Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 27 : :: Morgunblaðið/Jim Smart STARFSFÓLK íslensku umboðssölunnar í önnum. stundum að við ræðumst að minnsta kosti öll við, sem ekki þykir víst sjálfsagt að systkini geri nú á tím- um. Við erum alin upp við viðskipti og öll háskólamenntuð í viðskipta- fræði fyrir utan yngsta bróðurinn Stefán, sem er lögfræðingur. Það má því segja að stór partur af okkar lífí hafi snúist um viðskipti.“ Með harðfylgi og mikilli vinnu „Faðir okkar hafði starfað lengi í tengslum við útflutning á fiskafurð- um áður en hann stofnaði Islensku umboðssöluna. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri og fór ungur og nam hagfræði og markaðsfræði við Columbia University og þaðan útskrifaðist hann árið 1955. Hann starfaði síðan hjá Sjávarafurðadeild SIS, bæði á Islandi og erlendis. Ahugi hans á að starfa sjálfstætt varð til þess að Islenska umboðssal- an var stofnuð í samvinnu við nokkra athafnamenn í fiskvinnslu á Islandi og þar með var þetta ævin- týri allt saman hafið. Eins og fram hefur komið var þetta í upphafi mikil barátta við kerfið þar sem ekki endilega gilti hver gæti gert hlutina best heldur hver hefði leyfi til þess að gera þá. Með miklu harð- fylgi og mikilli vinnu tókst föður mínum að leggja grunninn að fyrir- tækinu sem við systkinin og hann sjálfur vinnum öll við í dag. Eftir því sem fyrirtækið óx og dafnaði vai- meiri þörf fyrir okkur systkinin að hjálpa til og þar sem við í gegnum okkar uppeldi hneigðumst til við- skipta vorum við öll boðin og búin að koma til starfa. Þótt faðir okkar sé orðinn 75 ára gamall starfar hann enn af fullum krafti á þeim vettvangi sem starfsemin hófst, þ.e. sölu á fiskafurðum.“ Starfsumhverfið - Hvernig er starfsumhverfí svona fyrirtækis nú um stundir? „Eg tala fyrir Islensku umboðs- söluna eingöngu þar sem fyrirtækin hin eru í ólíkum rekstri. Miklar breytingar hafa orðið og eru að verða í sjávarútvegi og viðskiptum með sjávarafurðir. Það eru einkum tvö atriði sem rétt er að nefna hér, annars vegar kvótakerfið sem leitt hefur til samþjöppunar í útgerð og fiskvinnslu og þar með hafa orðið til stærri og sterkari framleiðendur í greininni. Hins vegar einkavæðing stóru sjávarafurðasölusamtakanna sem stuðlað hefur að breyttum áherslum í þeirra rekstri." Samþjöppun í útgerð og fiskvinnslu „Þrátt fyi’ir að enn sé fjöldinn all- ur af smærri útgerðar- og fisk- vinnsluaðilum í landinu hefur á und-' anförnum árum fjölgað stórum og sterkum útgerðarfyrirtækjum. Þessi fyrirtæki eru að sjálfsögðu rekin á annan hátt heldur en smærri fyrirtæki voru rekin á árum áður. Mun meira er lagt í öflun markaðsþekkingar en áður var. Þessir aðilar eru þai’ með mun bet- ur í stakk búnir tÚ þess að meta að- stæður varðandi vinnslu og sölu sjávarafurða á hverjum tíma. Flest þeirra sjá í dag beint um sölu á að minnsta kosti hluta af sínum vörum. Þessi þróun gerir auknar kröfur til fyrirtækja á borð við okkar varð- andi þá þjónustu sem við erum að veita.“ Einkavæðingin „Breyting eignai’halds stóru sölu- samtakanna á borð við SÍF, ÍS, og SH hefur haft þau áhrif að áherslur í rekstri þeirra hafa breyst. Aukin krafa um arðsemi gerir þær kröfur til þessara aðila að endurskoða sinn rekstur. Segja má að við lítum svo á að þessar breytingar færi þessi fyr- irtæki nær okkur og geri okkur frekar kleift að keppa við þá á jafn- réttisgrundvelli. Að vísu má segja að þeir hafi nokkurt forskot en við lítum hins vegar á það sem hvatn- ingu til okkar um að leggja enn harðar að okkur í því að veita okkar viðskiptaaðilum góða þjónustu - þar sem það er það sem þessi viðskipti snúast um í dag.“ Framtíðarhorfur „í dag er íslenska umboðssalan eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins á fiskafurðum. Megin- markmið okkar er að halda þeirri stöðu og reiknum við með að sjá að minnsta kosti tíu til fimmtán pró- senta aukningu í okkar umsvifum á ári. Ekki er gert ráð fyrir að þetta gerist í neinum stórum stökkum. Við viljum frekar leggja áherslu á hægari vöxt og geta viðhaldið þjón- ustu okkar við þá aðila sem við höf- um þegar í viðskiptum, auk þess að bjóða nýjum aðilum sömu þjónustu. Við gerum okkur þó grein fyrir því að óvæntir möguleikar geta skapast vegna þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað og nú sem hingað til höfum við nýtt okkur þá möguleika sem bjóðast þegar og ef þeir sýna sig.“ Cfarðpfán tustöcHn 'CDúœraö' Ýmis tilboð í hverri viku. Opió alla daga frá kl. lO til 19 Sfrni 483 4840 Rauðarársiíg 16, sími 561 0120. Klár fríid! SV6NC6 húðvörur, þinn besti ferðafélagi. Hreinsimjólk, andlitsvatn, rakakrem og húðvatn saman i handhægu ferðasetti. afsláttur SV6NC6 þinn ávinningur Qj LYFJA Staðarbergi 2-4, Hafnarfirði S. 555 2306 Hamraborg S. 554 0100 Lágmúla 5, S. 533 2300 Kanarí- veisla í haust með Sigurði Guðmundssyni frákr. 48.655 J55 50 sætin á "YHningartjitjQfi Heimsferðlr _______ kynna nú aftur haustferðir sínar"til Kanaríeyja, þann 20. október og 21. nóvember, en Kanaríeyjar eru tví- mælalaust vinsælasti vetraráfangastað- ur Islendinga í dag. Við bjóðum nú| betri gistivalkosti en nokkru sinni fyrr1 í hjarta ensku strandarinnar og að sjálfsögðu njóta farþegar okkar rómaðrar þjónustu fararstjóra Heims- ferða allan tímann. Sigurður Guðmundsson verður með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Roque Nublo 3 vikur frá kr. 48.655.- 25. nóvember, m.v. hjón með 2 börn ú Tcinife, 3 vikur Kr. 59.990.- 25. nóvember, m.v. 2 í íbúð, Tanife, 3 vikur 5 vikur (32 nætur) Vegna fjölda áskorana bjóðum við nú 5 viknaferð í október á frábœru verði frá kr. 54.155.- 20. okt., m.v. hjón með 2 böm á Tanife, 32 nœtur Kr. 75.890.- 20. okt., m.v. 2 í íbáð, Tanife, 32 nœtur Gististaðir Heimsferða • Roque Nublo • Los Volcanes • Paraiso Maspalomas • Tanife Austurstræti 17, 2. hæð sími 562 4600 www.heimsferdir.is n hefst á morgun • Útsalan hefst á morgun HERRAFATAVERSLUN RIRGIS FAKAFENI 11 • 108 REYKJAVIK • SIMI 553 1170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.