Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ j ' 48 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 FÓLK f FRÉTTUM MYNDBÖND Góð myndbönd Franskur vestri Vestri (Westem)_________________________ G u iii «1 ii in y n (I ★ ★'/2 Framlciðandi: Maurice Bernart og Michel Saint-Jean. Leikstjóri: Manuel Poirier. Handrit: Jean Francois- Goyet og M. Poirier. Kvikmyndataka: Nara Keo Kosal. Tónlist: Bernardo Sandoval. Aðalhlutverk: Sergi Lopez og Sacha Burdo. (199 mín.) Frakk- land. Skífan, júní 1999. Öllum leyfð. VESTRI, sem vann til dómnefnd- arverðlaunanna á Cannes-hátíðinni fyrir tveimur árum, er eins konar franskur nútímavestri þar sem myndin lýsir flakki tveggja ferða- langa af ólíkum uppruna um vestur- hluta Frakklands. I’essi kvikmynd er þeim kostum gædd að búa yfír óvenjuiegri og upp- átækjasamri frásögn. Persónumar rekur milli fólks og staða og atburða- rásin líkt og fylgir þeim letilega eftir. Andrúmsloftið er sposkt og afslapp- að og allt gefur þetta myndinni raunveruleikablæ. Falleg kvikmynda- takan miðlar áhorf- andanum heillandi mynd af sveitum Bretagne-héraðs. En þegar nánar er að gætt reynist takmarkað í söguna spunnið, en hana mætti ef til vill skil- greina sem kvennafar í tilvistarleg- um dulbúningi. Þá er fremur grunnt á persónunum, ekki síst kvenpersón- unum sem fyrst og fremst eru skap- aðar á forsendum karlpersónanna og virka því óraunverulegar. En Vestri þessi hefur hins vegar yfír sér ein- hvem dumbungslegan sjarma sem gerir myndina eftirminnilega. í hundakofanum (In the Doghouse) *★% Skemmtileg fjölskyldumynd sem tek- ur sig mátulega alvarlega. Kímnin lyft- ir frásögninni og gerir að verkum að flestir ættu að geta notið góðrar stundar við skjáinn. Innbrotsmenn (Safe Men) k-k'A Mjög skrítin og alveg sérstaklega vit- laus mynd en skemmtileg á köflum og sprenghlægileg inn á milli, og óhætt að mæla með við flesta sem leita sér að stundarafþreyingu. Fjárhættuspilarinn (The Gambler) ★★★!/2 Skemmtileg saga sem fléttar saman skáldskap og raunveruleika á marg- slunginn hátt. Handritið er í sérflokki og leikurinn frábær. Hershöfðínginn (The General) -k-k'A Vel gerð og ágætlega leikin írsk mynd um glæpamanninn Martin CahiII sem ólst upp í fátækrahverfum Dyflinnar og varð eins konar goðsögn á sínum heimaslóðum. Tökum sporið (Dance With Me) kk'Á Pessari dansmynd er óhætt að mæla með fyrir þá sem kunna að meta suð- ræna sveiflu, notalega rómantík og sykursæta leikara. Dansinn kkkV.í Dansinn er besta íslenska kvikmynd síðustu ára og vekur vonir um bjartari framtíð greininni til handa. Evuvík (Eve’s Bayou) ★★★★ Óvenjulegt samræmi er í myndinni sem stöðugt minnir á hita, ástríður og galdur. Evuvík er án efa eitt besta, djarfasta og metnaðarJyllsta fjöl- skyldudrama sem fest hefur verið á Slmu lengi lengi. Hin eina sanna Ijóska (The Real Blond) ★★★ Verulega góð og þaulhugsuð mynd sem vekur upp þarfar og áhugaverðar spurningar um sambönd kynjanna frá ólíkum sjónarhomum. Heiða Jóhannsdóttir ...að það þarf 2,5 kg af ...að bollinn af Nescafé , rr-i .-tt x ...uw ui ivcjíuic kaffibaunum til þess að , . . . , ... „ . , _y kostar aðems um 10 kr. bua ti 1 kg. af Nescafe. Utsalan hefst mánudag NASTASHA Richardson og Dennis Quaid með leikkonunni ungu Lindsay Lohan en þau eru í aðalhlutverkum í Foreldragildrunni. Hún er endurgerð á mynd Disney sem var með Hayley Mills í aðalhlutverki. Kossinn (Kissed) ★★★ Vel leikin og skrifuð mynd, fáguð í út- liti og framsetningu ogí Ijósrí mótsögn við óhugnarlegan efniviðinn. Ótrúlega djörf og eftírminnileg á sinn sérstaka hátt. Vel þess virði að skoða, fyrir þá sem treysta sér. Skuggamyndir (Portraits Chinois) kk'Æ Skuggamyndir er ágæt skemmtun ogkrefjandi tilbreyting frá bandarísku síbyljunni. Persónur eru margar og myndin kallar á vakandi athygli áhorf- andans allan tímann. Truman þátturinn. (The Truman Show) ★★★★ Stór, „sönn“ og frábærlega uppbyggð samsæriskenning sem lítur gagnrýnið á menningu samtímans. Handrítið er afburðagott og myndin óaðfínnanleg frá tæknilegu sjónarhorni. Mynd sem allir ættu að sjá. Gildir einu (Whatever) ★★★ Raunsæisleg kvikmynd um umstang uppvaxtaráranna á fyrrí hluta níunda áratugarins. Jarðbundin og þroskuð nálgunin gerir myndina áhrifaríka. Handan við horníð (Next Stop Wonderiand) kkk'Æ Nýstárleg og vel gerð rómantísk gam- anmynd sem skartar margbreytilegri persónusköpum og skondnum húmor. Góð mynd sem skilur eftir sig notalega sumartilfínningu. Risinn minn (My Giant) kk'A „Risinn minn“ er góðlátleg h'til mynd sem ætti að geta verið ágæt skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Kennslustund í tangó (The Tango Lesson) ★★★ Margslungin mynd sem einkennist af mótsögnum. Sjálfhverf, tilgerðarleg og vond, en um leið einlæg, djörf og kím- in. Hún stendur og fellur með viðtök- um hvers og eins. Samningamaðurinn (The Negotiator) kkk'A Tæknilega fullkomin, áferðarfalleg og mjög vel unnin kvikmynd og án efa í flokki bestu hasarmynda síðustu ára. Jackson og Spacey eru alvöru töffarar. Dauði á vistinni (Dead Man on Campus) kk'A Þokkalega skemmtileg vitleysa og fin gamanmynd. Handritið er sæmilega unnið, helstu sögupersónur vel heppn- aðar og myndin ágæt skemmtun. Með húð og hári (Lock, Stock and Two Smoking Barrels) ★★★ Eiginlega blanda af „Pulp Fiction" og „Trainspotting“, fyrirtaks afþreying sem hefði getað verið þó nokkuð meira með þó nokkuð minni áhrífagirni. Get ekki varla beðið (Can’t Hardly Wait) ★★★ Gaggó-gelgjumynd sem kemur á óvart. Leikið er skemmtilega með staðlaðar týpur, snúið upp á þær og flett ofan af þeim. Öruggt lið ungra leikara heldur uppi fjörinu. Fánalitirnir (Primary Colors) kkk'A Pólitísk en um leið litrík og bráðfyndin mynd um persónur og atburði sem byggðar eru á sjálfum Clinton og hans fólki. Travolta sýnir ógleymaleg Clint- on-tilþrif innan um einvalalið leikara. Mikilmennið (The Mighty) kkk'A Óvenju vönduð bandarísk fjölskyldu- mynd sem fjallar á hjartnæman hátt um Ijósar og dökkar hliðar hvers- dagstilverunnar og á eríndi við börn jafnt sem fullorðna. Spilamenn (Rounders) kk'A Lipur og hnyttin pókermynd sem fer með áhorfandann í skemmtiferð um undirheima fjárhættuspilamennskunn- ar. Um leið er um óraunsæislega upp- hafningu á spilafíkninni að ræða. Foreldragildran (The Parent Trap) ★★1/z Fín afþreying og skemmtun fyrir alla fjölskylduna sem ekki ætti að skilja of mikið eftir sig. Ekta Disney mynd. Óvinur ríkisins (Enemy of the State) *★★ Dæmigerð stórhasarmynd, framleidd og leikin af sönnum atvinnumönnum í bransanum. Ekkert sem kemur á óvart, sem kemur ekki á óvart. Baðhúsið (Hamam) kk'A Ahugaverð og óvenjuleg tyrknesk mynd um framandi menningarheima og töfra þeirra. Sjálfsvígskóngamir (Suicide Kings) kk'A Leikararnir, einkum Dennis Leary og Chrístopher Walken, bjarga myndinni. Hún hefði getað verið þó nokkuð betrí en nær ágætlega að halda afþreying- ar- og skemmtigildi. Aftur til draumalandsíns (Return to Paradise) kkk'A Dramatísk spennumynd sem sækir kraft í huglæga þætti og varpar sið- ferðilegum vanda yfir á áhorfandann. Eftirminnileg og framúrskarandi vel leikin mynd sem fær úrvals meðmæli. Guðmundur Ásgeirsson/ Heiða Jóhannsdóttir/Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.