Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 *-------------------------- MINNINGAR t Okkar ástkæra ANNA ÓLAFSDÓTTIR frá Öxl, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 11. ágúst. Reimar Karlsson, Jóhannes Karlsson, Ingólfur Karlsson, Steinar Karlsson, Kristjana Karlsdóttir, Ólöf Karlsdóttir, Ólafur Karlsson, Kristlaug Karlsdóttir, Elín Karlsdóttir, Eiríkur Karlsson, Anna Karlsdóttir, Emilía Karlsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Sigurður Karl Karlsson, Galína Karlsson, Sigrún B. Jónsdóttir, Sigrún D. Jóhannsdóttir, Ester Halldórsdóttir, Guðmundur Einarsson, Vigfús Þór Jónsson, Þórhildur Richter, Anna Margrét Vésteinsdóttir, Einar Þór Þórsson, Ólafur Hjálmarsson, Þorvaldur Bjarnason, Ása Magnúsdóttir, Guðbjörg Baldvina Karlsdóttir, Egill Þór Magnússon, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS HELGA EINARSSONAR, Bláskógum 9, Reykjavík. Málfríður Erla Lorange, Ingibjörg Guðnadóttir, Jóhann Ingi Gunnarsson, Guðfinna Nanna Gunnarsdóttir, Steindór Gunnarsson, Erna Benediktsdóttir, Aðalheiður S. Gunnarsdóttir, Björn Erlingsson og barnabörn. 1 t Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför okkar kæru EMELÍU MARGRÉTAR GUÐLAUGSDÓTTUR frá Þverá. Þorlákur Húnfjörð, Vésteinn Bessi H. Guðlaugsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Einar Þorgeir H. Guðlaugsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Bergþóra Heiðrún Guðlaugsdóttir, Ketill Jónsson og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hjarðarholti 8, Akranesi. Sigurður Geirsson, Björgvin Sigurðsson, Helga Magnúsdóttir, Marta Sigurðardóttir, Tómas Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. / + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa, HRÓLFS JÓNSSONAR. Valgerður Hrólfsdóttir, Kristinn Eyjólfsson, Hrólfur Máni Kristinsson, Stefán Snær Krístinsson, Grétar Orri Kristinsson. HELGI BJARNASON + Helgi Bjarnason fæddist á Prest- hólum í Núpasveit 9. október 1925. Hann varð bráð- kvaddur á Húsavík 28. júlí siðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavík- urkirkju 6. ágiíst . Þegar ég var við leik með ungu afreksfólki á íþróttavellinum á Húsavík að morgni 28. júlí síðastliðinn bárust mér þær fregnir að fé- lagi Helgi Bjarnason hefði orðið bráðkvaddur í skúrnum hjá nafna sínum, Helga Héðinssyni, fyrir neð- an bakkann. Mig setti hljóðan, gat það verið að félagi Helgi væri virki- lega búinn að yfírgefa þennan heim, maðurinn sem sestur var í helgan stein eftir langa og farsæla starfsævi, maðurinn sem sett hefur svo sterkan svip á bæjarsamfélagið á Húsavík með útgeislun sinni, kímni, sögum og fróðleik um alla skapaða hluti? Raunveruleikinn blasti við, Helgi Bjarnason, fyrr- verandi formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, var látinn á 74. ald- ursári. Kynni mín af Helga Bjarnasyni hófust upp úr 1980 þegar ég hóf að sækja fundi í Verkalýðsfélagi Húsavíkur. I fyrstu virkaði Helgi á mig sem mjög hrjúfur persónuleiki sem hafði oft hátt á fundum. Fyrir ungan mann sem var að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og var jafnframt að sækja sína fyrstu fundi í félaginu virkaði þetta ekki hvetjandi í upphafi. Fljótlega fór maður að sjá í gegnum þennan svo- kallaða hrjúfa mann því hann reyndist sérlega ljúfur inni við beinið og bar hag félagsmanna og allra þeirra sem minna máttu sín fyrir brjósti. Sjálfur hafði hann alist upp í mikilli fátækt og hafði því aðra sýn á verkalýðsbaráttu heldur en þeir sem aldrei höfðu þurft að berjast við fátækt og þekktu þvi ekki þann veruleika sem fátækt er. Að mörgu leyti held ég að líkja megi Helga Bjarnasyni við Guðmund J. Guðmundsson, fyrr- verandi formann Dagsbrúnar. Báð- ir voru þeir farsælir leiðtogar, sprottnir upp úr grasrótinni og komust áfram á eigin ágæti. Helgi sat í stjórn félagsins frá ár- inu 1974 tU ársins 1991, þar af gegndi hann formennsku í félaginu frá árinu 1977. Enginn hefur setið eins lengi í stjórn Verkalýðsfélags Húsavíkur og Helgi Bjarnason frá Grafarbakka. Helgi Bjarnason er einn af þeim mönnum sem ég hef haft sem fyrir- mynd í verkalýðsmálum. Enda hef- ur hann allt frá fyrstu tíð stutt vel við bakið á mér og hvatt mig til dáða í þeim verkefnum sem ég hef tekið að mér fyrir verkafólk á Húsa- vík og á landsvísu. Mér er mjög minnisstætt þegar hann bað mig að bíða eftir sér að lokn- um félagsfundi sem haldinn var í Verka- lýðsfélagi Húsavíkur upp úr 1980. Hann sagði að það vantaði trúnaðarmann fyrir starfsmenn niðri í að- gerð (svo nefndist hús- næði Fiskiðjusamlags Húsavíkur þar sem aðgerð á físki, söltun og skreiðarverkun fór fram). Sagðist hann telja mig rétta manninn í það embætti. Eg væri ungur og þegar farinn að rífa kjaft á fundum sem væri góðs viti. Ég leit á þetta sem mikið hól og þar með hófust fyrstu afskipti mín af störfum fyrir Verka- . lýðsfélag Húsavíkur fyrir tilstuðlan Helga Bjarnasonar. Ekki leið á löngu þar til leiðir okkar lágu enn frekar saman því árið 1986 var ég kosinn í stjórn Verkalýðsfélags Húsavíkur og sat þar með Helga þar til hann lét af formennsku árið 1991. Sá tími sem mér auðnaðist að sitja í stjórn með Helga varð mér mjög lærdómsríkur og ógleyman- legur og hafði um margt mikil áhrif á sýn mína á verkalýðsbaráttu og á samfélagið í heild. Hann bar ætíð hag þeirra sem minna máttu sín fyrir brjósti, hann hafði mikla frá- sagnargáfu svo ekki sé talað um kímnina sem alltaf vai’ stutt í á fundunum. Það kom fyrir að Helgi væri stressaður í upphafi funda í fé- laginu, sérstaklega ef eitthvað stóð til í vinnunni, sérstaklega átti það við ef áburðarskip var væntanlegt. Fyrir þá sem ekki vita var Helgi verkstjóri hjá Kaupfélagi Þingey- inga til fjölda ára og sá m.a. um að taka á móti úr skipum áburði sem ætlaður var bændum. Helgi blés oft mikið, lyfti gleraugunum upp á enni og sagði að það væri gífurleg pressa framundan þvi það væri væntanlegt skip með áburði á næstu dögum. Við brostum því við vissum að Helgi ætti ekki í miklum erfiðleikum með að taka á móti ein- um áburðarfarmi. Þetta var bara hans stfll. Helga var alla tíð mjög annt um sitt félag og undir hans forystu varð Verkalýðsfélag Húsavíkur eitt af virtustu félögum innan Verka- mannasambands Islands. í for- mannstíð hans var félaginu fundinn samastaður á Garðarsbraut 26 á Húsavík þar sem Verkalýðsfélag Húsavíkur er til húsa í dag ásamt öðrum stéttarfélögum í Suður- Þingeyjarsýslu. + Eiginmaður minn, KARL ÁGÚST ÓLAFSSON, Réttarholti 5, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 14. ágúst kl. 16.00. Guðbjörg Svavarsdóttir og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu hlýhug og samúð við andlát og útför GUÐRÚNAR Ó. MELAX. Börn og tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Helgi lagði alltaf mikið upp úr því að félagið styddi vel við æsku- lýðs- og íþróttastarf á Húsavík og notaði hvert tækifæri sem gafst til að flytja tillögur um að félagið gæfi gjafir til þeirra mála, sérstaklega þegar félagið átti stórafmæli. Ekki síður lagði hann áherslu á að félag- ið gæfi gjafir til björgunar- og líkn- armála. I því sambandi voru Sjúkrahúsi Húsavíkur, Hvammi, heimili aldraðra, og Björgunar- sveitinni Garðari færðar veglegar gjafh’ við margvísleg tækifæri. Helgi vildi að Verkalýðsfélag Húsa- víkur væri áberandi í samfélaginu og það væri tekið eftir því sem fé- lagið væri að gera. Það stæði við hlið félagsmanna sinna og gerði allt sem það gæti til að bæta hag þeirra. Þeir sem þekktu Helga vissu að honum var mjög annt um að menn gleymdu ekki fortíðinni og þeim. sem mörkuðu sporin fyrir okkur hin sem á eftir komu. Helgi var því mikill hvatamaður að því að saga Verkalýðsfélags Húsavíkur var ski’áð. Eftir að Helgi hætti for- mennsku í Verkalýðsfélaginu tók hann því vel að sitja í ritnefnd sem sett var á laggirnar og starfaði þau fimm ár sem skráning sögunnar tók. Saga félagsins „Fyrir neðan bakka og ofan“ sem er saga verka- lýðshreyfingar, atvinnulífs og stjórnmála á Húsavík í eina öld leit dagsins ljós árið 1996. Helgi var mikil áhugamaður um að Sjóminjasafn risi á Húsavík. Það var því hrærður formaður sem gekk út af fundi í Verkalýðsfélag- inu 1991 eftir að samþykkt hafði verið að minnast 80 ára afmælis Verkalýðsfélags Húsavíkur með því að leggja fram 500.000 kr. til bygg- ingar á Sjóminjasafni til minningar um látna félaga. Því miður entist Helga ekki aldur til að verða við- staddur vígslu Sjóminjasafnsins. Þótt félagi Helgi sé horfinn á braut og sestur þar sem honum á eftir að líða vel verður hugur hans með okkur þegar Sjóminjasafnið á Húsavík verður opnað almenningi á næsta ári. Eftir að ég tók við formennsku í Verkalýðsfélagi Húsavíkur árið 1994 kom Helgi ófáar ferðirnar á skrifstofuna til að ræða málefni líð- andi stundar. Stundum leit hann inn í kurteisisheimsóknir og sagði sögur sem hann gæddi svo miklu lífi að unun var á að hlusta. Stund- um kom hann til að ræða verka- lýðsmál og stjórnmál og þá var honum oft heitt í hamsi og oftar en ekki barði hann fast í kaffiborðið til að leggja áherslu á orð sín svo und- ir tók í kaffistofunni. Helgi mátti ekkert aumt sjá eins og ég hef áður tekið fram. I hvert skipti sem hann varð þess áskynja að einstaklingar eða fjölskyldur ættu í erfiðleikum leit hann inn á skrifstofunni og bað mig að segja við sig orð. „Getur fé- lagið ekki gert eitthvað fyrir þessa fjölskyldu, hún á í svo miklum erf- iðleikum.“ Á þessu má sjá að Helgi hætti aldrei að hugsa um velferð þess fólks sem einhverra hluta vegna hafði orðið undir í lífinu. Helgi vai’ gerður að heiðursfélaga í Verkalýðsfélagi Húsavíkur árið 1996 fyrir störf sín í þágu verka- fólks á Húsavík. Helgi fékk afhent heiðursskjal þess efnis 1. maí á bar- áttu- og hátíðardegi verkafólks. Var það vel við hæfi því Helgi lagði ætíð mikla áherslu á að félagið héldi veg- lega upp á 1. maí því það væri dagur sem ekki mætti gleymast meðal verkafólks í kapphlaupi nútímans. „Þetta er okkar dagur,“ eins og Helgi tók svo oft til orða. Helgi var mikill baráttumaður og gafst aidrei upp þó á móti blési. Honum verður kannski best lýst með smásögu sem mér var sögð af manni sem lenti í því að sitja við hliðina á Helga á landsleik í hand- bolta hér norðan heiða. Sagan er eftirfarandi: „Það var ekkert sæld- arlíf að sitja við hliðina á Helga því Helgi studdi sína menn af slíku kappi að ég missti af leiknum. Þeg- ar hann var búinn að slá mig fjór- um sinnum niður varð ég að láta frá mér gosflöskuna og beina allri at- hyglinni að handleggjunum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.