Morgunblaðið - 26.08.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 26.08.1999, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hinn þekkti enski stangaveiði- maður Sir Arthur Oglesby t.h. og Frímann Ólafsson leiðsögu- maður hans með tvo væna úr Breiðdalsá. Einarshylur, besti veiðistaðurinn í Breiðdalsá í sumar. Ásthildur Sumarliðadóttir með fallegan flugulax sem hún veiddi þar fyrir skemmstu. Helmingur veiðinnar úr gönguseiðasleppingum ÞAÐ lítur út fyrir að einhver árang- ur hafi orðið af lítilli gönguseiða- sleppingu sem Þröstur Elliðason, leigutaki Ytri-Rangár, framkvæmdi ásamt fleirum við Breiðdalsá, en Þröstur leigir þá á við annan mann. Að sögn Þrastar hafa veiðst um 100 laxar í sumar, meira en allt síðasta sumar, og fjöldi örmerkja sem hafa skilað sér benda til að helmingur afl- ans sé lax úr sleppingunni. Sleppingin var byrjunin á stærra átaki sem í vændum er, en einkum var notast við sleppitjörn neðarlega í Breiðdalsá, við svokallaðan Einars- hyl. „Það er staður sem hefur gefíð einn lax eða engan á hverju sumri um langt skeið, en er nú aðalveiði- staðurinn. Það virðist vera lax þar á talsverðu svæði og ef nú væri ekki minnsta vatn í Breiðdalsá sem menn muna um árabil, hefði veiðin verið enn meiri. Almennt er reiknað með góðri aflahrotu um leið og rignir eitthvað, en sannast sagna hafa veð- urskilyrði verið hörmuleg til lax- veiða,“ sagði Þröstur í samtali við Morgunblaðið. Þröstur sagði að lax væri á nokkrum stöðum þar sem hann gæti hafst við fyrir vatnsleys- inu, t.d. í ármótum Tinnu og Breið- dalsár, í Gljúfrahyl ofanverðum, á Fossvaði ofan Efra-Beljanda og svo í báðum Beljandafossunum auk fyrrgreinds Einarshyls, en hann tæki illa þar til veðurbreyting yrði. Sjóbleikjuveiði hefði að auki verið ágæt á heildina litið, en misjöfn frá degi til dags eins og gengur. Stærsti laxinn var rúm 17 pund, veiddur á silungasvæðinu. Mikil bleikjuveiði í Döiunum Feiknagóð sjóbleikjuveiði hefur verið víða í Dalaánum og virðist vatnsleysið ekki leika bleikjuveiði- skap eins grátt og laxveiðina. Helstu bleikjuár Dalamanna eru Hörðu- dalsá, Miðá og svo Hvolsá og Stað- arhólsá. Á öllum verstöðvum hefur verið mjög góð veiði. Fyrir skömmu voru komnar milli 700 og 800 bleikj- ur auk 13 laxa úr Hörðudalsá, um 900 bleikjur og 55 laxar úr Miðá og að sögn Þrastar Elliðasonar, annars leigutaka Hvolsár og Staðarhólsár, eru komnar nærri 1.000 bleikjur úr ánum auk nokkurra laxa. Framan af sumri var bleikjan í öllum ánum væn, mikið af henni 2-3 punda, en er liðið hefur á sumarið hefur 1-1,5 punda fískur verið vaxandi í aflan- um. „Mjög stórar" bleikjur hafa ekki verið margar, en 4-5 punda bleikjur hafa þó eitthvað sést. Miðá er besta laxveiðiáin í hópi þessara bleikju- svæða og þar er jafnan eitthvað af vænum laxi í bland. í sumar hafa veiðst m.a. nokkrir 10 til 12 punda og tveir sem voru 16 og 18 pund. Fræðslusjóður stangaveiðimanna Bandaríski fluguveiðimaðurinn Mel Krieger, sem komið hefur hing- að til lands til veiða síðustu sumur, var nýverið með flugukastnámskeið hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Krieger, sem stangaveiðimenn gátu séð í einum af veiðiþáttum Pálma Gunnarssonar í Ríkissjónvarpinu á síðasta vetri, er einn þekktasti flugukastkennari heims og eftir hann liggja bæði bækur og mynd- bönd um fluguköst og fluguveiði. Auk þess að kenna fluguköst, mun Krieger á næstunni standa fyrir stofnun fræðslusjóðs íslenskra stangaveiðimanna. Þetta kemur fram í „Veiðifréttum", fréttabréfí SVFR, en þar stendur að hlutverk sjóðsins verði að „efla vitund og þekkingu ungra veiðimanna á nátt- úru og umhverfi, m.a. með tilliti til veiða,“ eins og þar stendur. Einnig kemur fram að líkt og hjá öðrum sjóðum sem Mel Krieger hefur kom- ið á fót erlendis muni starfsemin m.a. byggjast á upplýsingastarfí í. skólum, þar sem dreift verði mynd- böndum um lífríki og náttúru, flugu- veiðar og náttúrunautn. Sjóðurinn mun byggja á frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja. AEG Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 800/400 sn/mín Ryðfrír belgur og tromla „Fuzzy- Logic“ Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi „ÖK0" kerfi (sparar sápu) Öli þvottakerfi • Ullarvagga kr. star. áður 76.900 AEG % Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 1200,800 eða 400 sn/mín með hægum ^ I byrjunarhraða • UKS kerfi: Jafna tau f tromlu fyrir vindingu JF * Ryðfrir belgur og tromla • Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi j „Fuzzy- Logic“ Sjálfvirk vatnsskömmtun eftir taumagni, I notar aldrei meira vatn en þörf er á. I Aukaskolun: Sér hnappur fyrir kælingu og aukaskolun „ÖK0“ kerfi (sparar sápu) • öll þvottakerfi • Ullarvagga Tilboðsverð A*\pÍð kr. star. AEG áður 119.900 Lavamat 868201 Tölvustýrð • Taumagn: 5 kg Vindingarhraði: 1600,1200,1000,800,600 eða 400 sn/mín með hægum byrjunarhraða • Mjög hljóðlát: Ytra byrði hljóðeinangrað. • Ryðfrir belgur og tromla UKS kerfi: Jafna tau í tromlu fyrir vindingu Aqua-alarm: Fjórfalt öryggiskerfi gegn leka. „Fuzzy- Logic“ Sjálfvirk vatnsskömmtun eftirtaumagni, notar aldrei meira vatn en þörf er á. • Aukaskolun: Sér stilling fyrir kælingu og aukaskolun • „ÖKJT kerfi (sparar sápu) Öll þvottakerfi • IHIarvagga B R Æ Ð U R N I R RclDIOnsiSásS s __________LágmúTa 8 • SÍmi 530 2800 Geislagötu 14 • Sími 462 1300 fc'J.M:I*Júl4IIVesturiand: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðínga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð, Búðardal. Vestfirðin Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Pokahornið, Tálknafirði. Norðuriand: Radionaust, Akureyri. Kf. Steingrímsfjarðai; Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Urð, Raufarhöfn. Austuriand: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðuriand: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reyfcjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík. Ráðstefna á vegum Rauða kross íslands Börn og áföll IDAG hefst tveggja daga ráðstefna á vegum Rauða kross íslands. Yfirskrift ráð- stefnunnar er Börn og áföll og er hún haldin á Grand Hóteli í Reykja- vík. Á ráðstefnunni eru bæði íslenskir og erlend- ir fyrirlesarar. Sigríður B. Þormar deildarstjóri hjá Rauða krossi Islands hefur annast undirbún- ing ráðstefnunnar ásamt ráðstefnunefnd sem skipuð var. Sigríður var spurð hvað bæri hæst í umfjöllun um böm og áföll? Markmiðið er að gera fagfólk og almenning hæfari í að styðja böm sem lent hafa í ýmsum áföllum, svo sem vegna náttúruhamfara eða stríðs, þeirra sem hafa orðið íyr- ir líkamlegu ofbeldi á heimilum sínum, misst foreldra eða nána vini. Rauði kross íslands vinnur á mjög breiðum vettvangi og hefur verið reynt að tengja um- rædda ráðstefnu við þau málefni sem Rauði krossinn vinnur eink- um að í dag. Má þar nefna átakið gegn ofbeldi, flóttamannaböm á Islandi, neyðarvarnir Rauða krossins og Rauðakrosshúsið. Rauði krossinn er sífellt að vinna að málefnum sem snerta mannréttindi og vellíðan al- mennings án þess að farið sé í manngreinarálit. Síðastliðin tvö ár hefur Rauði kross íslands staðið fyrir námskeiðum í sál- rænni skyndihjálp og mannleg- um stuðningi fyrir almenning. Á námskeiðum okkar höfum við orðið vör við þörflna fyrir aukna fræðslu um hvernig best sé að styðja böm. Námskeiðin er hægt sækja hjá deildum Rauða kross Islands víðs vegar um landið. - Hvað eru fyrirlesarar á ráð- stefnunni margir? Þeir era ellefu talsins, þar af era tveir erlendir. Við fáum til okkar Gest Pálsson barnalækni sem að ræðir um ofbeldi sem ís- lensk börn geta orið fyrir á heimilum sínum. Á eftir fyrii’- lestri Gests mun Bertrand Lauth franskur barnageðlæknir sem starfar á íslandi ræða um áhrif ofbeldis á sjálfsmynd bamsins. Margrét Arnljótsdótt- ir, Sólveig Ásgrímsdóttir og Ing- þór Bjamason sálfræðingar kynna þá vinnu sem unnin var með börnum í kjölfar snjóflóð- anna á Vestfjörðum. Borghildur Einarsdóttir geðlæknir skil- greinir hvað er áfall og ræðir um það almennt. Guðrún Alda Harðardóttir leikskólakennari og Helga Hannesdóttir barna- og unglingageðlæknir ræða um hvemig íslenskum börnum líður í dag. Séra Bragi Skúlason ræðir um leiðsögn og fyrirmynd fullorðinna fyrir börnum hvað varðar sorg og sorg- arúrvinnslu. Tveii’ erlendir gestafyrirlesarar tala einnig á umræddri ráðstefnu. Fyi-st ræð- ir dr. Teri Elliott viðbrögð barna við áföllum, hvaða teikn era á lofti um það að barn eigi við til- finningalega erfiðleika að stríða og hvernig skólakerfið og for- eldrar geti unnið saman á áhi’ifa- ríkan hátt til að hjálpa börnum sem lent hafa í áföllum. Þá mun hún tala um þarfír stríðshrjáðra barna og hvernig við getum að- stoðað þau, eins mun hún ræða um fjölmiðla og ofbeldi og ►Sigríður B. Þormar fæddist 29. ágúst 1970 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 1990 og prófi í hjúkrun- arfræði frá Háskóla Islands 1994. Hún hefúr starfað lengst af á slysa- og bráða- móttöku Sjúkrahúss Reykja- vikur en unnið hjá Rauða krossi íslands frá 1997. Sig- ríður er gift Birni Einarssyni deildarstjóri flugsviðs BM- flutninga. Þau eiga einn son. hvemig foreldrar geti spymt gegn áhrifum gegn ofbeldis í fjölmiðlum á böm sín. Einnig mun Teri stýra vinnusmiðju um einelti. Dr. Atle Dyregrov mun ræða um sáhæna skyndihjálp fyrir börn og fjölskyldu þeirra, kynbundin viðbrögð barna við áföllum og hversu mikilvægt sé að muna eftir þeim þegar verið er að aðstoða börn, og hvemig best er að halda úrvinnslufundi með börnum eftir áföll. - Hvemig tengjast þessi verk- efni sem þið eruð að vinna að umfjöllun ráðstefnunnar um fyrrnefnd mál? Markmiðið með átakinu gegn ofbeldi er að spyma gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er og tengist það fyrirlestram um líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Rauði kross íslands tekur þátt í neyð- arvamarskipulagi Almanna- vama ríkisins og menntar flokksstjóra um allt land sem hafa m.a. það hlutverk að opna fjöldahjálparstöðvar ef um nátt- úrahamfarir er að ræða. Við náttúrahamfarir er sálræn skyndihjálp mjög stór þáttur. Við komu flóttamanna frá Júgóslavíu til íslands vora í hópnum mörg börn sem þurfti að sinna sérstaklega. Þessi börn fara í leikskóla og skóla í íslensku sam- félagi og því er mikil- vægt að auka íræðslu um þarfir þeirra. - Hafíð þið ein- hvern vettvang til þess að að sinna sérstaklega börnum sem hafa orðið fyrir áföllum? Rauði kross Islands rekur neyðarathvarf fyrir börn og ung- linga og hefur gert undanfarin ár, þar sem tekið er á móti sím- tölum og börn geta leitað til all- an sólarhringinn. Það er von Rauða kross íslands að þessi ráðstefna kveiki hugmyndh og sái fræjum meðal þeirra sem sækja hana og einhver vinna sem komi börnum til góða fari fram í kjölfar hennar. Rauði kross- inn vinnur á breiðum vettvangi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.