Morgunblaðið - 12.08.1999, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri um helgina
Frönsk tónlist í öndvegi
A hinum árlegu kamm-
ertónleikum sem haldn-
ir verða á Kirkjubæjar-
klaustri um helgina
verður frönsk tónlist í
hávegum höfð. Margrét
Sveinbjörnsdóttir hitti
í upphafí vikunnar tón-
listarfólk sem var að
búa sig af stað austur á
Klaustur. Rætt var um
regnföt, lopapeysur,
espressokönnur og
aðra hluti sem nauð-
synlegt er að hafa með
í sveitina - að
ógleymdri tónlistinni.
AÐ mörgu er að hyggja þegar hald-
ið skal til vikudvalar upp í sveit til
æfinga og tónleikahalds. Fyrir utan
hljóðfærin og nóturnar er mikil-
vægt að gleyma ekki lopapeysunni,
regngallanum og gönguskónum - ef
vera skyldi að stund gæfist til að
líta upp frá nótunum og ganga á
fjöll. Þessi mál og önnur voru ákaft
rædd í hópi tónlistarfólksins sem
leikur og syngur á Kammertónleik-
um á Kirkjubæjarklaustri um helg-
ina. Einnig kom upp sú spuming
hvort hægt væri að fá espressokaffi
á Klaustri og á endanum var ákveð-
ið að hafa þar til gerða könnu í
farteskinu, svona til vonar og vara.
Þetta er í níunda sinn sem kamm-
ertónleikamir era haldnir á Kirkju-
bæjarklaustri. Edda Erlendsdóttir
píanóleikari hefur verið listrænn
stjómandi tónleikanna frá upphafi
og ber að vanda hitann og þungann
af allri skipulagningu þeirra ásamt
menningarmálanefnd Skaftár-
hrepps. Að þessu sinni hefur hún
fengið til liðs við sig sjö tónlistar-
ABS3000
Hrað-þunnflotefni
Alvöru flotefni
fyrir „dúkara77
Efni frá:
OFTIROC
n
Gólflajanir
IÐNAÐARGÓLF
Smlð|uvegur 72,200 Kópavogur
S(mi: 504 1740. Fax: 554 1769
Morgunblaðið/Kristinn
ÞAU voru full eftirvæntíngar að komast austur aö Kirkjubæjarklaustri þegar Morgunblaðið hitti þau að máli.
Fram á flygilinn hailar sér Edda Erlendsdóttir, ofan á honum liggur Gerrit Schuil og við hlið hans situr Sólrún
Bragadóttir. Fyrir aftan þau standa þær Sigrún Eðvaldsdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir.
Tveir þátttakenda voru rétt ókomnir til landsins þegar myndin var tekin; þeir Luc Tooten og Guðni Franzson.
menn; Sólrúnu Bragadóttur sópran-
söngkonu, Gerrit Schuil píanóleik-
ara, Guðna Franzson klarínettuleik-
ara, fiðluleikarana og systumar Sig-
urlaugu og Sigrúnu Eðvaldsdætur,
Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara
og Luc Tooten sellóleikara, sem
kemur sérstaklega frá Belgíu af
þessu tilefni.
Alltaf jafngaman
„Það er heilmikil stúdía að velja
saman fólk til að spila á svona tón-
leikum,“ segir Edda. Þegar hún er
beðin um að skýra nánar hvað ráði
hinu endanlega vali segist hún fyrst
og fremst treysta eðlisávísuninni.
Helga tekur nú þátt í tónleikunum í
fjórða sinn, Sigrún í þriðja sinn og
Sigurlaug í annað sinn. Þær era
sammála um að óhætt sé að mæla
með vikudvöl við tónlistariðkun á
Klaustri. „Þetta er alltaf jafngam-
an,“ segir Helga og ljómar öll af til-
hlökkun. Þau Sólrún, Gerrit, Guðni
og Luc Tooten koma nú hins vegar
öll fram í fyrsta sinn á Kammertón-
leikum á Kirkjubæjarklaustri. Á
Sólrúnu og Gerrit er að heyra að
þau séu orðin mjög spennt en tveir
þeir síðastnefndu, Guðni Franzson
og belgíski sellóleikarinn Luc Toot-
en vora rétt ókomnir til landsins
þegar viðtalið fór fram. Tooten hef-
ur síðastliðin fimmtán ár leikið í
strengjakvartettinum Arriaga í
Belgíu og hefur hópurinn haldið
tónleika víða um heim. Edda hefur
spilað með honum og segir manninn
leika yndislega á selló. Hún kveðst
ekki í vafa um að hann muni falla
vel inn í hópinn á Klaustri. Sigrún
verður svolítið kímin á svip þegar
talið berst að Guðna, sem leikur nú í
fyrsta sinn á tónleikunum á
Klaustri. „Mér finnst svo gaman að
Guðni sé að spila klassík,“ segir hún
- með ofurþunga á síðasta orðinu,
klassík. „Því hann er jú búinn að
vera í Caput og er alltaf að spila
eitthvað nýtt og spennandi. Nú er
hann bara í gömlu lummunum,
elsku kallinn," heldur hún áfram
hlæjandi.
Þó að hluti hljóðfæraleikaranna
komi aftur og aftur segist Edda
reyna að fá nýjan einsöngvara í
hvert sinn, ekki síst vegna þess hve
söngvarinn hefur mikið aðdráttarafl
á tónleikum sem þessum. „Mér
finnst mjög spennandi að fá að
vinna með svona kammerhóp, því
sem sólisti er maður svo mikið einn
að bauka í sínu homi við að læra,“
segir Sólrún, sem nú er að syngja í
fyrsta skipti nærri því alla efnis-
skrána, að undanskildum ljóðum
Duparcs. „Það er mjög sérstakt fyr-
ir söngvara að vera í svona sam-
vinnu, því að við eram svo miklir
sólistar, við syngjum oftast ein eða
með öðram söngvuram og stóram
hljómsveitum og þá er svo miklu
meiri fjarlægð milli okkar og hljóð-
færaleikaranna,“ segir Sólrún og
fagnar tilbreytingunni að fá nú að
syngja með litlum kammerhópi,
sem hún auk þess er með því sem
næst allan sólarhringinn. Því auk
þess að æfa, syngja og spila saman,
býr tónlistarfólkið allt á sama stað,
borðar saman, fer í sund saman og
nýtur útivera þegar færi gefst milli
æfinga. Helga segir tilhlökkunina
gagnkvæma. „Það er líka mjög
gaman fyrir hljóðfæraleikara að
vinna með söngvurum," segir hún.
Veranni á Klaustri lýsir Helga
þannig í sem stystu máli: „Yndisleg
náttúra, frábær matur, mjög góður
félagsskapur og svo vitanlega tón-
listin sem kórónar allt.“ Edda bætir
við: „Sveitin er ekkert slor.“
Segja má að kammertónleikarnir
teygi anga sína um allt Kirkjubæj-
arklaustur. Tónlistarfólkið býr á
hótelinu, æfir í félagsheimilinu,
skólanum, kapellunni og bókasafn-
inu, og tónleikarnir um helgina fara
fram í félagsheimilinu. Edda segir
allmikið um að sama fólkið komi ár
eftir ár á tónleikana og dvelji þá
gjarnan á Klaustri alla helgina og
sæki alla þrenna tónleikana.
Verk sem heyrast
sjaldan hér
Efnisskráin að þessu sinni er
sterkt lituð af franskri tónlist, svo
sem eftir Duparc, Poulenc og
Chausson. Sum verkanna hafa
sjaldan heyrst hér á landi, eins og
t.d. verk Chaussons, að sögn Eddu.
Það sama er að segja um píanókvar-
tett eftir Fauré, sem er „ekki oft
spilaður en algjör rjómi“.
Fyrstu tónleikarnir verða annað
kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Þá
verður fluttur Kvartett í Es-dúr op-
us 79 fyrir klarínett og strengi eftir
Mozart, fimm Jónasarlög fyrir sópr-
an, píanó, fiðlu, klarínett og selló
eftir Atla Heimi Sveinsson, Elegía
fyrir selló og píanó eftir Fauré, Fi-
ancailles pour rire, sex ljóð fyrir
sópran og píanó eftir Poulenc og
loks Italska svítan fyrir fiðlu og pí-
anó eftir Stravinski.
Á laugardag hefjast tónleikarnir
kl. 17 og verða þá flutt fjögur ljóð úr
ljóðaflokknum Svartálfadansi fyrir
sópran og píanó eftir Jón Ásgeirs-
son, fjögur ljóð fyrir sópran og pí-
anó eftir Duparc, Sónata opus 167
fyrir klarínett og píanó eftir Saint-
Saéns, Chanson perpétuelle opus
posth. 37 fyrir sópran, píanó og
strengjakvartett eftir Chausson og
loks Kvartett fyrir píanó og strengi
í c-moll opus 15 eftir Fauré.
Á lokatónleikunum, sem hefjast
kl. 15 á sunnudag, verða sex þýsk
ljóð opus 103 fyrir sópran, klarínett
og píanó eftir Spohr, íslensk
sönglög í útsetningu Atla Heimis
Sveinssonar fyrir fiðlu og píanó og
loks Kvintett fyrir klarínett og
strengi opus 115 eftir Brahms.
Undirbúningur er nú þegar í full-
um gangi fyrir Kammertónleika á
Kirkjubæjarklaustri að ári. Edda
segir að þar muni leika „unga fólkið
sem tekur við á nýrri öld“ en þátt-
takendur verða allir innan við þrí-
tugt.
Efni í góða flytjendur
TÓNLIST
Listasafn Sigurjóns
(ílal'ssonar
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Gerður Bolladótt ir og Júliana Rún
Indriðadóttir fluttu íslensk og erlend
söngverk. Þriðjudagurinn 10. ágúst,
1999.
ÞAÐ er löng leið að fara og vand-
rötuð, að verða söngvari. Þjálfun í
söngtækni og tónlistarfræðum sem
fæst í skólum, er í raun undirbún-
ingur fyrir framhaldsnám, sem fæst
aðeins í átökum við erfið verkefni,
undir leiðsögn reyndra listamanna.
Skólinn leggur til grannmenntunina
en listamennskan, og að finna sér
vettvang, er viðfangsefni þegar eig-
inlegu skólanámi er lokið, er gerist
með þátttöku í námskeiðum, „stúd-
íóvinnu", óperaskólum og í einka-
tímum hjá reyndum listamönnum,
sem á langri ævi hafa af mikilli
reynslu að miðla og þá síðast en ekki
síst, í samstarfi við vel kunnandi
tónlistarmenn, t.d. píanóleikara og
stjómendur á sviði leiks og tónlist-
ar. Góður skóli nestar nemendur
sína vel á sviði tækni og gefur þeim
sýn til ýmissa átta á vettvengi listar-
innar og þá er það vilji nemandans
og þol, er segir til um framhaldið.
Ung söngkona Gerður Bolladótt-
ir, stendur einmitt þar á vegi, að
vera á seinni áram skólanáms í söng
og hélt hún tónleika í Listasafni Sig-
urjóns Ólafssonar, sl. þriðjudag og
naut til þess verks samvinnu við
Júlíönu Rún Indriðadóttur píanó-
leikara, sem hefur nýlokið skóla-
námi frá sama skóla og Gerður,
nefnilega Bloomington háskólanum í
Bandaríkjunum, sem er Mekka
söngvara, hvað snertir frábæra
kennslu og þjálfun.
Gerður hefur fallega og mikla
rödd, sem enn er nokkuð ójöfn, þar
sem neðra sviðið er sérlega fallega
hljómandi en efra sviðið er ekki í
sama registri og á stundum sárt í
hljóman og ekki jafnlaust í tóntaki
og neðra sviðið. Því hefur oft verið
haldið fram, að tónlistarlega þurfi
Bandaríkjamenn að fara til Evrópu,
til að skilja þá tónlist, sem þar varð
til, enda er listin margslungnari en
svo, að tæknin ein leysi hana af
hólmi. Þessarar firðar gætti nokkuð
í fyrstu viðfangsefnum Gerðar, sér-
staklega „ljóðaverkunum" eftir
Debussy (Rómance og Mandoline),
Schumann (Widmung og Der Nuss-
baum) og í tveimur söngvum úr
Wesendonck lögunum eftir Wagner
(Der Engel og Schmerzen). I „gim-
steina" aríunni, úr III. þætti óper-
unnar Faust, eftir Gounod, mátti
heyra nokkur tilþrf er gefa góð fyr-
irheit.
íslensku lögin, í dag skein sól og
Vögguvísa, eftir Pál Islólfsson, vora
um margt ágætlega sungin en þó
var framburðurinn á stundum sér-
kennilegur, einkum á tvíhljóðum og
íslenska „ellinu". Þetta hvarf í lög-
um Sigvalda Kaldalóns, Eg lít í anda
liðna tíð og Leitin, en síðarnefnda
lagið var best sungið. Lögin eftir
Grieg vora misjöfn og Med en nand-
lilje var nokkuð slitrótt en hins veg-
ar var En dröm, sérlega vel sungið,
einkum seinni hlutinn.
Tvær óperaaríur vora lokavið-
fangsefnin, fyrst Poveri fiore, úr óp-
eranni Adriana Lecouvreur, eftir
Cilea, sem er lokaaría leikkonunnar
Adriönu. Keppinautur hennar um
ást Maurice de Sax, Bouillon
prinsessa, sendir Adríönu banvænar
rósir og er arían „Vesölu rósir „
lokasöngur hennar, sem var nokkuð
vel sungin. Seinni arían var úr óper-
unni Osteria, eftir Giuseppe Lillo
(1814-63), gæfulítið tónskáld og pí-
anista, sem er aðallega þekktur fyrir
þessa ópera, er var framflutt 1840
og vakti þá mikla athygli. Lánið vék
frá honum og andlega heilsan einnig
og hefur tíminn hulið sögu hans að
mestu. Varla hefur nokkuð verið
flutt eftir Lillo hér á landi og var ar-
ían Domani, o me felice ágætlega
sungin og með töluverðum tilþrifum
Það má segja margt gott um söng
Gerðar en í heild vantaði meiri
skerpu í flutninginn, bæði hjá píanó-
leikaranum og söngvaranum. Júlí-
ana Rún Indriðadóttir lék oft fallega
en einum of fínlega, hélt sig of til
baka í styrk, þannig að í sumum við-
fangsefnunum var söngkonan „ein“
og áttu þau lög til að vera laus í reip-
unum. Best fluttu verkin vora En
dröm eftir Grieg og arían úr Oster-
ia, eftir Lillo. Gerður og Júíana eru
efni í góða flytjendur en era að hefja
sinn feril, svo að „enn er tími upp að
hefja húna tragið og undan halda út
á hafið“.
Jón Ásgeirsson