Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.07.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Umræður magnast ArfAfikrAiilt n«#ifn *v\Br um VIÐA um heim standa yfir tilraunir með erfðabreytingar á nytjaplöntum eins og tómötum, jólasalati, melónum, kartöflum og fleira. Þrátt fyrir að umsóknir um markaðssetningu slíkra vara taki langan tíma má búast við því á næstu árum, að enn fleiri tegund- ir erfðabreyttra matvæla verði á boðstólum. sem sýmst TALIÐ ER að upphaf umræðnanna í Bretlandi megi rekja til misvísandi skoðana vísindamanna, sem ýmist töl- uðu með eða á móti erfðabreyttum matvælum og þar með var athygli stjórn- málamannanna vakin. Þegar þeir létu sann- færast um að slík matvæli hefðu ekki skaða í för með sér var umræðan aftur á móti komin út í þjóðfélagið. Nú er svo komið, að ýmsar stórar verslun- arkeðjur, bæði í Bretlandi og víðar í Evrópu, hafa úthýst erfðabreyttum lífverum og mat- vælum í verslunum sínum og sömu sögu er að segja um fjölþjóðlega skyndibitastaði. Þá hef- ur breska ríkisstjórnin sett reglur um sér- stakar merkingar á matvælum sem innihalda erfðabreytt soja eða maís og í haust ganga í Umræðan um erfðabreytt matvæli hefur verið mikil að undanförnu og einkum hefur hún orðið hávær í Bretlandi. Almenningur virðist hafa mestar áhyggjur af áhrífum erfðabreyttra lífvera á hollustu og heilbrigði, en ráðamenn innan Evrópusambandsins hafa meiri áhyggjur um þessar mundir af viðskipta- sambandi við Bandaríkin og áhrifunum á lífríkið. Hildur Friðriksdóttir kynnti sér einnig hvað er að — ------------------------7------------------ gerast á þessu sviði á Islandi. gildi reglur, sem ná til matsölustaða, kaffi- húsa og slíkra staða, þar sem starfsfólk verð- ur að geta upplýst viðskiptavini sína um hvort matvælin innihalda erfðabreyttar líf- verur. Innan Evrópusambandsins (ESB) hafa umræður einnig verið miklai’. Þar flokkast málefnið undir umhverfismál og hafa menn meiri áhyggjur af erfðabreyttum lífverum sem umhverfismálum en erfða- breyttum matvælum sem hættulegri fæðu. Frestun nýrrar markaðssetningar Á fundi umhverf- isráðherra ESB, sem haldinn var í Lúxemborg í júní síðastliðnum lögðu Frakkar og Grikkir til tímabundið bann við markaðs- setningu á erfðabreyttum lífver- um til ræktunar. Sú tillaga fékkst ekki samþykkt en ákveðið var að menn skyldu fara sér hægt. Að sögn Elín- ar Guðmundsdóttur, mat- vælafræðings hjá Hollustu- vernd, er þetta túlkað þannig, að ekki verði um nýja mark- aðssetningu að ræða, a.m.k. ekki fyn’ en árið 2002. Það sem virðist þó valda ráða- mönnum ESB einna mestum áhyggjum um þessar mundir er mikill þrýstingur frá Bandaríkjamönnum, sem eru komnir einna lengst í framleiðslu erfðabreyttra matvæla. Tala menn jafnvel um, að stefnt geti í við- skiptastríð milli þeirra og ESB og þá einkum vegna umbúðamerkinga. Bandaríkjamenn hafa ekki gert kröfur um sérmerkingar á erfðabreyttum matvælum og kvarta yfir því að útflutningur til Evrópu sé erfiður, ýmist vegna alls kyns misvísandi reglugerða eða skorts á reglugerðum. Til að bregðast að einhverju leyti við þess- um vanda ákváðu leiðtogar iðnríkjanna sjö og Rússlands á fundi í Þýskalandi í síðasta mán- uði að setja á laggirnar alþjóðlega nefnd á vegum OECD til að skoða málaflokkinn í heild. Norðmenn setja strangar reglur Á Norðurlöndum hefur málið einnig verið til umfjöllunar. Meðal annars átti sér stað mikil umræða í norska stórþinginu, sem end- aði á því að settar voru strangar reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum og nú eru til umsagnar reglugerðardrög, þar sem lagt er til að tilteknar afurðir verði bannaðar. Að sögn Jóns Gíslasonar, forstöðumanns matvæla- og heilbrigðissviðs Hollustuvernd- ar, vilja Norðmenn banna matvæli, sem eru með svokölluð merkigen, sem stýra ónæmi gegn sýklalyfjum. „Þegar verið er að erfða- breyta lífvei-um er notað svokallað merkigen, sem auðveldar vísindamönnum að finna hvort lífverurnar hafi tekið upp nýtt erfðaefni. I rauninni eru það afurðir, sem innihalda Meiri áhyggjur af vaxtarhormónum en erfðabreytingum DR. BJÖRN Sigurbjörnsson erfðafræðingur og ráðuneytis- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu er einn fremsti sérfræðingur hér á landi á sviði erfðabreyttra líf- vera. Hann var formaður í líftækni- nefnd matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 1983-1995. Upp úr 1985 var hann í forsvari fyrir verkefni innan Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), en þá voru rannsóknir á sviði erfðabreyttra matvæla að hefjast. Hann hefur því fylgst vel með framþróun þessara mála og á nú sæti í alþjóðanefndum um erfðaefni. Engar sannanir um skaðsemi Ýmsir visindamenn hafa haldið því fram, að erfðabreyttar lífver- ur séu mönnum skaðlegar. Björn segir að engar sannanir þar að lútandi hafi komið fram, þrátt fyrir víðtækar rannsóknir bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Hann tekur undir að ekki sé undarlegt þótt menn vilji fara varlega, því þegar búið sé að sleppa lífverun- um út í náttúruna verði aldrei aftur snúið. „Það sem menn hafa helst áhyggjur af er hvort gen, sem kemur úr dýraríkinu yfir í plönturíkið eða öfugt, gæti farið að hegða sér öðruvísi en því er eiginlegt og þannig valdið skaða. Allt sem við borðum hefúr áhrif með einum eða öðrum hætti. Því reyna menn að neyta Ijölbreyt.tr- ar og hollrar fæðu, eins og til dæmis minna af fitu og meira af trefjum," segir hann. Björn er nýkominn af fundi Norræna ráðherraráðsins á sviði landbúnaðarmála, sem haldinn var á Álandseyjum. Þar var lítil- lega komið inn á hollustu og heil- brigði. „Þar var í rauninni ein- ungis staðfest, að erfitt væri að veijast erfðabreyttum lífverum. Til dæmis er hluti dýrafóðurs sojabaunir eða maís og nánast útilokað að fylgjast með því, hvort sá hlutinn er erfðabreyttur eða ekki. Heita má að allar soja- baunir sem framleiddar eru í Bandaríkjunum á þessu ári séu erfðabreyttar," segir hann. Framfarir í framleiðslu Forðabúr matvæla í heiminum er nægilegt til að fæða alla þá sem byggja hnöttinn, en gallinn er sá að sumir búa við ofgnótt meðan aðrir deyja úr hungri. Framfarir á sviði ræktunar hafa hins vegar orðið til þess, að mat- vælaframleiðslan í heiminum hef- ur tvöfaldast síðan 1965. Fyrst var það gert með veiyulegum jurtakynbótum, síðar með geisl- um til að framkalla stökkbreyt- ingar og nú binda menn vonir við erfðabreytitækni. Á árunum 1965-1970 voru iðu- lega hungursneyðir í Kína, Ind- landi, Pakistan og víðar. Þá kom fram hin svokallaða græna bylt- ing, en með henni tókst sums staðar að tífalda uppskeru á ýms- um nytjaplöntum með kynbótum. Björn var einn af frumkvöðlum þessarar byltingar. „Þetta varð til þess að 1970 lýsti Indland yfir, að það gæti sjálft fullnægt eigin þörfum í matvælum, sérstaklega korni. Síðan hefur Indland að öllu jöfnu flutt út korn. Sama gerðist í Pakistan. Menn segja, að ef græna byltingin hefði ekki orðið hefði hungursneyðin aukist.“ Á toppfundinum um fæðuör- yggi 1996, World Food Summit, var því spáð, að á þeim tíma þeg- ar fólksfjöldinn kæmist í 10 milij- arða - einhvern tímann á bilinu 2030 til 2050 - þyrfti aftur að tvöfalda matvælaframleiðsluna. „Þá skiptir ekki máli þótt mikið sé af mat á einum stað, til dæmis í Bandaríkjunum, því kostnaður- inn við að koma fæðunni á réttu staðina er svo óhemju mikill, ekki síst í olíu og mengun. Stefn- an er því að sem flestar þjóðir framleiði sem mest af þörfum sínum heimafyrir. í Afríku gengur illa að ná upp matvælaframleiðslunni og þar vilja menn sjá græna byltingu. Þar er ekki hægt að ná fram meiri framförum nema með þess- ari nýju tækni,“ segir Björn. Fyrir utan það að auka fram- leiðsluna verulega er tilgangur- inn með því að erfðabreyta líf- verum að auka styrk gegn sjúk- dómum, auka frost- eða þurrkþol plantna, auka geymsluþol, fjar- lægja ofnæmisvaka til dæmis úr hveiti og sojabaunum og auka næringargildi matvæla. f dýraríkinu er tilgangurinn keimlíkur eða að auka mótstöðu gegu smitsjúkdómum, auka þol gegn þurrki, kulda og hita og auka vaxtarhraða. Eðlileg niðurstaða! Að sögn Björns eru flestar erfðabreytinganna gerðar af einkafyrirtækjum til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.