Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 29
ERLENT
Filippus
biðst af-
sökunar
FILIPPUS drottningarmaður á
Englandi hefur beðist afsökunar
á orðum sem hann lét falla í
heimsókn í rafmagnsfyrirtæki
um að illa frágengið rafmagns-
öryggi liti út eins og „Indverji
hefði sett það í“. í yíirlýsingu
frá Buckinghamhöll sagði að
Filippus viðurkenndi, eftir á að
hyggja, að þessi orð hefðu verið
óviðeigandi, þótt þau hefðu átt
að vera grín. Drottningarmað-
urinn hefur áður móðgað Ung-
verja, Kínverja og Skota með
óvarlegum ummælum.
Viagra
niðurgreitt
ALLT að fjögur þúsund fyrr-
verandi hermenn í Ástralíu, sem
þjást af getuleysi vegna stríðs-
sára munu fá niðurgreitt getu-
leysislyfið Viagra. Að sögn
stjórnvalda geta fyrrverandi
hermenn fengið fjóra skammta
af lyfinu fyrir sem svarar um
150 krónur, en á almennum
markaði myndu fjórir skammtar
kosta um 3.800 krónur. Niður-
greiðslur á Viagra munu kosta
áströlsk stjórnvöld um 190 millj-
ónir króna á ári. Samtök fyrr-
verandi Víetnamhermanna í
Ástralíu höfðu barist fyrir því að
fá þessar niðurgreiðslur á þeim
forsendum að bætt kyngeta
gæti dregið úr hættu á sjálfs-
morðum meðal fyrrverandi her-
manna.
Jarðskjálfti
í Tókýð
VÆGUR jarðskjálfti, er mæld-
ist 4,2 á Richter, skók Tókýó,
höfuðborg Japans, og nágranna-
borgina Yokohama í gær. Engar
fregnir bárust af manntjóni,
meiðslum eða skemmdum.
Skjálftinn var þó nægilega mik-
ill til að rúður nötruðu og háhýsi
í Tókýó svignuðu. Upptök
skjálftans voru undir Tókýóflóa.
Aukin rudda-
mennska
KURTEISI á vinnustöðum hef-
ur farið minnkandi undanfarin
tíu ár, að því er fram kemur í
niðurstöðum nýrrar rannsóknar
sem gerð var við viðskiptadeild
Háskólans í Norður-Karólínu í
Bandaríkjunum. Karlar og kon-
ur verða jafnmikið fyrir barðinu
á ókurteisi vinnufélaga sinna, en
karlar eiga upptökin að rudda-
mennsku í 70 prósentum tilvika.
»lý fuU
l§8fj§3S|||
mBmmSm I
K , ' ' -
Framfarir með tækni
s í m i
h e i m a s í ð a
Hjá mörgum eru fegurð og notagildi
tvö aðskilin hugtök.
Við getum einfaldlega ekki skilið þau að!
í/on/slii« ni/rri iihl!
HEIMILISLÍHÐ HEFUR SJALDAN VERIÐ
EINS FJÖRUGT OG EINMITT NÚNA.
Útsala 22. júlí -14. ágúst • Minnst 15% afsláttur.
habitat Heima er best.