Morgunblaðið - 12.08.1999, Page 52
~á&2 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
INGIBJÖRG
:i HALLDÓRSDÓTTIR
+ Ingibjörg Hall-
dórsdóttir
fæddist á Akureyri
29. október 1906.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Hlíð á
Akureyri 3. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Rósfíður
Guðmundsdóttir, f.
8.10. 1876, d. 29.1.
Jt 1969 og Halldór
Halldórsson, söðla-
smiður á Akureyri,
f. 9.10. 1878, d. 2.9.
1964. Systkini Ingi-
bjargar voru: Guðrún, Stefán
og Lára María og er hún nú ein
á lífi þeirra systkina. Ingibjörg
giftist 25.4. 1931 Magnúsi
Bjarnasyni, skipasmíðameist-
ara á Akureyri, f. 30.12. 1900,
d. 8.12. 1992. Börn þeirra eru:
1) Guðrún, gift Jóni Svein-
björnssyni og eiga þau fimm
börn, Sveinbjörn, Þórunni
Bergþóru, Magnús Bjarna,
Halldór og Ingi-
björgu. 2) Hallfríð-
ur Bryndís, gift
Arnari Daníelssyni
og eiga þau ijögur
börn, Magnús Við-
ar, Ingibjörgu,
Gunnhildi og Bryn-
dísi. 3) Áslaug Ingi-
björg, gift Ragnari
Haraldssyni og
eiga þau einn son,
Gunnar. 4) Bjarni
Halidór, sem á tvö
börn, Helenu og
Baldur. Barnabörn
Ingibjargar og
Magnúsar eru 12 og barna-
barnabörnin 19.
Ingibjörg rak um skeið versl-
unina Björk á Akureyri og tók
virkan þátt í mörgum félögum á
Akureyri. Hún var sæmd ridd-
arakrossi fyrir félagsstörf árið
1982.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Það eru liðin nær 46 ár síðan ég
“%ynntist tengdaforeldrum mínum,
þeim Ingibjörgu Halldórsdóttur og
Magnúsi Bjamasyni sem bjuggu í
Strandgötu 17 á Ákureyri og langar
mig að minnast þeirra nokkrum
orðum. Mikið jafnræði var með
þeim hjónum, Ingibjörg var lagleg
kona, hispurslaus, glaðlynd og fé-
lagslynd og hafði skilning á því sem
skipti máli í samskiptum manna.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá gamla
Gagnfræðaskóla Akureyrar, sem
skömmu síðar nefndist Menntaskól-
Uhn á Akureyri, og fór síðan til
Kaupmannahafnar þar sem hún
stundaði nám í hússtjórnarfræðum.
Hún var mjög vel máli farin og hafði
gott vald á erlendum málum. Magn-
ús var fremur dulur maður og flík-
aði ekki tilfinningum sínum. Hann
var verkmaður í besta skilningi þess
orðs og naut mikillar virðingar og
tiltrúar fyrir fagmennsku og glögg-
skyggni. Hann var skipasmíða-
meistari og var um tíma fram-
kvæmdastjóri og meðeigandi Drátt-
arbrautar Akureyrar. Hann var
skipaskoðunarmaður og síðar skipa-
eftirlitsmaður fyrir allt Norðurland
í nær fjörutíu ár og auk þess skipa-
og tjónamatsmaður fyrir vátrygg-
ingafélög og Samábyrgð íslands á
fiskiskipum. Þeim störfum sinnti
hann fram á tíræðisaldur. Þau Ingi-
björg og Magnús ólust upp við
Strandgötuna á Akureyri. Ingibjörg
var dóttir hjónanna Rósfríðar Guð-
mundsdóttur sem ættuð var úr
Skagafirði og Halldórs Halldórs-
sonar söðlasmiðs ættaðs úr Svarfað-
ardal en Magnús var sonur hjón-
anna Guðrúnar Magnúsdóttur frá
Fagraskógi og Bjama Einarssonar,
skipasmíðameistara og skipaskoð-
unarmanns, ættaðs úr Borgarfirði.
Þau Ingibjörg og Magnús giftust
árið 1931 og bjuggu ásamt foreldr-
um Magnúsar í Strandgötu 17. Ingi-
björg annaðist þar stórt heimili
ásamt tengdamóður sinni því að
Bjami rak þar skipasmíðaverkstæði
og stundaði útgerð og sá um póst-
flutninga á sjó fyrir Norðurlandi og
hafði marga menn í þjónustu sinni.
Ingibjörg reyndist tengdamóður
sinni mikil hjálparhella í veikindum
hennar en hún dó 1951. Auk þess
rak Ingibjörg um árabil veslunina
Björk á Akureyri og sinnti mörgum
félagsstörfum.
Eins og áður getur var Ingibjörg
afar félagslynd kona og afkastamik-
il í félagsstörfum. Hún tók þátt í
starfi ýmissa félaga og var ósjaldan
valin í stjóm þeirra. Hún var einn af
stofnendum Kvenskátafélags Akur-
eyrar, hún var lengi í stjórn kvenfé-
lagsins Framtíðarinnar og beitti sér
þar fyrir byggingu Hjúkmnarheim-
ilisins Hlíðar og sat lengi í stjóm
þess. Hún var ein af stofnendum og
átti lengi sæti í stjórn Zonta klúbbs
Akureyrar og átti virkan þátt í að
Nonnahúsið á Akureyri var gert að
safni. Hún var í Oddfellowreglunni
og sótti þing reglunnar víða um
land. Ingibjörg var pólitísk kona í
góðum skilningi þess orðs og taldi
sig best geta sinnt félagslegum
áhugamálum sínum í Sjálfstæðis-
flokknum. Hún var t.d. lengi fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í framfærslu-
nefnd Akureyrarbæjar og vann þar
merkt starf. Ingibjörg skipulagði
orlofsdvöl húsmæðra og kynntist
þar konum af öllu landinu. Hún var
sæmd riddarakrossi hinnar íslensku
fálkaorðu árið 1982 íyrir störf að fé-
lagsmálum.
Þegar þau Ingibjörg og Magnús
komu í heimsókn til okkar í Reykja-
vík kynntist ég hve ættrækin og
vinaföst hún var. Þau hjónin héldu
tryggð við brottflutta Ákureyringa
og eins vora þau mjög gestrisin
heim að sækja. Akureyrarferðir
okkar voru fastur liður á hverju
sumri og eftir að börn okkar uxu úr
grasi fóru þau oft ein til afa og
ömmu á Akureyri og nutu þess að
tala við þau og fræðast um gamla
daga. Ingibjörg lifði Magnús í tæp
sjö ár en hann dó eftir stutta sjúk-
dómslegu árið 1992 og urðu þá mikil
skil í lífi hennar. Hún dvaldist síð-
ustu árin á Elliheimilinu Hlíð og þar
dó hún aðfaranótt 3. ágúst sl. Það
vora forréttindi að fá að kynnast
þeim Ingibjörgu og Magnúsi. Guð
blessi minningu þeirra.
Jón Sveinbjörnsson.
Kynslóðaskipti eiga sér yfirleitt
stað án þess að þeim sé veitt sér-
stök athygli. Með fæðingu barns og
andláti aldraðrar manneskju er þó
minnt á þau þar sem hver og einn
fær nýtt hlutverk eða stöðu. Með
andláti ömmu okkar, Ingibjargar
Halldórsdóttur, er lokið tilvist heill-
ar kynslóðar í fjölskyldu okkai' en
minning hennar lifir áfram.
Amma og afi höfðu verið gift í ríf-
lega 61 ár þegar afi andaðist 8. des-
ember 1992. Alla sína hjúskapartíð
bjuggu þau í sama húsinu að
Strandgötu 17 á Akureyri. I æsku
nutum við þess að heimsækja þau
eða fá þau í heimsókn til Reykjavík-
ur. Einkum vora þó skemmtileg og
gefandi samskipti við þau eftir því
sem við urðum eldri. Atburðir frá
liðinni tíð urðu lifandi við að heyra
þau rifja upp sögur. Það var aug-
ljóst að þau höfðu átt góða og við-
burðaríka ævi. Þau vora samrýmd
en gættu sín þó greinilega á að
halda sjálfstæði sínu og skyggja
ekki hvort á annað. Þannig sinnti
amma fjölmörgum áhugamálum
sínum tengdum félagsmálum og
mannúð og var oft valin til forystu á
þeim vettvangi. Einkennandi var
fyrir ömmu að hún var skemmtileg
og hamingjusöm og öfundaði engan.
Hún var eindregin en oft óvægin í
afstöðu sinni til stjómmála og
stjómmálamanna og fylgdist grannt
með fréttum og gangi heimsmála.
Amma lærði matseld í Danmörku á
yngri áram og tóku henni fáir fram
á því sviði. Áreynslulaust töfraði
hún fram góðan mat og var þá ekki
bundin við gömul gildi í því sam-
bandi. Það kom meðal annars í ljós
hve amma var opin fyrir nýjungum
þegar hún, þá á níræðisaldri, óskaði
eftir að fá uppskrift að spænskum
rétti sem henni líkaði. Hún var
einnig listamaður þegar kom að pí-
anóinu en á það hafði hún unun að
leika.
Amma var dugleg og heilsu-
hraust allt til loka síðasta áratugar
er hún þurfti að gangast undir al-
varlega skurðaðgerð. Hún náði sér
þó fljótt og var sérstaklega gaman
að heimsækja þau afa á síðasta ári
þeirra á Strandgötunni. Þá vorum
við systkinin stödd fyrir norðan og
áttum ógleymanlega helgi þar sem
amma og afi léku á als oddi. Við
minnumst þeirra eins og við sáum
þau þar en afi dó stuttu síðar.
Amma hélt sínu félagsstarfi áfram á
hjúkranarheimilinu Hlíð meðan
heilsan leyfði. Síðustu misserin
vann ellin bug á ömmu og að vissu
leyti finnst okkur nú að hún sé ná-
lægri en fyrir fáeinum vikum.
Við kveðjum ömmu með virðingu
og þakklæti fyrir ómetanleg kynni.
Bl
oma
búSi
m
öarðskom
v/ UossvogsUirUjwgarð
S(mi. 554 0500
jLiiixxxxxixxxxxxr;
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfisdrykkjur
Scxxx
P E R L A N
Sími 562 0200
xxxxxxxxxxxx
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Svemr Olsen, Svenir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
ESTER
ÁSGEIRSDÓTTIR
+ Ester Ásgeirs-
dóttir fæddist
27. desember 1916.
Hún lést á Akranesi
1. ágúst síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Akranes-
kirkju 10. ágúst.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi,
Hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin,semþighingað
leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar,
Drottinn vakir
dagaognæturyfirþér.
(Sig. Kr. Pétursson.)
Elsku mamma mín.
Mig langar að skrifa nokkur
minningarorð um þig en það er af
svo mörgu að taka. Þú varst alltaf
tilbúin að gera allt fyrir okkur börn-
in. Þú varst mjög dugleg og ósér-
hlífin. Það er mikil breyting að
heyra ekki frá þér lengur, við töluð-
um saman í síma flesta daga meðan
þú hafðir heilsu eða alveg fram í
miðjan júní. Þú varst orðin of veik
til að hringja sjálf. Þú fylgdist alla
tíð mjög vel með öllum barnahópn-
um. Þú hafðir mjög gaman að fara í
bíltúr og út að borða. Og þegar við
fóram með þig í Grandarfjörð, þeg-
ar Snævar og Heiða fóra að búa
þar, varst þú ekkert
eftir þig þrátt fyrir
langa ferð. Og engin jól
voru án þín. Þú skiptist
á að vera hjá okkur
systkinunum og fórst
líka til Sigga og Benna,
allir jóladagamir vora
upppantaðir hjá þér.
Eg ætla ekki að vera
með langa upptalningu
því það var ekki þér að
skapi. Þú áttir oft erf-
iðar stundir, þurftir
mikið að hafa fyrir líf-
inu en kvartaðir aldrei
þrátt fyrir þína lömun
og þann sjúkdóm sem dró þig til
dauða. Mig langar að þakka starfs-
fólkinu á Dvalarheimilinu Höfða og
B- og A-deild Sjúkrahúss Akraness
fyrir mjög góða umönnun.
Allar stundir okkar hér
er mér Ijúft að muna,
fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
Þín dóttir,
Svanhildur.
Mig langar til að skrifa þér fáein-
ar línur, elsku mamma mín. Mér er
efst í huga þakklæti fyrir það að
hafa tekið mig í fóstur tveggja mán-
aða gamla og komið mér til manns.
Þú stóðst ein með þín þrjú börn, en
tókst mig samt að þér, það hefðu
ekki allir gert. I mínum huga varst
þú hetja, ég missti heilsu en þú
hafðir alltaf opnar dymar fyrir mér.
Guð blessi þig, elskan mín.
' Þín
Stefanía.
Elsku amma!
Nú er komið að kveðjustund.
Það er erfitt að setjast niður og
reyna að skrifa tilfinningar sínar
um svo ástkæra ömmu sem þú varst
og munt ávallt vera í hjarta mínu og
okkar allra. Þegar ég rifja upp okk-
ar samband sem alltaf hefur verið
gott frá því ég man eftir mér, era
mér efst í huga stundirnar í
bernsku minni þegar ég fékk að
gista hjá þér og Deddý á Skaga-
brautinni, þú dekraðir svo við mig,
grillaðir þínar bestu kótilettur á
mínútugrillinu þínu þótt ekki væri
matartími heldur vel liðið á kvöldið
og hef ég aldrei fengið jafn góðar
kótilettur hvorki fyrr né síðar. Og í
þá daga þekktist ekki að fá að horfa
á sjónvarpið langt fram á kvöld, en
það var nú annað hjá þér, við horfð-
um saman langt fram á kvöld á
kúrekamyndir og góðar drama-
myndir sem þér fannst svo
skemmtilegar. Svo fluttust þið
Deddý á Einigrundina og ekki var
nú verra að koma til ykkar þangað
og dvelja hjá ykkur yfir helgi eða
bara kíkja inn í mjólk og kökur,
kíkja í bækumar hjá þér sem voru
ekki svo fáar og þá aðallega stelpu-
bækur um ástir og ævintýri sem þú
áttir nóg af. Svo fór ég að eldast en
alltaf var hægt að koma til ömmu og
spjalla um hitt og þetta. Elsku
amma, eftir að við fluttumst til
Reykjavíkur höfum við reynt að
halda sambandinu þó að oft hafi það
Við munum leitast við að koma þeim
fróðleik og þekkingu sem okkur
áskotnaðist hjá ömmu og afa áleiðis
til afkomenda okkar.
Systkinin frá Ártúnsbrekku.
Núna þegar amma er dáin fer ég
óneitanlega að rifja upp gamla
tíma. Við fórum alltaf til Akureyr-
ar á sumrin þegar ég var krakki og
þá var gist hjá ömmu og afa á
Strandgötunni. Seinna var ég svo
heppin að fá að kynnast ömmu og
afa betur þegar ég var búsett á
Akureyri í tvo vetur. Eg var dag-
legur gestur á Strandgötunni. Þá
voru þau bæði komin yfir sjötugt
og gáfu sér góðan tíma að rifja upp
og segja frá liðnum tímum. Það
var með ólíkindum hvað þau
mundu og það var eins og maður
væri komin 50 ár aftur í tímann
þegar þau sögðu frá, þetta var svo
lifandi og skemmtilegt. Afi var
einn af fyrstu mönnum sem eign-
aðist bíl á Akureyri og voru sög-
urnar af ferðum þeirra fyrstu árin
á bílnum ævintýralegar.
Einhvem veginn er sú ferð sem
ég fór til þeirra fyrir nákvæmlega
sjö áram mér minnisstæðust. Þá fór
ég með mína fjölskyldu og það kom
ekki annað til greina en að við gist-
um hjá afa og ömmu í Strandgöt-
unni. Þau vora svo innilega ánægð
með lífið á þessum tíma. Amma var
nýkomin heim af spítala eftir erfiða
legu og afi var svo stoltur og
ánægður með þann sigur sem unn-
ist hafði, af fá hana heim aftur.
Þetta var yndislegur tími, þau Ijóm-
uðu af ánægju með að vera saman á
ný og að geta spjarað sig. Eftir
þetta fór að halla undan fæti, afi lést
um veturinn og amma fór á elli-
heimilið og var þar síðan.
Amma var reffileg kona. Hún var
meðalmanneskja á hæð, bláeyg og
með fallegt hár. Hún hugsaði mikið
um húðina á sér og var oft að vara
okkur við að vera ekki of mikið í sól-
inni. Hún hefur verið langt á undan
sinni samtíð hvað það varðai’. Hún
var mikil félagsvera, hafði gaman af
fólki og að umgangast fólk.
Svona vil ég muna þau ömmu og
afa, hress og kát og við að rifja upp
gamla tíma, þá vora þau í essinu
sínu. Þetta er dýrmæt minning sem
ég geymi.
Blessuð sé minning þín, amma
mín.
Þórunn Bergþóra Jónsdóttir.
verið í gegnum síma, en alltaf var
ánægjulegt að heyra í þér eða koma
til þín upp á Höfða eftir að þú flutt-
ist þangað upp eftir. Alltaf varstu
tilbúin að sýna okkur alla handa-
vinnuna þína sem þú varst að mála
eins og sannur listamaður, dúka,
svuntur og fallegar myndir sem þú
gafst okkur bamabörnum og bama-
barnabömum í jólagjöf; geyma
þessir munir fallega minningu um
þig. Mikið sem við voram glöð og
ekki síst fermingarbamið hún
Berglind þegar þú gast komið í
fermingarveisluna hennar síðastlið-
ið vor. Þú varst svo hress og spræk
og lékst á als oddi, engum datt í hug
þá að ekki væri lengra eftir en raun
bar vitni. En nú vitum við að þú hef-
ur það gott í öðram heimi hjá ást-
vinum sem era horfnir yfir móðuna
miklu. Elsku amma, ég gæti skrifað
um þig og samvera okkar í alla nótt
og mikið lengur, en það sem ekki er
sagt með orðum geymist vel í hjarta
mér.
Ég, Óli, Berglind og Gísli Þór
kveðjum þig okkar hinstu kveðju og
þökkum þér fyrir allt og allt.
Guð geymi þig, elsku amma.
Þín nafna,
Guðborg Ester Ómarsdóttir.
Handrit afmœlis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.