Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sala FBA-
bréfanna
rædd á
sljórnar-
fundi í dag
SALA Seandinavian Holding á
hlutabréfum í FBA til Orca S.A.
verður til umræðu á stjómarfundi
félagsins sem haldinn verður í dag.
Guðmundur Hauksson, stjórnarfor-
maður félagsins, segir eðlilegt að
sem mest af upplýsingum sé uppi á
borði þegar viðskipti eiga sér stað
með hlutabréf en það sé ekki á valdi
seljenda að upplýsa hverjir kaup-
endur eru.
Stjórnarfundurinn verður í húsa-
kynnum Kaupþings hf. Guðmundur
sagði að atburðir síðustu daga yrðu •
ofarlega á dagskrá stjórnarfundar-
ins en vildi þó ekki tjá sig nánar um
dagskrá fundarins. Hann segir að
félagið hafi unnið að þessu máli á
hreinum viðskiptalegum grundvelli
og farið að fullu og öllu eftir lögum
og reglum. Félagið hafi keypt hluta-
bréfin með ákveðin markmið í huga.
Forsendur fyrir kaupunum virtust
ekki ætla að ganga eftir jafngreið-
lega og ætlað hefði verið og því
hefðu bréfin verið seld aftur.
Varðandi nafnleynd sem enn er
yfir eignarhaldi á Orca S.A. segir
Guðmundur að forsvarsmenn þess
félags verði sjálfir að taka ákvörðun
um að aflétta leyndinni. „Það er í
eðli hlutabréfamarkaða, sem eru
opnir og með skráð verðbréf, að
hafa sem mest af upplýsingum uppi
á borði þannig að menn átti sig á því
hver staða fyrirtækja er, hvemig
reksturinn gengur og hvaða hags-
munir geta verið í húfi. Við erum
hliðhollir þessari hugsun sem verð-
bréfamarkaðurinn gerh- tilkall til.
En það er ekki á okkar valdi að
upplýsa hverjum við seljum. Við er-
um bundnir bankaleynd um þau
mál. Það er í höndum kaupanda að
tjá sig. Ef það er eitthvað sem tefur
þá, hvort sem það er tæknileg út-
færsla eða framkvæmd, er það
þeirra að upplýsa um það en ekki
okkar,“ segir Guðmundur.
Engin viðbrögð frá
stjórnvöldum
Hann segir að hvorki Scandinavi-
an Holding né sparisjóðimir hafi átt
viðræður við stjóravöld út af þeirri
stöðu sem komin er upp í þessu
máli. „Við höfum alla tíð spilað
þetta mál mjög opið. Við gerðum
öllum grein fyrir því á hvaða grand-
velli við höfum unnið þetta mál og
að hverju við stefndum. Við gerðum
það vísvitandi í því skyni að það
lægi ljóst fyrir hvað við ætluðumst
fyrir. En það hafa engin viðbrögð
komið frá stjómvöldum eða öðrum í
þá vera að vinna að framgangi þess-
ara mála með okkur og því er nú
þessi staða komin upp,“ segir Guð-
mundur.
Stjórn Scandinavian Holding
skipa Guðmundur Hauksson, spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis, sem er formaður
stjómar, Hallgrímur Jónsson,
sparisjóðsstjóri í Sparisjóði vél-
stjóra, Sigurður Einarsson, for-
stjóri Kaupþings, Sigurður Haf-
stein, framkvæmdastjóri Spari-
sjóðabanka Islands, og Þór Gunn-
arsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs
Hafnarfjarðar.
Frystitogarinn Ýmir komst á flot um klukkan 14 í gær
„ Morgunblaðið/Arnaldur
TALSVERÐUR halli var á Ymi eftir að hann náðist á flot í gær og var hann ataður olíu sem lekið hafði úr tönkum skipsins. Unnið var fram
eftir kvöldi við að dæla úr honum sjó. Búist er við að viðgerð taki 2-3 mánuði.
ón áætlað
um eða yfir
100 millj.
FRYSTITOGARINN Ýmir komst
á flot um klukkan 14 í gær eftir um
sólarhringslangt björgunarstarf.
Ljóst er að skemmdir eru miklar af
völdum sjávar og olíu. Að sögn
Ágústs Sigurðssonar, útgerðar-
manns hjá Stálskipum sem gera
skipið út, gæti tjónið numið um eða
yfir eitt hundrað milljónum króna.
Hátt í fimmtíu manns unnu í gær
og fyrrinótt við að reyna að lyfta
skipinu, þar af um tíu kafarar. Not-
ast var við fjóra krana til að styðja
skipið og hjálpa til við að koma því
á flot, auk þess sem bakborðstank-
arnir vora fylltir til að auka jafn-
vægi skipsins. Um tíu kraftmiklar
dælur vora notaðar til að tæma sjó
úr skipinu.
Betur undirbúnir
í seinni tilraun
Tilraunir í fyrrinótt til að lyfta
skipinu reyndust árangurslausar
en áfram var haldið og á fjöra í há-
degi í gær var ljóst að takast myndi
að ná skipinu af botni Hafnarfjarð-
arhafnar. Eftir að skipið náðist upp
hallaðist það talsvert en halli þess í
gærkvöldi var ekki talinn meiri en
á milli 5 og 10 gráður.
„Við undirbjuggum okkur betur
fyrir tilraunina í dag [gær] en í nótt
sem leið, og það skilaði þeim ár-
angri að Ýmir náðist loks á flot. Við
þéttum m.a. göt á síðu hans, Ioft-
stokk, ventilgöt, ristar og annað,
því að í fyrri tilrauninni gekk sjór
inn í hann aftur og hann lyftist
ekki, og við gátum dælt nægjan-
lega miklu af sjó út,“ segir Ágúst.
Hann segir að tryggingafélag
skipsins, Tryggingamiðstöðin, beri
mestan kostnað við björgunina en
annan kostnað beri útgerðin. Ekki
sé ljóst nákvæmlega hversu mikið
tjón hafi hlotist af þessu óhappi, en
hann eigi ekki von á að það verði
undir hundrað milljónum króna.
Um tvo til þrjá mánuði muni taka
að gera við skipið og á meðan verði
það frá veiðum.
„Allt sem sjórinn skemmir er
ónýtt, þ.e. vélar og tæki, auk inn-
réttinga og lestarrýmis. Það þarf
að endurnýja mjög margt í skipinu.
Tryggingafélagið mun hins vegar
ekki greiða veiðitap eða annað sem
því tengist, þannig að fjárhags-
skaði okkar er umtalsverður,“ seg-
ir Ágúst.
I áhöfn skipsins eru 26 manns og
segir Ágúst að 6 þeirra, allt yfir-
menn, séu fastráðnir, en hinir séu
lausráðnir og hafi eins til þriggja
vikna uppsagnarfrest eftir starfs-
aldri. Einhverjir þeirra muni missa
störf sín meðan á viðgerð skipsins
standi, en hann geri sér vonir um
að hægt verði að ráða stóran hluta
áhafnarinnar í vinnu við endurnýj-
un skipsins eða setja þá á önnur
skip útgerðarinnar.
Tilraun til að lyfta skipinu í fyrr-
inótt var árangurslaus. Dælt var úr
skipinu til klukkan tvö aðfaranótt
, _ Morgunblaðið/Ásdís
Á FIMMTA tug manns vann við að ná Ými á flot, þar á meðal kafarar
sem þéttu skipið til að hægt væri að dæla úr því sjó.
miðvikudags en hætta varð þegar
flæða tók að skipinu að nýju. Stein-
dór Ögmundsson, hafnarvörður í
Hafnarfjarðarhöfn, segir að reynsl-
an af þeirri tilraun hafi kennt
mönnum ýmislegt og hafi m.a. ver-
ið fengnar fleiri dælur í gærmorg-
un, auk þess að unnið var betur að
þéttingu opa á skipinu.
„Við unnum við erfiðar aðstæður
og ég tel það ótrúlega gott að þetta
skyldi takast í dag [gær], það jaðr-
ar við kraftaverk,“ segir Steindór.
„Við ráðumst ekki í verk af þessu
tagi á hverjum degi og sjálfsagt
hefði margt getað farið betur. En
við erum alltaf að læra og gerðum
það sem við gátum. Þetta hafðist
alla vega. Ég bið bara til guðs að
óhapp á borð við þetta gerist ekki í
Hafnarfjarðarhöfn."
Tæki og búnaður úr brú Ýmis,
stjómborðsmegin, var fjarlægður í
íyrradag og tókst að halda brúnni
að mestu þurri, en hins vegar
komst sjór undir falskt gólf í henni
þar sem ýmis búnaður tengdur
stjórntækjum í brú var og varð
hann fyrir einhverjum skemmdum.
Ekki urðu meiðsli á þeim sem
unnu við verkið, fyrir utan smá-
vægilega áverka sem slökkviliðs-
maður hlaut. Sjúkrabifreið kom á
vettvang en ekki þótti ástæða til að
flytja manninn á brott í henni, að
sögn Steindórs.
heimilisbankinn
www.bi.is
ahyggjuLausifrn
Þú velur greiðsludaginn - Heimilisbankinn borgar reikninginn
®BÚNAÐARBANKINN
Traustur banki s k í m »
mánaða
internettenging fylgir
Enn á gjör-
gæslu
eftir fall
PILTURINN, sem féll fjóra metra
af þaki húss á Kirkjubæjarklaustri,
er enn á gjörgæslu, en að sögn
vakthafandi læknis blæddi inn í
kviðarhol og er líðan hans eftir at-
vikum góð.