Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 1S _____LISTIR__ LÖGFRÆÐ- INGUR DEYR ERLEMDAR BÆKUR Spennusaga EINI GÓÐI LÖGFRÆÐ- INGURINN.THE ONLY GOOD LAWYER ..." eftir Hazel Holt. Pan Books 1999. 234 síður. HAZEL Holt heitir breskur sákamálahöíundur sem skrifar ásamt öðru um áhugaspæjarann Sheilu Malory er býr eídd mjög langt frá Oxford og lendir stundum í því að þurfa að leysa úr áhuga- verðum og flóknum þrautum. Holt skrifar mjög í hefð Agöthu Christie- bókanna dæmigerðar sakamálasög- ur af ensku landsbyggðinni sem snúast um leit að morðingja og er ein nýjasta sagan hennar í flokkn- um engin undantekning. Hún heitir Eini góði lögfræðingurinn... eða „The Only Good Lawyer...“ og kom nýlega út í vasabroti hjá Pan Books. Hún segir frá morðinu á leiðinda lögfræðingi sem árum saman hefur eitrað út frá sér og hlýtur að því er virðist makleg málagjöld þegar hann er stunginn til bana á morgun- göngu sinni. Hann er gestur Sheilu Malory þegar atburðurinn gerist og hún telur það skyldu sína að rann- saka málið. Áhugaspæjari Eini góði lögfræðingurinn ... (lík- lega á heiti bókarinnar að enda ... er dauður lögfræðingur), er átt- unda bók Hazel Holt um áhuga- spæjarann Sheilu Morley. Holt þessi stundaði nám í Cambridge og skrifaði á sínum tíma ævisögu Bar- böru Pym, „A Lot to Ask“, en hún hefur einnig starfað sem sjón- varpsgagnrýnandi og greinarhöf- undur auk þess sem hún skrifar sakamálasögur. Þess má geta að sonur hennar er rithöfundurinn Tom Holt. Áhugaspæjarinn hennar, Sheila Morley, er nokkuð roskin kona sem býr ein ásamt uppkomnum syni sínum. Hún skrifar bókagagn- rýni og aðrar greinar í blöð og tímarit og er gamaldags í háttum; skrifar enn á ritvél og harðneitar að fá sér tölvu og sakamál virðast hennar ær og kýr. Þegar hún rekst á eitthvað kunnuglegt í rannsókn sinni má eins vel vera að hún hafi séð það áður í þætti um Columbo. Og það er svosem margt kunn- uglegt við rannsóknina á morðinu á lögfræðingnum Graham Percy því það er í rauninni ekki miklum frumleika fyrir að fara í sögum Holt. Uppbyggingin, verknaður- inn, rannsóknin og niðurstaðan, fer eftir mjög troðnum slóðum enda á ekkert að koma á óvart, virðist vera, í sögu sem þessari nema blálokin. Lögfræðingurinn Graham er altso myrtur á morgun- göngu og fljótlega taka grunsemd- ir Sheilu Morley að beinast að vinahópi hans úr háskólanum. Enginn þoldi manninn enda hann með eindæmum leiðinlegur, léleg- ur lögfræðingur, drjúgur með sig án þess að eiga fyrir því, uppá- þrengjandi mjög, kröfuharður gestur með afbrigðum og átti til ómældan skepnuskap. Svigar Sheila Morley fer á stúfana þeg- ar lík hans finnst skammt frá heim- ili hennar og ræðir við vinina einn af öðrum og lögregluna og alla þá sem einhver viðskipti áttu við manninn og smám saman dregur hún gömul leyndai-mál fram í dags- ljósið. Sagan er stutt og lipurlega skrifuð, persónur dregnar skýrum dráttum og framvindan þægileg. Ekki er hún átakamikil eða bráð- spennandi. Kannski má segja að hér sé á ferðinni dæmigerð ljúf sumarlesning fyrir þá sem vílja ekki láta æsa sig of mikið upp und- ir sólinni. Stundum fær maður það á til- finninguna að Hazel Holt sé að skrifa fyrir lesendahóp sem orðinn er fullgleyminn því hún er sífellt að minna á það sem á undan er komið, persónur og atburði, með setning- um í svigum. Þegai- nokkuð er liðið á söguna og hún t.d. nefnir lög- reglumanninn Roger Eliot, sem margoft hefur komið íyrir áður, bætir hún við í sviga að hann sé lögreglumaður og vinur aðalper- sónunnar. Hvaða tUgangi þetta þjónar skal ósagt látið en hvimleitt er það (ef satt skal segja). Arnaldur Indriðason Orgeltónleikar í Seyðisfjarðarkirkju NÆSTI flytjandi í tónleikaröð- inni „Bláa kirkjan", miðviku- dagskvöldið 14. júlí, kl. 20.30 í Seyðisfjarðarkirkju, er Christi- an-Markus Raiser, orgelleikari frá Karlsruhe í Þýskalandi. Á efnisskránni er tónlist t.d. eftir Thiele, C.P.E. Bach, J.S. Bach, Rinck, Merkel og Mendelssohn- Bartholdy, „Flöten-Concert fiir die OrgeI“, op. 55 eftir Johann Rinck, og „Variationen iiber ein Thema von Beethoven, F-Dur, op. 45“ eftir Gustav Merkel. Christian-Markus fæddist ár- ið 1962 í Eschental og stundaði nám í tónlist við tónlistarhá- skóla í Stuttgart og Trossingen frá 1982. Kennarar hans í org- elleik voru Zsigmond Szat- hmary, Gerd Witte og Jon Laukvik, í sembalundirleik Helga Kirwald og Kenneth Gil- bert; píanókennarar voru Rein- hard Beeker og Wan Ing Ong og hljómsveit og kórstjórn kenndu Dieter Kurz og Man- fred Schreier. Raiser sótti einnig námskeið l\já Marie- Claire Alain, Daniel Roth, Ton Koopman, Michael Radulescu, Oliver Latry, Wolfgang Seifen og Petr Eben. Hann var frá 1986-1991 kór- stjóri og organisti við Evang- elische Stadtkirclie í Renn- ingen, og árið 1991 er hann kórsljóri og organisti við Ev. Stadtkirche í Stuttgart- Untertiirkheim. í dag starfar Reiser við Ev. Stadtkirclie í Karlsruhe. Árið 1990 lauk hann meistaragráðuprófi í orgelleik. Hann er stjórnandi óratoríu- og a cappella-kórs í Stuttgart, gaf út þrjár geisla- plötur um orgelleik, hélt org- eltónleika í Þýskalandi, Nor- egi, Frakklandi, Danmörku, Sviss og Italíu og er eftirsóttur einleikari á bæði orgel og sembal. Aðgangseyrir er 500 kr. Ókeypis er fyrir sex ára og yngri. Tónleikaröðin „Bláa kirkjan sumartónleikar“ er öll miðvikudagskvöld í sumar kl. 20.30 í kirkjunni á Seyðisfírði. íiMíé Listaverð kr. 105.242, MEÐAN BIRGÐIR ENDASTl Scndístyrkur eyksi í 15Wmeð magnara i FLAGGSKIPIÐ FRÁ BENEFON Benefon ► Vegur aðeins 240 g Spica ► Rafhlaðan endist allt að 5 daga í bið ► Valmyndakerfi á íslensku ► Úrval aukabúnaðar Benefon Delta ► Vegur3Sog ► Rafhlaðan endist allt að 4 daga í bið eða 2,s klst. í notkun Listaverð kr. 52.611,- Tilboðsverð kr. 2<}.<)80,- MEÐAN BIRGÐIR ENDASTI Listaverð kr. 78.926,- Tilboðsverð kr. 59980,- MEÐAN BIRGÐIR ENDASTI Benefon Sigma Vegur2g8g Rafhlaðan endist allt að 5 daga í bið eða 2,5 klst. í notkun ► Valmyndakerfi á íslensku Ldrtgdraegoi 0% öryggi meö hágæða Benefon ÍVIIVIT farsímum EBEMFMI^ yS" SÍMINN Ármúli 27 • Kringlan • Landssímahúsið v/Austurvöll • Síminn Internet ísafjörður • Sauðárkrókur • Akureyri • Egilsstaðir • Selfoss • Reykjanesbær og á öllum afgreiðslustöðum íslandspósts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.