Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 21 nýjar greinar í rekstri margra bænda. Hvað viltu segja um fram- tíðarhlutverk þessara starfa meðal bænda? „Skógrækt ríkisins og áhuga- mannasamtök hafa gert kraftaverk í þessum efnum síðustu áratugina. Skógræktin er hið stóra tækifæri bænda og hún mun breyta landinu og gera það byggilegra. Að auki vit- um við að með landgræðslu og skógrækt bætum við hag þjóðar- búsins um leið og við leggjum lið baráttunni gegn koltvísýringslosun í heiminum. Ferðaþjónustan gefur gríðarleg tækifæri og þar veltur allt á að hvert byggðarlag og jafnvel hvert býli markaðssetji sig sérstaklega og landið allt undir þeim formerkjum og séreinkennum sem það býður upp á og ekki er hægt að kynnast annars staðar í veröldinni. Hingað vill fólk koma í ævintýraferðir sem hægt er að efna til í ferðaþjónust- unni. Ferðaþjónusta bænda hefur sem betur fer þróast og er nú óum- deildur kostur, bændur hafa staðið sig vel í gestgjafahlutverkinu." Afréttir og ofnýting Deilur hafa verið vegna nýtingar á afréttum sauðfjárbænda í Mý- vatnssveit þar sem mörgum þykir þeir ofnýta landið. Væri rétt að færa skógrækt og landgræðslu und- ir annað ráðuneyti, til dæmis um- hverfisráðuneytið? „Pað væri fráleitt að mínu viti. Þessi verkefni eiga að heyra undir landbúnaðarráðuneytið af því að um svið landbúnaðarins er að ræða. Það sem mikilvægast er í þeim efnum er að þeir sem sitja jarðirnar eru mik- ilvægustu aðilarnir sem þarf að fá til samstarfs um framkvæmdina. Sem betur fer sitja báðar þessar stofnanir á friðarstóli meðal bænda sem virða þær enda eru þær að skila bændum störfum og nýrri þekkingu. Nú er orðin mikil hugarfars- breyting í þessum efnum en það mun alltaf gerast að upp komi deil- ur um einhver atriði og þær voru töluverðar um afréttina. En ég held að þetta sé allt á réttri leið. Við þurfum hins vegar að endurskoða landgræðslulögin og það starf er í gangi, þau þurfa að vera alveg skýr. Mikilvægt er fyrir bændur sem standa sig vel og vUja lifa í sátt við landið að tekið sé á málum hinna sem gera hluti sem öllum er ljóst að eru óviðunandi, ofnota land eða fara Ula með búfénað. Það er ekki hægt að sætta sig við að fáeinir bændur valdi þannig allri stéttinni tjóni af því að þeir vilja ekki fara að lands- lögum og vilja ekki haga sér í sam- ræmi við þá þekkingu sem við búum yfir núna. Þama er ég ekki að áfell- ast Mývetninga heldur örfáa menn sem misnota iand og fara Ula með skepnur, því miður eru slíkir menn tu. Vottunin sem við töluðum um getur skipt máli í þessu sambandi, neytendur geta þá fylgst með því af hverjum þeir kaupa. Það eru for- réttindi að fá að reka fyrirtæki sem nýtir náttúruna og leikreglurnar verða að vera skýrar.“ Oft er sagt að miðstýring hafi verið og sé enn of mikU í landbúnaði og atvinnugreinin hafi verið háð rík- isforsjá. Einnig að vinnslustöðvar séu of margai-, hagkvæmni stærðar- innar sé ekki nýtt. Hvað vUtu segja um þessi mál? „Þróunin er á einn veg; kjördæm- in eru að stækka, fyrirtækin eru að stækka og hagræða og þau búa sig undir breyttar aðstæður. Afurðastöðvarnar verða að skUa arði og þurfa aðhald og kröfugerð af hálfu bænda um góðan rekstur. Þarna er á margan hátt verk að vinna. Við sáum nýlega hvað gerðist fyrir norðan, þann sorgaratburð þegar kaupfélag féli vegna atvinnu- rekstrar sem kom bændunum ekk- ert við. Nú verða menn að gera upp við sig hvemig á að tryggja öryggi bænda í þessu tUliti. Eg tel að regl- urnar um eignai’hald á vinnslu- stöðvunum séu skýrar en það má vera að þær þurfi að vera enn skýr- ari. Stöðvamar þurfa að stunda rann- sóknir og þróun á nýjum vömm en fyrst og fremst skila bóndanum hagstæðu verði og neytandanum góðri vöm með sem minnstum kostnaði. Þetta tvennt veldur því að fyrirtækin verða að fara mjög vel með allt og ég er sannfærður um að þau verða að vinna miklu meira saman eða sameinast á næstu ámm ef þau ætla að standast samkeppni við innflutning. Þetta er því óhjá- kvæmUeg þróun enda hefur slátur- húsum fækkað á örfáum áram úr 50 niður í 30. Sérfræðingar okkar sem sótt hafa þekkingu sína tU útlanda hafa gert mjög góða hluti í mjólkuriðnað- inum. Við eigum stórkostlegt kokkalandslið sem hefur sýnt hvernig á að matreiða afurðimar. Iðngrein slátrara er sem betur fer að þróast hér. Það er rétt að hlutastörfum á landsbyggðinni við slátmn mun fækka en yfirleitt er heimilisfólk nú orðið fátt í sveitunum og fólk á því vart heimangengt. Vinnan varir í þrjár eða fjórar vikur í hverju slát- urhúsi og því orðið erfitt að koma þessu heim og saman. En ég er ekki að segja að öll sláturhús landsins þurfi að vera mjög stór, smærri hús í afskekktum byggðarlögum geta líka gengið þannig að menn þurfi ekki að fara mörg hundmð kíló- metra tU að koma fénu í slátrun. I Bretlandi og víðar eru sláturhús á hjólum, þá er farið heim tU bóndans og menn velta fyrir sér slíkum lausnum hér. Mjólkurbúin era einnig mörg, mun fieiri em fyrir norðan en sunn- an en þar með er ekki sagt að leggja þurfi flest búin niður. Menn geta átt samvinnu og samið um verkaskipt- ingu. En samgöngurnar hafa breyst svo mikið og kalla á breytingu í skipulagi vinnslunnar." Miðstýring að hverfa Víkjum að kerfinu. Þrátt fyrir ráðstafanir eins og beingreiðslur og innflutningshömlur er stór hluti bændastéttarinnar með tekjur und- ir fátæktarmörkum. Rætt hefur verið um að framleiðslutengja bein- greiðslur meira en nú er gert. Verð- ur þá, eins og sumir segja, farið að verðlauna þá sem stunda offram- leiðslu á dilkakjöti? „Það er rétt að margir bændur em undir fátæktarmörkum og hafa fómað miklu á síðustu áram. í stjómarsamningnum er sagt skýrt að kanna verði hvernig hægt sé að bæta aðstæður bænda og tryggja að þeir búi við svipuð kjör og aðrir landsmenn. Vissulega hef ég miklar áhyggjur af því hvað margir bænd- ur em tekjulitlir og hve fátækt hef- ur vaxið í sveitum. Það er mjög al- varlegt mál sem stjórnmálamenn og aðrir verða að huga að því að við megum ekki líða fátækt eða misrétti minnihlutahópa í þjóðfélaginu. I öllu þessu kerfi hefur orðið bylt- ing á síðustu ámm eins og mörgu öðru í þjóðfélaginu, þetta er í meg- inatriðum orðið frjálst og breyting- unum er ekki lokið. Miðstýringin er að hverfa, verðlagning orðin frjáls þótt ákveðnar reglur gildi um inn- flutning. Reglumar em bæði vegna gæða og þess að við viljum að ís- lenskir bændur sitji við sama borð í samkeppninni og bændur í Noregi og Danmörku, svo að dæmi séu nefnd. Það tel ég sjálfsagðan hlut. Eg studdi og styð enn að leyfð væru viðskipti með framleiðslurétt í mjólkinni en geri mér grein fyrir að þessi tilhögun er ekki fullkomin fremur en önnur mannanna verk og hún veldur að sumu leyti áhyggjum. Það er slæmt þegar menn gata góð- ar bújarðir með því að selja réttinn, þá tekur oft eyðingin við. En við höfum ekki fundið betri aðferðir. Stundum halda menn auk þess áfram og hefja nýjan rekstur af öðm tagi á bújörðinni, nota til þess peninginn sem fæst fyrir fram- leiðsluréttinn. Eg þekki mörg dæmi þess sem er gott mál. Hver framtíð beingreiðslnanna verður er mér ekki Ijóst en land- búnaðurinn gerði langtímasamn- inga við ríkisvaldið um þetta fyrir- komulag. Nú em að fara af stað ný- h- búvömsamningar í sauðfjárrækt- inni. Ég vona að þeir takist næsta vetur og verði til langs tíma. Það er best að ég tjái mig sem minnst um framleiðslutenginguna núna. Ég verð að fjalla um það í rík- isstjóm og með samtökum bænda hvaða leiðir menn vilja fara í þess- um efnum og hvernig menn vilja halda við þeim stuðningi sem ríkis- valdið veitir greininni. Sú stefnu- mörkun er að hefjast og þetta er ekki einfalt mál. En ég er sannfærð- ur um að búvörasamningurinn sem var gerður í sauðfjárræktinni fyrir fjómm áram hefur gagnast henni vel. Hún er betur stödd núna. Varðandi viðskipti með fram- leiðslurétt í kjötframleiðslu minni ég á að beingreiðslur em um helm- ingur þess sem fæst fyrh- kjötið í sauðfjárræktinni. Ég er sannfærður um að það háir mörgum sauðfjár- bændum að geta ekki bætt við sig rétti og einhverjir vilja kannski fara út úr greininni og selja réttinn til að fara út í annan rekstur. Þetta verða menn að íhuga vel.“ Hefur kerfið ýtt meira undir tóm- stundagaman með kindur en raun- verulegan atvinnurekstur? „Sauðfjárrækt er mjög merkileg grein en verður í fáum tilfellum að- alatvinnugrein bænda á Islandi; er hins vegar góð aukabúgrein. Ég held að ekki sé hægt að fara fram á að greinin verði eingöngu í höndum þeirra sem stunda aðeins sauðfjár- „Hér þarf að koma á skil- merkilegri vottun og ég er viss um að það myndi efla landbúnaðinn ef við yrðum fyrst þjóða til að koma málum atvinnu- greinarinnar í þennan farveg.“ „Það er ekki hægt að sætta sig við að fáeinir bændur valdi þannig allri stéttinni Ijóni af því að þeir vilja ekki fara að landslögum og vilja ekki haga sér í samræmi við þá þekkingu sem við búum yfir núna.“ rækt. Hún verður að fá að búa við það frelsi sem hún hefur og þróast áfram.“ Hefur svína- og alifuglabændum verið mismunað, hafa þeir greitt í sameiginlega sjóði samtaka bænda án þess að fá mikið í staðinn? Bent hefur verið á að þeir fái oft meiri ráðgjöf frá útlöndum en hjá sam- tökunum. „Það er auðvitað mjög gagnlegt að svínabændur fylgist grannt með því sem er að gerast erlendis hjá þeim sem við munum keppa við í framtíðinni. Bestu bændur í veröld- inni eru í löndum nágranna okkar. Landbúnaðurinn allur sækir auðvit- að ráðgjöf þangað og landbúnaðar- háskólinn á Hvanneyri er í sam- bandi við skóla víða um heim. En menn verða að hugsa sig vel um ef þeir ætla að segja sig úr lögum við heildarsamtökin og hafa þá enga til að sjá um sín mál. Það er auðvitað mál búgreinarinnar sjálfrar. Ég trúi því ekki að við verðum svo fátækir af fólki að ekki þyki lengur hægt að hafa ráðgjöf í landinu sjálfu. Helst vil ég að landbúnaðurinn sé ein heild og finnst slæmt að hann 'skuli hafa skipst niður í fylkingar. Nú er unnið mikilvægt starf hjá Bændasamtökunum við að hagræða og þar með lækka sjóðagjöld og annan kostnað til að þess að bónd- inn fái meira í sinn hlut. Ég held að svína- og alifugla- bændum sé ekki mismunað, fóður- gjöld hafa til dæmis lækkað mikið og em orðin lítil. Því má heldur ekki gleyma að verið er að flytja inn fóð- urbæti sem er niðurgreiddur af Evrópusambandinu. Fóðurgjöld hafa lækkað svo mikið að íslensk fóðurframleiðsla eins og grasköggl- ar stenst varla lengur erlenda sam- keppni. Hér era hundmð bænda að fást við komrækt og þeir era að keppa við niðurgreiðslur í Evrópu. Sumir telja að við eigum mikla möguleika í hör- og línrækt og kominu, að hér gætu verið mörg hundruð kombændur." En er það ekki okkar hagur að kaupa ódýra, niðurgreidda vöra frá útlöndum? „Þá er það spurningin hvort það eigi að gilda á öllum sviðum. Við getum mannað fiskiskipaflotann með fólki sem lætur sér nægja 30 þúsund á mánuði, ættum við að gera það? Við getum flutt inn rakara sem taka sáralítið fyrir að klippa. Þetta getum við sagt um hvað sem er en slíkar skyndilausnir mundu gera þjóðina fátæka þegar til lengri tíma er horft. Við erum þjóð og verðum að hugsa sem þjóð.“ Sumarbústaðir og sveitarfélög Sveitarfélög hafa sum reynt að stugga við þeim sem vilja breyta jörðum sínum í sumarbústaðaland, sums staðar er þannig reynt halda við hefðbundnum búskap. Er þetta rétt stefna? „Jarðalögin era orðin 25 ára göm- ul og hugsunin að baki þeim var auðvitað sú að landið skyldi sem mest vera nýtt fýrir hefðbundnar búgreinar. Lögin valda auðvitað deilum og ég tel að endurskoða þurfi þau. Margar sveitarstjómir álíta að þær hafi rétt til þess að ganga inn í kaupsamninga og síðan kemur í Ijós að það er gert á rangan hátt. Mannréttindi og stjómarskráin era æðri þessum lögum og á síðustu áram hafa orðið mörg dómsmál vegna þessara aðgerða. Spurningin er hvemig skipa á þessum málum, hvort sveitarstjómir eiga að hafa einhvern rétt, við sérstakar aðstæð- ur, vegna náttúravemdar eða ann- ars. En miðað við reynsluna, breytt þjóðfélag og landbúnað, era réttindi manna til að ráðstafa eigum sínum að mínu mati skert um of í þessum málum.“ Ef bændur vilja skipta um kúa- stofn, til dæmis flytja inn norskan stofn sem mjólkar meira, er þá ekki eðlilegt að þeir ráði því sjálfir? „Þetta er mjög umdeilt mál og nánast orðið að þjóðernisdeilu. Gerð var samanburðartilraun í Færeyj- um á íslenska og norska stofninum, tilraun sem menn telja að þurfi að endurtaka. En ég er sammála Davíð Oddssyni forsætisráðherra um að menn þurfa að gá vel að sér, athuga hvort íslenska kýrin búi yfir verð- mætum séreinkennum eins og bent hefur verið á, mjólkin dragi úr lík- um á sykursýki. Og bændur verða að gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að hafa þjóðina með sér. En við stöndum frammi fyrir því að við höfum skrifað undir alþjóða- samninga sem merkja að bændur verða að geta aukið framleiðsluna, lækkað verð og svo framvegis. Svínabændur bregðast við með því að flytja inn gen til að bæta stofn- ana, nautabændur einnig. Þetta verður allt að meta með bláköld rök í huga. En jafnframt verður að kanna vel hvaða þýðingu það hefur að taka upp nýtt kúakyn, athuga áhrifin á afkomuna, hvað breytingar á fjósum kosta. Varla fækkar búun- um hægar ef kýmar verða afkasta- meiri. Við verðum líka að athuga hvort eitthvað hafi misfarist í ræktun á ís- lenska stofninum við val á kynbóta- gripum. Islenska kýrin mjólkar nú meira en áður og ég tel að ráðu- nautar hafi ekki hugað nógu vel að atriðum eins og júgurgerð og skap- lyndi. Umræðurnar sem nú hafa orðið hafa valdið því að nú er verið að vinna stórvirki á báðum þessum sviðum." Mælt hefur verið með því á al- þjóðafundum að ríki séu sjálfum sér næg á sviði landbúnaðarframleiðslu. Ef þetta á við um þessa grein, af hveiju þá ekki um aðra framleiðslu, t.d. ýmis tæki og vélar? „Við verðum auðvitað alltaf að velta því fyrir okkur hvað verður um þetta land ef atvinna tapast, ef við hverfum frá landbúnaðinum. Mikið af atvinnunni í Reykjavík er þjón- usta við landsbyggðina og landbún- aðinn. Þetta er eitt sjónarmiðið, annað er að flutningar á vöram milli landa era dýrir og mengandi, í þeim efnum era komin upp ný viðhorf. Þess vegna era menn famir að segja að þjóðir eigi að framleiða það inn- anlands sem þær geta til að spara flutninga og draga úr mengun. Ný byggðastefna Það er spuming um hagsmuni allrar þjóðarinnar til lengri tíma lit- ið að snúa taflinu við þótt ég geri mér grein fyrir því að ekki sé hægt að tryggja að allar bújarðir á Is- landi verði nýttar til frambúðar. Sum býli og þorp era þannig að þau eiga mjög undir högg að sækja. En sveitarfélög, í Flóanum, Borgarfirð- inum og víðar, geta dregið að sér með nýju skipulagi á byggðinni fólk sem þráir að vera úti í náttúrunni. Þegar ég var nýtekinn við emb- ætti sagði kona hér í borginni við mig að nú yrðu íslenskir stjórn- málamenn að svara því hvað þeir ætluðu að gera við landbúnaðinn og landsbyggðina. Þetta finn ég að margir eru famir að sjá betur eftir að almenningur fór að ferðast meira um landið, fólk skilur að byggðin verður óskemmtileg ef þar verða aðeins eftir örfáir, fátækir sérvitr- ingar. Þetta land verður lítils virði ef hér býr ekki fólk.“ suretnisvorur \ mm .._.♦.- ■■ -..._ — \ 'v,M: in _ le z ii uviM urobuO'1' 20/", a Er húð þín slöpp eða ertu með appelsínuhúð? Grenningarkremið SILHOUETTE verkar djúpt og kröftuglega hvort sem þú ert vakandi eða sofandi. ÞAÐ EINA... sem þú þarft að gera er að bera það á þig. ...ferskir vindar f umhirðu húðar Kynningar i vikunni: Fimmtudaginn 15. júlí kl. 14-18 Lyfja - Grindavík Fjarðarkaups Apótek - Hafnarfirði Föstudaginn 16. júlí kl. 14-18 Borgarness Apótek - Borgarnesi Egilsstaða Apótek - Egilsstöðum Apótekið Smáratorgi - Kópavogi Laugardaginn 17. júlí kl. 13-17 Apótekið Smáratorgi - Kópavogi Kynningaralsláthir Á Karin Herzog snyrtistofu á Garðatorgi nærðu jafnvel enn skjótari árangri fyrir sumaríð. Hringdu í Önnu Maríu í s. 698 0799/565 6520.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.