Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 1
179. TBL. 87. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Stríðsherra frá Tsjetsjníu stjórnar uppreisninni í Dagestan
Ætlar að hrekja Rússa
frá Kákasushéruðunum
Rakhata, Moskvu. Reuters.
SHAMIL Basajev, einn af helstu skæruliðaleið-
togum Tsjetsjníu, kvaðst í gær stjóma uppreisn
íslamskra aðskilnaðarsinna í nágrannahéraðinu
Dagestan og sagðist stefna að því að hrekja alla
rússneska hermenn úr Norður-Kákasushéruð-
unum.
Blaðamenn í Tsjetsjníu fengu að fara til
fjallaþorps í Dagestan til að ræða við Basajev,
sem staðfesti að hann stæði á bak við uppreisn-
ina og sagði að henni yrði haldið áfram þar til
„vantrúaðir" Rússar yrðu hraktir af öllum land-
svæðum Norður-Kákasushéraðanna.
„Ef Rússar fara af sjálfsdáðum frá Kákasus
látum við þá í friði,“ sagði hann. „Ef þeir gera
það ekki neyðum við þá til þess.“
Skæruliðaleiðtoginn bætti við að uppreisnar-
mennimir hefðu umkringt rássnesku hersveit-
imar á átakasvæðinu.
Álitinn stríðshetja
Basajev er ef til vill þekktasti skæruliðaleið-
toginn í Tsjetsjníu og stjórnaði blóðugri gísla-
töku á sjúkrahúsi í rússneska bænum Búd-
jonnovsk í Tsjetsjníu-stríðinu 1994-96 sem lauk
með auðmýkjandi ósigri Rússa. Hann fór einnig
fyrir skæruliðum sem vörðu Grosní, höfuðstað
héraðsins, og margir Tsjetsjenar líta á hann
sem stríðshetju.
Skæruliðarnir hafa fengið sérstaka þjálfun í
fjallahernaði og staðist loftárásir og umsátur
rássneskra hersveita frá því þeir náðu nokkrum
þorpum í Dagestan á sitt vald um helgina. Þeir
hafa lýst yfir stofnun sjálfstæðs ríkis og
„heilögu" frelsisstríði á hendur Rússum.
Hóta skæruliðum öllu illu
Vladímír Kolesníkov, aðstoðarinnanríkisráð-
herra Rússlands, sagði í gær að tíu rássneskir
hermenn hefðu fallið og 27 særst í átökunum
síðasta hálfa mánuðinn. Uppreisnarmennirnir
hefðu orðið íyrir mun meira mannfalli.
Vladímír Rúshaílo, innanríkisráðherra Rúss-
lands, sagði að hersveitimar hefðu umkringt
skæmliðana og komið í veg fyrir að Tsjetsjenar
gætu sent liðsauka til Dagestans. „Við stefnum
að því að gjöreyða þeim.“
Fulltrúar stofnunar í Dagestan, sem nefnd er
Islamska ráðið, sögðust í gær hafa beðið Basa-
jev um að stjórna uppreisninni. Yfírvöld í Dag-
estan, sem eru á bandi Rússa, hafa bragðist
ókvæða við yfirlýsingum ráðsins og búa sig nú
undir að sækja leiðtoga þess til saka.
Tsjernomyrdín styður Pútín
Vladímír Pútín, sem Borís Jeltsín forseti hef-
ur tilnefnt forsætisráðherra, ræddi átökin í
Dagestan við yfirmenn hersins og héraðsleið-
toga í Sambandsráðinu, efri deild þingsins.
Pútín kveðst vona að hægt verði að kveða upp-
reisnina niður innan hálfs mánaðar.
Viktor Tsjernomyrdín, íyrrverandi forsætis-
ráðherra, lýsti því yfir í gær að flokkur sinn,
Heimili okkar er Rússland, myndi styðja Pútín í
atkvæðagreiðslunni um tilnefninguna í
dúmunni, neðri deild þingsins, á mánudaginn
kemur.
Bandaríkin
Hvirfílbyl-
ur í Salt
Lake City
Salt Lake City. AP, Reuters.
HVIRFILBYLUR reið yfir Salt
Lake City, ríkishöfuðborg Utah-
fylkis í Bandaríkjunum, rétt fyrir
klukkan eitt eftir hádegi að staðar-
tíma í gær með þeim afleiðingum
að a.m.k. einn lést og um fjöratíu
manns særðust.
Tré og hjólhýsi tókust á loft og
þakið á Delta-miðstöðinni, heima-
velli Utah Jazz-körfuboltaliðsins,
eyðilagðist auk þess sem gluggar á
hótelum og heimilum fólks sprangu
er skýstrókurinn gekk yfir á um
180 km hraða á klst. Rafmagn fór
víðsvegar af í borginni, símalínur
lágu niðri og fjölmargir fólksbílar
og vörabílar lágu á hlið eða klesstir
hver við annan á götunum.
Haglél á stærð við marmarakúl-
ur fylgdu hvirfilbylnum. Að sögn
slökkviliðs á staðnum slösuðust yf-
ir hundrað manns af völdum ský-
stróksins og að a.m.k. sjö vora
fluttir þungt haldnir á spítala.
Reuters
RABBINI í Jerúsalem í Israel horfði á sólmyrkvann í gegnum sérstök varnargleraugu í gær. Þar huldi
tunglið 80 prósent sólar er myrkvinn var mestur.
Síðasti sólmyrkvi
20. aldarinnar liðinn hjá
Isfahan. Reuters, AFP.
MILLJÓNIR manna fylgdust með
siðasta sólmyrkva 20. aldarinnar
víðsvegar um heim í gær. Á
mörgum stöðum var himinninn
þó skýjaður sem gerði að verkum
að fjölmargir, sem beðið höfðu
fullir eftirvæntingar eftir atburð-
inum, misstu af myrkvanum.
Sólmyrkvinn hófst við sólar-
upprás klukkan eina mínútu yfir
hálftíu að íslenskum tíma undan
ströndum Nova Scotia í Suðaust-
ur-Kanada. Á 2.400 km hraða á
klst. lagðist skuggi tunglsins yfir
Atlantshafið, Bretland, Frakk-
land, Þýskaland, Mið-Evrópu,
Júgóslaviu, Rúmeníu og alla leið
yfir Tyrkland, frak, fran, Pakist-
an og Indland áður en hann
hvarf yfir Bengalflóa. Alls hafði
myrkvinn ferðast um 13.000 km
á rúmlega þremur klukkustund-
um, en almyrkvi varð á 110 km
breiðu belti.
I Lundúnum, Brussel, París,
Stuttgart, Frankfurt, Búkarest
og Ankara var um 95 prósent
myrkur, en í Rimnicu Vilcea í
Rúmeníu, þar sem almyrkvi stóð
hvað lengst, huldist hann manns-
auganu af völdum skýja.
Heiðskírt var víðast hvar í
Miðausturlöndum og í Teheran
lögðust þúsundir á fjöldabæn,
líkt og í Egyptalandi og Líbanon.
í Sýrlandi og Jórdamu var opin-
ber frídagur í tilefni dagsins og
íjölmargir fóru að fyrirmælum
yfírvalda og héldu sig innandyra
en horfðu á sólmyrkvann í sjón-
varpi.
Monsúnrigning skyggði á sól-
myrkvann á flestum stöðum í
Suður-Asíu en skammt frá Nýju-
Delhí böðuðu 400.000 manns sig í
heilögum vötnum Sannihet og
Brahm, meðan á sólmyrkvanum
stóð, í þeirri von að endurfæðast
inn í æðstu stétt hindúa, Brahma.
■ Að séðum/26
Mikil spenna í samskiptum
Indverja og Pakistana
Asakanir á víxl
Reuters
ATAL Behari Vajpayee, forsætisráðherra
Indlands, skoðaði flak pakistönsku flugvél-
arinnar, sem Indveijar skutu niður í vik-
unni, á skrifstofu sinni í Delhí í gær.
Islamabad, N^ju-Delhí. Reuters, AFP.
PAKISTANAR skutu í
gær á indverskar her-
þotur við landamæri
ríkjanna við Arabíuhaf
en neituðu alfarið að
hafa skotið að þyrlum,
sem höfðu að geyma
blaðamenn sem unnu að
fréttum er tengdust
pakistönsku eftirlitsflug-
vélinni sem Indverjar
grönduðu á þriðjudag. Á
sama tíma greindu ind-
versk stjórnvöld frá því
að fimm pakistanskir
hermenn hefðu fallið í
átökum við Siachen-
jökulinn, í grennd við
fjallalandamæri ríkjanna, eftir að
þeir höfðu reynt að ná indverskri
varðstöð á sitt vald.
Pakistanar segja að sextán
manna áhöfn eftirlitsflugvélarinnar
hafi farist í „fyrirvaralausri“ árás
Indverja á þriðjudag. Deilur
standa um hvort Indverjar skutu
vélina niður í lofthelgi sinni eða
Pakistans og varð atburðurinn til
að magna mjög á nýjan leik spennu
í samskiptum landanna tveggja, en
í síðasta mánuði mátti minnstu
muna að stríð brytist út vegna
Kasmír-deilunnar.
Lengi deilt um landamærin
á þessum slóðum
Mushahid Hussain, upplýsinga-
ráðherra Pakistans, sagði að pak-
istönsk yfirvöld væra tilbúin til við-
ræðna „en ef þeir [Indverjar] vilja
stríð þá munum við svara í sömu
mynt.“ Indversk stjómvöld sögðu
það hins vegar vera Pakistana sem
vildu æsa til stríðs.
Sartaj Aziz, utanríkisráðherra
Pakistans, hafði fyrr í gær skipað
her landsins í viðbragðsstöðu
vegna atburðarins, sem hann hafði
á þriðjudag kallað „hreint og klárt
morð“. Helsti yfirmaður indverska
flughersins, A.Y. Tipnis, kvaðst
hins vegar ekki eiga von á því að
Pakistanar svöruðu árásinni.
Lengi hefur verið deilt um
landamærin á þessum slóðum en
Indverjar viðurkenndu þó í gær að
meginhluti braks eftirlitsvélarinn-
ar hefði lent í Pakistan. Halda þeir
því engu að síður fram að vélin hafi
rofið flughelgi Indlands á þriðju-
dag og engu sinnt viðvörunum ind-
verska flughersins. Því hefði ekki
verið um aðra kosti að ræða en
granda vélinni.
Þessu neitaði Rashid Qureshi,
foringi í pakistanska hernum, hins
vegar harðlega í gær. „Við erum nú
staddir á pakistönsku landsvæði,"
sagði Qureshi við fréttamenn á
staðnum þar sem flugvélin kom
niður. „Ef þetta væri Indland þá
væra indverskar hersveitir hérna.“