Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 15 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ífinulit! MARGIR leggja leið sína á Austurvöll þrátt fyrir framkvæmdirnar sem setja sterkan svip á umhverfið. LARS Larsen og Dawn Larsen. í baksýn má sjá að unnið er að viðhaldi Alþingishússins. Austurvöllur undirlag-ður Midbær ÁSÝND Austurvallar hefur borið þess merki í sumar að framkvæmdir við byggingar og gatnagerð í miðbænum eru óvenjumiklar. Ema Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar, segir veitingamenn við Austurvöll merkja fækk- un viðskiptavina, ekki síst er- lendra ferðamanna, vegna framkvæmdanna. Ernu fínnst brýnt að framkvæmdir sem valdi raski af þessum toga gangi hratt fyrir sig til að takmarka það tjón sem þær valda. „Það verður að gæta þess að þetta taki eins stuttan tíma og hægt er,“ sagði hún. „Útlendingar sem eru að labba um bæinn og leita sér að veitingahúsi fara ekki að finna sér neinar krókaleiðir," að sögn Ernu. Hún segist þó ekki hafa orðið vör við að ferðamennirnir kvarti yfir framkvæmdunum sem slík- um. Að sögn Snorra Kristjáns- sonar hjá Kynnisferðum hafa framkvæmdimar valdið því að breyta þurfti sýnisferð um borgina. Ekki sé hægt að keyra framhjá Alþingishús- inu eins og fym var gert. Þá hafi framkvæmdimar tafið fyrir brottför í ferðir á veg- um fyrirtækisins vegna vand- kvæða við að sækja farþega á ákveðna gististaði. Starfs- maður Kynnisferða kvaðst ekki hafa orðið var við óá- nægju meðal ferðamanna vegna þessa. Byggt og bætt Verið er að endurnýja göt- ur í Kvosinni og fyrr í sumar var hellulagt á Austurvelli. Umfangsmiklar byggingar- framkvæmdir eiga sér stað umhverfis Austurvöll. Unnið hefur verið að viðgerð á Dómkirkjunni og byggingu nýs þjónustuskála við Alþing- ishúsið. Þá á sér stað gagn- gert viðhald á húsi Alþingis. Verið er að reisa nýja bygg- ingu þar sem gamla ísafold- arhúsið var áður. Hún á að hýsa skrifstofur, verslanir og veitingahús. ,Á heildina litið era fram- kvæmdirnar á áætlun,“ sagði Harald B. Alfreðsson, verk- fræðingur hjá Gatnamála- stjóra, um gatnagerð og hellulagningu á Austurvelli. Hann segir gert ráð fyrir að verkinu ljúki í október. Verk- lok era þó að vissu leyti háð framkvæmdum við Dóm- kirkjuna. „Það era vinnupall- ar við kirkjuna sem við bíðum eftir að verði teknir niður. Við erum í raun komnir eins nálægt kirkjunni og hægt er,“ sagði Harald. Hluti Austurvallar er nú lagður undir vinnuaðstöðu fyrir Armannsfell sem er verktaki við byggingu húss- ins sem rís þar sem Isafold- arhúsið stóð áður. Að bygg- ingarframkvæmdunum lokn- um verður svæðinu líklega komið í fyrra horf, að sögn Haralds. Ólafur St. Hauksson, verk- efnisstjóri hjá Ármannsfelli, segir áætlað að lokið verði við að steypa hið nýja hús í sept- ember eða október og frá- gangi utanhúss verði lokið um áramót, húsið verði þá til- búið til innréttinga í byrjun næsta árs. Hann segir verkið ganga vel og ekki ástæðu til annars en að ætla að áætlun standist. Svæðinu á Austur- velli sem lagt hefur verið undir vinnuaðstöðu verktak- ans verður skilað í samráði við gatnamálastjóra, að sögn Ólafs. Alþingi sett í Dómkirkj- unni í haust Verkfræðistofan Línu- hönnun hefur umsjón með endurbótum á Dómkirkjunni. „Við stefnum að því að ljúka framkvæmdum utanhúss í október. Innanhúss verður alla vega stefnt að því að hægt verði að setja Alþingi á réttum tíma. Einhver frá- gangur verður þá eftir eins og gengur,“ sagði Flosi Ólafsson hjá Línuhönnun. „Við vonum að það verði ekki tafir á framkvæmdunum og þetta gangi allt eftir,“ sagði Flosi. Hann segir verkið ganga vel en það sé erfitt að ýmsu leyti, meðal annars vegna framkvæmda gatna- málastjóra umhverfis kirkj- una. Nýr þjónustuskáli og viðhald á Alþingi Unnið er að gerð þjónustu- skála og bflastæðakjallara við Alþingishúsið. í fyrsta áfanga sem áætlað er að ljúka um mánaðamót septem- ber/október verður kjallarinn steyptur, að sögn Karls M. Kristjánssonar, rekstrar- og fjármálastjóra Alþingis. Hann segist vonast til að unnt verði að hefjast handa við uppsteypu á skálanum sjálfum í október. „Nú er verið að undirbúa af fullum krafti útboð á þeim áfanga," sagði Karl. Unnið er við gagngert ut- anhússviðhald á Alþingishús- inu sjálfu. „Þetta er senni- lega mesta viðhald á húsinu frá upphafi," sagði Karl. Að hans sögn er verið að gera við alla glugga hússins og skipta um gler. „Eins konar öryggisgler er sett í húsið,“ sagði Karl. Að auki er verið að endurnýja rennur og nið- urföll svo fátt eitt sé nefnt. Gert er ráð fyrir að þessu verki ljúki í lok september. Múrfúguviðgerðir utan á húsinu fara fram á næsta ári en ekki er talið hentugt að vinna að þeim á meðan fram- kvæmdir sem titringur stafar af eiga sér stað í nágrenninu. Ánægðir ferðamenn þrátt fyrir framkvæmdir Þrátt fyrir raskið á um- hverfinu voru fjölmargir er- lendir ferðamenn á Austur- velli í gær. Framkvæmdirnar virtust lítið fara fyrir brjóstið á þeim ferðamönnum sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við. Sumir vildu þó gjarna koma aftur síðar og sjá þá umhverfið í sinni eðli- legu mynd. Robert Ferguson frá Kanada sat á bekk og skrif- aði póstkort þegar blaðamað- ur Morgunblaðsins tók hann tali. Hann er hingað kominn með konu sinni sem situr ráðstefnu í Reykjavík. Hann hafði dvalið í borginni í tvo daga og var ánægður með kynnin af henni. Robert kippti sér ekki mikið upp við framkvæmdirnar. „Þær era nauðsynlegar og tíðkast alls . staðar,“ sagði Robert. Hann sagði að sér þætti Reykjavík falleg borg og var sérstak- lega hrifinn af íslenskri byggingarlist. „Það er ef- laust óvenjumikið um að vera vegna þess að Reykjavík verður ein menningarborga Evrópu á næsta ári,“ sagði hann um framkvæmdirnar. Hann sagðist vonast til að geta komið aftur hingað á næsta ári og séð Austurvöll eins og hann á að sér að vera. Lars Larsen og Dawn Lar- sen frá Wales era hér í viku- langri brúðkaupsferð. „Það verður fallegt hér þegar framkvæmdunum lýkur,“ sagði Lars um Austurvöll. Hjónin segja ekki loku fyrir það skotið að þau komi aftur til landsins seinna „Ég er að reyna að sannfæra hann um að koma aftur hingað að vetr- arlagi," sagði Dawn. Hún skipulagði Islandsferð þeirra hjóna að þessu sinni. Þau segjast ætla að fara til Vest- mannaeyja, Gullna hringinn og baða sig í Bláa lóninu auk þess að skoða sig um í höfuð- borginni. David og Louise Catherall era frá Kanada. í gær var fjórði dagurinn á sex daga ferðalagi þeirra hjóna til Is- lands. Þau voru þegar búin að skoða Gullfoss og Geysi og vörðu deginum til að skoða sig um í höfuðborginni. Þau sögðust afar hrifin af landinu og framkvæmdagleðin við Austurvöll angraði þau lítið. „Þetta er hluti af vexti hvers lands,“ sagði David.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.