Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 25 Fjöldahandtökur KFOR-friðargæslusveitanna í Kosovo sem Furrow hafði rænt og síðan skilið eftir við hótel í borginni, eftir árásina á félagsmiðstöð gyðinga. Talsmenn lögreglunnar vildu ekki ræða um tilefni árásarinnar en full- trúar Simon Wiesenthal-stofnunar- innar sögðu bækur hafa fundist í bíl Furrows sem tengdust nýnasistaá- róðri. Reuters MYND af grunuðum árásarmanni, Buford O’Neal Furrow, sem lög- reglan í Los Angeles dreifði til fjölmiðla í gær. * Arásarmaðurinn gaf sig fram Los Angeles. Reuters. BYSSUMAÐURINN sem lét kúl- um rigna yfir fólk í félagsmiðstöð gyðinga í einu úthverfa Los Angeles á þriðjudag, með þeim afleiðingum að fimm særðust, gaf sig fram við lögregluna i Las Vegas í Nevada í gær. Hafði hans þá verið ákaft leit- að vegna árásinnar. Fyrr um dag- inn höfðu dagblöð í Bandaríkjunum gi'eint frá því að maðurinn væri meðlimur í þekktum samtökum kynþáttahatara, Aríaþjóðinni. Dagblaðið The Seattle Times sagði lögreglu hafa nafngreint manninn sem Buford O’Neal Fur- row, sem sagður var „alþekktur kynþáttahatari11. Mun Furrow, sem er 37 ára, hafa hlotið skilorðsbund- inn dóm fyrir líkamsárás í Was- hington-ríki í nóvember á síðasta ári en jafnframt er hann sagður meðlimur Aríaþjóðarinnar, sem að- setur hefur í Idaho-ríki. Lögreglan í Los Angeles hafði farið fram á aðstoð almennings í leit sinni að byssumanninum, sem komst undan á þriðjudag. Sagði Da- ve Kalish, talsmaður lögreglunnar, að maðurinn væri álitinn bæði vopn- aður og hættulegur. „Gefðu þig fram því þú kemst ekki undan, punktur og basta,“ voru skilaboð Kalish tO árásarmannsins Furrows. Gyðingahatur orsök árásarinnar? Atburðurinn á þriðjudag er sá síðasti í röð tilefnislausra skotárása sem vakið hafa miklar umræður í Bandaríkjunum um ofbeldi og hvort herða þurfi byssulög í landi þar sem margir álíta stjómarskrárbundinn rétt sinn til að bera vopn heilagan. Fimm ára gamall drengur særð- ist lífshættulega í árás Furrows en hin fjögur fómarlömb hans vom ekki talin í lífshættu, þrátt fyrir að Furrow hefði látið kúlum rigna yfir fólkið. Mun ungi drengurinn vera á batavegi, að sögn talsmanna Providence-sjúkrahússins í Los Angeles. Lögreglan fann í fyrrinótt bifreið Mikið af vopnum fannst við húsleit í Gnjilane Pristina, Belgrad, Kragujevac. Reuters. TALSMENN KFOR-friðargæslu- sveitanna í Kosovo sögðust í gær hafa handtekið 78 manns á síðasta sólarhring í aðgerðum sem miðast að því að koma á röð og reglu í hér- aðinu. Á sama tíma greindi flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) frá því að fjöldi serbneskra íbúa héraðshöfuðborg- arinnar Pristina hefði skroppið gíf- urlega saman á undanfömum vik- um, þar byggju nú einungis um tvö þúsund Kosovo-Serbar, en voru á fimmta tug þúsunda fyrir einungis nokkmm mánuðum. Majór Jan Joosten, talsmaður KFOR-sveitanna, sagði í gær að af 78, sem handteknir vora í gær og fyrradag, hefðu 60 verið handteknir í bænum Gnjilane eftir að banda- rískir hermenn fundu mikið magn vopna við húsleit. Var í flestum til- fellum um Kosovo-Albana að ræða og vora sumir þeirra klæddir bún- ingum Frelsishers Kosovo (UCK), jafnvel þótt liðsmönnum UCK hefði verið fyrirskipað að afvopnast og bannað að íklæðast búningum hers- ins. Einnig fundust tvær eldflauga- vörpur í bænum Mitrovica, en þar hafa samskipti Serba og Kosovo-Al- bana verið með allra versta móti. Særðust nokkrir Kosovo-Albanar þar í átökum við Serba í fyrrinótt. Talsmenn UNHCR lýstu í gær miklum áhyggjum vegna aðstæðna Kosovo-Serba en þeir hafa í æ rík- ari mæli neyðst til að flýja heimili sín vegna hótana og ódæðisverka öfgahópa Kosovo-AIbana að undan- fömu, sem þykja um margt minna á aðferðir Serba gagnvart Albönun- um fyrr á þessu ári. Biskupar ítreka ósk sína um afsögn Milosevics Biskupar serbnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar ítrekuðu enn á ný óskir sínar í gær um að Slobodan Milos- evic, forseti Júgóslavíu, segði af sér embætti; og jafnframt fóra þeir fram á að Milan Milutinovic, forseti Serbíu, færi frá. Biskupamir afréðu hins vegar að taka ekki beinan þátt í mótmælaað- gerðum sem serbneska stjórnar- andstaðan hyggst grípa til 19. ágúst næstkomandi í Belgrad, í því skyni að koma Júgóslavíuforseta og hans helstu bandamönnum frá völdum. Hefur kirkjan engu að síður lagt blessun sína yfir aðgerðimar, sem gert er ráð fyrir að verði mjög fjöl- mennar. Momcilo Perisic hershöfðingi, sem Milosevic rak úr starfi yfir- manns serbneska hersins á meðan á Kosovo-stríðinu stóð, léði stjóm- arandstöðunni lið sitt í gær þegar hann hvatti Serba til að fylkja sér á bak við ný samtök, Lýðræðishreyf- ingu Serbíu, sem héldu stofnfund sinn á sunnudag. Pykir sú ákvörðun Perisics, sem vai' rekinn fyrir að lýsa efasemdum um stefnu Milosevics í Kosovo, að hefja afskipti af stjómmálum nokk- ur tíðindi enda njóti hann mikillar virðingar meðal liðsmanna serbneska hersins. Ú CENTENNIAL CHERRY. Einstaklega vandað amerískt borðstofusett úr kirsuberjaviði. Bogadregnar línur og skemmileg mynstur í hönnuninni gefa glæsilegt yfirbragð. Glerskápur LI49cm x B43,S x H225 cm. Borð L167 x BI 10 x H75,5 cm. Stækkanlegt í L205 cm. Selt I setti: Borð, 6 stólar og glerskápur kr. 389.490,- HÚSGAGNAHÖLUN WM Bíldshöfði 20 - 112 Reykjavík Sími 510 8000 TJREVC. GnirSMFT KLEIN CATEYE SHimnnD' hjólaðu í nýtt hjól Hjólaðu í nýtt hjól fráTrek, Gary Fisher eða Klein. Topphjól með vönduðum búnaði og aevilangri ábyrgð á stelli og gaffli. Hjól fýrir alla aldurshópa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.