Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og systir, BJARNEY GUÐNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR RALEY frá Siglufirði, varð bráðkvödd á heimili sínu í Noregi sunnu- daginn 27. júní. Útförin hefur farið fram. Þökk- um auðsýnda samúð. Anton Raley, Helena Raley, Daniel Raley, Linda Þórhallsdóttir, Sædís Þórhallsdóttir, Þórður Þórhallsson, Gestur Þórhallsson, Snorri Kristinn Þórðarson, Jóna Maggý Þórðardóttir. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, EYGLÓ ÞORGRÍMSDÓTTIR, Áshildarholti, lést sunnudaginn 27. júní á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauðárkróki. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum öllum auðsýnda vináttu og samúð. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks deildar 2, á Heilbrigðisst. Sauðárkróks. Sigrún Sigurðardóttir, Gunnlaugur Vilhjálmsson, Sigurður Þór, Lilja og Eygló. + Ástkær sonur okkar og bróðir, BJÖRN BJÖRNSSON, til heimilis í Tindaseli 1, Reykjavík, lést þriðjudaginn 6. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórunn Jónatansdóttir, Björn Jónasson, Jón Þór, Jóhanna Kristín. + Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HAUKS PÉTURSSONAR byggingameistara, Byggðarenda 18. Ásta Guðmundsdóttir, Harpa Hauksdóttir, Þröstur Guðmundsson, Kolbrún Hauksdóttir, Gylfi Gunnarsson, Bjarni Þrastarson, Haukur Gylfason. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MEYVANTSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 13. júlí kl. 13.30. Kristbjörg Jóhannesdóttir, Jón Þór Bjarnason, Kristín Bárðardóttir, Garðar Garðarsson, Brynja Bárðardóttir Green, Tyler Green, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðursystir mín, ELfN GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis í Stangarholti 16, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðju- daginn 13. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Elíasson. EYJOLFUR SVERRISSON + Eyjólfur Sverr- isson fæddist í Reykjavík 15. maí 1939. Hann lést á Landspítalanum laugardaginn 3. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sverrir Samúelsson bifreiðaeftirlits- maður, f, 27.8. 1906, d. 19.5. 1989 og El- len Eyjólfsdóttir verslunareigandi, f. 22.4. 1911, d. 7.6. 1994. Systir Eyjólfs er Guðrún S. Sverrisdóttir meina- tæknir, f. 8.1. 1933. Hinn 15. febrúar 1964 kvæntist Eyjólfur Margréti Jóhannsdótt- ur, f. 30.8. 1940. Foreldrar hennar voru Jóhann Friðriks- son skipstjóri, f. 14.9. 1914, d. 11.10. 1942, og Klara Sigurðar- dóttir húsmóðir, f. 2.3. 1914, d. 18.4. 1991. Börn Eyjólfs og Mar- grétar eru: 1) Ellen Klara kenn- ari, f. 18.6. 1962, sambýlismað- ur hennar er Jónas Gunnarsson fram- leiðslustjóri. Synir þeirra eru Davíð Snorri, f. 1987 og Jóhann Birgir, f. 1990. 2) Jóhanna Lára kennari, f. 26.1. 1966, sambýl- ismaður hennar er Garðar Jónsson sölumaður, f. 2.8. 1964. Dóttir þeirra er Katrín Lára, f. 1996. 3) Sverrir, f. 7.9. 1967,eiginkona hans er Ólöf María Jóhannsdóttir háskóianemi, f. 11.12. 1970. Dóttir þeirra er Jó- hanna Margrét, f. 8.12. 1991. Eyjólfur var löggiitur endur- skoðandi og starfaði við það, fyrst sjálfstætt, síðan hjá Ríkis- skattstjóra en lengst af hjá Þjóðhagsstofnun. títför Eyjóifs fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun og hefst athöfnin klukkan 10.30. Nú ert þú farinn, kæri bróðir. Mér varð mikið um þegar ég frétti af láti þínu, sem bar mjög brátt að. Engan grunaði að þú værir alvar- lega veikur. Eg þakka þér af öllu hjarta fyrir að vera alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda og leita ráða hjá þér. Eg mun sakna þín mikið. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ég bið algóðan Guð að blessa þig og gefa ástvinum þínum styrk í sorginni. Þín systir. Það er ekki hægt að lýsa með orðum hvernig okkur varð við er Magga vinkona okkar hringdi í okkur norður í Vaglaskóg fóstudagskvöldið 2. júlí sl. til að láta okkur vita að Eyjólfur væri á gjörgæsludeild Landsspítalans í öndunarvél. Henni var tjáð að um einhveija blóðsýkingu væri að ræða. Hann veiktist um morguninn, en vildi lítið gera úr því, sagðist myndu láta kíkja á sig eftir helgi. En Magga og dóttir þeirra Jóhanna voru á annarri skoðun. Þau voru stödd í sumarhúsinu sínu á Eyrarbakka. Magga ók strax til Reykjavíkur til að láta skoða hann. Samtal okkar varð ekki langt vegna slæms símasambands. Okkur leið mjög illa að vera svona langt í burtu á svona erfíðum tímum hjá vinahjónum okkar. Við sofnuðum seint og báðum fyrir honum. Snemma næsta morgun reyndum við að ná sambandi við Landsspítalann. Klukkan hálf tíu náðum við sambandi við Möggu. Fréttin var: „Hann Eyjólfur er dáinn. Hann dó rúmlega 9.“ Ég heyrði varla meira nema grátinn í sjálfri mér. Þetta gat ekki verið satt. Allt í mannlegu valdi hafði verið gert, en því miður kom okkar kæri vinur of seint á spítalann. Við vissum að hann hafði ekki gengið heill til skógar upp á síðkastið. En að þetta myndi gerast hvarflaði ekki að neinum er til Eyjólfs þekktu. Hann var mikill útivistarmaður og göngugarpur. Iðulega á góðum degi hitti maður Eyjólf á göngu á Laugaveginum, þar sem hann ólst upp. Var hann þá á leið úr vinnu heim til sín, alla leið upp í Arbæ og fór létt með það. Hann hafði meira að segja fengið sér sundsprett fyrir austan daginn áður en hann veiktist. Það er erfítt að setjast niður og skrifa minningargrein um kæran vin á svona stundu, þetta var það síðasta sem við hjónin bjuggumst við að þurfa að gera í sumarfríinu okkar. Eyjólfur hefði ekki viljað að skrifuð yrði væmin minningargrein um hann, helst hefði hann ekki viljað að skrifuð yrði nein. En á svona tíma koma ótal minningar upp í hugann. Það var einmitt í einu af okkar fyrstu fríum sem við tókum saman að við fórum í Vaglaskóg, á þann stað sem við vorum á þegar Eyjólfur lést. Þetta var fyrir allmörgum árum og var mjög langþráð frí. Við vorum rétt búin að tjalda er Bjössi veiktist skyndilega. Þá var það Eyjólfur sem ók eins hratt og hægt var þá, á gömlu Vaðlaheiðinni, til að koma Bjössa undir læknishendur á Akureyri. Bjössi lá þar í 3 daga, en sem betur fer var það ekkert alvarlegt. Þá og mörgum sinnum aftur reyndust þau bæði okkur sannir vinir. Kynni okkar hófust fyrir 45 árum eða árið 1954 er ég hóf nám í Verslunarskóla Islands. Þau hjónin urðu bæði bekkjarsystkini mín og urðum við Magga strax miklar vinkonur, þrátt fyrir að við værum mjög ólíkar. Mikið var brallað saman og hefur aldrei borið skugga á vináttu okkar. Vinaböndin urðu enn sterkari er Magga og Eyjólfur fóru að vera saman, og við Bjössi. Þeir urðu líka strax miklir mátar. Eyjólfur var ekki mikið fyrir að tala innan um margmenni, þótti frekar fámáil en þegar samræðurnar snerust um tölur, viðskipti eða önnur skyld mál var hann á réttri braut, enda sérfróður á þeim sviðum og stóð ætíð fast á sínu. Það gekk líka stundum fram af honum kaupæðið í mér. Samt sagði hann aldrei neitt, hristi bara höfuðið, eins hann gerði þegar eitthvað var vonlaust. I þau 45 ár sem við þekktum Eyjólf sáum við hann aldrei reiðan. Nú seinni árin fannst okkur hann líkjast Sverri föður sína meira. Eyjólfur var mikið snyrtimenni og smekkmaður. Hann vandaði valið vel þegar hann keypti sér fatnað. Ef hann hafði keypt eitthvað sem honum líkaði mjög vel við og það var farið að slitna, átti hann það til að kaupa aðra nákvæmlega eins flík, bara smá sérviska. Hann var t.d. sá eini í bekknum sem mætti alltaf í jakkafötum í skólann þegar við vorum í Versló. Er börnin fóru að að koma eitt af öðru, var farið saman í ferðalög, bæði innanlands og til útlanda, svo sem í sólarlandaferðir, akstur um Evrópu, til Flórída og víðar, svo dæmi séu tekin. Ég man er ég sagði Möggu og Eyjólfi að ég gengi með 7. barnið. Eyjólfur varð mjög hugsi við þessa frétt og sagði síðan: „Hugsaðu þér, bamið mun eiga foreldra á sextugsaldri þegar það fermist og þið að glíma við unglingavandamál." Við hlógum oft að þessu. En þau hafa samt alltaf átt smá í honum Andrési okkar. Golfinu má ekki gleyma, en það átti hug hans allan. Hver einasti frítími var nýttur til þess að spila golf. Magga spilaði líka. Oft fóru þau bara tvö en líka með félögum sínum, og var þá spilað allan daginn og stundum gott betur. Eyjólfur horfði líka á alla þætti um golf sem sýndir voru í sjónvarpi. Eyjólfur var maður sem hugsaði ekki bara í nútíð heldur hugaði hann alltaf að framtíðinni. Hann vildi að börnin sín þrjú myndu eignast þak yfir höfuðið, sem þau nú eiga. Það er víst að þar hefur hann lagt sitt fram. Hjónaband Möggu og Eyjólfs var mjög gott, og síðastliðin ár gerðu þau mikið af því að fara í vikuferðir víða um heiminn og skoða sig um. Uppáhalds borg þeirra hjóna var París. Þau voru nýkomin heim þaðan, en þau höfðu farið þangað til að halda upp á 60 ára afmæli Eyjólfs. Þau voru mjög ánægð með þessa ferð. Þau fóru í göngutúra og skoðuðu borgina, þrátt fyrir að hafa komið þangað áður. Við höfðum ráðgert að fara til Parísar og koma þeim á óvart, en því miður komumst við ekki. Maður er aldrei viðbúinn svona snöggu fráfalli. Við þökkum fyrir að hafa eignast svona tryggan og góðan vin. Hans verður sárt saknað. Við biðjum Guð að gefa Möggu, börnum þeirra, mökum, bamabörnum og systur hans styrk á þessum erfiðu tímum. Þínir vinir, Áslaug og Björn. Hinn 12. júlí verður til moldar borinn kær vinur, Eyjólfur Sverris- son, endurskoðandi og starfsmaður Þjóðhagsstofnunar. Eyjólfur lézt að morgni laugar- dagsins 3. júh' og andlát hans var óvænt og staðfestir að eigi má sköp- um renna. Ef hægt væri að lýsa honum með fáum orðum, kemur í hugann hæg- læti, vinsemd, öryggi og traust. Það var þó margt fleira sem einkenndi þennan ágæta dreng. Eiginleikar eins og reglusemi og vandvirkni í störfum, nákvæmni og fagmennska við uppgjör reikninga fyrirtækis okkar frá stofnun þess 1966, þá ný- lega orðinn löggiltur endurskoð- andi. Varði það samstarf uns hann tók við trúnaðarstörfum við emb- ætti Skattrannsóknarstjóra um 1970. Síðar starfaði hann um árabil hjá Þjóðhagsstofnun til dánardægurs. Það var mikil eftirsjá að þessum trausta samstarfsmanni en þó gæfa að eiga vináttu hans um áratuga skeið, vináttu sem aldrei bar skugga á. Eyjólfur hafði lifandi áhuga á velgengni samferðamanna sinna og vina, þeirra gifta var hans gleði, þeirra erfiðleikar og mótlæti fundu hjá honum samúð og hvatn- ingu. Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum og lifði ekki sveiflukenndu lífi, var fyrst og fremst fjölskyldu- maður og góður heimilisfaðir sem reyndist vinum sínum og þeim sem til hans leituðu hollráður og traust- ur samferðamaður. Við Eyjólf var hægt að ræða trúnaðarmál og bollaleggja á ýmsa vegu í fullvissu þess að varðveitt yrði og fyllsta trúnaðar gætt. Eyjólfur var góður íþróttamaður þegar einbeitni og vandvirkni skiptu máli. Á unglingsárum sínum var hann mjög snjall billiardspilari og hin síðari ár náði hann góðum tökum á golfi sem hann naut með vinum og fjölskyldu. A bak við jafnlyndi og rólegt yfir- bragð leyndist gott skopskyn og margar góðar stundir áttum við sem nú lifa aðeins í minningunni. Mikill harmur er kveðinn að fjöl- skyldunni, eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barna- börnum, systur og systursyni. Djúpa samúð vottum við fjöl- skyldunni og vinum sem syrgja á þessari stundu. Það er bæn okkar að Ijúfar minningar um góðan dreng verði smyrsl á sáran harm. Guð blessi ykkur öll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.