Morgunblaðið - 26.08.1999, Síða 53

Morgunblaðið - 26.08.1999, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 53*. FRÉTTIR Yfírlýsing frá borgarstjóra um Laugardalinn Aðalfundur Náttúru- verndar- samtaka Austurlands AÐALFUNDUR Náttúruverndar- samtaka Austurlands verður haldinn að Hótel Svartaskógi í Jökulsárhlíð dagana 28. og 29. ágúst. Fundurinn hefst um kl. 14 á laugardaginn. Lagt verður af stað með rútu frá Hótel Svartaskógi kl. 15 í skoðunarferð um Hróarstungu undir leiðsögn Arnar Þorleifssonar, bónda í Húsey. Um kl. 20.30 verður svo kvöldvaka á Hótel Svartaskógi: Þórður Júlíusson, líf- fræðingur á Skorrastað, flytur erindi og Hjörleifur Guttormsson sýnir lit- myndir. Sunnudaginn 29. ágúst hefst fund- ur um kl. 10. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa verður rædd tillaga stjórnar NAUST um stofnun þjóð- garðs á Snæfellsöræfum. Allt áhugafólk um náttúruvemd er hvatt til að mæta. Nýir félagar vel- komnir, segir í fréttatilkynningu. MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra vegna yf- irlýsingar sem forsvarsmenn sam- takanna „Vemdum Laugardalinn" sendu frá sér og birt var í Morgun- blaðinu á þriðjudag. „í gær barst mér í hendur fréttatilkynning frá samtökunum „Verndum Laugardalinn", undir- rituð af Árdísi Þórðardóttur, þar sem gerð er athugasemd við um- mæli mín á Stöð 2 hinn 22. þ.m. Fréttatilkynningin byggir að meg- inhluta til á rangfærslum og þykir mér rétt að svara því sem þar kem- ur fram í bréfi til samtakanna. 1. Það er mikill misskilningur að ég hafi látið svo um mælt að „borg- aryfirvöld komi til með að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu um fyrirhuguð byggingaráform Landssímans og Jóns Ólafssonar í Laugardal ef 25% atkvæðisbærra borgarbúa fara skriflega fram á það.“ í umræddri frétt kemur bein- línis fram að ég sé ekki hlynnt því að framkvæmdirnar í Laugardaln- um fari í almenna atkvæðagreiðslu. Þetta er mál sem borgaryfirvöld eiga að afgreiða að lokinni form- legri kynningu og lýðræðislegri umræðu. 2. Fullyrðing um að ég hafi í um- ræddu viðtali við Stöð 2 valið mal- bik og steinsteypu í Laugardalinn í stað grænna svæða fyrir almenn- ing á sér enga stoð í ráunveruleik- anum. Staðreynd er að umrætt svæði hefur um langt árabil verið byggingarsvæði í skipulagningu Reykjavíkur og var hvorki ágrein- ingur um það á sínum tíma að þarna skyldi rísa tónlistarhús né var ágreiningur um það í mars sl. í borgarráði að byggja á þessu svæði. Það er mitt mat og margra annarra að metnaðarfullar bygg- ingar á þessu svæði geti fallið vel að starfsemi Laugardalsins og styrkt hann sem miðstöð útivistar og afþreyingar. Ég hef hins vegar aldrei sagt að ég vilji malbik og steinsteypu fremur en græn svæði í Laugardalinn og fráleitt að hægt sé að finna því stoð í fréttaviðtölum við mig. 3. Varðandi fjölda undirskrifta hef ég aðeins sagt það að núver- andi meirihluti muni ekki hundsa sjónarmið borgarbúa eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerði í Ráð- húsmálinu á sínum tíma. Enn- fremur hef ég bent á að í sam- þykktum okkar sé gert ráð fyrir að ef um fjórðungur atkvæðis- bærra Reykvíkinga óski eftir því að tiltekin framkvæmd sé borin undir atkvæði borgarbúa, skuli það gert. Að öðru leyti hef ég undirstrikað að ekki sé hægt að gefa neina uppskrift að því hvenær mótmæli séu nægilega mikil til að borgaryfirvöld verði við þeim. Það hlýtur ávallt að ráð- ast ef efni máls og þeim rökum sem fram koma, með og á móti. Það er hlutverk borgaryfirvalda að meta þær röksemdir og það ' munum við gera. 4. I þriðja lagi halda samtökin því fram að í fréttaviðtalinu hafi ég sagt að „almenn umræða og mót- mæli dugi ekki heldur verði þetta að vera formlegt." Hvergi í viðtal- inu kemur þetta sjónarmið fram, sbr. lið 2 hér að ofan. Þvert á móti segi ég orðrétt í viðtalinu: „Skipu- lagið í Laugai’dalnum gerði ráð fyrir því að þarna yrði byggt og við erum komin fram með skipulagstil- lögu í samræmi við það og hún er til umfjöllunar og við munum að 1 sjálfsögðu taka þátt í umræðum við borgarbúa um þetta mál.“ Þarna byggir fréttatilkynning samtakanna „Verndum Laugardal- inn“ frá 23/8 alfarið á rangfærslum sem verða augljósar þegar viðtalið við mig er skoðað. Eg harma að einstakir talsmenn samtakanna grípi til þess ráðs að rangtúlka orð mín og leggja mér í munn orð sem hafa aldrei frá mér komið. Slík vinnubrögð eru ekki til þess fallin að vinna málstað þeirra gagn.“ Töðugjöld í Snæfellsbæ ÍBÚAR í sunnanverðum Snæfells- bæ hafa sameinast um að halda töðugjöld helgina 28. og 29. ágúst. Tilefnið er að fagna uppskerulokum og njóta þeirra með öðrum. Boðið verður upp á ýmislegt til dægrastyttingar svo sem gönguferð um Búðahraun undir leiðsögn Ragnhildar Sigurðardóttur um- hverfisfræðings, hægt er að fara í selaskoðun, veiðileyfi í silung og lax fást á vatnasvæðum Lýsu og í Vatnsholtsvötnum og eru silungs- veiðileyfin í síðasttöldu vötnunum á fjölskylduvænu verði. Hestaleiga er á Lýsuhóli og á sunnudeginum er hin árlega bændaglíma Golfklúbbs Staðarsveitar á Görðum. Sveitamarkaður verður á Brekkubæ, Hellnum, þar sem boðið verður upp á ýmiss konar handverk, heimagerðar sultur, garðuppskeru, rúnakerti og margt fleira. Kaffiveitingar verða á Görðum og í Fjöruhúsinu á Hellnum og ýmsir þjóðlegir réttir verða á matseðlin- um hjá Snjófelli, Amarstapa. Hægt er að fá gistingu í Ytri-Tungu, á Görðum, Lýsuhóli og Búðum í Stað- arsveit, hjá Snjófelli á Arnarstapa og Ferðaþjónustunni Brekkubæ og Gíslabæ á Hellnum. Á nokkrum þessara staða eru tjaldstæði í boði. „I Snæfellsbæ er stórkostleg náttúrufegurð og margt frábærra staða til að skoða. Landið tengist Eyrbyggju, Bárðar sögu Snæfells- áss og Víglundarsögu og ótal stað- amöfn má rekja til landnáms á svæðinu. Þá er þar að finna gott berjaland og fallegar gönguleiðir, segir í fréttatilkynningu. á óskalista mest selda heimilisvélin í 50 ár! • 5 gerðir hrærivéla í hvítu, svörtu, bláu, rauðu eða gráu • Fjöldi aukahluta • íslensk handbók með uppskriftum fylgir I • Lágiær og þrælsterk - endist kynslóðir 1 B • Sérstök brúðkaupsgjöf: Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með ísaumuðum nöfnum sínum og brúðkaupsdegi. Þú gefur ekki gagnlegri gjöf! KitchenAid einkaumboð á íslandi Einar Farestveit &Cahf. BORGARTUN 28 - S: 562 2900 & 562 2901 íþróttir á Netinu <§>mb l.i ALLTAf= £ITTH\/AÐ NÝn Fréttir á Netinu |j|mbl l.i is ALLTAf= e/TTH\SA£3 TJÝTl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.