Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ______LISTIR___ Framúrstefna unga fólksins KÍM.IST I ðnó FRAMTÍÐARTÓNLEIKAR Atli H. Sveinsson: fslenzkt rapp (rondo fantastico VII); Gunnar A. Kristinsson: Sextett f. blásara og pí- anó; Hlynur A. Vilmarsson: Roto con moto; Preludia & fuga; Áki Ásgeirs- son: Tíst[?]; Gunnar Benediktsson: Þönk þrímóðins. 4 pásuskizzur eftir Á. Á. Tónlistarmannahópurinn „Atonal Future": Berglind M. Tómas- dóttir, flautur; Kristín M. Gunnars- dóttir, klarínett/b.klar.; Ingólfur Vil- hjálmsson, klarínett/b.klar.; Gunnar Benediktsson, óbó/{(jembe/geislaspil- ari; Gunnar A. Kristinsson, hljóð- gervill; Hlynur A. Vilmarsson, slag- verk/píanó; Áki Ásgeirsson, þrí- horn/rafbassi; Silja B. Baldursdóttir, píanó; Stefán J. Bernharðsson, horn; Snorri Heimisson, fagott. Þriðjudag- inn 10. ágúst kl. 20:30. „TÓNLAUS framtíð“ virðist nú þegar komin til að vera. Kammer- hópurinn sem gerði allt vitlaust á fyrstu tónleikum sínum í Iðnó í júlí í fyrra, sneri á þriðjudagskvöldið var grimmilega aftur, með nokkrum mannaskiptum þó, og það var eins og fyrri daginn - húsið tróðst út úr dyrum af áhugasömum áheyrend- um, svo að maður prísaði sig sælan fyrir að ekki skyldi hafa kviknað í. Verkaskráin var, að undanskildu 7. „rappi“ Atla Heimis, í þetta sinn alfarið eftir tónskáld hópsins. En hvort tveggja var óbreytt sem fyrr, vönduð spilamennska og heillandi - manni liggur við að segja heilbrigð- ur, ef þá ekld beinlínis lífsnauðsyn- legur - hæfíleiki til að taka sjálfan sig ekki allt of hátíðlega. Hið síðara væri vissulega til bragarbóta ef fyr- irfyndist í jafnríkum mæli á öðrum tónlistarhátíðum framsæknum. En kannski er þetta þrátt fyrir allt það sem koma skal, ef marka má að- streymi og eldheitan áhuga tónleika- gesta. Enda ærið framboð af húmor- sneyddri nútímatónlist annars stað- ar, og aðsóknin eftir því dræm. Tónleikaskráin var í þetta sinn fáorð í meira lagi og greindi hvorki frá verkum né höfundum, er titlum og nöfnum sleppir. Hvort kvittur um að hópurinn hefði, ólíkt í fyrra, ekki fengið styrk frá borginni nú, hafí spilað þar inn í, skal ósagt látið, en ekki kom það þó niður á flutn- ingsgæðum, sem voru með bezta móti. Fyrst var íslenzkt rapp (rondo fantastico VII) eftir Atla Heimi Sveinsson, sem mann rámar í að hafa annaðhvort heyrt áður ellegar annað rapp hans í svipuðum stíl, þ.e. í kvæðamannarytmanum góðkunna og m.a. ísprengt hrópuð- um lausavísuinnskotum ferskeytt- um. Þessi nýja fagurtóngrein Átla ætlar að verða líkleg til víðfeðmra vinsælda ekki síður en Kvæðið um fuglana, enda verkið fjörugt og fyndið. Þar á eftir og milli annarra verka var skotið inn örverkunum „Rump“, „Sjúsk“, „Hmmm“ og „Rím“ eftir Áka Ásgeirsson, er hljómuðu út úr grænlýstum glugga undir sviði mönnum tíl óblandinnar skemmtunar, þrátt fyrir takmark- aða tímalengd og áhöfn, 2-3 hljóð- færaleikara, og settu skemmtilegan rondó-blæ á tónleikana í heild. Góður svipur var af Sextett Gunnars Andreasar Kristinssonar fyrir 5 blásara og píanó, sem byggði á þrítóna krómatísku frumi en reyndist samt furðufjölbreytt að áferð. Fór verkið ýmist í líðandi hljómfærslur, iðandi mínímölsk þrástef, höfugan „Kóral“, Weillsku- legan sorgarvals eða, undir lokin, í fjörugan „alla Turca“ 9/8 takt (2-2- 2-3). Enn sterkari mínímalskur svipur var af tveim verkum Hlyns Aðils Vilmarssonar, „Roto con moto“ og „Preludia & fuga“, sem náðu engu að síður að halda athygli vegna and- stæðuinnslaga, þótt stundum væru ekki seinna vænna. Fúgan stóð, burtséð frá einni gegnfærslu og stef-ítrekun síðar meir, þó varla undir því nafni hvað efnisvinnslu varðar. Áki Ásgeirsson átti allskemmti- legt rapsódískt en ónafngreint verk sem nefna hefði mátt „Tíst“ (nótna- skriftartáknmynd fyrir lögreglu- blístru sýndist standa í heitis stað í tónskrá), þar sem á skiptust líggj- andi blásarahljómar, „samplaðir" effektar frá tóngervli á við fuglatíst, lúðrasveitarlummur og rómantískar samtalsslitrur úr hollývúddmynd- um, ásamt bylmandi trommuslátt- arinnskotum. Verkinu lauk með kostulegri uppákomu er hófst utan úr sal í líkamningi aðaltruflunar- valds vorra tíma, tísti úr farsíma. Tístið barst síðan í fjölkóraútfærslu úr hátölurum, blandaðist þar á eftir fuglakvaki og fjaraði loks út í blá- enda með orðunum fleygu „Lesið inn skilaboð eftir að tístið heyrist." Var þessu öllu afar vel tekið. Síðast á skrá var „Þönk þrímóð- ins“ Gunnars Benediktssonar fyrir allan hljóðfæraleikarahópinn, sem eftir hægferðugan inngang í anda innhverfrar íhugunar við suðræna strönd tók á rás í seiðfónkuðum 7/8 takti á djembe-bumbu í höndum óbóleikarans við sama liggjandi grunnhljóm, þar sem hver blásari fékk smá einleikssprett. Eftir öllu að dæma tónlistarblanda sem féll rækilega í kramið, því þó að litlu hefði mátt muna undir lokin að nálgaðist langdrægni, voru undir- tektir áheyrenda stormandi góðar og í funheitu samræmi við kraum- andi hitabeltisandrúmsloft verksins. Ríkarður 0. Pálsson EFTIR að hafa fætt af sér tvær heimsstyrj- aldir, notkun efna- og geislavopna, gereyð- ingu mannvirkja, heilla bæja og borga með manntjóni í milljóna tali, einkum óbreyttra borgara, getum við réttilega nefnt síðast- liðna öld sem öld stríða. En á þessari öld hafa einnig flestir friðarsátt- málar og alþjóðasamn- ingar verið samdir og undirritaðir. Meðal þeirra eru Genfar-sátt- málarnir fjórir sem fagna 50 ára afmæli sínu í dag. Þessir sátt- málar, sem standa sem kjarni alþjóð- legu mannúðarlaganna, eru mikilvægustu al- þjóðlegu gjörningarnir til að vernda réttindi, heiður og virðingu óbreyttra borgara, stríðsfanga og allra þeirra sem særst hafa á tímum vopnaðra átaka. En þrátt fyrir undir- skrifaða friðarsáttmála og falleg fyrirheit lítur ekki út fyrir að friður og öryggi séu í sjón- máli. Atökin halda áfram. Flóttamenn verða stöðugt fleiri. Óbreyttir borgarar særast og þjást; missa heimili sín og fjölskyld- ur. Börn missa foreldra sína og ger- Upprisa í Chicago KviKiviYJvniir Itróhöllin UPPRISA - RESURRECTION ★★ Leiksfjóri: Russell Mulcahy. Hand- ritshöfundur: Brad Mirman. Kvik- myndatökustjóri: Jonathan Freeman. Tónskáld: Jim McGrath. Aðalleikend- ur: Christopher Lambert, Leland Or- ser, Robert Joy, Rick Fox, James Kidnie, Barbara Tyson, David Cronenberg. 110 mín. Kanadísk. Interlight Pictures, 1999. í FJÖLSKRÚÐUGRI af- hrakaflórunni eru raðmorðingjar skýrt afmörkuð tegund með sín ákveðnu einkenni. Sjúkastir sjúkra telja þeir sig gáfaðasta og hafna yfir aðra, jafnt sem lög þeirra og reglur. Vissulega eru þeir gjarnan (og und- antekningarlítið á hvíta tjaldinu) slyngir menn og því stórhættulegir. En hrokinn og sjálfsöryggið er einnig Akkilesarhæll; hluti af sjúku hegðunarmunstrinu er að leiða rann- sóknarmenn á sporið með flóknum tilvísunum sem oftast enda nær því en ætlunin er. Nýja myndin þeirra Christophers Lambert og Russells Mulcahy, sem gerðu Hálendinginn fyrir margt löngu (og hafa gert að ævistarfi að því er virðist, sú fjórða á leiðinni), fjallar um viðskipti lögreglumanns- ins Prudhomme (Lambert) og félaga hans, Hollingworths (Leland Orser), í Chicago, við einkar hugmyndaríkan og fársjúkan fjöldamorðingja (Ro- bert Joy). Hann myrðir fólk og aflimar. Lögreglumennirnir komast smám saman að því að tilgangurinn er trúarlegs eðlis, kauði er að möndla saman nýjan Frelsara úr lík- amshlutunum og páskahátíðin og uppstigningardagur í nánd. Einkenni raðmorðingjamynda upp á síðkastið er slagviðri og sorti; Upprisa er engin undantekn- ing og fer reyndar í smiðju Seven meira en góðu hófí gegnir. Hvað með það, lengi vel halda þeir félag- ar dampi. Atburðarásin sem snýr að morðunum er síst verri en hver önnur, táknin sem dráparinn notar til að leiða yfírvöld á sporið eru lunkin og gott innlegg í annars vanabundna framvindu. Handrits- höfundurinn, framleiðandinn og að- alleikarinn Lambert hefur einnig viljað nota margfalda aðstöðu sína til að sanna fjölhæfni sína sem leik- ari. Fléttar í þráðinn allsendis óþarfri hliðarsögu af ástvinamissi. Þessi tilraun til að dýpka persón- una gefur okkur aðeins tækifæri til að bera fyrir okkur þá staðreynd sem við vissum reyndar fyrir, að maðurinn er lítill leikari. Innleggið til þess eins að varpa spennunni á dreif og skaða heildarmyndina. Þá mála höfundarnir sig smám saman út í horn því endirinn er litlaus eft- ir ágæt tilþrif, svona annað slagið. Aukaleikararnir eru margir hverjir býsna góðir, einkum Orser og Joy, reyndar stendur Barbara Tyson sig líka þokkalega í álappalegu hlutverki eiginkonu Prudhomme. Upprisa er gott myndbandaefni en tæpast nógu rismikil til að standa sig á stóra tjaldinu. Sæbjörn Valdimarsson UMRÆÐAN Með mannúð að leiðarljósi liðin I DAG eru fimmtíu ár frá sam- þykkt Genfarsamning- anna fjögurra frá árinu 1949. Með samningun- um urðu þáttaskil í framþróun mannúðar- laga og verður að telja þá, þrátt fyrir allt, með mikilvægustu lagabálk- um á alþjóðavettvangi. Með samningunum er leitast við að draga úr ómanneskjulegum af- leiðingum styrjalda. Þar sem ekkert bendir því miður til annars en að stríð verði áfram við- varandi þáttur í mann- kynssögunni, verður að Mikilvægi mannúðarlaga Halldór Ásgrímsson halda áfram að gera ráð fyrir þeim og reyna að draga úr hörmulegum afleiðingum þeirra fyrir almenning. I átökunum í Kosovo hefur heims- byggðin enn á ný verið minnt á hvernig óbreyttir borgarar verða fyrir barðinu á stefnu óbilgjarnra valdhafa á borð við Milosevic, forseta Júgóslavíu, sem einskis svífast. Óbreyttir borgarar fórnarlömb Genfarsamningarnir kveða á um vernd fyrir þá sem ekki taka þátt í vopnuðum átökum, þ.á m. stríðs- fanga. Með samningunum er jafn- framt reynt að takmarka með hvaða hætti heyja má stríð. Tillit var tekið til hernaðarsjónarmiða þegar samn- ingarnir voru skrifaðir, þótt mann- úðin væri ávallt höfð að leiðarljósi. Akvæði Genfarsamninganna eiga ekki síður við í dag en fyrir 50 árum. Þeir eru hins vegar barn síns tíma og ganga út frá því að meginhluti vopnaðra átaka sé á milli fullvalda ríkja en ekki ólíkra hópa innan ríkja eins og færst hefur í vöxt á seinni hluta þessarar aldar. Áður fyrr áttu stríð sér stað milli skipulagðra herja fullvalda ríkja með miklu mannfalli hermanna. Nú á tímum eru vopnuð átök í auknum mæli innan ríkja og erfíðara að greina á milli óbreyttra borgara og stríðsaðila. Þessi þróun hefur leitt til þess að níutíu af hundraði þeirra sem deyja af völdum styrjalda í dag eru óbreyttir borgar- ar. Einnig hefur færst í vöxt að börn taki beinan þátt í hernaði með alvar- legum afleiðingum. Reynt var að bregðast við þessari þróun og gera mannúðarlög víðtækari og virkari með því að gera viðbótarbókanir við Genfarsamningana árið 1977. I þeim fólst stórt skref fram á við en huga þarf ennfrekar að þessum málum, sérstaklega að efla gildi mannúðar- laga í innanlandsátökum og að vernda réttindi barna. Mikilvægast er þó ávallt að eftir ákvæðum samn- inganna sé farið. Grundvallaratriði er að reyna að koma í veg fyrir styrjaldir svo ekki þurfi að koma til beit- ingar mannúðarlaga á stríðstímum. Stærsti hluti alþjóðasamvinnu snýst um þetta atriði. í því sambandi má nefna mikilvægt starf Sam- einuðu þjóðanna á sviði stjórnmála-, efnahags- og félagsmála ásamt öt- ullegri baráttu þeirra fyrir virðingu fyrir mannréttindum. Einnig má nefna mikilvægt þeirra alþjóðastofnana sem starf mynda hið nýja öryggisfyrirkomulag Evrópu, eins og Oryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og Genfarsamningarnir * Islensk stjórnvöld munu halda áfram að leggja sitt af mörkum, segir Halldór Ásgríms- son, til að efla virðingu fyrir mannúðarlögum á alþjóðavettvangi. Evrópuráðsins. Skemmst er að minn- ast hins nýja stöðugleikasáttmála fyr- ir Suðaustur-Evrópu sem ætlað er að stuðla að uppbyggingu og auknu sam- starfí milli ríkjanna á Balkanskaga og fjTÚ'byggja þannig frekari átök á svæðinu. I þeim tilvikum þar sem ekki tekst að koma í veg fyrir styrjaldir ber al- þjóðlega samfélaginu að standa vörð um virðingu fyrir mannúðarlögum. Fólkið sem njóta á vemdar laganna, eins og konur sem geta orðið fyrir nauðgunum, böm sem eiga á hættu að vera þvinguð til að taka þátt í átök- um og stríðsfangar sem geta verið teknir af lífi eða pyntaðir, væntir þess að við stöndum vörð um reglurnar sem settar eru þeim til vemdar. Virðingu vantar Mikið vantar á að virðingin fyrir Genfarsamningunum sé nægjanleg. Hins vegar verður ekki litið framhjá því að með tilvist þeirra er búið að setja ákveðna mælikvarða. Viðmið- unarreglurnar eru fyrir hendi og það er mikilvægt. Þetta endurspeglast best í því að ekkert ríki í heiminum viðurkennir að það brjóti samning- ana. Annaðhvort neita ríki að samn- Afl mann- úðarinnar Inga Þórðardóttir 1 ............-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.