Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 14
t
14 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
h
FRETTIR
Jean Michel Cousteau, forseti Ocean Futures-samtakanna, sem urðu til við sameiningu
samtaka samnefndum lionum og Free Willy Keiko Foundation fyrr á þessu ári
FRANSKI vísindamaðurinn Jean
Michel Cousteau, forseti Ocean
Futures samtakanna, sem urðu til
við sameiningu samtaka samnefnd-
um honum og Free Willy Keiko
Foundation fyrr á þessu ári, var
hér á landi fyrir skömmu og dvaldi
meðal annars í Vestmannaeyjum,
þar sem hann fylgdist með háhyrn-
ingnum Keiko og ræddi við um-
sjónarmenn hans.
Aðspurður um Keiko sagði hann
að aðlögun Keiko að aðstæðum í
hafmu hér við land hefði gengið
mjög vel. Hvalurinn væri við góða
heilsu og tæki framförum. Þróunin
gengi hægt fyrir sig, en það miðaði
hægt og örugglega í rétta átt.
Hvalurinn hefði nú verið hér í ell-
efu mánuði. Veturinn hefði verið
mjög erfiður og reynt mikið á bún-
aðinn, en allt hefði gengið að ósk-
um. Nú væri tímabært að taka að
undirbúa næstu skref í því að gera
hvalinn sjálfstæðari og í stakk bú-
inn til þess að lifa villtur aftur.
Meðal þess sem gert yrði væri að
styrkja búnaðinn fyrir veturinn,
auk þess sem í undirbúningi væri
að setja niður net sem myndi loka
víkinni sem kví Keiko væri í. Eftir
það yrði hægt að hleypa Keiko úr
kvínni. Þar með hefði hvalurinn
miklu stærra svæði til þess að
synda um og kanna. Aðgerðir í
þessu sambandi hæfust á næstu
vikum og hugsanlega yrði hægt að
hleypa Keiko út í víkina síðar í
haust, en annars yrði það gert
næsta vor.
Leyft að fara frjálsum
ferða sinna
Cousteau sagði að næsta skref
eftir þetta væri að leyfa Keiko að
fara frjálsum ferða sinna út á rúm-
sjó. Þáttur í undirbúningi þess
væri að kanna hafið í kringum Eyj-
arnar. Þeir hefðu til dæmis séð
vöðu 50-75 háhyrninga á ferð um-
hverfis Eyjarnar nú og spuming
væri hvort þetta væru heimaslóðir
þessara háhyminga eða hvort þeir
hefðu einungis verið á ferð þarna
um. Vísindamenn væru að rann-
saka ákveðna þætti í þessum efn-
um, auk þess sem unnið væri að
gerð tækis sem fest yrði á Keiko og
gerði það að verkum að hægt yrði
að fylgjast með honum úti á rúmsjó
og aðstoða hann ef þörf væri á. „I
öllu þessu verki erum við ekki að-
eins að fræðast um Keiko heldur
hvali almennt og þá kannski há-
hyrninga sérstaklega. Við vitum
ekki mikið. Lítið er til dæmis vitað
Sjálfbær nýting auð-
linda hafsins lykilatriði
Sjálfbær nýting auðlinda hafsins er lykil-
atriði í mótun framtíðarinnar að mati forseta
Ocean Futures-stofnunarinnar, Jean Michel
Cousteau. Hann segir að skammtímasjónarmið
ráði ferðinni í stjórnmálum og viðskiptum.
Þess vegna séu samtök eins og þau sem hann
er í forsæti fyrir nauðsynleg til að tryggja
að hagsmunir afkomenda okkar séu ekki
fyrir borð bornir.
Jean Michel
Cousteau
Morgunblaðið/Kristinn
KOMI net fyrir víkina þar sem kví Keiko er staðsett fær hann meira svæði tii að leika listir sínar.
r ~ít : 'rr?!Ti
, “• ' " r : ■ : — ffc5*
um fjölda háhyrninga í Norður-
Atlantshafinu og hegðan þeirra,"
segir Cousteau.
Verkefni á fímm sviðum
Aðspurður um stofnun samtak-
anna Ocean Futures Society og
markmið þeirra segir Cousteau að
samtökin hafi verið sett á laggirnar
tU þess að gera starfið árangurs-
ríkara og spara útgjöld. Verkefni
samtakanna væru einkum á fimm
sviðum. í fyrsta lagi beindist starf
samtakanna að sjávarspendýrum.
Þeir vildu auka skUning á umhverfi
og lífsskilyrðum sjávarspendýra
vegna þess að þau væru mjög góð-
ur mælikvarði á ástand sjávar.
Annað sviðið sem samtökin ein-
beittu sér einnig að væru gæði
vatnsins. Þar væri ekki eingönu um
saltvatn að ræða heldur einnig
ferskt vatn. Sem dæmi tók hann að
ungur hefði hann getað fengið sér
vatn nánast hvar sem var án þess að
það kostaði nokkuð, en nú þyrfti fólk
að kaupa drykkjarvatn. Það væri að
hans mati merki um það hve alvar-
legt ástandið væri orðið, þó lítið
væri gert tU þess að bæta úr.
Umboðsmaður Alþingis telur að greiða hefði átt vexti vegna ofgreiddra skatta
Vextir veg’iia síðustu
fíögurra ára greiddir
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að
útreikningar vegna vaxta af ofgreiddum skött-
um allt frá árinu 1995 verði yfírfamir og þeir
sem eigi inneignir vegna þessa fái þær greiddar
[ eða þeim verði skuldajafnað.
f Ákvörðunin er tekin í íramhaldi af áliti Um-
boðsmanns Alþingis þess efnis að þrátt fyrir
l skýr lagaákvæði um skyldu innheimtumanna
ríkisins til að hafa frumkvæði að greiðslu vaxta
við endurgreiðslu ofgreiddra skatta hafi orðið
misbrestur á framkvæmd þess. Ekki er vitað
hvað endurskoðunin nær tU margra aðila né
hvaða upphæðir greiða þurfi af þessum sökum.
Jafnframt hefur fjármálaráðuneytið í kjölfar
álitsins ákveðið að breyta reglum um útreikning
vaxta og dráttarvaxta af ofgreiddum sköttum og
beint þeim tilmælum til Ríkisbókhalds að það
breyti verklagsreglum íyrir innheimtumenn rfk-
isins um útborgarnir inneigna úr tekjubókhalds-
kerfi ríkisins til samræmis við þá ákvörðun, að
því er fram kemur í fréttatilkynningu umboðs-
manns af þessu tilefni.
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, sagði í
samtali við Morgunblaðið að ráðuneytið væri
með þessu búið að bregðast við tilmælum um-
boðsmanns og hefði gert allar þær ráðstafanir
sem það teldi nauðsynlegar til þess að fylgja eft-
ir því sem umboðsmaður teldi hafa misfarist.
Ákveðið vinnulag hefði verið í gildi sem umboðs-
maður teldi vissa meinbugi á og nú væri búið að
leysa málið. „Það er hlutverk umboðsmanns að
fylgjast með svona löguðu og ef hér hefur verið
misbrestur lögum við það,“ sagði Geir.
Óvíst um fjölda
gjaldenda
Geir sagði að það væri engin leið að átta sig á
um hve marga aðila væri að ræða sem ættu rétt
á greiðslu vaxta né hvaða upphæðir væru þarna
á ferðinni. Miðað væri við fjögur ár vegna þess
að það væri hinn almenni fyrningarfrestur. Líka
hefði komið til greina að miða við árið 1996, þar
sem lögin hefðu tekið gildi þá, en þeir hefðu
ákveðið að miða við fyrningarfrestinn.
í niðurlagi álits umboðsmanns um þetta efni
segir meðal annars:
„Innheimtumönnum ríkissjóðs ber að endur-
greiða ofgreidda skatta sem lagðir eru á sam-
kvæmt lögum nr. 75/1981, ásamt vöxtum að eig-
in frumkvæði, en samkvæmt fyrirliggjandi upp-
lýsingum í þessu máli hafa innheimtumenn rík-
issjóðs ekki gert það. Skýringar fjármálaráðu-
neytisins á þessu eru að tölvukerfi ríkisins hafi
ekki ráðið við að reikna sjálfvirkt inneignarvexti
vegna endurákvörðunar skatta. Af þeim sökum
hafi orðið að framkvæma þennan útreikning
handvirkt, en slíkir útreikningar séu flóknir og
tímafrekir, en innheimtumenn ríkissjóðs hafi
ekki haft fyrir að ráða starfsfólk til að annast
útreikninga af þessum toga. Þessar skýringar
fjármálaráðuneytisins fela ekki í sér lögmætar
ástæður til þess að innheimtumönnum ríkis-
sjóðs hafi verið heimilt að halda að sér höndum
við framkvæmd lagaákvæða um greiðslu vaxta
af ofgreiddum skatti.“
Cousteau sagði að í þriðja lagi
einbeittu samtökin sér að varð-
veislu strandsvæða og grunnsævis
og lífríkisins þar, en það værf í
hættu meðal annars vegna allra
þeirra eiturefna sem dembt væri
linnulaust í hafið. Lífríkið á grunn-
sævinu og við strendur væri mjög
fjölbreytt og það væri gríðarlega
mikilvægt lífkeðjunni í hafinu, auk
þess sem óteljandi fjöldi fugla
dveldi þar um lengri og skemmri
tíma.
Hann sagði að í fjórða lagi berð-
ust samtökin fyrir verndun og
varðveislu kóralrifa heimsins. Nú
þegar hefðu 12% kóralrifa í hita-
beltinu verið eyðilögð og sú tala
gæti verið komin upp undir 20%
nú, því þau hefðu orðið fyrir mikl-
um skaða á síðustu tveimur til
þremur árum, en lífríkið væn
hvergi fjölbreyttara en í kóralrif-
unum.
í fimmta lagi einbeittu samtökin
sér að fiskveiðum og fiskirækt. Það
væri enginn sem hefði yfirumsjón
með nýtingu fiskveiðiauðlindarinn-
ar og það leiddi til misnotkunar og
skapaði hættu á ofveiði. Draumur-
inn væri að hægt yrði að stjórna
fiskveiðum í heiminum öllum með
samræmdum hætti á skynsamleg-
an hátt. Veiðarnar yrði að stunda
með sjálfbærum hætti annað geti
bara leitt til eyðileggingar. Sama
gildi um nýtingu hvalastofna að
leggja beri til grundvallar sjálf-
bæra nýtingu stofnanna.
Cousteau bætti því við að í ver-
öld viðskipta og stjórnmála hugs-
uðu menn hlutina einungis til
skamms tíma. Hann væri ekki að
ásaka neinn fyi-ir það heldur lægi
þetta einfaldlega í eðli stjórnmála
og viðskipta að glíma við það sem
væri nærtækast, ekki það sein
gerðist til dæmis eftir tuttugu ár.
Þess vegna væru til samtök eins og
þau sem hann væri í forsæti fyrir,
samtök sem vildu varðveita fram-
tíðina og skila til barna okkar ekki
verri heimi en þeim sem við lifum í
og helst betri. „Við eigum hlutverki
að gegna og það er að verja hags-
muni fólks, bæði þeirra sem ófædd-
ir eru og eins þeirra sem ekki hafa
möguleikann á að láta vilja sinn í
ljósi í lýðræðislegum kosningum.
Eg hef mikla trú á ungu fólki í dag,
því það er mjög meðvitað. Ég vil að
það geri sér ljóst að það hefur
tækifæri til þess að hafa áhrif og
þó margt hafi verið gert eru verk-
efnin óþrjótandi framundan,“ sagði
Cousteau.
Fimmtíu ár
frá sam-
þykkt Genf-
arsamning-
anna
RAUÐI kross íslands minnist
þess með táknrænni athöfn í
dag að 50 ár eru liðin frá sam-
þykkt Genfarsamninganna.
Athöfnin fer fram klukkan
12.10 á Ingólfstorgi í Reykja-
vík og stendur yfir í um
fimmtán mínútur. Tveir hópar
verða myndaðir sem tákn um
þá hermenn og óbreytta borg-
ara sem hafa látið lífið af völd-
um átaka eftir að síðari
heimsstyrjöld lauk. Það eru
alls 40 milljónir manna, sem
þýðir að 84 menn láta lífíð að
jafnaði í stríði á hverri
klukkustund.
Samkvæmt upplýsingum
frá RKÍ mun fólki einnig gef-
inn kostur á að greiða atkvæði
gegn ofbeldi með því að setja
handafar sitt á léreftsdúk.
Það er liður í þriggja daga
átaki Rauða krossins „Gegn
ofbeldi".
'WKKHKBBBfP’