Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skemmti- snekkja við Vík Ekki þarf að hækka iðgjald A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins A-deildin á fyrir skuld- SKEMMTISNEKKJA sú sem Mick Jagger dvaldi í á ísafírði á dögunum, Amazon Express, lagðist við festar utan við Vík í Mýrdal í gærmorgun. Hjólabát- urinn Farsæll var kvaddur til að sækja nokkra farþega um borð en þeir brugðu sér meðal annars í sleðaferð upp á Mýrdalsjökul, auk þess sem þeir skoðuðu nokkrar náttúruperlur í Mýr- dalnum. bindiiigum sínum fram skuldbindingar hans eða 20%. Heildarstaða A-deildar, þ.e. þegai- reiknað er með að núverandi sjóðsfé- lagar greiði áfram iðgjöld til ellilíf- eyrisaldurs og vinni sér inn réttindi í samræmi við það, er neikvæð um 728 milljónir eða um 1,6% af heildar- skuldbindingum hans. Þetta þýðir að skuldbinding vegna viðbótarréttinda eykst meira en sem nemur iðgjöld- um. Að mati tryggingafræðinga, sem gert hafa úttekt á sjóðnum, er þetta eðlilegt í lífeyrissjóðum þar sem réttindaávinnsla er óháð aldri því að í slíkum útreikningi er ekki reiknað með neinni nýliðun í sjóðnum eða brottfalli virkra sjóðsfélaga. Áfallin staða er jákvæð sem sýnir að fram til þessa á sjóðurinn vel fyrir skuld- bindingum sínum enda flestir sjóðs- félagar enn ungir að árum. Að mati tryggingafræðinga sjóðsins má bú- ast við að áfallin staða batni með hverju árinu sem líður því að sjóður- inn er mjög ungur, hlutfall réttinda óvirkra sjóðsfélaga lágt og vægi skuldbindinga vegna bamalífeyris hátt. Þarf ekki að hækka iðgjaldið í greinargerð tryggingafræðing- anna er tekið fram að þetta sé fyrsta úttektin sem gerð er á A-deildinni og verið sé að reikna framtíðarstöðu út frá reynslu örfárra ára. Launagreiðandi sem greiðir í A- deild greiðir 11,5% iðgjald í sjóðinn. Ætlast er til að sjóðurinn eigi að jafnaði íyrir skuldbindingum sínum. Iðgjaldaprósentuna á að endurskoða árlega, fyrst fyiir 1. janúar árið 2000. Niðurstaða úttektar á sjóðnum bendir ekki til þess að breyting verði gerð á iðgjaldi launagreiðenda á ár- inu 2000. um var skipt upp í tvær deildir A- og B-deild. B-deildin er í meginat- riðum eins og sjóðurinn leit út fyrir breytingarnar, en A-deildin er byggð á nýjum grunni. I hann greiða nýir starfsmenn ríkisins og þeir sem valið hafa að skipta yfir í nýtt kerfi. Iðgjöld eru greidd af heildarlaunum og er iðgjald launa- greiðanda 11,5%. Markmiðið með stofnun þessarar nýju deildar var að búa til sjóð sem stæði undir skuldbindingum sínum, en það gerir B-deildin ekki. í árslok 1998 áttu 14.271 sjóðsfé- lagar réttindi í A-deildinni, þar af voru 9.805 svokallaðir virkir félagar. Iðgjaldagreiðslur þeirra námu 2.665 milljónum á síðasta ári, en til saman- burðar má geta þess að 12.639 virkir sjóðsfélagar í B-deild greiddu 1.917 milljónir í iðgjöld í fyrra. Athyglisverður munur er á sam: setningu sjóðsfélaga milli deilda. I B-deild var meðalaldur sjóðsfélaga um síðustu áramót 46 ár og þar af voru 63% konur og 37% karlar. í A- deildinni var meðalaldurinn 36 ár og þar voru konur 70% sjóðsfélaga og 30% karlar. A-deildin hefur enn ekki þurft að greiða neinn ellilífeyri, en B-deildin greiddi á síðasta ári 4.536 milljónir í lífeyri til 7.348 sjóðsfélaga. Lífeyrisþegum fjölgaði um 7,2% milli ára og lífeyrisgreiðslur hækkuðu um 22,6%. Um síðustu áramót námu skuld- bindingar A-deildar 2.939 milljónum miðað við 3,5% ávöxtun á eignir sjóðsins umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris í árslok 1998 nam 3.438 milljónum, en nam 616 milljón- um í árslok 1997. Eignir sjóðsins í árslok 1998 voru því 591 milljón um- A-DEILD Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins á fyrir skuldbinding- um sínum og telur tryggingafræð- 'ingur, sem gert hefur úttekt á sjóðn- um, að staða hans muni batna á kom- andi árum. Eignir sjóðsins námu 591 milljón króna umfram skuldbinding- ar hans um síðustu áramót eða um 20%. Verulegar breytingar hafa orðið á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins á síðustu tveimur árum. Ný lög voru samþykkt um starfsemi sjóðsins á árinu 1997, sem fólu í sér að sjóðn- Morgunblaðið/Þórir N. Kjartansson Stofnun Lagnakerfamiðstöðvar Islands Mikilvæg þjónustu- miðstöð fyrir fagaðila Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra, Alfreð Þorsteinsson f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson f.h. Lagnakerfa- miðstöðvar íslands og Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra undirrita yfírlýsingu í gömlu Rafstöðinni við Elliðaár sem tryggir fyrirhugað- an rekstur Lagnakerfamiðstöðvar íslands fyrstu þijú árin. STOFNUN Lagnakerfamiðstöðvar íslands (LKÍ) var tilkynnt á fundi í gömlu Rafstöðinni við Elliðaár í Reykjavík sl. þriðjudag. Á fundin- um undirrituðu Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra, f.h. mennta- málaráðuneytis, Finnur Ingólfs- son, iðnaðarráðherra, f.h. iðnaðar- ráðuneytis, Alfreð Þorsteinsson, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, f.h. LKÍ, sameiginlega yfirlýsingu sem tryggir miðstöðinni fjármagn til reksturs fyrstu þrjú árin. Fram kom í máli Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, formanns undirbún- ingsnefndar LKÍ síðan 1995, að markmið með stofnun Lagnakerfa- miðstöðvar er einkum að sameina hagsmunaaðila til aukinna aðgerða í þágu kennslu og þjálfunar á sviði lagnakerfa og stuðla að auknum rannsóknum, stöðlun og tæknileg- um umbótum í lagnatækni. Með stofnun miðstöðvarinnar verði rannsóknir á lagnakerfum í landinu samhæfðar, kennsla og þjálfun á sviði lagnakerfa efld í skólum lands; ins á framhalds- og háskólastigi. í miðstöðinni verði að auki veitt að- staða íyrir endur- og símenntun iðnaðarmanna og hönnuða. Rekstur tryggður í þrjú ár með yfirlýsingu Samkvæmt yfirlýsingunni sem undirrituð var í fyrradag munu menntamálaráðuneyti og Orku- veita Reykjavíkur leggja fram ár- legt fjármagn til reksturs mið- stövarinnar í þijú ár, frá og með 1. ágúst árið 2000 að telja. Mennta- málaráðuneyti 3 milljónir króna ár- lega en Orkuveita Reykjavíkur 2,5 milljónir króna árlega. Þá mun iðnaðarráðuneyti „hlut- ast til um að verksamningur verði gerður milli Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins og LKÍ um verkefnakaup á sviði lagnatækni af stöðinni sem nemur 2,5 milljónum króna á ári í þrjú ár,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Skilyrði ofangreindra framlaga eru þau að menntastofnanir á framhalds- og háskólastigi eigi endurgjaldslausan aðgang að að- stöðu og tækjum LKÍ, að fullnægj- andi aðstaða sé til sveinsprófa í iðngreinum s.s. pípulögnum, blikk- smíði og vélvirkjun, og að aðstaða sé til endurmenntunar á sviði lagnatækni. Auk rekstrarfjár sem yfirlýsing- in tryggir hefur LKÍ borist sam- þykkt framlög og fyrirheit vegna stofnkostnaðar upp á nærri þrjátíu milljónir, m.a. frá Rannís og Hús- næðisstofnun ríkisins (íbúðalána- sjóði), að sögn Vilhjálms Þ. Vil- hjámssonar. „Það er ráðgert að þessi stöð verði byggð í Keldna- holti í samvinnu við Orkustofnun sem mun væntanlega nýta hluta hússins,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur bendir á að stofnun LKÍ ætti sér langan aðdraganda en sameiginleg áskorun skóla- og fagaðila um úrbætur barst Lagna- félagi íslands (stofnað 1986) í októ- ber 1992. í þeirri áskorun var bent á aðstöðuleysi til kennslu á lagna- sviði í skólastofnunum og skorað á LI og ráðamenn iðnaðar- og menntamála að bæta úr og finna leiðir til samstarfs og sameiningar. „Kristján Ottósson, framkvæmda- stjóri Lagnafélagsins, var hvata- maður að stofnun miðstöðvarinnar í upphafi, 1992, ásamt fleirum,“ segir Vilhjálmur. Mikilvægt fyrir skólakerfíð Aðspurður sagði Bjöm Bjarna- son menntamálaráðherra fyrirhug- aða miðstöð afar mikilvæga. „Fyrir utan það hvað þetta hefur mikla þýðingu fyrir greinina sjálfa og fyrir mikilvægi þess að hafa þann besta búnað í landinu sem menn geta skoðað í slíkri miðstöð, þá hef- ur þetta sérstaka þýðingu fyrir skólakerfíð." Hann minnti á að upphafleg áskorun um að koma slíkri miðstöð á laggirnar hafl m.a. komið frá skólamönnum. Hann sagði augljóst að óraun- hæft væri að koma upp jafngóðri aðstöðu og væntanlega verður í LKÍ í hverjum skóla. Að óskyn- samlegt væri að dreifa kröftunum. Þess vegna bæri að byggja upp bestu aðstöðuna á einum stað. Með stofnun LKÍ væri verið að búa til þjónustumiðstöð fyrir skóla. „Ég tel að þetta sé merkilegt skref og vissulega umhugsunarefni hvort við eigum ekki að huga að slíkum sameiginlegum aðgerðum á fleiri sviðum, ef við sjáum okkur færi á því. Það sem við erum að gera hér er að tryggja Lagnakerfamiðstöðinni þjónustugjöld fram í tímann til að hægt sé að leggja grunn að þessu. Ég tel að þetta muni leiða til hag- ræðingar og muni ekki leiða til út- gjaldaauka fyrir menntamálaráðu- neytið og þá sem bera ábyrgð á skólakerfinu. Heldur stuðli þetta að því að menn fái betri þjónustu fyrir minna fé þegar upp er stað- ið,“ sagði menntamálaráðherra. Framhaldsstofnfundur síðar í mánuðinum Stofnaðilar að LKÍ, sem verður sjálfseignarstofnun, eru Lagnafé- lag íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga^ Háskóli íslands, Tækniskóli Islands, Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins, Iðn- tæknistofnun íslands, Samtök iðn- aðarins, Samband iðnmenntaskóla og Brunamálastofnun ríkisins. Þar sem fjárframlög vegna árlegs rekstrarkostnaðar stöðvarinnar, sem er áætlaður 8-9 m.kr., hafa verið tryggð með ofangreindri yfir- lýsingu, verður framhaldsstofn- fundur LKÍ haldinn síðar í þessum mánuði í samræmi við ákvörðun stofnfundar LKÍ 9. september á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.