Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ „Vönun fávita og andlegra fáráðlinga" * Island hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem þurfa að greiða fólki skaðabætur vegna mis- beitingar ófrjósemisað- gerða, sbr. grein í Mbl. 29. júní síðastliðinn. Hugmyndafræðilegar rætur slíkra aðgerða liggja hjá stefnu er vaknaði fyrir rúmri öld. Unnur Birna Karls- dóttir, sagnfræðingur, fjallar um mannkyn- bótastefnuna og áhrif hennar á setningu laga hér á landi árið 1938 sem heimiluðu ófrjó- semisaðgerðir „í við- eigandi tilfellum“. Mannkynbótastefna hefur verið í sviðsljósinu á síð- ustu árum í kjölfar fleiri og ítarlegri rannsókna fræðimanna á umfangi hennar og af- leiðingum. Stefnan kom fram á síðari hluta 19. aldar. Á 20. öld fékk hún byr í seglin og dafnaði víða í viðhorf- um og lagasetningu. Eins og nafnið bendir til gekk þessi hugmyndafræði út á að kynbæta bæri mannkynið. Það voru ekki allir jafnir frá náttúr- unnar hendi. Sumir voru góðkynja, aðrir úrkynja. Þeim fyrrnefndu þurfti að fjölga en fækka þeim síðar- nefndu, að mati fylgismanna stefn- unnar. Krossferð gegn úrkynjuðum Ein hlið kynbótastefnunnar var áróðurinn fyrir ófrjósemisaðgerðum á fólki sem taldist ekki hæft til undaneldis sökum erfðagalla og af- kvæmin yrðu því undir sömu sökina seld. Örlítill blæbrigða- eða áherslu- munur var á milli landa hverjir til- heyrðu þessum hópi, en í grófum dráttum var um að ræða sjúklinga með andlega eða líkamlega sjúkdóma af ýmsu tagi, áfengissjúka, síbrota- menn, þroskahefta og undirmálsfólk með lága greindarvísitölu samkvæmt þágildandi kokkabókum. Lög sem heimiluðu ófrjósemisaðgerðir á fólki með „slæmar erfðafylgjur“ af fyrr- greindu tagi voru sett í Bandaríkjun- um, Kanada, Sviss, Þýskalandi, Jap- an, Eistlandi, Lettlandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi á fyrri hluta þessarar aldar. Vist- menn stofnana urðu helst fyrir barð- inu á krossferð arfbótasinna gegn óæskilegum arfberum. Lögin seildust þó einnig til þeirra „úrkynjuðu" úti í samfélaginu. Það birtist í ýmsum myndum. í Svíþjóð var t.d. fjölda kvenna gert að gangast undir ófrjó- semisaðgerð um leið og fóstureyð- ingu. Afkomendur þeirra, og um leið þær sjálfar, féllu ekki inn í rnynd sænskra arfbótasinna af kynbættu þjóðfélagi framtíðarinnar. Rökstuðn- ingur sérfræðinganefhdar er fyrir- skipaði slíkar aðgerðir var gjaman óljós og virtist oft byggjast á andúð neftidarmanna á fátækum og ómennt- uðum einhleypum mæðrum. Ekki síst ef þær töldust hafa gáfnafar undir meðallagi, einhverja sjúkdóma, skap- gerðarbresti, vera „andfélagslegar" eða ekki með nógu hreint sænskt blóð í æðum. í Bandaríkjunum eltu fóget- ar fátæklinga upp um fjöll og fimindi. Gera skyldi þá ófrjóa þar eð þeir gátu ekki séð fjölskyldum sínum farborða og höfðu þegið af sveit. Atferli sem stafaði af lélegu erfðaupplagi, sam- kvæmt kenningum arfbótasinna. ÁRANGUR mannkynbóta. Harvard-prófessorinn William McDougall birti þessa mynd af bömum sínum í áróðursriti fyrir kynbótum fólks. Þessa myndröð birti Vilmundur Jónsson til þess að sýna hve erfitt væri að ráða gáfur fólks af útliti þess. Lesendum er bent á að spreyta sig á því áður en þeir leita uppi lausnina hér að neðan. íslensk stjórnvöld fetuðu í slóð kynbótastefnunnar með lögum nr. 16/1938 sem heimiluðu ófrjósemisað- gerðir „í viðeigandi tilfellum". Þau voru einkum sett til höfuðs úrkynjun- arvandanum sem stafaði af hinum „treggáfuðu“ eða „fávitum" og „and- legum fáráðlingum" eins og það kall- aðist í þá daga. Fyrirmyndin var sótt til bandarískra og skandinavískra laga. Flutningsmaður lagafrum- varpsins var Vilmundur Jónsson þá- verandi landlæknir og þingmaður Al- þýðuflokksins. Hugmyndin um að hindra skyldi barneignir þeirra genetískt óhæfu virðist hafa fallið vel að íslensku hugarfari því frumvarpið var einróma og umræðulaust sam- þykkt á Alþingi og hlaut litla sem enga athygli í fjölmiðlum. Undan- tekning voru lofsamleg orð í Vísi. Þar var því fagnað að ísland væri komið í hóp þeirra „menningarþjóða" sem höfðu sett lög sem byggðu „á þeirri hugsjón að útrýma, eftir því sem unnt þykir, arfgengum kvillum." Vilmundur Jónsson sagði að tak- markaðs árangurs væri að vænta áf ófrjósemisaðgerðum til útrýmingar öðrum erfðagöllum en „arfgengum fávitahætti". En fávitaháttur gat bæði verið augljós og dulinn. Land- læknir greindi hann í tvennt, sam- kvæmt uppskrift kynbótafræðanna. Fáviti var sá er bar greindarskort- inn utan á sér og var því auðþekktur. Meiri erfðahætta stafaði af andlega fáráðlingnum. Hann skar sig ekki úr venjulegu fólki í útliti og því var mun meiri hætta á að hann ætti börn. Nota skyldi greindarpróf eða „vit- próf' eins og Vilmundur kallaði það til að greina gáfnaljósin frá heimsk- ingjunum. Hann hafði trú á greind- arprófí sem hlutlausum og vísinda- legum mælikvarða þegar flokka skyldi fólk eftir gáfnastigi og hvatti til þess að íslensk greindarpróf yrðu tekin upp sem fyrst. Skækjur, betlarar, vandræðamenn En af hverju stafaði íslenskum kynstofni slík úrkjmjunarhætta af fáráðlingunum, að mati landlæknis? Svarið var breytt samfélagsstaða. Sveitasamfélagið hafði tryggt einlífi og barnleysi slíks fólks en þessu taumhaldi sleppti á mölinni, sagði Rétt Röö Drengir Vitkvöli Röð sörfr. 1 H 171 3 2 c 140 6 3 A 128 8 4 E 119 2 5 B 111 5 6 G 99 1 7 K 71 4 8 1 63 7 9 D 55 9 10 F 3G 11 11 L 26 10 12 J 18 12 H er fágætur afburðamaður að gáfum. C hefur ágætar gáfur og A góðar gáfur. E, B og G eru miðlungsmenn að gáfum. K er mjög heimskur og á takmörkum þess að vera með eðlilegan and- legan þroska. I og D eru andlegir fáráðlingar og D nálægt tak- mörkum þess að vera sýnilegur fáviti. F, I, og J eru aumustu fá- vitar og er J einkum mjög van- þroska eða ekki þroskaðri en barn á þriðja ári, ef gert er ráð fyrir, að hann sé um 14 ára aldur. hann í greinargerð sinni með frum- varpinu, og bætti við: „En bylting sú, sem orðið hefir á íslandi á síðustu árum, er fjöldi fólks, og þar á meðal góður skerfur hins andlega vanþroskaða fólks, hefir yfir- gefið sveitimar og setzt að í kaup- stöðum við gerólíka atvinnuhætti og lífsskilyrði, gerbreytir afstöðu þessa fólks til þjóðfélagsins og þjóðfélagsins til þess. Andlegir fáráðlingar eiga nú að keppa um hina ólíkustu atvinnu á yfirfullum atvinnumarkaði og standa illa að vígi í samkeppninni. Nú eru engar hömlur á, að þetta fólk stofni til hjúskapar og hrúgi niður bömum, sem það líka gerir flestum fremur, en er öllum síðra til að sjá fyrir stóm heimili og ala upp mörg börn. Sveit- arsjóðimir em athvarfið, sem það skiptir við eins ábyrgðarlaust eins og böm, og hefir ekki heldur sterkari bein en börn til að þola þau erfiðu og siðspillandi viðskipti. Freistingamar em nú ólíkar því, sem áður var, enda fellur þetta fólk unnvörpum fyrir þeim og gerist sekt um margvíslega óknytti. [...] Stúlkumar verða unn- vörpum skækjur, eiga lausaleiksbörn á fyrsta kynþroskaaldri og geta oft ekki feðrað, breiða út kynsjúkdóma og hverskonar óþverra, en piltamir verða betlarar, vandræðamenn, drykkjuræflar og tötralýður. All- skyns sjúkdómar, og ekki sízt berkla- veiki, ásækja þetta fólk öðm fólki fremur [...]. Fær tryggingarstarfsem- in þar sinn hlut deildan, ef sveitar- sjóðimir ýta frá sér. Fræðsla þessa fólks í almennum skólum kostar óhemju fyrirhöfn og þolgæði, tefur námið stórkostlega fyrir þeim, sem betur mega, er langoftast unnin fyrir gýg og krefst raunar sérskóla sér- menntaðra kennara og ærins kostn- aðar, ef verulegs árangurs á að vænta.“ I þessum orðum kristallast allar helstu hugmyndir mannkyn- bótasinna um hvaða eiginleikar eða aðstæður bæru lélegu erfðaupplagi vitni. Hinir úrkynjuðu voru þeir ein- földu eða miður gáfuðu, andfélags- legu, ósiðlegu, sjúku og fátæku. Við þetta bættist að slíkt fólk væri kostn- aðarsamt. En iðulega var talað um út- gjöld samfélagsins vegna úrkynjaðra þegar hvatt var til ófrjósemisaðgerða á þeim. Samtímis var hamrað á því að slíkar aðgerðir væm þeim fyrir bestu. Þær væra því mannúðlegar auk þess að vera efnahagslega hagkvæmar og kynbætandi. Þessi rök fylgdu með í hugmyndafræði laga nr. 16/1938, eða eins og það var orðað: „Vönun and- legra fáráðlinga léttir þeim lífið, er þjóðinni til hagsbóta og dregur úr úr- kynjun komandi kynslóða." Rannsóknir sýna fram á misnotkun laganna íslensku lögin heimiluðu ekki ófrjó- semisaðgerð gegn vilja einstaklings ef hann var sjálfráða eða lögráða - eða tilsjónarmanns ef viðkomandi var ósjálfráða vegna æsku, geðveiki eða vangefni. Þriggja manna nefnd sér- fræðinga var skipuð er tryggja átti réttláta og faglega meðferð allra mála. Landlæknir skyldi veita leyfi til aðgerðar ef samþykki meirihluta nefndarinnar lá fyrir. En girti slíkt forræði sérfræðinga á borð við lækna og lögfræðinga fyrir mistök eða mis- notkun? Erlendar rannsóknir svara þessu neitandi. Vandinn við hug- myndafræðina að baki lögum um ófrjósemisaðgerðir, bæði hér heima og erlendis, var sá að hún bauð heim hættu á óljósri túlkun, ónákvæmum og gildishlöðnum skilgreiningum og ofurvaldi þeirra sérfræðinga er áttu að fjalla um málið. Rannsóknir á hug- myndafræði og framkvæmd sænsku laganna hafa m.a. leitt í ljós að það vamaði ekki misbeitingu þeirra að til- skipaður sérfræðingahópur skyldi hafa ákvörðunarvald um hvort aðgerð væri framkvæmd eða ekki. Á áranum 1934-1976 vora rúmlega 60.000 manns gerð ófrjó þar í landi. Lögin heimiluðu ekki ófrjósemisaðgerð á sjálfráða einstaklingi án samþykkis hans. Reyndin var önnur. Fjöldi að- gerða var gerður í krafti þrýstings eða nauðungar eða jafnvel án vitund- ar viðkomandi. Sænska ríkisstjórnin hyggst greiða bætur til fórnariamba ófrjósemisaðgerðanna. Þarlend stjómvöld hafa viðurkennt að spum- ingin er ekki hvort þau eru einhver heldur hversu mörg. Þessi sama spuming hefur nú vaknað hér á landi. Hclstu heimildir: Unnur B. Karlsdóttir: Mannkynbætur. Rv. 1998.Vilmundur Jónsson: Afkynjanir og vananir. Ilv. 1937. Zaremba, Maciej: De rena och de andra. Falkenberg 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.