Morgunblaðið - 21.07.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 21.07.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 37#- ÓLÍNA HELGA FRIÐRIKSDÓTTIR + Ólína Helga Friðriksdóttir var fædd á Kross- eyri við Arnarfjörð 5. ágúst 1920. Hún lést á Líknardeild- inni í Kópavogi 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar, Friðrik Sveinsson, bóndi á Krosseyri við Arnarfjörð, f. 16.10. 1860, d. 16.11. 1942, móðir Margrét Jónsdóttir, f. 1.7. 1879 á Mýr- um í Mýrarhreppi V-ísafjarðarsýslu, d. 24.12. 1943. Maki, Bjarni Jón Sölva- son, f. 2.9. 1911 á Lónseyri í Auðkúluhreppi, d. 30.9. 1942, drukknaði í Arnarfirði; þau giftust 1939. Börn þeirra: 1) Pálína Margrét, f. 10.9. 1940 á Bíldudal, verslunarmaður í Reykjavík, maki Guðmundur Pétursson, f. 23.5. 1935 á Siglu- firði, skipstjóri, Reykjavík, gift 31.12. 1961, þau eiga fjögur börn. 2) Bjarni Jón Matthías, f. 7.8. 1942 á Bfldudal, sjómaður og verkamaður í Hveragerði, maki Þórdís Jónsdóttir, f. 30. Tengdamóðir mín Ólína Helga Friðriksdóttir „Lína“ er látinn tæp- lega 79 ára að aldri. Okkar kynni hófust fyrir 37 árum eða þegar ég kynntist syni þeirra Páls, Sölva Steinberg, sumarið 1962 og við gift- um okkur 19. okt. 1963. Hún var ekki fljóttekin í samskiptum við fólk og það átti einnig við um mig. En við nánari kynni myndaðist milli okkar órjúfanlegt traust, gagnkvæm virðing og kærleikur. ðlína var ákaflega greind og fróð- leiksfús kona, traustur vinur allra sem hún tengdist á annað borð, gat verið hvöss, ef hún var áreitt, en sérstaklega orðheppin, létt og hlát- urmild, en um leið feimin og hlé- dræg. Hjónaband tengdaforeldra minna var einstaklega gott og mikil vinátta, virðing og kærleikur ríkti milli þeirra. Eg man aldrei eftir að hafa, í öll þessi ár, heyrt þau rífast, heldur stóðu þau saman eins og einn maður í öllu. Ólína missti fyrri mann sinn Bjarna Jón Sölvason frá 2 litlum bömum, Pálínu þá 2ja ára og Bjai-na rúmlega mánaðar gömlum, en Bjarni Jón drukknaði við annan mann á Arnarfirði 30. sept. 1942. Móðir Ólínu lést rúmlega ári síðar á aðfangadag jóla, en faðir hennar Eriðrik lést 16. nóvember 1942, þannig að þetta hefur verið Ólínu mjög erflður tími, þótt hún talaði aldrei um hann. Páll tengdafaðir minn (og bróðir Bjarna Jóns) og Ólína settu saman bú með börnum Ólínu, sem Páll gekk í föðurstað og leit alla tíð á þau sem sín eigin. 1944 fæddist Sölvi Steinberg og síðan Hafdís 1953 en Páll og Ólína giftu sig um leið og Pálína elsta dóttir þeirra giftist Guðmundi Pétursyni frá Siglufirði, 31. des. 1961. Palli og Lína litu alltaf á sambúð sína sem hjónaband þó þau staðfestu það ekki fyrr en á gamlársdag ‘61. Þau bjuggu á Bfldudal til ársins 1962 enda bæði innfæddir Arnfirðingar. Síðan fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu fyrst í Skipasundi 88, síðan í Gautlandi 21 og síðast á Sléttuvegi 13. Ólína átti einn albróður, Gísla Eriðriksson, látinn, og svo hálf- systkin beggja vegna frá foreldr- um, Friðrik og Margréti. Ólína á aðeins eitt hálfsystkin eftir á lífi, Agústu Guðmundsdóttir, sem verð- ur 90 ára í ágúst n.k., en ég og Agústa erum bræðraböm. Eins og fyrr segir þá var Ólína mjög gi’eind kona og langaði alltaf að læra meira, hálfbróðir hennar Arni Friðriksson, fiskifræðingur, bauð henni til náms til sín og konu sinnar í Danmörku, en bæði var það feimni og óframfærni sem öftr- uðu því að hún færi, en hún sá eftir júní 1945 í Grund- arfirði, verslunar- maður í Hvera- gerði, gift 31. des. 1969, þau eiga fimm börn. Seinni maki Ólínu er Páll Sölvason, f. 1.6. 1917 á Laugarbóli, Auðkúluhreppi, V- Isaljarðarsýslu, sjó- maður, giftust 31. des. 1961. Börn þeirra: 1) Sölvi Steinberg, f. 19.7. 1944 á Bfldudal, skipstjóri á Þing- eyri, maki Ragnheiður Ólafs- dóttir, f. 8.10. 1942 á Bíldudal, framkvæmdastjóri, gift 19. okt. 1963, þau eiga Qögur börn. 2) Hafdís Pálsdóttir, f. 22.7. 1953 á Bfldudal, verslunarmaður, maki Óli Már Eyjólfsson, vél- stjóri, f. 11.10. 1950 í Reykja- vík, gift 4. maí 1974, þau eiga tvöbörn. Ólína Helga Friðriksdóttir starfaði lengst af við húsmóður- og fískvinnslustörf. títför Ólínu Helgu fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. því alla tíð. Sámaði henni mjög að henni sem þá eina eftirlifandi nána ættingja hans skyldi ekki hafa verið boðið til skírnar skipa, sem nefnd hafa verið eftir hálfbróður hennar, „Ai'ni Friðriksson“. Ólína var barn síns tíma, mjög stolt kona og sýndi ekki auðveldlega tilfinningar sínar eða sársauka, hvorki í veikindum eða öðra. Þegar hún veiktist alvar- lega sl. haust, þá sagði hún til dauðadags að ekkert væri að sér nema sjónin, en hún var svo til orð- in blind, á sama tíma veiktist Guð- mundur maður Pálínu einnig alvar- lega. Tengdaforeldrar mínir höfðu jafnvel meiri áhyggjur af honum og fjölskyldu þeirra heldur en af Línu. En tengdapabbi hefur staðið eins og klettur við hlið þeirra allra og eram við mjög stolt af honum. Við þökkum af alhug starfsfólki og læknum krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir þá þjónustu og hjálp í mjög erfiðri meðferð sem Olína gekk í gegnum. En sérstak- lega þökkum við lækni og starfs- fólki Líknardeildararinnar í Kópa- vogi, þar sem hún dvaldist síðustu daga sína, fyrir frábæra umönnun, kærleika, skilning á mannlegri reisn og virðingu, ekki bara gagn- vart henni, heldur ekki síður tengdabba og okkur öllum aðstand- endum. Ég þakka Oddfellowregl- unni fyrir það framtak að byggja þessa deild og er stolt af því að vera sjálf Oddfellow. Tengdaforeldrar mínir vora ákaflega stolt af öllum börnum sínum, tengdabörnum, barnabörnum og fjölskyldum þeirra. Enda held ég að óhætt sé að segja að þau hafi búið við einstakt barnalán, það er ekki sjálfgefið. Þótt þau hafi bæði unnið hörðum höndum alla sína ævi, hann við sjó- sókn sem mikill gæfumaður og þau bæði við úrvinnslu sjávarfangs, þá þrátt fyrir ýmsan ástvinamissi héldu þau alltaf sinni reisn og gleði. Þau ferðuðust mikið sl. 17 ár er- lendis og hérlendis og eignuðust marga trausta ferðafélaga og vini í gegnum tíðina. Það hafði verið draumur Ólínu og Páls um langt skeið að bjóða okkur, börnum og tengdabörnum, í fjölskylduferð til Kanarí nú um páskanna. Þótt Ólína, Páll, Guðmundur og Pálína kæmust ekki með í fjölskylduferð- ina vegna alvarlegra veikinda Ólínu og Guðmundar reyndum við hin að njóta samvistanna eins vel hægt var með allan hugann heima hjá þeim sem komust ekki. Fyrir þetta allt þökkum við af alhug. Mér sýndu þau Páll allan sinn kærleik í 20 ára veikindum mínum þar sem ég frá 23 ára aldri stóð frammi fyrir því að lenda í hjólastól það sem eft- ir væri, en svo er ekki, þau heim- sóttu mig á spítala og endurhæfing- arstofnanii- eða hringdu daglega og spurðu um líðan mína og hjálpuðu okkur Sölva með börnin okkar eins og þau framast gátu, og í raun alltaf í gegnum árin og fylgdust vel með sjómennsku og skipstjórn Sölva sem tók fyrst við skipi aðeins 23 ára gamall og vora mjög stolt af honum sem fiskimanni og stjórn- anda. Ég kveð elskulega tengdamóður mína með virðingu og þökk fyrir allan hennar kærleika og ég trúi því eins og hún, að líf sé eftir dauð- an. Hittumst aftur heilar, Lína mín. Þín tengdadóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Þingeyri. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku amma okkar, takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Guð blessi þig og minningu þína. Far þú í friði. Páll og Helga Dröfn. Hver ævi og saga, hvert aldabil Fer eina samleið, sem hrapandi straumur Eilífðin sjálf hún er alein til Vor eiginn tími er villa og draumur. (E.Ben.) Drungalegur júlídagur, regnið streymir úr loftinu, ég stend við gluggann minn og horfi út, en það er svo lágskýjað að ég sé rétt í háls- inn handan við Fossvogsdalinn. Síminn hringir, mér er tjáð að Ólína nágranni minn í næstu íbúð sé látin. Að vísu kom andlát hennar engum að óvörum sem til þekktu, hún hafði háð baráttu við ólækn- andi sjúkdóm síðustu mánuðina, sjúkdóm sem vísindin og mannleg- ur máttur fengu ekki ráðið við. En ofar skýjum skín fögur eygló sem tekur anda og sál þessarar heiðurs- konu í faðminn og leysir hana úr fjötram sjúkdóms og dauða. Ég hef oft sagt í gamni og alvöra að ég eigi fjórar jafnöldrur í þessu húsi og mér sé það hin mesta ánægja. Nú er sú fyrsta horfin okkur sjónum, en hver verður næstur veit enginn sem betur fer. Lífið er eins og lok- uð bók, sem telur þó tímann þar til lokastundin rennur upp. Ólína og eiginmaður hennar, Páll Sölvason, hafa búið í næstu íbúð við mig, og liggja íbúðir okkar að nokkra leyti saman. Oft hefi ég þegið veitingar hjá þessum góðu hjónum, kaffisopa hjá konunni og ekki skemmdi þegar Páll tók fram bogadreginn silfurpelann sinn og renndi eðalvíni í falleg staup svo við gætum skálað með kaffinu. Þau vora gestrisin og höfðingjar í eðli sínu sem sýndi sig best þegar hann varð áttræður fyrir tveimur áram. Þá buðu þau okkur öllum sem bú- um í húsinu í stórveislu sem þau héldu hér í Þjónustuselinu. Þau voru ákaflega samrýnd og sáust sjaldan hvort í sínu lagi, heldur hvort með öðra, og þegar talað var um annað var oftast átt við þau bæði. Mér er ljóst að Páll hefur mikið misst, en ég vona að minning- in um traustan lífsföranaut verði honum leiðarljós þegar hann þarf einn að ganga grýtta götu og ótroð- inn veg. I sjö ár hafa leiðir okkar legið saman hér í húsinu. Á þessu tímabili fóru þau hjónin oft til út- landa og þá í sólarlandaferðir og helst á hverju ári, stundum tvisvar, og nutu þess vel. Á þessu ári ætl- uðu þau í ferð með ættingjum og vinum, en veikindi Ólínu komu í veg fyrir það. Síðasta ferðin hennar var langferðin á lokadaginn mikla. Við ræddum oft um ferðalög og fleira, og vorum sammála um að njóta þess besta sem lífið býður upp á meðan heilsan entist. Ólína tók virkan þátt í að spila fé- lagsvist hér í Selinu. Hún kunni vel á spilum að halda og þótti mér gaman að spila á móti henni þegar við lentum saman við spilaborðið. Hún var góður mótspilari en skæð- ur andstæðingur. Hún bjó yfir metnaði og var ekki sama um hvernig á spilunum var haldið. Brosti blítt þegar vel gekk en sagði fátt þegar henni fannst illa spilað. Af heilum hug þakka ég Ólínu fyrir traust og góð kynni. Hún var ein af niðjum okkar þjóðfélags sem þurftu á öllu að halda til að brauð- fæða sig og sína. Hetjur hversdags- lífsins hafa ætíð lagt hornstein að þeirri velmegun sem við búum við í dag. Fyrir hönd húsfélagsins að Sléttuvegi 11-13 þakka ég Ólínu traust og góð kynni, hún var sterk- ur hlekkur í samtökum okkar. Fé- lagslynd var hún, kát og glöð, og hún sótti ásamt manni sínum allar gleðistundir sem við áttum saman ef hægt var að koma því við. Hún kom ætíð fram til góðs, kunni að slá á létta strengi og draga úr ágrein- ingi ef um var að ræða. Við söknum hennar en eigum um hana góðar minningar sem ekki fyrnast. Eigin- manni hennar og öllum ættingjum sendum við samúðarkveðjur og biðjum algóðan guð að hugga þau og styrkja í þungri raun. Blessuð sé minning hennai’. Jakob Þorsteinsson. Elsku amma mín hefur nú fengið hvfldina eftir erfið veikindi sl. mán- uði. Alltaf var gott að koma til ömmu og afa, þau áttu fallegt heimili og þar var hlýlega tekið á móti okkur, mér, Ásgeiri og börnum okkar. Ömmu og afa var ákaflega annt um barnabarnabörnin sín. Ég átti marga góða daga með ömmu og afa. Fyrstu árin mín hitt- umst við ekki mjög oft vegna fjær- lægðarinnar, því ég bjó á Tálkna- firði til tíu ára aldurs. En þegar ég kom tfl Reykjavíkur í heimsókn með foreldram mínum og systkin- um, fékk ég oft að vera marga daga í senn, í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa. Mér leið alltaf vel í návist þeirra og fannst gaman að fá að sýsla ein með ömmu, alltaf fundum við okkur eitthvað að gera. Ef amma var eitthvað upptekin mátti ég dunda mér við snyrtiborðið hennar og prófa allt skartið hennar, eða leika mér með sflfurtesettið eða skoða blöðin um Lísu í Undralandi sem hún hafði fengið lánuð fyrir mig hjá stelpunni á efri hæðinni. Best af öllu var þó að fá að skríða uppí „ömmu og afa holu“ að loknum góðum degi. Þegar svo amma og afi komu vestur leiddi ég ömmu stolt um þorpið og sýndi henni alla „dýrðina". Ég hef alltaf haft góð tengsl við ömmu og afa. Þegar ég var tæplega 18 ára fór ég með þeim til Spánar í þrjár vikur, varla var hægt að hugsa sér hressari og betri ferðafé- laga. í þessari ferð varð mér enri# betur ljóst hversu samrýnd þau vora og nutu þess að vera saman. Eftir að amma og afi hættu að vinna eyddu þau öllum stundum saman. Þau höfðu verið fyrir- hyggjusöm og lagt fyrir til efri ár- anna, þannig gátu þau leyft sér að fara oft til útlanda, sem var þeirra helsta áhugamál. Einnig fluttu þau snemma á Sléttuveginn þar sem þau fengu þjónustu fyrir eldri borg- ara. Þau nutu lífsins, fóra í göngu- ferðir, dans, sund, spflavist, ferða- lög ofl. Amma var dugleg kona og í veikindum sínum kvartaði hún*^ aldrei. Hún var mjög hress og kát við sína nánustu og alltaf stutt í kímnina. Elsku afi, þú hefur staðið þig eins og hetja í þessari raun, við söknum öll ömmu, en þinn missir er þó mestur, megi algóður Guð styrkja þig í sorg þinni. Elsku amma mín, hjartans þakkir fyru allar samverustundirnar. Þín Ásthildur Helga. Hún langamma okkar var yndis- leg, við munum eftir því að þegar við komum í heimsókn til hennar og afa, þá fengum við krakkarnir alltaf%» ís en mamma og pabbi kaffi, klein- ur og kóngabrauð. í öllum veislum og á fjölskyldumótum var amma alltaf svo hress og kát. Hún mundi alltaf eftir öllum afmælum barna- barnanna sinna. Við munum sakna hennar og aldrei gleyma henni ömmu okkar. Sölvi Páll, Fríða og Heiður. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. LEGSTEINAR f Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blá&rýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1 sími 5871960, fax 5871986 Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæSinu. Þarstarfa nú 15 manns viS útfararþjónustu og kistuframleiSslu. Alúlleg þjónusta sem byggir ó langri reynsiu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. VesturhlíS 2-Fossvogi-Sími 551 1266

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.