Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ fyrir að glæpurinn hafí verið framinn á þremur stöðum,“ sagði Kerr. Er starfshópur FBI kom á vett- vang blasti við ófögur sjón. Er þetta viðtal var tekið hafði Kerr ekki haft tækifæri til að ræða einslega við hópinn, en af samtölum hans símleið- is að dæma sagði hann það hafa tek- ið mjög á taugarnar að sjá alla þessa eyðileggingu. „Erfíðast fannst þeim að hafa ætt- ingja fórnarlambanna á vettvangi þar sem þeir ræddu við þá um leið og þeir unnu við uppgröft og rann- sóknir á líkum fórnarlambanna." Starf FBI-hópsins líkt og annarra sérfræðinga sem rannsaka stríðs- glæpi í Kosovo felst í grundvallarat- riðum í því að renna stoðum undir frásagnir vitna af glæpunum. „I starfínu fólst meðal annars að fara vandlega yfir hina ýmsu staði þar sem talið er að stríðsglæpir hafí verið framdir. Líkamleg sönnunar- gögn fundust, þ.á m. blóðsýni og mikil vinna var unnin með líkams- hluta. Pá grófum við upp sumar grafír til að geta skorið úr um hver dánarorsökin hefði verið og til að sjá hvort samræmi væri á milli þess sem vitni sögðu og þess sem við svo fund- um. Það kom fyrir að misræmis gætti í frásögnum fólks, en þó ekki að veru- legu leyti. Til að mynda voru hlutirn- ir ekki alltaf nákvæmlega þar sem fólk hafði talið að þá væri að finna. En er um var að ræða trúverðuga aðila, eins og fullorðna sem höfðu einhverja þekkingu á því hvað hafði gerst, virtist vitnisburðurinn yfirleitt í samræmi við það sem fannst,“ sagði Kerr. 011 sönnunargögn sem finnast, þ.m.t. skrásetning líka, dánarorsaka og verksummerkja á vettvangi, eru send til Stríðsglæpadómstólsins. Þó var hluti af þeim sönnunargögnum sem FBI-hópurinn safnaði ekki sendur beint í hendur dómstólsins. „Með hverjum hóp starfaði rann- sóknaraðili á vegum Stríðsglæpa- dómstólsins. Stórum hluta af starfí okkar lauk í Kosovo og þær upplýs- ingar sem fengust með þeirri vinnu hafa verið látnar dómstólnum í té. Hins vegar hafa þau sönnunargögn, sem þurfa frekari rannsókna við, verið send til rannsóknarstofu okkai’ í Washington. Að þeirri vinnu lokinni munu niðurstöður þeirrar rannsókn- arvinnu vera sendar til Stríðsglæpa- dómstólsins," sagði Kerr. Öryggi í Kosovo lítið I vikunni varaði yfirmaður banda- rísku hersveitanna í Pristina, héraðs- höfuðborg Kosovo, við því að friðar- gæsluliðum stafaði ógn af serbnesk- um hersveitum sem enn væru í hér- aðinu. Kerr sagði starfsfólk sitt ekki hafa orðið vart við slíkar hindranir, hvorki af hálfu Serba né liðsmanna Frelsishers Kosovo, KLA. „Einu erfiðleikarnir voru bundnir við að komast á áfangastað. Við höfð- um áhyggjur af jarðsprengjum og þvílíku sem finnast í héraðinu og því fór hópurinn aðeins á staði sem við höfðum verið fullvissaðir um að hefðu verið hreinsaðir af jarð- sprengjum. Hins vegar má benda á að fjórir ítalskir hermenn í Djakovica létust af völdum jarðsprengna á sama tíma og okkar hópur var þar að störfum. Þannig að ástandið er ótryggt og ör- yggisráðstafanir því mikilvægar." Kerr sagðist telja ólíklegt að FBI legði fyrir sig rannsóknir líkar þeim sem fram fara í Kosovo. Ennfremur sagði hann óvíst hvort annar hópur yrði sendur aftur til Kosovo til rann- sókna á stríðsglæpum. „Á þeim tíma sem starfsmenn okkar voru í hérað- inu gengu allar birgðirnar til þurrð- ar, hlutir eins og líkpokar, sótt- hreinsunarefni og fleira. Þannig að við hefðum þurft að kalla stafsfólk okkar til baka hvort eð var. Sem stendur fara fram viðræður við Stríðsglæpadómstólinn og sak- sóknarann í Haag um það hvort FBI geti orðið að frekara gagni við rann- sóknir á stríðsglæpum í Kosovo. Lík- legt er að tveir til þrír starfsmenn FBI verði sendir til Haag til við- ræðna um það starf sem við höfum unnið, hvað sé næsta skrefið, hvern- ig FBI getur komið best að liði og hvort aðrir aðilar séu betri til verks- ins fallnir." Kerr sagði rannsóknir FBI í Kosovo vissulega frábrugðnar þeim sem teldust til hefðbundinna glæpa- rannsókna. SJÁ BLS. 14 Islendingar á leið til héraðs- ins í sömu erindagjörðum Donald Kerr, aðstoðarframkvæmdastjóri rannsóknardeildar bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI, sagði Hrund Gunnsteins- dóttur frá starfí FBI í Kosovo, þar sem starfsmenn á vegum stofnunarinnar rannsökuðu meinta stríðsglæpi. Stríðs- glæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur yfírumsjón með stríðsglæparannsókninni í Kosovo en meðal þeirra ríkja sem leggja ------------------------7-----------— munu verkinu lið er Island. EIN umfangsmesta glæpa- rannsókn sem gerð hefur verið frá því að seinni heims- styrjöldinni lauk er nú hafin í Kosovo. Tugir sérfræðinga streyma nú til héraðsins til að safna sönnun- argögnum um meinta stríðsglæpi sem framdir hafa verið í Kosovo og rennt geta stoðum undir frásagnir vitna af þjóðernishreinsunum Serba í héraðinu. Það sem alþjóðlegir friðargæslu- liðar, blaðamenn og hjálparstarfs- menn komu að er þeir fóru inn í hér- aðið um miðjan júní var ófagurt. Heilu þorpin hafa verið lögð í rúst, lík finnast á víð og dreif, fjöldagrafir, líkamshlutar, byssukúluhulstur og fleiri hlutir sem bera ódæðisverkun- um glöggt vitni. Hlutverk friðargæslusveita KFOR, undir stjóm Atlantshafsbandalagsins (NATO), er að halda lög og reglu í héraðinu þar til opinberri stjómsýslu hefur verið komið á. Einnig fellur það undir verksvið þeirra að hreinsa Kosovo af jarðsprengjum áður en flóttafólkið snýr til baka og uppgröft- ur og rannsóknarstarf á stríðsglæp- um hefst. Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í málum tengdum fyrrver- andi Júgóslavíu gaf út ákæm á hend- ur Slobodan Milosevic, forseta Jú- góslavíu, og fjómm háttsettum leið- togum Júgóslavíu 27. maí sl., fyrir glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi sem framdir hafa verið í Kosovo. Það starf sem nú fer fram við rannsóknir á stríðsglæpum miðast við að finna haldbærar sannanir fyrir því að leið- togar Júgóslavíu, með Milosevic í fararbroddi, hafi gefið hermönnum skipanir um að fremja ódæðisverkin í Kosovo, svo að hægt verði að sak- fella þá. Upphaflega hafði dómstóllinn skipulagt rannsóknir á sjö stöðum þar sem meintir stríðsglæpir vora framdir en eftir því sem starfinu vindur fram koma æ fleiri vísbend- ingar um grimmdarverk í ljós og vaxandi þörf verður á liðsinni er- lendra ríkja við rannsóknina. Ráðgert er að þrír Islendingar verði sendir til Kosovo á vegum rík- islögreglustjóra á næstu dögum eða vikum í þessum sömu erindagjörð- um. Líklegt er að þeir komi til með að starfa í samvinnu við hin Norður- löndin. Donald Kerr, aðstoðarfram- kvæmdastjóri rannsóknardeildar bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, skipulagði ferð tveggja hópa rann- sóknarmanna á vegum FBI til Kosovo til að rannsaka meinta stríðs- glæpi í héraðinu. Alls voru sendir þangað 59 starfsmenn 20. júní sl. Rúmlega þrjátíu þeirra em séríræð- ingar á borð við réttarlækna, réttar- meinafræðinga, réttarmannfræðinga og sérfræðinga sem safna sýnum til DNA-greiningar. Einnig fóra tækni- menn lögreglu sem sáu um að safna sönnunargögnum og varðveita þau til frekari rannsókna. Auk þessara manna var með í för starfsfólk sem sá rannsóknarmönn- unum fyrir samskiptaleiðum og vann við tölfræði, auk nokkurra öryggis- varða. Flogið var með rannsóknarhópana í flugvélum á vegum bandaríska hersins til Makedóníu en þaðan fóru meðlimir hans ýmist landleiðina eða með þyrlum með aðföng sín til Dja- kovica og Pec, í vesturhluta Kosovo, sem er undir stjórn ítalskra her- sveita. Eftir að hóparnir komu á áfangastað vora þeir á eigin ábyrgð en undir vemd ítölsku hersveitanna. Verkefninu lauk um síðustu helgi en þá hélt FBI-hópurinn aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa rann- sakað átta staði þar sem talið er að serbneskar hersveitir hafí framið stríðsglæpi. Umfangsmikið starf við sérstakar aðstæður Kerr var spurður hvort FBI hefði áður unnið við rannsóknir á stríðs- glæpum eða hvort þetta væri í fyrsta sinn sem stofnunin tæki sér slíkt fyr- ir hendur? „Starfsfólk á okkar vegum hefur verið við svipuð störf í Bosníu, en verkefnið þar var ekki eins um- fangsmikið og í Kosovo og því vora mun færri aðilar á vegum FBI sendir þangað. í Kosovo er starf FBI að auki einvörðungu bundið við rannsóknir á meintum stríðsglæp- um.“ Kerr sagði sérstakar aðstæður ríkja í Kosovo þar sem opinbert stjórnkerfi er í lamasessi. „I Kosovo þurftu starfsmenn okk- ar að vinna við aðstæður þar sem engin opinber stjórnsýsla er fyrir hendi, sem skapar mjög sérstakt ástand. Löggæslan er öll í höndum alþjóðlegra hersveita. Einnig er verkefnið í Kosovo sér- stakt að því leyti að þar starfa starfs- menn FBI undir stjórn Stríðsglæpa- dómstólsins, en ekki yfirstjórnar FBI eins og venjan er við aðrar rannsóknir,“ sagði Kerr. Hóparnir sáu sér sjálfir fyrir mat, vatni og öðram birgðum meðan á dvölinni stóð. Samvinna við Atlants- hafsbandalagið (NATO) og Samein- uðu þjóðimar vai' af skornum skammti, að sögn Kerrs, fyrir utan að ítalskar KFOR-friðargæslusveit- ir, undir stjórn NATO, sáu til þess að öryggi þeirra væri tryggt. í upphafi var starfsmönnum FBI ætlað að rannsaka tvo staði þar sem meintir stríðsglæpir hafa verið framdir. Hins vegar gekk vinna þeirra mun hraðar fyrir sig en gert hafði verið ráð fyrir og því fór það svo að hópurinn rannsakaði alls átta staði áður en yfir lauk. Sex þessara staða voru umhverfis Djakovica og tveir í Pec. Að sögn Kerrs voru það góðir vitnisburðir Kosovo-Albana sem dómstóllinn hefur undir hönd- um sem réð því að starfsmenn FBI voru sendir til þessara tveggja bæja. Kerr sagði sex af þeim átta stöð- um sem FBI-hópurinn starfaði á hafa verið svokallaðar margþátta byggingar (multiple buildings), þar sem tilteknir stríðsglæpir, s.s. fjöldamorð, höfðu verið framdir í fleiri en einni byggingu. „Til að mynda var einn glæpavett- vangurinn hús sem hafði m.a. að geyma biljarðstofu og veitingastað. Þar höfðu 20 manns verið myrtir en lík þeirra færð yfir í annað hús hand- an götunnar þar sem þau voru brennd. Meðal fórnarlambanna vora börn. I húsi við hliðina á byggingunni voru svo aðrir fjórir drepnir. Þetta köllum við einn stríðsvettvang, þrátt BANDARISKUR hermaður stendur vörð um stríðsglæpavettvang í Vlastica í Kosovo þar sem kanadiskir rannsóknarmenn eru að störfum. Reuters FBI rannsakar strlðsglæpi I Kosovo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.