Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Undirbúningur að stofnun nýrra samtaka atvinnulífsins
Samstaða um val
á forystumönnum
BÁTUR Keikósamtakanna er illa
farinn ef ekki ónýtur eftir að það
kviknaði í honum í gær þar sem
hann stóð uppi á bryggju í höfn-
inni í Vestmannaeyjum, að sögn
lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
Að sögn lögreglu voru tveir 11
ára drengir að leika sér með eld-
færi um borð í bátnum, sem er
um 20 feta álbátur, og endaði
leikurinn með því að það kvikn-
aði í honum. Drengirnir náðu að
forða sér áður en eldurinn
breiddist út en er lögregla kom á
staðinn sprakk bensíntankur og
báturinn varð aielda. Slökkvilið-
inu gekk vel að slökkva eldinn en
báturinn er líklega ónýtur að
sögn lögreglu sem telur mikla
mildi að ekki skyldi hafa komist.
eldur í stærri bensintank sem var
um borð í bátnum.
Hallur Hallsson, talsmaður
samtakanna, sagðist í viðtali við
Morgunblaðið harma þetta mjög
og bætti því við að farið yrði yfir
málið á næstunni, m.a. trygg-
ingamálin þar sem ekki Iiggur
Ijóst fyrir hvort báturinn var
tryggður.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Bátur Keikósamtakanna brann
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Misstu niður 30 tonn
af fljótandi áli
UM 30 tonn af fljótandi áli runnu úr einum af ofnum álversins í
Straumsvík í gær og ofan í gryfju eftir að spóla neðst í ofninum gaf
sig. Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa ÍSAL, var álið
kælt niður með súráli, sem sprautað er yfír, og þá myndaðist mikil
gufa og héldu menn um tíma að kviknað hefði í skálanum en svo var
ekki. Enginn slasaðist en Ijón er talið vera á bilinu fimm til tíu millj-
ónir. Til að ná upp fijótandi áli eru járnfieygar reknir í það áður en
það storknar til fulls og þegar það harðnar er auðvelt að lyfta því
upp.
Tillaga um að Finnur Geirsson
verði formaður og Ari Edwald
framkvæmdastj ór i
SAMÞYKKT var samhljóða á fundi
stýrihóps um stofnun Samtaka at-
vinnulífsins í gær tillaga um að
Finnur Geirsson verði formaður
samtakanna og Ari Edwald verði
ráðinn framkvæmdastjóri þeirra.
Samtök atvinnulífsins, sem mynduð
eru af Vinnuveitendasambandi Is-
lands og Vinnumálasambandinu, á
að stofna með formlegum hætti 15.
september næstkomandi og eiga
þau að taka til starfa 1. október nk.
Ólafur B. Ólafsson, formaður
stýrihópsins, lagði fram tillögu um
að skipa Finn formann og Ara fram-
kvæmdastjóra og komu ekki fram
tillögur um aðra ein-
staklinga í stöður
þeirra. Ólafur segir að
almenn ánægja hafi
ríkt um valið og sé
mikil tilhlökkun í
mönnum að stíga
næstu skref í samein-
ingu samtakanna.
„Finnur fær það
mikilvæga hlutverk að vera í for-
svari fyrir þessum samtökum og
Ara er falið að stýra daglegum
rekstri þeirra. Tíu manna stýrihóp-
urinn undirbýr nú stofnfundinn í
september og m.a. verður efnt til
samkeppni um merki samtakanna
fyrir þann tíma, ásamt því að setja
saman upplýsingakerfi fyrir sam-
tökin, leita að sameiginlegu hús-
næði fyrir Samtök atvinnulífsins og
aðildarsamtökin og sinna öðrum
þeim verkum sem fyrir liggja,“ seg-
ir Ólafur.
Hann segir fyrirsjáanlegt að
starfsmenn samtakanna muni fylgja
þeim úr hlaði að frátöldum fram-
kvæmdastjóra þeirra, Þórami V.
Þórarinssyni, sem er nú í forsvari
íyrir Landssímann, og Jóni Sigurðs-
syni, en þegar hefur verið gengið frá
starfslokasamningi við hann.
Mjög öflug samtök fæðast
Finnur Geirsson er fram-
kvæmdastjóri sælgætisverksmiðj-
unnar Nóa-Síríusar. Hann kveðst
líta björtum augum til þess að
gegna stöðu fyrsta formanns Sam-
taka atvinnulífsins. í framhaldi af
stofnun samtakanna hefst, að sögn
Finns, vinna við stefnumótun og er
eðlilegt að bíða þess að hún liggi
fyrir áður en talað er um einstök at-
riði í því sambandi.
„Eg mun væntanlega stjórna
vinnu við stefnumótun en hvernig
hlutimir mótast nákvæmlega er ég
ekki reiðubúinn til að svara strax.
Þessi mál skýrast frekar á næstu
mánuðum. Það er hins vegar ljóst
að með Samtökum atvinnulífsins
fæðast mjög öflug samtök sem hafa
að markmiði að hafa áhrif á starfs-
umhverfið hérlendis og láta gott af
sér leiða í þeim efnum. Ég held að
sameining þessara samtaka sé
heillavænleg og sameinuð muni þau
vera sterkari en áður og færari um
að takast á við stærri verkefni en
hvort í sínu lagi.“
Ótímabært að ræða
framtíðarskipan
Ari Edwald gegnir stöðu ritstjóra
á Viðskiptablaðinu og kveðst í sam-
tali við Morgunblaðið búast við að
hætta þar störfum um næstu mán-
aðamót. „Starf framkvæmdastjóra
Samtaka atvinnulífsins leggst vel í
mig og ég hlakka mjög til starfans.
Fyrir liggur að setja sig inn í þau
mál sem verða á mínu verksviði og
búa sig undir það sem við tekur
þegar samtökin taka formlega til
starfa," segir Ari.
„Eðli þessara samtaka og við-
fangsefni breytast ekki þó svo að ég
komi að þeim, starf að kjaramálum
er eitt meginverkefni þeirra og
stefnumótun um efnahagsmál og
kjaraþróun. Stjórn og formaður
munu leggja línurnar um afstöðu í
þessum málum en framkvæmda-
stjóri sinnir verklegri hlið mála, ef
svo má segja. Það er hins vegar
ótímabært að ræða framtíðarskipan
mála hjá Samtökum atvinnulífísns
fyrr en þau hafa verið stofnuð og
eru tekin til starfa,“ segir Ari.
Samkeppni
um merki
Finnur Geirsson
Ari Edwald
Eldur á Eskifírði
Eskifirði. Morgunblaðið.
RÉTT viðbrögð starfsfólks
komu í veg fyrir eldsvoða þegar
eldur kom upp í djúpsteikingar-
potti á veitingastaðnum Pizza 67
á Eskifirði í gærkvöldi.
Starfsfólkið hélt eldinum í
skefjum með eldvarnarteppi
meðan beðið var komu slökkvi-
liðs sem slökkti eldinn á
skammri stundu. Nokkur reykur
barst um húsið en tjón varð ekki
nema á pottinum og því sem í
honum var.
Fáir gestir voru á veitinga-
staðnum þegar eldurinn kom
upp en skamma stund tók að
loftræsta veitingastaðinn. Hann
er í gömlu timburhúsi og hefði
getað farið illa ef eldur hefði
komist í innréttingar.
j
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
12SÉMIR
Skagamenn mæta KR í úrslit
um bikarkeppni karla / B1
Óbreytt staða í keppninni
um gullpottinn / B8
ViðskÍDtablað
Sérblab um viðskipti/atvinnulíf