Morgunblaðið - 21.07.1999, Side 24

Morgunblaðið - 21.07.1999, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR YETRARDVOL MYMDLIST Straumur Myndverk Kanadískur listhópur Boreal Art/Nature. Opið alla daga frá 13-17. Til 25 júlí. Aðgangur ókeypis. MEÐ sanni er ekki á hverjum degi sem landið gistir kanadískur listhópur, og má bóka að þekking íslendinga á list þarlendra sé mjög af skornum skammti. Um er að ræða listamannahóp staðsett- an í Laurentianfjöllunum í Qué- bec, aðallega frönskumælandi en meira en vel að sér í ensku, tví- tyngt eins og það nefnist. Rekur listamiðstöðina, Boreal, Norðlist, og viðfangsefni hennar er könnun samtímalistar og náttúru. Sam- starfsvettvangur listamanna sem skipuleggur marghliða verkefni á alþjóðlegum grunni, jafnt í óbyggðum sem byggðum, og nú er hópurinn kominn til Islands með sýningu sem fengið hefur nafnið Vetrardvöl, sem er túlkun á ferðalagi hópsins veturinn 1997-1998 þar sem hann leitast við að endurvirkja tengslin á milli listar og náttúru með skapandi tungutaki samtímans. A sýning- unni eru heimildir um verk sem urðu til í þessu verkefni svo og ný verk unnin sérstaklega til að við- halda anda þessa lista/náttúru- ferlis. Skúlptúr, innsetningar, texti, ljósmyndaverk, ætingar, tónlist og gjörningar. Túlkun á vetri sem efnislegu og ímynduðu sviði: Iveru-rými, sem hópurinn ferðaðist í, tími vaxtar og minnis, ögrun til að yfirlifa. Fjórtán lista- menn frá Québec, Ontario og Japan unnu jafnmörg verk á ýms- um stöðum í Laurentianfjöllum frá vetrarsólhvörfum til jafndæg- urs að vori; innsetningar, gjöm- inga, texta, tónlist, ljósmyndir og myndbandsverk... Af framanskráðu má ráða hve efnistök viðfangsins var fjölþætt, eins konar hópefli þar sem hver og einn vann út frá eigin sérhug- XpHfr'floq ttVOLLlWt <Þar sanhún UðurCágtyfir xretrarfyt CandsCaflið, nrnnur tiííit ftennaryf\r nafpi trén ogfrosin vötnin, út ttfsjóndtUdarfiringsins, aftur tiíjarðar, Ceggst tiChvíCdará öcnati futðarCpííinum. Siðdegishirtan, sniðhöU yfirsnjóinn, bíásfyggir nýúfCátarfnífur hvoCsins. yfana reJQiríátt tiífwoCsins, Cang- vajqnn íáðs-CagarCííýaminn bgCgjast ífnstöCíuðu Coftinu oghún xroCjrgfir víðu snavarborðiniL Vdjúffega, í CjósasCjptunum, svo nýúfíega, stígur hún siðan niður. 9fún teggist íafCrifengdsinni yftrsrjóinn, og sf(uggantgnd hennargregpist í óogadrög hvoCsins. &ðgn Cögð vindi og muCdri trjánna Cyfur um íana, og smám saman Ctetur hún Caust pað sem hefurverið. VctrartungC fara hjá. ‘Daga Ccngir. dfún seft&ur Ccngra í hzhtCeifQmn, merjörðu. *Dífpra. OýpCgndi. Xgrrfátorfastrcgmiruppoginníhana, hvlsCar noffáuð semhún parf að heym. ‘Erhún hCustar, fer hún að sfytja prásínaeina.&rásinatiCpess að vera par á hvoCnum. Og pessi prá ersaga hertnar, og saga hennar vefst innlsöguhvoCs- ins. Sagan um ‘Kpnuog dfvoL :TifVvUur'Pitur TMíston ' LJÓÐIÐ Konan og Hvollinn í þýðingu Eyvindar Péturs Ei- ríkssonar segir mikið uni þau beinu náttúruhrif sem sameinar listhópinn Boreal Art/ Nature. mynd um hið markaða ferli. Eftir líflega opnun með gjörningi var stefnan fljótlega tekin upp á há- lendi íslands, Miklumýrar milli Langjökuls og Hofsjökuls, þar sem þeirra beið nýtt verkefni. Áður en fólkið heldur utan verður svo fyrirlestur í Hafnarborg 28. júní undir heitinu „List/Náttúra- samvirkni" og „Án ummerkja". Verkefnið er styrkt af Hafnar- fjarðarbæ, listasamtökunum Conseil Arts et des Lettres du Québec, og Le Conseil des Arts du Canada depus 1917, ásamt kanadíska utanríkisráðuneytinu. Þetta er þannig nokkuð umfangs- mikið og forvitnilegt fyrirtæki náttúrufólks og verndunarsinna, þátttakendur fjórtán, að auki bættust nokkrir íslenzkir lista- menn við hópinn er lagt var í há- lendið. Segja má að stefnumörkin séu af líkum toga og á alíslenzku framkvæmdinni, Land, í Lista- safni Árnessýslu sem ég fjallaði um nýlega svo hér ber að varast endurtekningar. Að miklu leyti er um að ræða að setja með brögð- um listar fyrirbæri hvunndagsins og náttúrunnar á stall, vekja at- hygli á verundinni allt um kring, og heyrir því sömuleiðis undir hugtakið „ontologiske gimmicks" sem ég skilgreindi í sömu rýni. Sýningin er þó nokkuð frábrugð- in, aðallega í ljósi þess að hug- myndin er önnur. Hún lætur ekki mikið yfir sér í fyrstu en við nán- ari skoðun kemur annað í ljós og mikilvægt að sýningargestir geri sér grein fyrir því og hinu gagn- virka eðli hlutanna. Að vinna á þennan hátt í blönd- uðum hópi og á alþjóðlegum nót- um hefur mjög færst í vöxt á und- anförnum árum, einkum meðal yngri kynslóða, en segja má að þessi sé á efra þrepi því flestir eru að nálgast miðjan aldur, þótt óvíða þyki það hár aldur í mynd- listinni. Hættan við slíkar fram- kvæmdir er aðallega sú að þær falli í einslitan farveg, veigurinn helstur hve miklu heilbrigðari slík samvinna er fundarhöldum, er byggjast aðallega á nokkurra daga orðræðu og móttökum, einkum ef skipulega og markvisst er gengið til verks. Rýninum var boðið að heim- sækja hópinn upp á hálendið sem hann þekktist og var það stutt en ævintýraleg lifun, einkum ferðim- ar á staðinn og til baka aftur, helst fyrir fjölþætt náttúrusköpin er fyrir augu bar. Að auki var fróð- legt að fá svolitla innsýn inn í verk- svið listafólksins. Veðurguðirnir höfðu ekki verið því hliðhollir, kalt og vætusamt, en það lét það lítt á LUC Beauparlant: „Prayer for the retum of Spring“. Ljósmynd, blönduð tækni. LAGT í könnunarleiðangur frá efri skála í Miklumýrum. Anna Sig- ríður myndhöggvari og Eyvindur P. Erlendsson rithöfundur ræða málin en á milli þeirra sér í eina kanadísku listakonuna hressa og glaðbeitta á svip. sig fá í hinu stórbrotna og hrjúfa umhverfi með hrikalegu útsýni hvert sinn er upp birti ásamt margs konar náttúrufyrirbærum í nágrenninu. Undarlegt ef það verður ekki til að styrkja til muna kennd þess fyrir reisn íslenzkra óbyggða og tengjá það nánari böndum við landið, sem það skrif- aði raunar ástarjátningar til í gestabók. Verður næsta fróðlegt að fylgjast með afrakstrinum í fyllingu tímans og má vera víst að landið fær hér góða auglýsingu fyrir lítið. En nú skiptir máli að áhugasamir nálgist framkvæmd- ina í listamiðstöðina að Straumi, er til frásagnar að þangað munu hafa ratað nær þúsund erlendir lista- menn frá því hún tók til starfa. Bragi Ásgeirsson Fljótandi litaleikur MYJMILIST Listasafn ASÍ/Ásiiuinilarsalur MÁLVERK HLÍF ÁSGRÍMSDÓTTIR Safnið er opið frá kl. 14 til 18 alla daga nema mánudaga. Sýningin stendur til 25. júlí. MÁLVERK Hlífar Ásgrímsdóttur hafa lengi ein- kennst af áherslunni sem hún leggur á litinn sjálfan og möguleika hans og hún hefur jafnvel málað einlit málverk þar sem öll tjáningin er í pensilförunum og þeim dráttum sem hún markar í litamassann. Á sýn- ingu sinni í Ásmundarsal heldur Hlín þessum hætti þótt flest verkin á sýningunni séu reyndar ekki einlit heldur í tveimur litum, blá og rauðgul. Hér vinnur Hlíf með þunnum oh'ulit á striga og verkin eru máluð með breiðum, fljótandi strokum svo helst er eins og horft sé ofan í gáraðan vatnsflöt. í sumum myndun- um er jafnvel eins og steini haíi verið hent út í vatnið svo liturinn líkt og gusast fram. Efst í myndunum víkur svo blái liturinn, sem er ráðandi, fyrir rauðgul- um, lfkt og kvöldsól speglist í vatnsfletinum. Um leið getur þessi litasamsetning líka vísað til þeirra margræddu andstæðna sem sagðar eru ríkja í ís- lenskri náttúru og jafnvel í náttúru Islendinganna sjálfra: Elds og íss. Myndir Hlífar eru hæverskar og það er greinilegt að við gerð þeirra ræður glaðværð og óheft sköpun- argleði. Náttúrutilvísanimar eru ótvíræðar en eru EIN AF myndum Hlífar Ásgrímsdóttur af sýningu hennar í Ásmundarsal. samt fyrst og fremst átylla í leik listakonnunn- ar við litinn. Heimur myndarinnar er Hlíf hug- leikinn og hún virðist leit- ast við að láta myndina sjálfa, leik htanna og pensilsins, ráða ferðinni. Þessi viðleitni skilar sér líka vel til áhorfandans og frammi fyrir málverkum hennar leggur hugurinn af stað í ferðalag inn í fljótandi veruleikann sem dansar um á striganum. Þar sem málað er þunnt nær blái liturinn í mynd- unum að sýnast ótrúlega vatnskenndur og léttur og hvítur striginn skín sums staðar í gegn eins og speglun birtu í vatnsfleti. Hlíf er vaxandi málari sem greiniliega hefur það sem hver góður málari þarf: Óbilandi trú á málverk- inu og tjáningarmætti litanna. MÁLVERK SVANBORG MATTHÍASDÓTTIR í GRYFJUNNI á jarðhæð Listasafns ASÍ sýnir Svanborg Matthíasdóttir tvö málverk, annað geysistórt en hitt í hefðbundnari trönustærð. Mynd- ir Svanborgar eru frekar flóknar og lýsa með græn- um, gulum og brúnum litum einhvers konar skógar- stemmningu. í minni myndinni má líka greina fígúr- ur og andlit. Myndbyggingin er einfóld og einkenn- ist af lóðréttum strokum sem fylla allan myndflöt- inn. Þessi málverk Svanborgar eru að mörgu leyti haganlega gerð en ná þó ekki alveg að rísa upp sem sjálfstæð listaverk. 171 þess að svo mætti verða þyrfti að vera meiri túlkun í byggingunni og mark- vissari úrvinnsla á litaskala og mótífi. Af þessum myndum er þó ljóst að ekki vantar mikið upp á; hugsanlega aðeins örlítið meira sjálfstraust en það er hverjum nauðsyn sem ætlar sér að skapa úr engu verk sem getur talað sterkt til áhorfandans. Jón Proppé Menningar- fulltrúi í Grindavík BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hefur ráðið Guðmund Emilsson til starfa sem menningarfulltrúa í Gr- indavík. Menningarfulltrúi mun fara með skólastjórn í Tónlistarskóla Gr- indavíkur og hafa með höndum yf- irstjórn kirkjutónlistar og störf kantórs. Er stefnt að því að halda áfram samstarfí sóknamefndar og bæjarstjórnar sem hófst fyrir all- mörgum árum segir í fréttatil- kynningu bæjarstjómarinnar. Guðmundur Emilsson var um árabil tónlistarstjóri Ríkisútvarps- ins og starfar nú m.a. sem listrænn stjómandi Baltísku Fílharmoní- unnar í Riga í Lettlandi og mun hann gegna því starfi áfram sam- hliða störfum í Grindavík. Ráðning menningarfulltrúa nú og ráðning ferðamála- og markaðs- fulltrúa fyiir skömmu er markviss ákvörðun byggð á þeirri stefnu bæjaryfirvalda að Grindavík verði fjölskylduvænn bær, sem byggist á sjávarútvegi, þjónustu við ferða- menn og víðtækum möguleikum sem jarðhitinn skapar til uppbygg- ingar samfélagsins. Markmiðið er að Grindavík verði eftirsóknarverð- ur bær til búsetu bæði hvað snertir atvinnumöguleika, menntun og þjónustu segir í fréttatilkynningu bæjarstjórnar Grindavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.