Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 68
K58 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM • I UTSOLULOK KR I l\l G LUNNI - S: 5 5 3 5 1 1 1 ELIA Kazan faðmar kollega sinn Martin Scorsese eftir að hafa fengið heiðursóskarinn. MARLON Brando og Eva Marie Saint f mynd Kazans On the Wnterfront frá 1954. Átti óskarinn skilinn LEIKSTJÓRINN Elia Kazan fékk sem kunnugt er heið- ursóskarinn í ár fyrir ævifram- lag sitt til kvikmynda. Það kom illa við kaunin á mörgum í Hollywood og vakti háværar óánægjuraddir. Kazan segist hins vegar hafa átt verðlaunin skilið því „ég hef leikstýrt öðru- vísi kvikmyndum en allir aðr- ir“; I viðtali við Vanity Fair tíma- ritið talar hinn 89 ára gamli leikstjóri í fyrsta sinn um verð- launin, og segist hafa verið illa við ferðina til Los Angeles þar sem hann tók við verðlaunun- um. Það voru leikstjórinn Mart- in Scorsese og Ieikarinn Robert De Niro sem afhentu honum heiðurs-óskarinn á meðan hinir stjörnum prýddu áhorfendur neituðu sumir að klappa fyrir honum vegna þess að á McC- arthy-tímabilinu kom Kazan upp um kommúnista sem hann vann með á íjórða áratugnum, en á þeim tímum voru meintir kommúnistar á svarta listanum í Hollywood. f viðtalinu segir Kazan að verðlaunaafhendingin hafi ver- ið hálfgerður „sirkus“, en segist jafnframt gleðjast yfir því að hafa fengið óskarinn, því hann hafi átt hann skilinn. „Ég hef leikstýrt mjög sérstökum mynd- um eins og America, America, A Streetcar named Desire, On the Waterfront o.fl. Því meira sem ég sótti í eigin reynslu og eigið líf, þeim mun betri voru myndirnar og því ánægðari var ég með þær.“ Kazan segir að McCarthy- tíminn hafi verið mjög erfiður. „Hann var erfíður fyrir mig og alla aðra, ekki satt?“ ERLENDA R Vilhelm Anton Jónsson fjallar um Surrender, nýjasta geisladisk hljómsveitarinnar The Chemical Brothers. Víðáttunni engar skorðu kemur einhver og syngur smá og þá nær maður örfáum áttum. E.t.v. mætti líkja honum á köflum við slökunartónlist Terry Oldfield að viðbættum danstakti og ögn árás- argjarnari hljóðum. Þetta er alls ekki slæmt og gerir dansinn af- slappaðan og nett þægilegan. Sur- render er ekki ögrandi diskur. Hann er líkari hörpuskel en ígul- keri. Á diskinum er fullt af skemmtilegum hljóðum sem gera hann vel breiðan og marglitan. Ef undirritaður gerist svo djarf- ur að draga út nokkur lög sem hon- um falla hvað best í geð má byrja á lagi númer fimm, sem einhver syngur mjög vel. Lag númer sjö er mjög fallegt. Þar er líka sungið vel og það gerir Hope Sandoval sem er mjög góð. Lag númer ellefu er sungið af Jonathan Donahue úr Mercury Rev, það er líka gott lag. Sem sé: Þetta er diskur sem virkar jafnvel í margmenni sem og í friði og ró. Eins og fram hefur kom- ið er hann ekki mjög ögrandi enda er það alls ekkert lykilatriði í góðri tónlist. Diskurinn hefur eitthvað sem hreyfír við manni og það skipt- ir máli. Tónlist er það fallegasta sem til er af því að hún getur verið allt sem við viljum. Surrender með The Chemical Brothers er mjög fínn diskur. Leikstjórinn Elia Kazan settar HÉR Á eftir fer plötudómur undir- ritaðs um Surrender, nýjustu plötu The Chemical Brothers. Það er ætl- un undirritaðs að fjalla fyrst al- mennt um tónlist og velta vöngum yfir því fyrirbæri, þá verður fjallað betur um plötuna sem slíka og svo loks verður allt draslið tekið saman í einhverja fallega klausu, með ^bleikum borða, í lokin. Það er ósk þess sem þetta ritar að eitthvert gagn og jafnvel gaman geti hlotist af þessu öllu saman. Það verður að segjast að sá sem þetta ritar hefur ekki langa sögu af því að hlusta á The Chemical Brothers. Stöku sinnum hefur hann þó heyrt í þeim á skemmtistað eða einhverju vertshúsinu. Segir það meira um þann sem þetta ritar en þá bræður. Heilt yfir er tónlistin á Surrender einkar lifandi og '^skemmtileg og kveikir hjá manni alltof sjaldgæfa löngun til að dansa og/eða að hreyfa sig á seiðandi hátt í takt við tónlistina og láta dans- bylgjurnar flæða um danssalinn. Diskurinn er settur í spilarann: zzvússzch og búmm ka ka búmm bræðurnir byrja. Tónlistin tekur völdin og hrífur mann með sér á þá staði sem tónlistin ein getur. Raf- magnslandslag með dölum og tind- um, trjám og mosa. Fyrsta lagið þýtur framhjá, svo annað svo það þriðja, fjórða og svo koll af kolli þar tU geislaspilarinn segir: zzvúss og skilar manni aftur upp í rúm. Hvað gerðist á ferðalaginu getur sosum eng- inn sagt til um og það er al- veg öruggt að ferðalagið verður aldrei aftur eins og upplifun hvers og eins sér- stök. Þetta er það sem er skemmtilegt við tónlistina. Ekki bara tónlist The Chemical Brothers, heldur alla góða tónlist. Hún hleypir manni á staði sem enginn annar kemst á. Leyfir okkur að hugsa um það sem við viljum, e.t.v. stingur hún upp á einhverju til að hugsa um eða ýtir undir það sem við höfðum ákveðið og feykir okkur af stað inn í ómæl- isvíddina sem hugsanir eru. Skyndilega áttar maður sig á því að víðáttunni eru engar skorður sett- ar. Ekkert er rétt og ekkert er rangt. Málverkið er alveg ómálað. Við getum flotið um í tónlistinni á jafnmarga vegu og rafboðin sem búa hana til eru mörg, milljón- skrilljón-seintsilljón. Það eru engir vegir á bílaplaninu eða í túninu heima. Allir eiga sinn stað í tónlist- inni sem þeir geta farið á og þangað ratar enginn annar því engir vegir eða slóðar eru til að fylgja. Og þá að hinum EB-staðlaða plötudómi. Diskurinn er góð heild, svo góð að maður veit ekki fyrr en hann er kominn í fjórða eða fimmta lag, sjö- unda eða áttunda. Stöku sinnum Órafmögn- uð Sál SÁLIN hans Jóns míns heldur óraf- magnaða tónleika í Loftkastalanum í kvöld og marka þeir lok tveggja vikna tónleikarispu sveitarinnar. Þetta er í íyrsta skipti sem sveitin heldur órafmagnaða tónleika og verður hljóðfæraskipan nokkuð óhefðbundin og m.a. leikið á marimbu, víbrafón, tabla, harmoníku, sítar og kontrabassa. Einnig verða frumflutt tvö ný lög sem voru samin sérstaklega með tónleikana í huga. Tónleikarnir eru haldnir af Síman- um GSM í tilefni af fimm ára afmæli þeirra og eru tónleikar Sálarinnar í kvöld íyrsti liðurinn í fimm daga af- mælisdagskrá. Engir miðar verða seldir við innganginn en hægt er að nálgast þá á vefslóðinni gms.is. Tón- leikarnir hefjast kl. 22.30. Bragarbót í Kaffileik- húsinu ÞJÓÐLAGAHÓPURINN Bragar- bót heldur þriðju tónleika sína í Kaffileikhúsinu í kvöld en hópurinn flytur íslensk þjóðlög að hætti for- feðra okkar. Fimmundarsöngvarnir íslensku og stemmurnar eru flutt án undirleiks en önnur lög eru flutt með hljóðfæraslætti. í Bragarbót eru Kristín Á. Ólafsdóttir, söng- og leik- kona, Ólína Þorvarðardóttir, kvæða- kona og þjóðfræðingur, KK farand- söngvari og Diddi fiðla tónlistarmað- ur. Auk tónleikanna er þjóðlegum fróðleik skotið inn í dagskrána, bæði um lögin og tilurð þeirra en ekki síst um hljóðfærin og þeirra sögu. Tón- leikamir hefjast kl. 21. Djass á Akureyri JÓEL Pálsson saxófónleikari heldur tónleika í Deiglunni á Akureyri í kvöld og flytur haxm efiii af plötu sinni, Prím. Auk Jóels koma fram þeir Hilm- ar Jensson á gítar, Eyþór Gunnarsson á píanó, Þórður Högnason á kontra- bassa og trommar- amir Einar Schev- ing og Matthías Hemstock. Jóel hefur nýver- ið gert samning við hina þekktu útgáfu Naxos og verður Prím endurútgefin í október í 40 löndum. Jóel var íyrsti saxófónleikarinn sem útskrifaðist frá Tónlistarskóla FÍH árið 1992 og tveimur ámm síðar útskrifaðist hann með BM-gráðu frá Berklee-tónlistar- háskólanum í Boston með hæstu ein- kunn. Hann hefur verið virkui- í ís- lensku tónlistarlífi, leikið á fjölda hljómplatna, haldið fjölda tónleika og hann var valinn blásturshljóðfæra- leikari ársins 1998. Tónleikarnir í kvöld verða endur- fluttir í Kaffileikhúsinu næstkom- andi sunnudagskvöld og mun þá Sig- urður Flosason saxófónleikari verða sérstakur gestaspilari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.