Morgunblaðið - 11.07.1999, Side 46

Morgunblaðið - 11.07.1999, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ *46 SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ1999 Jazzhátíð í Garðabæ með sumarsveiflu! Júlí—ágúst 1999 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Þriðjudaginn 13. júlí kl. 21 leikur kvartet Péturs Grétarssonar vinsælustu lög Dave Brubecks. Aðgöngumiðar á kr. 1.000 verða seldir við innganginn frá kl. 20.00 tónleikadaginn. Kreditkortaþjónusta. Menningarmálanefnd Garðabæjar. f LEIKFÉLAG < REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ A SIÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið kl. 20.00: Litlá lityttÍHejíbÚðÍH eftir Howard Ashman, tórlist eftir Alan Menken. Rm. 15/7 uppselt fös. 16/7 laus sæti lau. 17/7 fáein sæti laus fim. 22/7 AUKASÝNING fös. 23/7 laus sæti lau. 24/7 laus sæti Ósóttar pantanir seidar daglega Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. f ISLENSKA OPERAN __iliil Gamanleikrit I leikstjórn \ Sigurðar Sigurjónssonar ■ Fös 16/7 kl. 20 örfá sæti Lau 17/7 kl. 20 örfá sæti Fös 23/7 kl. 20 Lau 24/7 kl. 20 Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 12 Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga nema sunnudaga f kvöld 11/7 Blái engillinn Sif Ragnhildardóttir syngur lög Marlene Dietrich Seremóníumeistari: Arthúr Björgvin Bollason. Ljúffengur kvöldverður á undan sýningu Miðapantanir í símum 551 9055 og 551 9030. PpMo H M 5 30 30 30 Mðasaia qin Irá 12-18 og Iram að sýiÉtgu OpB Irá llfyrt- hádeqslefcliisa HADEGISLEIKHUS - kl. 1200 Mið 14/7 örfá sæti laus Fim 15/7 örfá sæti laus Fös 16/7, MÍÖ21/7 SNYR AFTUR Sun 11/7 kl. 20.00 í sölu núna Mið 14/7 kl. 20.00 í sölu núna Fim 15/7 kl. 23.00 í sölu núna TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó. Borðapantanir í síma 562 9700. It ,\ l< N A ^ F| >> I % K V I. I> U LJOSMYNDIR Núpalind 1 - sími 564 6440 rétt víð Smáran! vorum a Morgunblaðið/RAX PÁLL Stefánsson ljósmyndari hefur gaman af glímunni við landið. FÓLK í FRÉTTUM Páll Stefánsson með nýja Ijósmyndabók „LANGISJÓR falinn milli fagurra fjalla er ein af perlum íslenskrar náttúru. En þarna inni við Vatnajökul getur verið æði úrkomusamt. Suma daga þarna í fjallakyrrð gleymir maður öllu. Einhver hvíslaði því að mér að Landsvirkjun væri að spekúlera í því að endurhanna svæðið. Eg held að enginn betrumbæti sköpun- arverk máttarvaldanna." Prósi í orðum og myndum „RAUÐISANDUR vestur á íjörðum. Það er ekki bara stór náttúra og selir í tugatali heidur iandslagið og líka þessi litlu smáatriði sem gleðja mann. Fjöður sem dansar á sandinum." „LANDIÐ er sterkt í okkur ís- lendingum; veðráttan og vind- urinn mótar okkur,“ segir Páll Stefánsson sem gaf nýverið út ljósmyndabókina Landið. „Ég hef alltaf haft gaman af ferða- lögum og með þessum myndum býðst fólki að ferðast með mér. Ég hef aldrei litið á mig sem sérstakan landslagsljósmyndara en þegar maður ferðast frá A til O sér maður svo margt; ég get ekki látið það hjá líða. Það eru eiginlega myndirnar sem koma til mín.“ Hversu lengi var bókin í vinnslu? „Flestar ljósmyndanna eru teknar síðustu tvö árin. Þær eru frá sex stöðum á landinu sem toga í mig og koma mér alltaf jafn mikið á óvart. Ljós- myndun er bara það að vinna með ljós og sem betur fer er umhleypingasamt hér á Islandi; einhver regnbogi sem lúrir ein- hvers staðar. Þegar maður ger- ir bók eins og Land þá sest maður ekki niður og rembist. Staðirnir og myndirnar koma meira til mín og raðast niður. Textinn er í raun bara myndir - myndir í orði. Honum er ætlað að gefa myndunum líf og leiða fólk sem ekki þekkir til inn í staðina.“ Þú skrifar einmitt hálfgerðan prósa inn á milli myndanna. „Það hvílir fólk,“ svarar hann. „Þá þarf það ekki að skoða mynd, mynd, mynd, mynd... Það gerir bókina líka persónulegri og svo hef ég gaman af orðum. Á margan hátt geta þau verið jafn mynd- ræn og Ijósmynd." Er Fjalla-Eyvindur í þér? „Mér finnst gaman að glíma við landið. Það getur verið ein- manalegt og nöturlegt að bíða í fimbulkuldum á hálendinu en svo þegar fílmurnar eru fram- kallaðar getur biðin reynst þess virði.“ Er ekki hundleiðinlegt að ferðast með þér; alltaf að stoppa og taka myndir? „Það held ég ekki,“ svarar Páll og er hálfundrandi á spurningunni. „Þegar ég er á ferð með blaðamönnum eða öðrum kunna þeir yfírleitt að meta það ef ég bendi þeim á af hverju þeir væru annars að missa. Síðan bflar komu til sög- unnar fer fólk of hratt yfír; það ætti stundum að nema staðar, njóta og nota augna- blikið.“ Að lokum var Páll fenginn til að leggja til nokkrar myndir úr bókinni og útskýra af hverju þær urðu fyrir valinu. Morgunblaðíð/Páll Stefánsson „EINHVERN veginn er rigningin blautari á Langanesi og ég er hvergi í betra sambandi við íslenska vind- inn en einmitt þarna. Þessir bátar í Skoruvík bíða þess að vatn og vindur brjóti þá niður, og á meðan eru þeir þolinmóðir. Langanes er einn af þessum fáförnu stöðum sem maður er frjáls."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.