Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 37 UMRÆÐAN Mannúðin hefst heima ingarnir eigi við eða þau halda því fram að þau séu ekki að brjóta þá. Til marks um það er að yfirvöld í Belgrad héldu því fram í Kosovo deilunni að þau réðust aldrei gegn óbreyttum borgurum heldur ein- göngu skæruliðum. Þetta felur í sér að þótt um brot sé að ræða í reynd njóta reglurnar almennrar viður- kenningar. Stríðsglæpadómstólar skipta sköpum Áhersla hins alþjóðlega samfélags hlýtm- að beinast að því að auka virð- ingu fyrir reglunum. Það er ekki auðvelt verk en í þessu skyni er mik- ilvægt að mannúðarlög séu kynnt öllum sem koma að átökum. Ljóst þarf að vera að ríki og/eða aðrir aðil- ar sem gera sig seka um brot á mannúðarlögum séu fordæmd/ir og jafnframt að alþjóðlega réttarkerfið sé styrkt til að auka virkni regln- anna. Stór skref hafa verið stigin í þessa átt í seinni tíð með stofnun sérdómstólanna vegna stríðsglæpa í Rúanda og fyrrum Júgóslavíu. Alþjóðlegi sakadómstóllinn sem samþykkt var að setja á laggirnar í Róm 17. júlí 1998 verður einnig mik- ilvægt framlag þegar hann tekur til starfa. Lögsaga þess dómstóls verð- ur miklu víðtækari en sérdómstól- anna tveggja og sérstakur saksókn- ari getur að eigin frumkvæði hafist handa við að rannsaka og gefa út ákæru í málum sem heyra undir dómstólinn. Þessi styrking alþjóð- lega réttarkerfisins er til þess fallin að hafa varnaðaráhrif og auka virkni mannúðarlaga. Þeir sem brotið hafa reglurnar vita að þeir geta aldrei um frjálst höfuð strokið. Þeir eru fangar í eigin landi og mega búast við að verða handteknir og færðir fyrir rétt hvenær sem er. Milosevic og hans líkar geta ekki um frjálst höfuð strokið um þessar mundir og í ljósi þeirrar þróunar sem á sér stað í þessum málaflokki munu þeir sem bætast við þennan hóp í framtíðinni eiga enn erfiðara um vik. Starf Rauða krossins Islensk stjórnvöld munu halda áfram að leggja sitt af mörkum til að efla virðingu fyrir mannúðarlögum á alþjóðavettvangi. Ætlunin er einnig að haida áfram að styðja við bakið á mikilvægu starfi Rauða krossins á þessu sviði. Nýlega hefur utanríkis- ráðuneytið samþykkt að veita styrk til Rauða kross Islands vegna kynn- ingar á Genfarsamningunum. Mark- miðið er meðal annars að stuðla að auknu öryggi þeirra sem starfa á veg- um Rauða krossins á átakasvæðum. Höfundur er utanríkisráðherra íslands. SÍÐAN síðari heims- styrjöld lauk hafa um 25 milljónir manna lát- ið lífið í stríðsátökum og 15 milljónir til við- bótar farist vegna af- leiðinga stríða, svo sem hungursneyða og far- sótta. Þetta þýðir að á hverri klukkustund sem líður falla 84 menn í valinn, að jafnaði. Níu af hverjum tíu fómar- lamba stríðs nú á dög- um eru óbreyttir borg- arar - karlar, konur og böm sem enga sök eiga á ofbeldinu aðra en að vera í vegi vígamanna. Á nokkrum undan- fömum ánim höfum við orðið vitni að ófriði sem hefur beinlínis beinst gegn óbreyttum borgumm, svo sem í fyrrverandi Júgóslavíu og í Rú- anda. Olýsanlegum hrottaskap hef- ur verið beitt gegn saklausu fólki til þess að ná fram pólitískum mark- miðum. Því má spyrja: hverju hafa Gen- farsamningarnir, sem í dag em 50 ára, áorkað og hvaða erindi eiga þeir við okkur Islendinga? Að milda miskunnarleysið Til að leita svara við spuming- unni getum við farið 140 ár aftur í tímann. Undir júnflok árið 1859 gekk svissneskur kaupsýslumaður að nafni Henri Dunant fram á víg- völl við ítalska þorpið Solferino suð- ur af Gardavatninu á Ítalíu. Þar laust saman herjum Frakka, Aust- urríkismanna og Itala með afleið- ingum sem Dunant lýsti á ógleym- anlegan hátt í bók sinni „Minningar frá Solferino". „Þetta var hreint blóðbað í orðs- ins fyllstu merkingu, bardagi villtra óargadýra, trylltra af blóði og bræði,“ segir Dunant. Eftir að byss- urnar þögnuðu lágu þúsundir manna í valnum. „I næturkyrrðinni kváðu við átakanlegar stunur, ang- istaróp og kvalavein. Nístandi áköll um hjálp heyrðust stöðugt. Það er engum gerlegt að ætla að reyna að lýsa þjáningum þessarar skelfilegu nætur.“ Viðbrögð Dunants vora þau að safna liði í nálægum þorpum til að aðstoða hina særðu. Dunant krafð- ist þess að særðum hermönnum yrði hjúkrað án tillits til þjóðernis, og í dag er þetta meginregla í al- þjóðlegu hjálparstarfi. Samviska heims Á þeim 50 áram sem era síðan Genfarsamningarnir vora undirritaðir hafa stórbrotnar framfarir orðið í samgöngum og hvers konar samskipt- um heimshoma á milli. Fjölmiðlun er svo skil- virk að við sem hér bú- um norður undir heim- skautsbaug getum fylgst náið með hreppapólitfldnni í Malasíu, Malawi eða Maldíveyjum. Eitthvað sem kalla mætti alþjóð- lega samvisku er að verða til. Harðstjóri sem áður gat gert það sem honum sýndist heima fyrir er nú for- dæmdur tafarlaust af ríkisstjóm- um, almenningi og félagasamtökum bæði í næsta nágrenni og hinum megin á hnettinum. Árangurinn hefur verið að koma í ljós upp á síðkastið. Fyrir tveimur Genfarsamningarnir Munum það næst þeg- ar við lesum frétt um nauðgun eða barsmíð hér heima, segir Anna Þrúður Þorkelsdóttir, að við hvert og eitt berum persónulega ábyrgð, því mannúðin hefst heima. áram var undirritaður samningur um að uppræta jarðsprengjur, sem hafa valdið limlestingum og dauða jafnvel áratugum eftir að stríði lýk- ur. Um þessar mundir er verið að stofna alþjóðlegan stríðsglæpadóm- stól til að hægt sé að refsa þeim sem fremja stríðsglæpi. Gildi Gen- farsamninganna í innanlandsófriði fær stöðugt aukið vægi. Þó að mannúðarlög séu vissulega þver- brotin, eins og dæmin sanna, þá komast menn ekki lengur upp með slíkt án þess að uppskera almenna andúð allrar heimsbyggðar, og jafn- vel fangaklefa í Haag. Þessu ber að fagna. Hlutverk Rauða krossins Saga Rauða kross hreyfingarinn- ar er samtvinnuð sögu mannúðar- laga. Samkvæmt Genfarsamningun- um fjórum frá árinu 1949 er Al- Anna Þrúður Þorkelsdóttir ast annaðhvort flóttamenn eða stríðsmenn, langt undir lögaldri. Og jafnvel á svæðum þar sem friður sannarlega ríkir, leynast í jörðinni virkar jarðsprengjur sem geymst geta í tugi ára þar til einhver kemur of nálægt. Sáttmálar sem gerðir hafa verið gegn notkun jarðsprengna, er beinast sérstaklega gegn fólki, notk- un barna í hernaði og til mannúð- legri meðhöndlunar stríðsfanga á stríðstímum, eru því miður oft óvirt- ir og hunsaðir. Áðildarríki alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans era ábyrg fyrir því að upplýsa íbúa síns lands og þó sérstaklega heraflann um alþjóðlegu mannúðar- lögin með stuðningi Rauða kross hreyfingarinnar í sínu landi. Ofangreind málefni vora meðal þess sem unnið var með á alþjóðlegri ráðstefnu ungmennahreyfinga Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans í Svíþjóð í lok júlí. Ráðstefnan gekk undir nafninu „Youth Power“ en þar vora komin saman 500 manns frá 120 ríkjum hvaðanæva úr heim- inum. Tilgangurinn var að ræða um hlutverk ungs fólks í hreyfingunni og hvað við hugsanlega gætum lagt til málanna. Ungu meðlimir hreyfingar- Genfarsamningarnir Látum mannúð og virðingu fyrir náung- anum, segir Inga Þórðardóttir, vera okkar vopn á næsta árþúsundi. innar era nefnilega framtíð hennar. Markmið ráðstefnunnar var að sýna fram á getu, þekkingu, reynslu og skuldbindingu ungs fólks í mannúð- arstarfi og hvetja ungt fólk til að láta rödd sína heyrast. Hreyfingin í heild sinni er að kljást við vandamál nútímans með bætta framtíð að leiðarljósi. Starf RK er heldur ekki, og á ekki að vera, að finna sökudólga. Starfíð er fyrst og fremst fólgið í því að veita fórnarlömbum vopnaðra átaka al- hliða aðstoð og fyrirbyggja frekari þjáningar. Ungmennahreyfing RK, og hin næsta ráðandi kynslóð, vill horfa fram á veginn. Því er nauðsyn- legt fyrir ungt fólk að taka afstöðu strax og ákveða hvernig best er að vinna að varanlegum friði. Varanleg- ur friður skapast ekki með einni kynslóð. Því verðum við, unga fólkið, að halda áfram því friðarstarfi sem kynslóðin á undan okkur lagði grunninn að, ekki síst með Genfar- sáttmálanum. Það gerum við best með því að upplýsa okkur sjálf og komandi kynslóðir um tilgang sátt- málans og ekki síður þær þjáningar sem á undan fylgdu. Þeir sem ekki kunna söguna era dæmdir til að endurtaka mistökin. Það vill enginn stríð en ef við höldum ekki á lofti, og minnum á, þeim stórkostlega og mikilvæga árangri sem náðist með Genfarsáttmálanum þá eru komandi kynslóðir dæmdar til að falla í sömu gryfjuna; líklega með mun grimmari útkomu en áður hefur þekkst. Lát- um mannúð og virðingu fyrir náung- anum vera okkar vopn á næsta ár- þúsundi. Mannúð er málið. Höfundur er fyrrverandi verkefna■ sljóri og sjálfboðaliði Ungmenna- hreyfingar Rauða kross Islands. þjóðaráði Rauða krossins falið að fylgjast með að samningarnir séu virtir af þeim ríkisstjómum sem hafa undirritað þá og eiga þátt í átökum. Starfsmenn Alþjóðaráðs Rauða krossins heimsækja stríðsfanga og fangelsi þar sem granur leikur á að mannréttindabrot séu framin. AI- þjóðaráðið starfrækir einnig leitar- þjónustu sem hefur það að mark- miði að sameina aftur fjölskyldur og ættingja sem hafa orðið viðskila vegna átaka. Merki Rauða krossins er alþjóðlega vemdað tákn sem hef- ur lagalega sérstöðu í hverju því ríki sem hefur skrifað undir Genfar- samningana. Landsfélög Rauða krossins í 175 löndum taka þátt í þessu starfí. Sendifulltrúar Rauða kross íslands hafa á undanfömum árum heimsótt fanga, hjúkrað særðum og dreift mat til óbreyttra fómarlamba stríðs í löndum eins og Sierra Leone, Súd- an, Afganistan, Georgíu og Rúanda. Með aðstoð stjómvalda og velvilj- aðs fólks víða um land hefur Rauði kross Islands aðstoðað við móttöku flóttamanna, nú síðast frá Kosovo. Á þennan og margvíslegan annan hátt hafa íslendingar lagt sitt af mörkum til að draga úr hryllingi stríðsátaka. Ófriður á heimaslóðum Þó að félagar og stuðningsmenn Rauða kross Islands megi réttilega vera stoltir af framlagi sínu til að lina þjáningar á erlendri grand er engin ástæða til að láta þar staðar numið. Stríð er versta mynd ofbeld- is en ekki sú eina. Hrottaskapur á götum Reykja- víkur er engu betri en sams konar glæpur sem er framinn í stríði í Af- ríku. Árlejga verða milli þrjú og níu prósent Islendinga fyrir einhvers konar ofbeldi, bæði á heimilum sín- um og annars staðar. Samkvæmt gögnum lögreglu og sjúkrahúsa era líkamsmeiðingar, einkum í grennd við skemmtistaði, daglegur viðburð- ur í orðsins fyllstu merkingu. Það hlutverk sem Rauði krossinn hefur haft við eftirlit með því að mannúðarlögum sé fylgt á stríðs- tímum gerir okkur betur meðvit- andi um ofbeldisverk heima fyrir. Á þessu ári stendur Rauði kross Is- lands fyrir átaki „Gegn ofbeldi". Á næstunni munum við nota hvert tækifæri til að vekja fólk til um- hugsunar um ofbeldisvandann, meðal annars með því að bjóða mönnum að þrykkja handarfar sitt á stóra léreftsdúka. Á þessum tímamotum er þrátt fyrir allt ástæða til að óska heims- byggð allri til hamingju með hálfr- ar aldar afmæli Genfarsamning- anna. Við Islendingar þurfum áfram að axla þá ábyrgð að vinna að framþróun mannúðarlaga í al- þjóðlegu samhengi. En kveikjan að því alþjóðlega regluverki sem nú er til um hegðan á vígvelli varð til af því að einum manni ofbauð ofbeldi sem hann varð vitni að á Ítalíu. Hann fann til ábyrgðar og fram- kvæði hans leiddi til stofnunar mestu mannúðarsamtaka í heimi. Munum það næst þegar við lesum frétt um nauðgun eða barsmíð hér heima að við hvert og eitt beram persónulega ábyrgð, því mannúðin hefst heima. Höfundur er formaður Rauða kross Islands. Súrefaisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía EINFALT ■ AUÐVELT ■ HANDHÆGT 0DEXION APT0N SMÍÐAKERFI -Sniðið fyrir hvern og einn SINDRI -Þegar byggja skal meö málmum Faxið til okkar hugmyndir og við sendum ykkur verðtilboð. Borgartúni 31 • 105 Rvík • sími 575 OOOO • fax 575 0010 • www.sindri.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.