauðans, og þegar andlát ber skyndilega að höndum. Þá er eins og við skynjum harkalegar en nokkru sinni, að í líf- inu sjálfu býr dauðinn - frá fyrsta andartaki komabamsins í þessu lífi er hinn lifandi líkami hársbreidd frá dauðum líkama. Dauðinn spyr hvorki um stund né stað. Þá minnumst við einnig þess, sem oft vill gleymast, að milli ástvina skyldi ætíð vera góðleiki og ekkert mikilvægt óuppgert. Við getum ekki beðið látinn einstakling fyrirgefn- ingar á órétti honum gerðum, orð- um eða öðru, sem verið er að draga á langinn til að koma á hreint, því að við teljum svo oft vera „nægan tíma til að leiðrétta eða laga hlutina seinna“. En allt á sér sinn tíma og öllu er afmörkuð stund. Fyrir nálægt fimm árum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Óskari og urðu þau kynni innilegri með árunum. Óskar var dulur mað- ur, sem hafði hlotið sinn skerf af Blómastofa Friðjtnns Suðuriandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. * vh a/( ,s r OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAI SIIi l ll ÍH* 101 RKVKJAVÍK l)tivít) lnver. Óhifnr Útfimmtj. I Umjtm - I jfiinirstj. I íK KISTUVINNUSTOJ A KYVINDAR ÁRNASONAR LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MINNINGAR erfiðri lífsreynslu og mótlæti. Hann tók örlögum sínum vel, gerði alltaf gott úr öllu og leit fram á veginn. Hann bar ekki tilfinningar sínar á torg, en mjög fljótt varð mér ljóst hve traustur, heiðariegur og vamm- laus maður hann var. Orð þesi skrifa ég ekki vegna þess að um er að ræða minningar- grein, heldur vegna þess að þau eru sönn. Ekkert hefði verið Óskari leiðara en mærðarlegt oflof - hann var blátt áfram, falslaus og kom heiðarlega fram við alla. Óskar var svo gæfusamur að hljóta góða heilsu í vöggugjöf og til síðasta dags var hann grannur og sporléttur. Hann fór eldsnemma á hverjum morgni í laugamar og gekk mikið, þótt hann væri farinn að mæðast síðustu árin. Hann var mjög unglegur og fæstum hefði dottið í hug að hann væri kominn yfir áttrætt. Hann var líka einstaklega rækt- arlegur og hringdi oft til mín, þegar sonur hans var á sjónum. Hann tók sérstöku ástfóstri við Láru, dóttur mína, og fór hún stundum til hans og Jóhönnu eftir æfingu, þegar hún var í Fimleikadeild Armanns, sem var rétt hjá heimili þeirra. Hún var mjög hrifin af Óskari og Jóhönnu og sat þar tímunum saman, spjallaði og hámaði í sig pönnukökur. Þau voru líka hrifin af Láru, því að henni þótti svo vænt um þau. Aldrei fór Lára þaðan gjafalaus, því að þau viku alltaf einhverju að henni. Ósk- ar vildi helst aka henni heim, svo að allt yrði í lagi, en Lára vildi ganga eftir allar veitingarnar. Aldrei brást, að búið var að hringja og spyrja hvort hún væri komin heim heil á húfi áður en ég kom mér að því að láta vita af henni. Ósjaldan fórum við í kaffi og kök- ur til þeirra Jóhönnu, en „smá- kaffisopinn" var yfirleitt stórveisla, enda er Jóhanna meistari í allri matargerð og kökumar einhverjar þær bestu, sem ég hef bragðað. Því miður var ég ekki jafndugleg að halda kaffiboð, en hvenær sem svo var, komu Óskar og Jóhanna, glöð og hress með blómvönd. Eitt sinn var Jóhanna lasin, en Óskar kom engu að síður, þótt hann staldraði skemur við, því að um- hyggja hans fyrir henni var einstök. Milli okkar Óskars mynduðust gagnkvæm vináttubönd og traust. Þegar þau voru að innrétta íbúð sína á Sóltúni 28, var ég þeim eftir megni hjálpleg við val á gólfefnum og því sem ekki var fullgert við af- hendingu íbúðarinnar. Síðar kom að því að kaupa ný húsgögn, gardínur, ljós o.þ.h. Ófáar ferðir fórum við að leita uns íbúðin var prðin eins og þau vildu hafa hana. Óskar var svo þakklátur fyrir þessa aðstoð, að oft þótti mér nóg um. Hann var ekki vanur því að fólk hefði einlægan Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ áhuga á að setja sig í hans hugar- heim og væntingar - þ.e. hugarheim og óskir þeirra Jóhönnu - og honum fannst hann alltaf vera að ónáða eða trufla, þótt ég hefði bara gaman af. Þótt flutningar og breytingar hafi ekki verið á vinsældalista mínum um ævina, hef ég orðið að flytja æði oft - breyta og bæta - og má segja, að sú reynsla hafi orðið jákvæð fyrir Óskar og Jóhönnu. Þvælingur minn milli verslana og fyrirtækja kom þeim til góða og að því kom að íbúð þeirra varð einstaklega falleg. Ekki mátti þá minna en að færa mér gjöf - elsku Óskar minn, í dag þakka ég aftur fyrir mig. Hann hringdi oftar, þau buðu oft- ar heim, en aldrei hafði hann orð á, að hann vildi sjá okkur oftar, þótt í dag skiljum við að sú var óskin. Hann vildi ekki biðja um það; hringdi og sagði etv.: „Það væri gaman að sjá ykkur“. í dag bið ég hann að fyrirgefa það hugsunar- og ræktarleysi - þennan kröfulausan mann, sem alltaf sagði: „Bara ef þú hefur tíma.“ Eg hugleiði hvað var svona merkilegt að meirá lá á því en að líta til hans; spjalla við hann og hlusta á hann hlæja, sem mér fannst svo gaman; sjá glettnislegt augnaráðið og kímnina og einlæga gleðina yfir að sjá mann - og ég man það ekki. I íslensku þjóðfélagi gerviþarfa, sýndarmennsku, hraða og meira og minna ímyndaðrar upptekni gleym- ast hin sönnu verðmæti: að rækta tengslin við þá, sem eru manni kær- astir og sem þykir vænst um mann og eru manni heilastir. Frá fyrstu kynnum var Óskar mér svo heill og vinveittur. Hann byggði dóma sína á mér eftir kynnum okkar, þótt stutt væru. Stundum leitaði hann til mín ef hann þurfti aðstoð í skriffinnsku eða málum, sem hann vildi ganga frá. Var mér í mun að reynast hon- um vel og gegna erindum fyrir hann á þann hátt, að hann væri ánægður. Hann ræddi líka oft við mig um hluti, sem hann ræddi ekld við alla - þakka þér fyrir það allt, Óskar minn - það var mér einstakur heiður að geta orðið að einhveiju liði. Eg fann vel hversu vænt honum þótti um mig, enda var það gagn- kvæmt. Við skildum hvort annað án orða - milli okkar var gagnkvæm taug virðingar - mér þótti svo óend- anlega vænt um að eiga virðingu, skilning og góðvild þessa öðlings. Hann var varkár í orðum sínum og dómum um annað fólk, enda ein- staklega vel gerður maður. Aldrei heyrði ég hann halla orði á neinn og tók hann aldrei þátt í illmælgi um fólk; væri honum eitthvað einstak- lega ógeðfellt, var það slíkt tal. Nú er sorg í hjörtum allra þeirra, sem þótti vænt um Óskar. Þótt hann hafi verið að nálgast 84. ald- ursár, var hann svo ungur og hress - sú spuming vaknar ósjálfrátt: „Af hverju fékk hann ekki að lifa leng- ur?“ Það var svo margt ógert og órætt, ýmsar áætlanir voru í bígerð, en Guð ræður. Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg riOLSTEINAK 564 3555 BlómaUúð in v/ Possvogski^kjw^a^ð Símii 554 0500 Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæíinu. Þar starfa nú 15 manns vií útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúlleg þjónusta stm byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266 Sorg elsku Jóhönnu er þó mest, en hún var honum einstök kona þá áratugi, sem þau áttu saman. Böm- um Óskars var hún sem móðir og barnabömunum sem amma. Milli Jóhönnu og Óskars ríkti ást og virð- ing og mátti vart á milli sjá, hvort vildi dekra meira við hitt. Þótt lífs- gangan geri ráð fyrir að andlát verði léttbærara eftir því sem við eldumst, er fráfall alltaf óvænt, svo hræðilega endanlegt, jafnvel þótt fólk hafi verið sárveikt. Allir lifa með dauðann í sér, en það er alltaf jafn erfitt að sætta sig við hann. Elsku Jóhanna syrgir látinn mann sinn og í lífi hennar verður breyt- ingin mest. Megi algóður Guð styrkja hana í sorg hennar og gefa lífi hennar góðan farveg og gleðileg- ar stundir að Óskari gengnum, þótt Jóhönnu finnist það óhugsandi nú - það hefði Óskar viljað, enda var hann vakinn og sofinn yfir velferð Jóhönnu sinnar, eins og hann var vanur að kalla hana. Margrét dóttir hans frá Ameríku dvelur hjá Jóhönnu núna, en án þess að halla á neinn var Margrét henni tilfinningalega tengdust af börnum Óskars. Það er huggun að vita af Margréti hjá henni á þessum erfiðu vikum. Margrét, Þorsteinn og Kristinn munu verða Jóhönnu áfram sem hennar eigin börn og styðja hana sem slík á alla lund, enda vissi faðir þeirra það og treysti þeim fyrir Jóhönnu sinni. Ég vil votta Jóhönnu sérstaklega samúð mína og væntumþykju í sorg hennar. Einnig votta ég öllum þeim samúð mína, sem þótti vænt um Óskar heitinn. Genginn er einhver sá besti mað- ur, sem ég hef kynnst. Það eru for- réttindi að kynnast fólki eins og honum; fólki, sem lífið þroskar á þann hátt að maður fer alltaf betri maður frá því að sækja það heim. Ég veit, að hann hefur hlotið bestu hugsanlegu móttökur á þeim stað þar sem hann dvelur nú. Þar sem ég verð því miður ekki við útför þína, elsku Óskar minn, langar mig til að þakka þér enn einu sinni fyrir að taka mig í hjarta þitt og bið þig að leyfa mér að verða einn af þeim einstaklingum, sem mynda „himnana þér yfir“ eins og segir í ljóðinu. Guð blessi þig í ljósinu eilífa, sem nú umlykur þig. Hjartans kveðjur til ástvina þinna allra. Þín, Amdís H. Björnsdóttir. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina, MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.