Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 33 Fallinn í valinn fagur hlyn harma fregn berst um horfinn vin alfaðir vaki oss öllum yfir minning’ um góðan dreng er lifir. Er lútum höfði og ljúfan tregum lofum vin á himinvegum. Bænin í gleði breyti sorg birtir þá senn í hjartaborg. (HH) Dísa og Haukur. Ef komið hefði til tals í hópi vina og kunningja Eyjólfs hver líklegast- ur væri til langlífis er ég ekki í vafa um að Eyjólfur hefði verið nefndur. Fyrir því voru allar forsendur, mað- ur hófs í mat og drykk, hreyfing, útivera auk langlífis í báðum ættum. Eins og oft áður eru slíkar vænting- ar okkar mannanna harla lítils virði. Dómur fellur og undan þeim dómi kemst enginn. Skyndileg veikindi og fráfall Eyjólfs Sverrissonar skilja okkur, sem hann þekktu, eftir undrandi og agndofa. Kunningsskapur okkar Eyjólfs hófst fyrir fjörutíu árum, þegar ég hóf nám á endurskoðunarskrifstofu þar sem Eyjólfur var fyrir. Þrátt fyrir að mörgu leyti ólíkan bak- grunn, tókst með okkur góður vin- skapur sem staðið hefur óslitið síð- an. Eyjólfur reyndist heiU og hinn besti félagi, bæði í starfi og utan. Meðan við vorum í endurskoðun- amámi, leiddi það af sjálfu sér að samvinna okkar var umtalsverð. Ég viðurkenni fúslega að sjálfsagi Eyj- ólfs hélt okkur báðum að náminu. Finnst mér jafnvel enn í dag ég búi að þessum aga sem þá var í heiðri hafður. Þó samkomulagið væri gott vorum við að sjálfsögðu ekki alltaf sammála, en mér lærðist fljótt að hætta mér ekki í rökræður við Eyjólf nema vera vel undir búinn. Eyjólfur var mjög rökfastur og færði rök fyrir skoðunum sínum sem erfitt var oft á tíðum að hafna. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir góð kynni. Ég mun ætíð minnast Eyjólfs með söknuði. Magga mín, ég veit að söknuður þinn og fjölskyldu þinnar er mikill. Minningin um góðan dreng mun þó lifa. Við Asdís vottum þér og þínum dýpstu samúð. Þór Oddgeirsson. Kveðja frá golffélögum. Það voru óvænt og slæm tíðindi sem okkur bárust laugardaginn 3. júlí sl. Okkar góði vinur og golffé- lagi, Eyjólfur Sverrisson, hafði kvatt þennan heim þá um morgun- inn. Þegar við, ásamt hinum í Sel- víkurhópnum, sem í eru ellefu hjón, höfðum verulegar áhyggjur af öðr- um félaga okkar, hvarflaði það ekki að neinum að þetta væri síðasta Hvítasunnumótið sem Eyjólfur væri með okkur. Reyndar vissum við að hann var ekki búinn að jafna sig fullkomlega af flensunni sem lagðist svo þungt á hann í vetur. Meðal annars þess vegna léku Eyjólfur og Margrét ekki með á mánudeginum. Það er ánægjulegt að rifja það upp, að þrátt fyrir að hugur væri í mönnum að komast í golfið sem fyrst þá komu félagarnir sérstaklega til Eyjólfs allir sem einn, og kvöddu hann með handa- bandi og faðmlögum, þar sem hann var að Ijúka við morgunkaffið. Sum- ir voru að kveðja hann í síðasta skipti. Það vissi enginn þá, en hans notalega framkoma og þægilega ná- vist gerði það að verkum að ekki var nóg að skila kveðju til hans, menn vildu kveðja hann persónu- lega. Um árabil höfum við þrír ásamt Eyjólfi leikið saman golf reglulega. Við kölluðum okkur oft miðviku- dagshópinn þar sem við tókum okk- ur gjarnan frí þann dag tii að spila, auk þess að leika saman um helgar. Fljótlega varð þó hópurinn stærri þegar eiginkonurnar bættust við og úr varð einstaklega samstilltur hóp- ur sem átt hefur mai'gar ógleyman- legar stundir saman. Golfið varð þó aðeins að víkja þegar Eyjólfur og Magga hófu að setja í stand litla hreiðrið sitt á Eyrarbakka. Og nú kveðjum við hann öll með söknuði. Við minnumst hans ekki fyrir keppnishörku eða hungur í að vinna, heldur vegna jákvæði hans og vilja tH að hafa gaman af leikn- um. Hann las sér mikið til um golf og vissi allt um Ben Hogan sem gaf tilefni til gáskafullra athugasemda um hina einu réttu golfsveiflu. Eig- inleikar Eyjólfs komu reyndar best fram þegar sest var niður að leik loknum og farið var yfir daginn og hvernig hefði gengið. Þegar við hin vorum að fjasa yfir of mörgum höggum leit hann aðeins til okkar, kímdi en sagði fátt. Höggin voru ekki aðalatriðið heldur félagsskap- urinn. Ekki var þó síðra að ræða um það sem efst var á baugi hverju sinni, stjómmál, bækur, ferðalög eða reikningshaldsreglur. Þá gat hann verið rökfastur og ákveðinn sem leiddi til fjörugra umræðna og skoðanaskipta. Eyjólfur minn, að leiðariokum viljum við þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman, megi Guð geyma þig. Margrét, þér send- um við allan þann styrk sem við get- um. Þú hefur misst bæði eiginmann og góðan félaga. Reynir og Jóna, Sigurður og Auður, Einar og Aðalheiður. A morgun, mánudag, verður til moldar borinn Eyjólfur Sverrisson endurskoðandi en hann lést aðfara- nótt 3. júlí síðastliðins, aðeins sex- tugur að aldri. Eyjólfur hafði starf- að hjá rannsóknadeild ríkisskatt- stjóra um árabil áður en hann hóf störf hjá Þjóðhagsstofnun 1976 þar sem hann starfaði tii dauðadags. Hjá Þjóðhagsstofnun var honum í fyrstu falið að endurskipuleggja skýrslugerð stofnunarinnar um bú- skap hins opinbera frá stríðslokum og færa í samræmt form og lauk hann því verki með ágætum. Hann vann síðan að ýmissi skýrslugerð um sjávarútveg en á árinu 1987 varð hann forstöðumaður atvinnu- vegaskýrslna hjá Þjóðhagsstofnun og gegndi því starfi þar til hann féll frá, langt um aldur fram. Eyjólfur var sérfræðingur stofn- unarinnar í öllu því er laut að bók- haldi og ársreikningagerð en frá upphafi hafa þessar heimildir gegnt veigamiklu hlutverki við alla hag- skýrslugerð hjá stofnuninni. A þessu og næsta ári eru fyrirhugaðar miklar breytingar á allri vinnu við þessa skýrslugerð. Ætlunin var að Eyjólfur hefði umsjón með þessum breytingum og enginn efaðist um að hann mundi leysa þær vel af hendi. En nú er skarð fyrir skildi og skarð Eyjólfs verður vandfyllt. Glöggskyggni Eyjólfs og ná- kvæmni í allri talnameðferð var með eindæmum. Það var ekki hans sterkasta hlið að orða hugsun sína í rituðu máli en hann hafði til að bera heilbrigða skynsemi í ríkum mæli. Hugsunin var alltaf skýr og hann kom henni á framfæri í mæltu máli sem allir skildu. Eyjólfur var efa- semdarmaður í bestu merkingu þess orðs. Hann leyfði sér að efast um ýmsar kennisetningar sem þeim sem hafa háskólapróf í hagfræði hættir til þess að taka sem gefnar. Sjálfur var Eyjólfur endurskoðandi en hann féU afar vel inn í þann hóp hagfræðinga og viðskiptafræðinga sem hann starfaði með. Hann kom iðulega fram með óvænt sjónarmið í málum sem unnið var að og oftar en ekki gat hann rökstutt þau með svo skýrum hætti að taka varð mið af þeim. Samstarfsmenn á Þjóðhagsstofn- un kveðja góðan félaga og vin. Við sendum Margréti Jóhannsdóttur, eiginkonu hins látna, börnum hans og öðrum ættingjum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Friðrik Már Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Gamalíel Sveinsson, forstöðu- maður þjóðhagsreikninga. Eyjólfur Sverrisson, góður vinur og samstarfsfélagi, er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að njóta samfylgdai’ hans, en leyfum okkur einnig að vera sorgmædd yfír að fá ekki að njóta nærveru hans lengur. Með Eyjólfi er horfinn vænn og góður drengur. Hann var mörgum kostum búinn. Við minnumst þess fágæta eðlis- kosts hans að skynja manninn sem miðdepil tilverunnar. Honum var lagið að hlusta, hafði skarpan skiln- ing og með einstakri dómgreind greindi hann kjarna hinna erfiðustu viðfangsefna. Hann gaf sér og okk- ur tíma til að dvelja við hlutina, skapaði aðstæðm’ til að ræða málin, hvatti okkur til að skoða hvað við værum að segja og gera, skilja það til hlítar og vinna sig þannig niður á viðunandi lausn. Hann hafði vítt sjónarhorn á samfélagið og skynjaði hina lifandi kviku bak við flóknar hagstærðir. Upp í hugann koma setningar eins og „það vantar hæga raunsæja hugsun í dag“, „það er ekki endilega best það sem tískan hefur gert fleygast", „þú þarft að ákveða sjálf/sjálfur fyrir hvað þú stendur", setningar sem ljóma af sannleiksneista í samfélagi þar sem æðsta dyggðin er hraði og frasa- kenndar skyndilausnir. Hugurinn reikar; árstíðimar koma og fara, gönguferðir í hádeg- inu, snjór, snjóbráð undir fót, seinna sumar en alltaf bjart. Minn- ingabrot raðast saman, frá skrif- stofu Eyjólfs berst ómur af sam- ræðum, hugmynd reifuð, enda varla gjaldgeng fyrr en búið er að koma henni að minnsta kosti eina umferð í gegnum sífrjóan huga hans. Lagð- ar fram spurningar, svörin kalla á viðbrögð, hann stjakar við okkur þegar feill er í hugsun, nýjar spurn- ingar vakna, menn efast um svarið, erfitt að elta þræðina og festa þá niður í eina viðunandi lausn en með sinni einstöku næmni tekst Eyjólfi fimlega að greina og draga þræðina í höfn einn af öðrum. Að endingu bindur hann lokaslaufu sem menn eru sáttir við. Já, oft sá Eyjólfur hlutina í víðara samhengi, og gilti einu hvort um flókin efnahagsmál eða önnur veraldleg mál af leiksviði lífsins var að ræða. Hann auðgaði vinnustaðinn með því að slá á létta strengi, varpaði fram heimspekileg- um spurningum um tilgang lífsins, af hverju menn velja eitt umfram annað. „Getum við ekki fundið mál og vog á hamingjuna eins og hag- vöxtinn, birt upplýsingar sem fram- kalla bros, s.s. eins og meðaltímann sem það tekur 5 karla að fara 18 holur á golfvellinum." Hann velti fyrir sér hvað væri manneskjunni til góðs og þannig fann hann það sem átti best við hann og hvatti aðra til að gera það sama. Hann sóttist ekki eftir upphefð né hrósi heldur ósviknu manngildi. Hann blés okkur í bijóst trú á lífið og manninn. En skyndilega varð raunveruleik- inn sorglegur, vinnustaðurinn tóm- legur en við finnum athvarf í þakk- læti fyrir gefandi samferð, fyrir kynnin við óeigingjarnan vin sem með örlæti sínu og rólegri nærveru gerði það að verkum að tíminn staldraði við. Fráfall Eyjólfs kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hann gekk til sinna verka hér á Þjóðhagsstofnun og lauk sinni vinnu í síðustu viku. Engan óraði fyrir því að hann gengi með banvænan sjúk- dóm sem legði hann leiftursnöggt. Við trúum því, að hann hafi notið lífsins til hins síðasta. Þannig hefði hann ábyggilega sjálfur kosið að tjaldið myndi falla, fremur en að þola erfiða læknismeðferð. Hann trúði á lífið og þau gæði sem hið góða líf býður upp á. Með þessum fátæklegu orðum segjum við takk, takk fyrir allt og allt. Við sendum eiginkonu hans Margréti og öUum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Vinnufélagar á Þjóðhagsstofnun. Kveðja til vinar Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Guð blessi minningu þína. Viktoría og Valdimar. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og bróðir, EYJÓLFUR SVERRISSON, Hraunbæ 168, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 12. júlí kl. 10.30. Margrét Jóhannsdóttir, Ellen Klara Eyjólfsdóttir, Jónas Gunnarsson, Jóhanna Lára Eyjólfsdóttir, Garðar Jónsson, Sverrir Eyjólfsson, Ólöf María Jóhannsdóttir, Guðrún S. Sverrisdóttir og fjölskyldur. + Útför systur minnar, mágkonu og föðursystur, ÁSTU G. GUÐMUNDSDÓTTUR, Gnoðarvogi 40, sem lést á líknardeild Landspítalans sunnu- daginn 4. júlí, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. júlí kl. 13.30. Hafsteinn Guðmundsson, Helga Hobbs, Dröfn Hafsteinsdóttir Farestveit, Helga Hafsteinsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Gunnar Svan Ágústsson, Gunnar Kvaran og fjölskyldur. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTRÚNAR G. SIGURÐARDÓTTUR, Efstasundi 97, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda 11-A, 12-G og 13-G á Landspítalanum fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Anna Sigrún Guðmundsdóttir, Friðrik V. Halldórsson, Vilhjálmur Helgi Guðmundsson, Hugrún Guðmundsdóttir, Halldór Þ. Sigurðsson, Elma Rún Friðriksdóttir, Eyjólfur Örn Snjólfsson, Ágúst Ingi Friðriksson, Davíð Örn Friðriksson. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, systur, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR, Stóragerði 23, Reykjavík, Magnús Sigurðsson, Kristín Dagný Magnúsdóttir, Guðmundur Sigurvinsson, Anna Magnúsdóttir, Júlíana Guðmundsdóttir, Sigurður Á. Reynisson, Anna Linda Guðmundsdóttir, Björn Víðisson, Magnús Guðmundsson, Gabrieia Líf Sigurðardóttir og Dagur Snær Sigurðarson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför JÓNS BIRGIS SKARPHÉÐINSSONAR, Fornastekk 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunarinnar Karítas og starfsfólks deildar 11E á Land- spítalanum. # Sonja H. Thorstensen, Erla Birgisdóttir, Ásbjörn Arnarsson, Birgitta Birgisdóttir, Elísabet Cochran, Jón Örn Valsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.