Morgunblaðið - 21.07.1999, Page 26

Morgunblaðið - 21.07.1999, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ánægðir íbúar gegnt nektardansstað ÉG GET ekki látíð hjá líða að leggja nokkur orð í belg í þá umræðu sem farið hef- ur fram í fjölmiðlum undanfama viku um hávaðamengun og truflun frá skemmtí- stöðum í miðborg Reykjavíkur. Grjóta- þorpsbúar virðast lagnir við að koma málefnum sínum á framfæri og lítur nú út fyrir að þeim sé að takast að fá borgaryf- irvöld í lið með sér við að hreinsa miðbæinn af þeirri „óæskilegu lágkúru" sem þeir sjá birtast í formi nektarstaðarins Club Clint- ons annars vegar og Kaffileikhúss- ins eða Hlaðvarpans hins vegar. Nokkrir hafa haldið uppi góðum vömum fyrir Hlaðvarpann í Morg- unblaðinu síðustu daga og læt ég það því ógert hér. Hitt er mér þó einnig hugleikið hver framtíð nekt- ardansstaða í borginni verður í ljósi þeirrar miklu herferðar sem nú virðist hafin gegn þeim. Mér er málið nokkuð skylt þar sem við hjónin búum einmitt beint fyrir framan annan slíkan stað á fjöl- fömu homi í miðborg Reykjavíkur. Skemmst er frá því að segja að við unum hér sæl og glöð, njótum mið- bæjarlífsins og vildum ekki fyrir nokkurn mun að staðurinn færi undir þá fallöxi sem nú vofir yfir Club Clinton og öðmm nektarbúll- um borgarinnar. Ymsir hagsmunir era þar í húfi og tel ég rétt að geta um fáeina þeirra. Olíkt því sem þeir Gijóta- þorpsbúar tala um að nektarstað- urinn Club Clinton muni rýra verð- gildi húsa þeirra getum við hjónin vitnað um að íbúðin okkar hefur þvert á móti snarhækkað í verði frá því að nektarstaðurinn opnaði. Fólk á öllum aldri laðast hingað í auknum mæli og vill hvergi annars Hrafnhiidur Hagalin Guðmundsdóttir úrual af fatnaðl fyrir alla atdurshópa FaxaTeni 8 m z staðar búa. Ef staðn- um yrði lokað myndi draga úr renneríinu upp og niður götuna og hverfið gæti fallið í gleymsku. A endanum myndi svo ekki sála vilja koma hingað, hvað þá búa hér, með ófyrirsjáanlega slæm- um afleiðingum fyrir okkur hjónin. Þá má og geta þess að tals- verð breyting hefur orðið á horninu frá því að staðurinn var opn- aður en þama var áð- ur venjuleg krá. Hún gat stundum verið nokkuð hávaðasöm þó að hún væri ágæt fyrir sitt leyti. En frá því að nektarlistdansstaðurinn opnaði berst varla svo mikið sem stuna eða hósti frá hominu. Tónlistin sem leikin er undir dansatriðunum er yfírleitt lágt stillt og berst ógjaman hingað upp, að minnsta kostí traflar það okkur aldrei enda við svo sem ekki mjög kvöldsvæf. Enn má nefna að ljósaskiltí það sem prýðir staðinn og götuna í leið- inni, er nú orðið hlutí af fremri stofunni okkar en rauður bjarminn af skiltínu kastast í sífellu inn á einn vegginn. Þessa skreytingu vildum við alls ekki missa enda dást allir að henni sem á heimili okkar koma. Ekki má heldur gleyma stúlkunum erlendu sem standa tíðum úti í dyragætt og pústa á milli dansatriða. Þetta era lögulegustu stúlkur, glaðlyndar og málglaðar og setja svip á homið svo manni getur næstum dottið í hug að litla Reykjavík sé dálítill út- hverfiskjami í erlendri stórborg. Þær birtast svona og hverfa í takt við ljósaskiltíð og margar hverjar era orðnar góðkunningjar íbúanna í næstu húsum - það væri mikill missir að þeim öllum og þeim in- dælu dyravörðum sem þama starfa. Að lokum má svo geta þess að bömin í hverfinu alast upp við eðlilegar nútíma aðstæður þar sem öllu ægir saman eins og gengur í öðrum borgum, þau era vel upplýst og hafa aldrei verið staðin að því að gægjast inn um glugga á nektar- staðnum. Að minnsta kosti höfum við hjónin aldrei orðið þess vör. Hins vegar er stutt fyrir fullorðna fólkið að skreppa yfir og þama höf- um við átt marga ánægjulega kvöldstund í hópi góðra vina. En þó að homið okkar hafi frem- ur róast en hitt þessi síðustu ár þá föram við auðvitað ekki varhluta af því frekar en Gijótaþorpsbúaar og aðrir miðbæjarbúar að vera í hringiðunni. Miðbænum fylgir óneitanlega ys og þys og skemmt- analífið í Reykjavík hefur á unda- fömum áram tekið kipp. Fregnir af fjöragu næturlífi í borginni hafa flogið víða og erlendir fréttamenn streyma hingað til lands tíl að Fegurðin kemur innan fró OpKk mán-ftn 10-18 Rt 10-19 Inu 10-18 Su 12-17 Laugavegi 4, sími 551 4473 Miðborgin Miðborg Reykjavíkur er ekki lengur svefn- bær með mannlausum þöglum strætum, segir Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, held- ur borgarkjarni með fjölmörgum börum og kaffihúsum og skemmtistöðum. skrifa um það greinar í útlend blöð og tímarit. Miðborg Reykjavíkur er ekki lengur svefnbær með mannlausum þöglum strætum heldur borgarkjarni með fjölmörg- um börum og kaffihúsum og skemmtistöðum. Breidd þeirra og fjölbreytni skapar borginni litríkan svip sem vekur athygli og gefur borgarbúum og öðram sem hingað sækja ótal valmöguleika til ólíkra skemmtana. Hins vegar er Reykja- vík ekki eingöngu borg skemmt- analífs. Hún er líka hin friðsælasta og rólegasta borg. Alls staðar má finna svefnvæn hverfi langt frá skarkala miðbæjarlífsins og glaumsins gleði. Er hugsanlegt að miðbærinn sem undantekningar- laust er hávaðasamasta svæði hverrar borgar sé kannski ekki heppilegasta staðsetningin fyrir fjölskyldufólk sem um fram allt þráir þögn og frið um nætur? Við sem í miðbænum búum hljótum alltaf með reglulegu millibili að þurfa að spyrja okkur þessarar spumingar. Ég vona að borgaryfir- völd fari hægt í þær sakir að leggja boð og bönn á leikhús, nektardans- staði og aðra skemmtistaði borgar- innar sem dregið gætu úr líftnu í miðbænum og fjörmiklum vexti hans. Höfundur er leikskáld. ICEPRO - nefnd um rafræn við- skipti í tíu ár A ÞESSU ári era liðin tíu ár frá því ICEPRO, nefnd um rafræn viðskipti, var sett á laggimar, m.a. að tilstuðlan iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- isins og helstu sam- taka atvinnulífsins. Frá upphafi hefur nefndin verið til húsa hjá Verslunarráði Is- lands og notið góðs af samskiptum sínum við ráðið. Mikilvægi raf- rænna viðskipta hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og víst er að miklar framfarir eru framundan. Bylting er að eiga sér stað á sviði fjarskiptatækninnar og sífellt era fleiri möguleikar á sviði gagnaflutnings að koma til sögunnar. ICEPRO gegnir mikil- vægu hlutverki á þessu sviði sem sameiginlegur vettvangur þeirra er láta sig rafræn viðskipti ein- hverju varða. Ljóst er að verkefni á vegum nefndarinnar munu vera margvísleg á næstu misseram og tengjast samskiptum atvinnulífs og hins opinbera, verslun og vöra- dreifingu, tollamálum, heilbrigðis- málum og fleiru. Hlutverk nefndarinnar hefur ávallt verið að vinna að einföldun og samræmingu í viðskiptum, með megináherslu á hvernig beita megi rafrænum eða pappírslaus- um samskiptum milli viðskiptaað- ila, jafnt opinberra sem einkaað- ila. Þá hefur og frá upphafi verið lögð rík áhersla á að tryggja sam- ræmingu við alþjóðlegar verklags- reglur og notkun viðurkenndra al- þjóðlegra staðla, svo sem EDI- staðalsins (Eleetronic Data Interchange), í samræmi við hags- muni íslensks atvinnulífs. Megin- verkefni nefndarinnar hefur því lotið að útbreiðslu EDI-staðalsins hér á landi. Notkun staðalsins er mjög útbreidd í verslun og vöru- dreifingu og einnig á sviði inn- og útflutn- ings, en rafræna toll- skýrslan byggir t.a.m. á ÉDI-staðlinum. Til að sinna þessu hlutverki hefur nefndin beitt sér með margvíslegum hætti, staðið fyrir ýmiss konar kynningarstaf- semi, útgáfu frétta- blaðs, bæklinga, handbókar og með funda- og ráðstefnu- haldi. Nefndin hefur Jakob Falur launaðan starfsmann Garðarsson er sér um rekstur nefndarinnar, en einnig era, auk fimm manna fram- kvæmdastjórnar, starfandi vinnu- hópar sem starfa að hinum ýmsu Viðskipti Hlutverk ICEPRO- nefndarinnar hefur ávallt verið að vinna að einfóldun og samræm- ingu í viðskiptum, segir Jakob Falur Garðars- son, með megináherslu á hvemig beita megi rafrænum eða pappírs- lausum samskiptum milli viðskiptaaðila. þáttum er varða markmið nefnd- arinnar. Þannig hefur í gegnum tíðina mikill fjöldi einstaklinga tekið þátt í þessu starfi með bein- um og óbeinum hætti og stuðlað að framgangi þessa málefnis. Alþingiskosning- arnar 8. maí snerast fyrst og fremst um kvótakerfið. Allir flokkar höfðu lýst sig samþykka breytingu þess. Andlegur sigur- vegari þessara kosn- inga var Guðjón A. Kristjánsson, gamal- gróinn skipstjóri, annnáluð aflakló og forgöngumaður í hagsmunabaráttu sjó- manna. Yfirburðasig- ur hans bjargaði Frjálslynda flokknum og veitti jafnframt formanni hans, Sverri Hermannssyni, sæti á Alþingi. Frábær grein GAK í Mbl. 13. júlí, bls.40, sýnir og sannar að hann og Frjálslyndi flokkurinn eiga mikið og nauðsynlegt erindi á Alþingi. Greinin er skrifuð af miklum kunnugleika á aðstæðum við tog- araútgerð á Vestfjörðum og gefn- ar upp tölulega réttar upplýsingar um hvemig kvótakerfið hefir bitn- að á togaraútgerð þar og áhrif þess á byggðirnar þar. Við upphaf kvótakerfisins 1984 var alls út- hlutað 15.164 tonnum af botnfiski til 12 togara á Vestfjörðum, en frystitogararnir Júlíus Geir- mundsson á ísafirði og Hólmadrangur a ekki Hólmavík eru með í yfirlitinu. Seldir togarakvótar Árið 1989 er síðasta árið áður en framsal á kvótum er gefið frjálst, en þá era enn allir sömu 12 togar- arnir í útgerð fyrir vestan, og fá þá út- hlutað 18.295 tonnum. Þá kemur örlagaárið 1990, þegar Alþingi Dnundur ákveður að allir kvót- Ásgeirsson ar séu gerðir fram- seljanlegir til hæst- bjóðenda og ekki bundnir við skip. Ahrifin láta ekki á sér standa, því að árið 1998 era aðeins fjórir þess- arra togara enn gerðir út vestra með alls 6.745 tonna úthlutuðum kvóta (þar af Páll Pálsson með 3.280 tonn). Sama ár er þessum sömu 12 skipum úthlutað 29.699 tonnum og eru þá brottseldir kvót- ar, sem úthlutað er á nöfn þessara sömu skipa alls 22.954 tonn. Hér skiptir ekki máli að á sama tíma hafa verið keypt tíl Vestfjarða 4 ný skip með samtals 6.109 tonna út- hlutuðum kvótum, því að þessir kvótar hafa verið kejrptir til þess- Vestfirðir Meðan á þessu aðgerð- arleysi stendur, segir Onundur Asgeirsson, flytja menn burtu úr öllum fiskiþorpum á Vestfjörðum. arra nýju skipa. (Innan sviga er rétt að geta þess, að eitt þessara skipa, Sléttanesið, áður á Þingeyri, hefir nú verið selt til Reykjavíkur með 1.888 tonna úthlutuðum kvóta). Verðmæti seldra kvóta Verðmæti þorskkvóta er nú 120 kr/kg, sem er óvenjulega hátt verð nú. Blóðtakan vegna seldra kvóta frá Vestfjörðum á þessu ári er 22.954 tonn og miðað við þetta kvótaverð nemur því verðmæti hans kr. 2.754.448.000, en ef miðað væri við 100 kr/kg verður upphæð- in kr. 2.295.400.000, eða 2,75 til 2,3 milljarðar króna, en jafnframt er þetta sú fjárhæð, sem kaupendur þessara kvóta frá Vestfjörðum Kvótakerfíð er vitleysa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.