Morgunblaðið - 21.07.1999, Side 20

Morgunblaðið - 21.07.1999, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 MORGUNBLADIÐ ERLENT Talið að Milo- sevic fallist á breytingar Belgrad, Vín, Sartgevo. AFP. VUC Draskovic, leiðtogi stjómar- andstöðuflokksins Endureisnar- hreyfingar Serbíu (SPO), spáði fyrir um það í gær að Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti myndi styðja kröfur stjómarandstöðunnar um kosningar hið fyrsta. Draskovic sagði frétta- mönnum í Belgrad í gær að hann teldi að Sósíalistaflokkur Milosevics (SPS) myndi fallast á breyt- ingar „fyrr en síðar“ vegna hins bága ástands í landinu. Draskovic hefur lagt til að mynduð verði bráðabirgðastjóm íyrir Serbíu og Sambands- ríki Júgóslavíu sem myndi skipuleggja kosningar sem haldnar yrðu innan þriggja til sex mánaða. „Aðstæður í landinu eru þannig að SPS verður á endanum að fallast á samning við stjómarandstöðuna sem kveður á um bráðabirgðastjóm og lýðræðis- legar kosningar," sagði Draskovic. Þá sagðist hann vona að veldi MOos- evics yrði fellt í næstu kosningum. Draskovic var í gær harðorður í garð friðargæsluliðs Atlantshafs- bandalagsins (NATO), KFOR, og sakaði það um að breiða yfir „þjóð- emishreinsanir og þjóðarmorð á Serbum“ í Kosovo. „A vissan hátt þjónar KFOR því hlutverki að breiða yfir versta glæpinn - þjóðernis- hreinsanir og þjóðar- morð á Serbum". Áratugur í endur- uppbyggingu Kosovo Kofi Annan, aðalrit- ari Sameinuðu þjóð- anna, sagði í Vín, þar sem hann var staddur í boði Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í gær, að það tæki a.m.k. tíu ár að byggja upp innviði samfélagsins í Kosovo að stríðinu loknu. „Ég hef oft verið spurður um hve langan tíma það taki [að byggja Kosovo upp að nýju] en hef ekki viljað gefa upp ákveðinn tíma. Nú veit ég að við munum vera á svæðinu í nokkur ár til viðbótar og að endurappbygging Kosovo-héraðs mun, að mínu viti, taka a.m.k. tíu ár,“ sagði Annan í gær. Vuc Draskovic Hætt við geimskot á síðustu stundu Kanaveralhöfða. Reuters. AÐEINS sex sekúndum áður en geimferjan Columbia átti að taka á loft frá bandarísku geimferðamið- stöðinni á Kanaveralhöfða í Flórída í fyrrinótt var skyndilega hætt við geimskotið. Þetta átti að vera fyrsti geim- ferjuleiðangurinn þar sem kona er við stjómvölinn og af því tilefni var margt fyrirmenna mætt á staðinn til að fylgjast með geimskotinu, þar á meðal HOlary Clinton forsetafrú og Chelsea dóttir hennar. Þegar niðurtalningin var langt komin gáfu nemar tU kynna að óeðlOeg uppsöfnun vetnis hefði átt sér stað í einum eldflaugahreyflin- um. í stjórnstöð var tafarlaust tekin ákvörðun um að hætta við flugtak vegna þessa og fresta því um tvo sólarhringa, eftir því sem Ralph Roe, yfirmaður stjómstöðvar NASA, bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar, sagði á blaða- mannafundi í gær. En þegar nánar var að gáð kom í ljós að nemarnir höfðu gefið rangar upplýsingar. „Boðin um að hætt hefði verið við komu minna en hálfri sekúndu áður en átti að ræsa vélarnar," sagði Roe. Tveimur tímum síðar höfðu NIÐURTALNING stöðvuð á Kanaveralhöfða í fyrrinótt. tæknimenn komizt að því að boðin sem ollu því að ákveðið var að hætta við vora röng. Var vanstilltum nem- um kennt um. Reyna á flugtak að nýju aðfaranótt fimmtudags. Meg- intilgangur þessa geimferjuleiðang- urs er að koma fullkomnum röntgengeislakíki á braut um jörðu. UNGIR Kýpur-Tyrkir fagna hersýningu tyrkneska hersins og veifa tyrkneska og kýpur-tyrkneska fánanum. Aldarfjórðungur liðinn frá innrás Tyrkja á Kypur Lausnir deilumála í órafjarlægð Níkósía, Kyrenía, Ankara. Reuters, AFP. NÍKÓSIA er borg botnlanganna. Hver gata og hvert stræti endar fyrirvaralaust þar sem fyrir era vegtálmar sem skilja norðurhluta borgarinnar frá suðurhlutanum; Kýpur-Tyrki frá Kýpur-Grikkjum. Ibúar tyrkneska hluta Kýpur héldu upp á það í gær með hátíðleg- um hætti að aldarfjórðungur er lið- inn síðan tyrkneskar hersveitir réð- ust inn í norðurhluta eyjunnar, fimm dögum eftir valdarán grískra þjóðemissinna, sem markaði upp- haf brothættra samskipta tveggja aðskOinna þjóða, sem enn era gráar fyrir jámum, á eyju á stærð við Vatnajökul. Allar tOraunir tO þess að sætta gerólík sjónarmið samfé- laganna sem eyna byggja hafa mis- tekist til þessa og þykja fagnaðar- læti almennings og viðhöfn hátíðar- haldanna sem efnt var til í gær síst tO marks um sáttfysi Kýpur-Tyrkja. „Kýpverska hetjan" Árið 1974 fyrirskipaði Bulent Ecevit, núverandi og þáverandi for- sætisráðherra Tyrklands, tyrk- neska hernum að gera skyndiárás á Kýpur, aðeins fimm dögum eftir að grísk-kýpverskir þjóðemissinnar rændu völdum, með stuðningi her- foringjastjómarinnar í Aþenu, með það fyrir augum að sameina Kýpur og Grikkland. Hersveitir Tyrkja sóttu fram og á skömmum tíma náðu þær að hertaka norðurhluta eyjunnar - u.þ.b. þriðjung flatar- máls Kýpur - og vOdu þannig tryggja öryggi þeirra Kýpur-Tyrkja sem þar bjuggu, eftir blóðug átök þjóðarbrotanna. Hemaðaraðgerðir tyrkneska hersins - kallaðar friðaríhlutun af Tyrkjum á þeim tíma - áunnu Ecevit nafnbótina, „kýpverska hetj- an“, meðal Kýpur-Tyrkja á eyjunni sem litu á þær sem „frelsun" á með- an Kýpur-Grikkir hafa ávaOt litið á innrásina og eftirmála hennar sem hemám. Er innrásin átti sér stað vora Kýpur-Tyrkir um 18% af íbú- um eyjunnar. I huga margra Tyrkja, Ecevit þeirra á meðal, var innrásin sjálf lausnin í langvarandi deOum þjóðar- brotanna á Kýpur og leiddi hún, að þeirra mati, til „samfellds friðar á eyjunni síðustu 25 árin“. „Kýpur- deilan er ekki lengur vandamál. Tyrkland og Tyrkneska lýðveldið á Norður-Kýpur (TRNC) líta svo á að vandinn hafi verið leystur fyrir margt löngu,“ sagði Ecevit í sjón- varjjsviðtali á sunnudag. Arið 1983 lýstu Kýpur-Tyrkir yfir sjálfstæði ríkis síns á norðurhluta eyjunnar og er það aðeins viður- kennt formlega af stjómvöldum í Ankara. Alþjóðasamfélagið viður- kennir eingöngu stjórn Kýpur- Grikkja í Níkósíu og era Kýpur- Tyrkir algerlega háðir Tyrkjum á meginlandinu um fjármagn og hernaðaraðstoð. Sjálfstæðiskröfur Kýpur-Tyrkja Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að miðla málum í Kýpur-deOunni og hafa t.a.m. verið með fjölmennt frið- argæslulið við störf á eyjunni um árabO. Ekkert hefur þó rekið í frið- arviðræðum og síðan árið 1997 hafa þær legið niðri en þá stóð Denktash, forseti norðurhluta eyjunnar, upp frá samningaborði og krafðist þess að alþjóðasamfélagið viðurkenndi sjálfstæði Kýpur-Tyrkja. FyiT myndu þeir ekki hefja viðræður. Hátíðarhöldin í gær þjónuðu því hlutverki að ítreka sjálfstæðiskröf- ur Kýpur-Tyrkja og efla samstöðu íbúa norðurhluta eyjunnar um af- dráttarleysi í samskiptum við sam- félag Kýpur-Grikkja. Þeir Denktash og Ecevit hafa haldið því fram að ef ekki verði fallist á sjálf- stæði Kýpur-Tyrkja muni það alltaf vinna gegn þeim í friðarviðræðum og Kýpur-Grikkir því bera meira úr býtum. Þá hafa þeir ennfremur var- að við því að átök kunni að blossa upp á ný ef reynt verði að sameina samfélögin með beinum hætti. Kýpur-Grikkir hafa farið fram á það að alþjóðasamfélagið beiti sér í ríkari mæli í Kýpur-deOunni og hafa stjómvöld í Níkósíu sameiningu samfélaganna á stefnuskrá sinni. Þá hafa þau farið fram á það að ríki, sem geta haft áhrif á „ótæka stefnu tyrkneska hlutans", beiti sér í mál- inu. Grikkland og Tyrkland era að- ildarríki að Atlantshafsbandalaginu og hafa margir vænst þess af Bandaríkjamönnum að þeir reyni að sætta deOendur á Kýpur og leggja sitt af mörkum tO að hafa áhrif á rík- isstjórnir Grikklands og Tyrklands. Bandarísk stjómvöld hafa hins vegar lýst því yfir að þau muni ekki beita Tyrki þrýstingi líkt og Kýpur- Grikkir hafí farið fram á. Sagði William Cohen varnarmálaráðherra nýlega að Bandaríkin mundu ekki beita aðOa málsins þrýstingi til þess að koma sjónarmiðum Bandaríkja- manna á framfæri. Stærðfræðilegur skilnaður BANDARÍSKIR fræðimenn segjast hafa fundið upp stærð- fræðilega aðferð til að draga úr harkalegum deilum milli hjóna sem skilja, að því er breska rík- isútvarpið, BBC, greinir frá. Fræðimennirnir hafa búið til reiknilíkan til að reikna megi út sanngjörnustu skiptingu eigna og skrifað tölvuforrit til að sjá um útreikninginn. Hjónakornin hafa upphaflega hundrað stig hvort. Þau gefa einstökum eignum stig og í hlut hvors um sig koma að lokum hiutir upp á jafnan stigaíjölda og verður skiptingin því vænt- anlega jöfn. Steven Brams, stjórnmálafræðingur við New York-háskóla, og Alan Taylor, stærðfræðingur við Union-há- skóla, hafa fengið einkaleyfi á formúlunni. Þeir segja að hún tryggi sanngirni og hægt sé að nota hana í öllum tilvikum þegar skipta þurfi eignum á milli hjóna sem bæði ágirnist þær. Kerfið er útlistað í næsta hefti bandaríska tímaritsins New Sci- entist. Grundvallarhugmyndin er að koma í veg fyrir öfund. Hundrað stig í byrjun Tekið er dæmi af hjónunum Adam og Barböru sem eru að skilja og geta ekki komið sér saman um hvort fær hvaða eig- ur. Þau eiga raðhúsíbúð, sumar- bústað og sportbíl. Hvort um sig hefúr eitt hundrað stig í byrjun, og gefa þau þessum eigum stig eftir því hversu mikið þau lang- ar í þær. Adam langar verulega mikið í bflinn og gefur honum því 60 stig. Raðhúsið er honum 25 stiga virði, og sumarbústaður- inn þeirra 15 stiga sem eftir eru. Barbara hefur hins vegar meiri áhuga á raðhúsinu og set- ur 65 stig á það, 25 á bflinn og 10 á sumarbústaðinn. í fyrstu umferð fer hver hlut- ur til þess aðila sem Iangar mest í hann, það er að segja, þess sem setti flest stig á hann. Adam fær því bflinn og sumar- bústaðinn, en Barbara fær rað- húsið. Síðan er tillit tekið til þess að Adam hefur fengið tvo hluti sem samtals eru virði 75 stiga af þeim hundrað sem hann hafði upphaflega, en Barbara aðeins einn hlut sem er virði 65 stiga af hundrað. Sá hlutur sem Adam og Bar- bara gáfu bæði sem næst sama stigafjölda, sumarbústaðurinn, er dreginn frá heildarstiga- fjölda Adams, sem þá fer niður í 60. Bústaðurinn verður síðan seldur og hagnaðinum skipt þannig að Adam og Barbara hafi eignir upp á sama stiga- fjölda. Adam fær þijá fimmtu af hagnaðinum, sem eru honum níu stiga virði; Barbara fær þá tvo fimmtu sem eftir eru af hagnaðinum, sem eru henni fjögurra stiga virði. Að lokum hefur hvort um sig eignir upp á 69 stig en öfundin ætti - sam- kvæmt kenningu Brams og Taylors - að vera horfin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.