Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 23 FERÐALÖG Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson FRÁ DJÚPALÓNI. í baksýn Stapafell, Malarrif og Einarslón. Vinsælar gönguferð- ir um sögiislóðir Hellissandi. Morgunblaðið. í SUMAR hefur Sæmundur Krist- jánsson í Rifi haldið uppi göngu- ferðum um söguslóðir á utanverðu Snæfellsnesi. Dagana 14. og 15. ágúst nk. hyggst Sæmundur ganga um söguslóðir Bárðar sögu Snæ- fellsáss. Lagt verður upp í göng- una 14. ágúst frá vegamótum Ut- nesvegar og Djúpalónsvegar og gengið í Djúpalón. Þaðan fomar götur til Dritvíkur þar sem Bárður og félagar eiga að hafa tekið land. Farið verður fram í Tröllakirkju. Á þessum slóðum eru fjölmargar áhugaverðar minjar frá fyrri tím- um. Seinni daginn, 15. ágúst, verður gengið um Laugarbrekku, þar sem Bárður tók sér bólfestu, rifjuð upp saga Helgu Bárðardóttur og Guð- ríðar Þorbjamardóttur. Þá verður svipast um á hinum forna þingstað og gengið fram á þinghamarinn, skoðuð dys Axlar-Bjamar sem líf- látinn var á Laugarbrekkuþingi ár- ið 1596. Þaðan verður haldið fram á Sölvahamar og farið í Rauðfeldsgjá og Sönghelli. Ekki er að efa að margir hafa gaman af að ganga um þessar slóð- ir með sagnaþulnum Sæmundi. Lagt verður upp báða dagana kl. 12.30. Upplýsingar um ferðirnar má fá hjá Sæmundi sjálfum í síma 436 6767 og í Brekkubæ á Hellnum í síma 435 6754 og hjá Upplýsinga- miðstöð ferðamála í Pakkhúsinu í Ólafsvík en sími þar er 436 1543. samkeppni um merki SA skilafrestur til mánudags 1. verðiaun 500.000 kr. 2. verðíaun 100.000 kr. 3. verðlaun 100.000 kr. Munið samkeppnina. Skilafrestur er til mánudagsins 16. ágúst 1999 kl. 17:00. UndirbúningshópUr að stofnun Samtaka atvinnulífsins gengst fyrir opinni samkeppni í samráði við FÍT, Félag íslenskra teiknara og samkvæmt keppnisreglum þess, um hönnun merkis fyrir Samtök atvinnulífsins sem stofnuð verða 15. september næst- komandi. Öllum er heimil þátttaka, jafnt félögum innan FÍT sem öðrum. Vinnuveitendasamband íslands (VSÍ), Vinnumálasambandið (VMS), Samband íslenskra viðskiptabanka og öll aðildarfélög VSÍ hafa að undanförnu unnið að áætlunum um nýskipan hagsmunasamtaka atvinnu- rekenda. Samkvæmt þeim munu VSÍ og VMS renna saman og ný samtök - Samtök atvinnu- lífsins (skammstafað SA) - munu líta dagsins Ijós 15. september næstkomandi. Félög, sjálfseignarstofnanir og einstaklingar sem stunda atvinnurekstur öðlast aðild að Samtökum atvinnulífsins með inngöngu í aðildarfélag innan SA. Þau verða: Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði; Landssamband íslenskra útvegs- manna; Samtök ferðaþjónustunnar; Samtök fiskvinnslustöðva; Samtök fjármálafyrirtækja; Samtök iðnaðarins; og Samtök verslunar og þjónustu. Samtök atvinnulífsins eiga sem sterk heildar- samtök íslenskra atvinnurekenda að þjóna fyrirtækjunum og gæta almennra hagsmuna þeirra á innlendum og erlendum vettvangi. SA á að styrkja starfsumhverfi frjáls athafna- iífs og stuðla að samkeppnishæfum og arðsömum atvinnurekstri. SA mun annast samskipti við stéttarfélög og gera kjarasamn- inga fyrir hönd aðildarfyrirtækja sem falið hafa samtökunum umboð til þess. Allar nánari upplýsingar veitir Davíð Stefánsson, stjómsýslufræðingur VSÍ, í síma 511 5000. Æskilegt er að senda fyrirspurnir á netfangið David.Stefansson@vsi.is. ' " “ ' Við mælum með fjölskylduferð um helgina þar sem mætti skoða sig um í Þjórsárdal, t.d. Stöng, Sögualdarbæinn eða Hjálparfoss og aka áfram að Hrauneyjafossstöð framhjá framkvæmdasvæðinu við Sultartanga. Þá er kjörið að heimsækja fjölskylduhátíðina Töðugjöld við Hellu. Landsvirkjun www.lv.is Ratar þú? Ekið er eftir þjóðvegi nr. 1 í gegnum Selfoss og beygt til norðurs upp veg nr. 30 í átt að Flúðum. Þá er farið veg nr. 32, Árnes, upp í Þjórsárdal og áfram inn á hálendið Sprengisandsleið. Opið hús í Hrauneyjafossstöð laugardag og sunnudag, 14. og 15. ágúst, kl. 12 -18 Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri, og Edvard G. Guðnason, deildarstjóri, ræða við gesti um virkjanir og umhverfismál. Björn Sverrisson, yfirvélfræðingur, og hans fólk sýnir stöðina. Hefur þú komið inn á hálendi íslands? Hrauneyjafossstöð stendur á fallegum stað í jaðri hálendisins og er annað stærsta orkuver landsins. Nú er komið bundið slitlag alla leið frá Reykjavík í Hrauneyjar og þangað er einungis um tveggja tíma akstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.