Morgunblaðið - 26.08.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 26.08.1999, Síða 48
^8 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐLAUG RAGNARSDÓTTIR + Guðlaug Ragn- arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 11. maí 1940. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 18. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hóla- kirkju 25. ágúst. Á hinum fögru ágústdögum þegar sól- in var svo sérstaklega hlý í Reykjavík og Esj- an brosti svo blítt með litbrigðum sínum mörgu til allra þeirra sem fóru til vinnu eða nutu blíðunnar á annan hátt, þegar fólk var létt í spori og viðmótsþýtt hvert við annað, einmitt þá var frænka mín, Guðlaug Ragnarsdóttir, eða Lulla eins og við skyldmenni henn- ar kölluðum hana, að glíma við dauðann, hinn óboðna gest, sem kemur til alls sem lifir fyrr eða síð- ar. Þær voru tvær systumar, Lulla og Hanna, sem ólust upp hjá for- eldrum sínum, Guðlaugu Helgadótt- Hir og Ragnari Elíassyni, í Reykja- vík. Allt var með öðru yfírbragði þá en nú er. Húsnæðið þröngt og fjár- munir af skornum skammti. En þrátt fyrir það var þessi litla fjöl- skylda hamingjusöm þótt ekki ættu þau veraldarauð. Þau vom auðug, þau áttu heiðríkju hugans, von um betri tíð og kristna trú í hjörtum. Ragnar stundaði sjómennsku á tog- ara og margir vom dagamir og oft langir þegar beðið var eftir að heim- '•ilisfaðirinn kæmi aftur úr veiðiferð eftir misjafnt gengi. Oft vom nætumar langar þegar eiginkona og dætur gátu ekki sofíð því vindurinn gnauðaði við þekjuna og leitaði þá hugurinn til eigin- manns og föður sem var á öldum hafsins. Þá var beðið um varðveislu Guðs fyrir þeim öllum sem á hafínu voru, að þeir kæmu heilir að landi til fjölskyldna sinna. Dætumar lærðu þegar í bemsku að biðja til Guðs. Síðar var þeim eðl- islægt að fylgja þeirri iðju eftir á ævinnar braut. Lulla frænka mín var í nokkur ár búin að glíma við þennan erfiða og miskunnarlausa sjúkdóm sem verð- •'íir svo mörgum að aldurtila. Allt var gert sem í mannlegu valdi stóð. Sumir dagar vora bærilegir en aft- ur á móti vora aðrir daga lítt bæri- legir. Þessari erfiðu og ójöfnu lífs- baráttu lauk með því að Lulla kvaddi þetta líf hinn 18. ágúst sl. Hún átti heilaga trú á hinn kross- festa og upprisna frelsara og í trausti og öryggi þeirrar trúar fékk hún hvfld frá allri þjáningu hins mannlega lífs. Og veginn tfl himna fékk hún að ganga. Þessi einlæga kristna trú á hinn himneska föður var henni sá aflgjafi sem gaf henni styrk og von hins kristna manns til að lifa í þjáning- unni án þess að missa vonina. “^raustið á hinn himneska fóður sem er með baminu sínu í erfiðleikum og andstreymi, hann sem vill leiða okkur og bera inn í himnaríki. þetta var hennar trú. Lulla gat sannar- lega tekið undir þessi orð: Heilaga vissa, Mrðirinn minn herrann er sjálfur, gleði ég finn. Lifandi staðreynd orðin það er: Endurlausn Jesú vann handa mér. Gleði míns hjarta orðinn hann er, óslitin lofgjörð Jesú því ber. -•*£. Síðar á himni lofa ég hann, hjálpræði og náð er sekum mér vann. Öllu ég sleppti. Allt með því vann, eilífa lífið, Jesúm, ég fann, himnana opna og engla ég sá unaðsboð flytja himninum frá. _ Örugga hvfld nú eignast ég hef. Engan um meiri gæði ég kref. Sál mín er frelsuð, fyrir mig galt Frelsarinn Jesús - hann er mér allt. (Bjarni Eyjólfsson.) Lulla starfaði nokk- ur ár í Landsbankan- um. Hún hafði löngun og áhuga á því að auka við þekkingu sína, og því var það, að hún hóf nám á miðjum aldri við öldungadeild Fjöl- brautaskólans í Breið- holti samhliða því að sinna daglegu starfi sínu í Landsbankanum. En einmitt á þessum tíma var hún orðin sjúk af hinum banvæna sjúkdómi. Hún átti góða skaphöfn og bar harm sinn í hljóði, hún átti sterkan og markvissan vilja og dætur hennar hvöttu hana til að Ijúka stúdentsprófi. Það tókst með ágætum árið 1994. Frá þeim tíma sinnti hún starfi öldranarfulltrúa í Fella- og Hólakirkju. Það starf átti hug hennar allan og var henni mjög ánægjulegt og gefandi. Lulla átti eðlislægan og hlýjan hug til allra þeirra sem hún um- gekkst eða starfaði með. Hún bar birtu og yl til allra þeirra, sem vora henni samferða á lífsgöngunni. Það var Guð sem gaf henni slíkt hugar- far. Það var frelsarinn sjálfur, Jesús Kristur sem leiddi hana gegnum dimma dali, gegnum vonbrigðin sem mættu henni á lífsleiðinni og að lokum í hinum erfiða sjúkdómi. Lulla vissi að lífinu var að ljúka og hún var sannfærð um, að hún væri á leið í faðm frelsarans, þar er henni búinn staður ásamt öllum þeim sem vilja rata veginn rétta, og leyfa Kristi Jesú að leiða bömin sín inn í himininn. Við skyldmenni og vinir drúpum höfði í þökk til skapara okkar fyrir að hafa fengið að vera samferða Lullu á lífsgöngunni. Blessuð sé minning hennar. Þinn frændi, Helgi. Mikið var ég lánsöm að eiga móð- ursystur eins og Lullu frænku. Eg á aðeins yndislegar minningar um Lullu í lífi mínu. Frá því að ég var lítfl telpa sagði hún alltaf við mig að ég ætti sérstakan stað í hjarta sínu. Það gaf mér mikið og það var svo hlýlegt að vita það. Eg get skrifað svo margt um hana en það er eitt sem stendur upp úr og það er hvað hún var trúuð kona. Allt hennar líf bar Guð vitni og ég er fullviss um að hún er hjá honum núna. Lulla var alltaf svo góð, hún var alltaf svo kát í öllu því sem hún gerði og þegar hennar var von til Kanada þá hlökk- uðu allir tfl. Við elskuðum hana öll. Lulla mín átti einnig sérstakan stað í hjarta mínu og minningin um hana lifir hjá okkur í Kanada. Samúðarkveðjur til ykkar allra. Linda. Besti vinur þinn er sá sem kallar það besta fram hjá sjálfum þér. Þú skalt vera stjama mín Drottinn Yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur éggengígeislaþínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum. (Ragnh. Ófeigsd.) Kær vinkona okkar, Guðlaug Ragnarsdóttir, lést þann 18. þ.m. eftir langt og erfitt veikindastríð. Baráttan var hörð og óvægin, en hinn illvígi sjúkdómur sigraði að lokum. Þessum harða dómi tók hún af stfllingu og kjarki og gaf fjöl- skyldu og vinum uppörvun og styrk. Hún var trúuð kona og bað frelsara sinn um andlega hjálp í gegnum þessa þrautagöngu. Aðeins nokkrir mánuðir era síðan við fylgdum Amfríði skólasystur okkar til grafar austur að Skálholti og sýnir það hugrekki Guðlaugar vel að hún lét sig ekki vanta þó að hún væri þá orðin mjög veik og í erfiðri sjúkdómsmeðferð. Guðlaug var glæsileg kona og mikill dugnaðarforkur að hverju sem hún gekk. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og setti sér markmið sem hún náði. Þar má nefna stúdentsprófið sem hún tók með glæsibrag fyrir rúmum fimm áram. Okkur er í minni sá stóri dag- ur þegar sigur var í höfn. Þá var gaman að gleðjast með henni og fjölskyldunni. Guðlaug hafði vegna veikinda sinna og annarra orðið að hætta námi um tíma, en tók upp þráðinn aftur eftir nokkurra ára hlé. Við eigum báðar mjög kærar minningar frá þessum námsáram okkar með Guðlaugu og oft komum við heim til hennar að bera saman bækur okkar. Stærðfræðin var ekki síst það fag sem átti hug okkar og eiginmaður Sigrúnai- lét þau orð falla að samanlagt næmi lengd pappírsins, sem við reiknuðum á, til Ameríku og heim aftur. Guðlaug hafði mikið gaman af þessum orð- um. Þetta vora okkur dýrmætai’ stundir sem við rifjuðum upp síðar en af og til höfum við hist hver hjá annarri eftir að námi lauk. Guðlaug var í eðli sínu bjartsýn og létt, þakklát fyrir góðar gjafir guðs. Hennar stærsti auður var fjölskylda hennar öll sem hún lét sér mjög annt um og vildi hafa sem oftast í heimsókn og var alltaf tfl staðar ef einhver þurfti hennar aðstoð. Guðlaug var í Ellimálaráði Reykjavíkurprófastdæmis og starf- aði í mörg síðustu ár við Fella- og Hólakirkju. Hún naut sín mjög vel í því starfi og hafði sérstaka ánægju af. Við vottum dætram hennar og ástvinum öllum okkar dýpstu sam- úð og þökkum Guðlaugu kærar samverastundir. Ólöf Stefánsdóttir og Sigrún Skúladóttir. Það er alltaf sárt að sjá á bak góðum vini. Þegar allt leikur í lyndi er dauðinn svo fjarri, en stundum eram við óþyrmilega minnt á það, að hann er ekki svo langt undan. I dag er komið að kveðjustund. Elskuleg vinkona okkar, Guðlaug Ragnarsdóttir, er komin til nýrra heimkynna þar sem þraut og þján- ing er ekki lengur tfl. Erfiðri og hetjulegri baráttu við illvígan sjúk- dóm er lokið. Eftir situr sorg og söknuður, en jafnframt þakklæti fyrir órofa tryggð um áratuga skeið. Traust vinátta skflur eftir sig dýrmætan fjársjóð sem geymist, en gleymist ekki. Bjartsýni og glað- lyndi vora mjög ríkir þættir í fari Guðlaugar. Hún sá yfirleitt björtu hliðarnar á tilveranni, þrátt fyrir að lífið væri ekki alltaf dans á rósum. Hún létti öðram byrðarnar og var gleðigjafi í góðra vina hópi. Bernsku- og æskuminningar frá Hverfisgötunni, þar sem foreldrar mínir og amma Guðlaugar áttu saman hús, hrannast upp. Aldrei bar skugga á samskipti okkar og fá- ein þakkarorð era aðeins viðleitni til að tjá hug sinn. Guðlaugu var margt til lista lagt. Á sínum tíma lauk hún m.a. námi í hárgreiðslu og var hún ólöt við að fegra útlit vina sinna. Á tímamótum í lífi okkar hjón- anna var Guðlaug boðin og búin til aðstoðar, ef á þurfti að halda. Lífs- gleðin var henni í blóð borin eins og áður er nefnt og hluttekningu í garð annarra kynntumst við af eigin raun. I brúðkaupi dóttur okkar sl. haust gætti einstakrar hlýju og vel- vildar í eftirminnflegri ræðu henn- ar. Hin kristna trú mótaði allt líf hennar. Þar átti hún það veganesti, sem veitti henni andlegan styrk og hún gat miðlað öðram af. Hún treysti orðum frelsarans: „Eg lifi og þér munuð lifa.“ Guðlaug átti barnaláni að fagna. Dætur hennar, Guðlaug Helga, Ragnhildur og Steinunn, hafa alla tíð reynst móður sinni vel og notið einstakrar umhyggju hennar. Allar era þær vel giftar og eiga yndisleg heimili og myndarleg böm. Það var mikið reiðarslag þegar Guðlaug greindist með erfiðan sjúk- dóm sem gerði fyrst vart við sig 1984. Hún lét þó aldrei hugfallast, en barðist hetjulegri baráttu. Þrátt fyrir endurtekin veikindi og erfiðar meðferðir lauk hún stúdentsprófi frá öldungadefld vorið 1994. Þá ríkti gleði og fögnuður og um skeið rof- aði tfl. Hún gerðist öldranarfulltrúi í Fella- og Hólasókn og helgaði því starfi krafta sína eins lengi og henni var unnt. Ský dró aftur fyrir sólu sl. vor. Sjúkdómurinn skæði var kom- inn á lokastig, sólarlagið var skammt undan. Síðasta samvera- stundin í Fella- og Hólakirkju er ógleymanleg. Lokabænin í sálmin- um alkunna sem þá var sunginn hefur nú ræst: Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæslu geym ó, Guð minn allsvaldandi. (V. Briem.) Við trúum því að Guðlaugar bíði góð heimkoma, þar sem ekkert fær gert hana viðskfla við kærleika Guðs. Reyni H. Jónssyni, tryggum vini Guðlaugar undanfarin ár, dætram, tengdasonum og öðram ástvinum, sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Guðlaugar Ragnarsdóttur. Edda og Birgir. Þegar vinur eða samstarfsmaður hverfur héðan af braut fyrir fullt og allt myndast ávallt tóm í huga þeirra sem vináttunnar og sam- starfsins nutu. Söknuður og eftirsjá gera vart við sig. Og hugsunin um að hafa ekki notað tímann betur með látnum vini verður ofarlega í huga. Við slíkar aðstæður reynum við að láta góðar minningar um vináttu og gott samstarf víkja burtu hugs- unum um það, sem við vildum hafa gert á meðan tími var tfl, en nú er of seint að koma í framkvæmd. Guð- laug vann við Fella- og Hólakirkju sl. fjögur ár. Hún hafði umsjón með starfi fyrir aldraða hér í kirkjunni og gerði það með mikilli prýði og samviskusemi á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hún var afar vandvirk og áhuga- söm í öllu starfi sínu hér við kirkj- una. En starf sitt og líf byggði hún á þeim grunni sem eigi bifast. Þeim granni sem felst í trúnni á Jesú Krist. Henni var mjög umhugað um að breiða út kristna trú. Láta aðra verða aðnjótandi þess trausts og ör- yggis sem trúin á Krist, dáinn og upprisinn, hefur í för með sér. Hún gekk glöð til hvers þess verks sem hún tók að sér og vandaði mjög undirbúning og lagði mikla vinnu í að skila hverju verkefni sem best úr garði. Hópurinn sem kom saman á hverjum fimmtudagsmorgni man vel og mun ekki gleyma hvað hún lagði sig fram um að boða fagnaðar- erindið, sem var henni svo mikið hjartans mál. Það má segja um hana að hún hafi verið kristniboði af lífi og sál. Þá munu þeir sem komu á bæna- stundirnar á mánudögum lengi muna einlægni hennar og trúar- traust og hve hún lagði sig fram um að létta áhyggjum af þeim sem til hennar leituðu og hjálpa þeim tfl að finna þann styrk sem trúin ein get- ur veitt. Guðlaug var heflsteypt kona, sem vildi láta gott af sér leiða. Hún var ávallt reiðubúin að leggja góðu málefni lið. Þeir sem störfuðu með henni við Fella- og Hólakirkju nutu þess í ríkum mæli og ekki síð- ur þeir sem hún starfaði fyrir. Hún var glaðleg í fasi og vingjarnleg í allri framkomu. Átti auðvelt með að tala við fólk og ná til þess ef um eitt- hvað var að ræða sem þrúgaði eða þrengdi að. Að hjálpa öðram var henni hjartans mál. Starf hennar hér við kirkjuna var mikils metið af öllum sem þess nutu. Innflegar þakkir era henni færðar, af hálfu sóknamefndanna beggja og starfsfólksins alls, fyrir fórnfýsi og alúð sem hún ávallt auð- sýndi og fyrir þann áhuga sem hún ætíð hafði fyrir öllu sem fram fór í Fella- og Hólakirkju. Hennar mun verða saknað, en minningin um góða konu sem lét svo margt gott af sér leiða mun lifa um ókomin ár. Guð blessi minningu Guðlaugar Ragnarsdóttur og varðveiti og styrki ástvini hennar nú og alla tíð. Starfsfólk og sóknarnefndir Fella- og Hólakirkju. Égvil lofa þig, Drottinn, af öllu hjarta, segja frá öllum þínum dásemdarverkum. Ég vil gleðjast og kætast yfirþér, lofsyngja nafn þitt, þú Hinn hæsti. Þessi vers úr 9. Davíðssálmi koma svo sterk upp í hugann þegar við minnumst hennar Guðlaugar Ragnarsdóttur. Hún vfldi svo sannarlega bera Drottni sínum og frelsara vitni í öllu því sem hún tók sér fyrir hend- ur. Guðlaug hefur starfað að öldrun- armálum í Fella- og Hólakirkju um nokkurra ára skeið og var hún kos- in í stjórn Ellimálaráðs Reykjavík- urprófastsdæma árið 1997. Það var mikil blessun að fá þessa góðu konu til liðs við okkur. Hún var nákvæm og vandvirk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og var fljót að koma auga á það sem væri til heilla í öldrunarstarfinu. Guð- laug hefur átt við mikil veikindi að stríða um langt árabil og sérstak- lega hefur þetta ár verið henni mjög erfitt, en í trú og trausti til frelsarans Jesú Krists tókst hún á við erfiðleika sína og þjáningu. Við sem kveðjum Guðlaugu í dag þökkum einlæga vináttu hennar og öll góðu verkin í öldrunarstarfinu á liðnum áram. Guð blessi minningu hennar. Dætranum og fjölskyldunni allri sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. F.h. Ellimálaráðs Reykjavíkurpró- fastsdæma, Valgerður Gísladóttir. „Þar sem góðir menn ganga, þaremguðsvegir." Það er komið að kveðjustund- inni. Við héldum í vonina fram á síðustu stund. Við vonuðum að Guðlaug, með sínu mikla þreki og bjartsýni, myndi sigrast á hinum válega sjúkdómi, sem nú hefur bor- ið hærri hlut. Við höfum notið þeirra miklu forréttinda, að hún hefur helgað okkur krafta sína einu sinni í viku undanfarin ár, en hún annaðist helgistundir á vegum Fella- og Hólakirkju. Okkur hefur oft orðið hugsað til þess, að svo glæsileg kona, með fá- gæta persónutöfra og ótvíræða for- ingjahæfileika, hefði getað notið sín á hvaða sviði sem væri og hvar sem væri, en hún kaus að vinna í víngarði Drottins, miðla öðram af einlægri trúarvissu sinni, biðja fýr- ir mönnum og góðum málefnum og dreifa birtu og yl til allra, sem hún hafði samskipti við. Stundirnar sem við áttum með Guðlaugu vora sannar helgistund- ir. Við fundum kærleikann, gleðina og kraftinn sem stafaði frá henni, jafnvel þótt hún væri stundum sárlasin. Við fóram ávallt ríkari af hennar fundi. Nú er okkur efst í huga þakklæti fyrir þessar dýrmætu stundir. Minningin um þær munu ávallt ylja okkur um hjartaræturnar. Við samhryggjumst innilega dætrum hennar, fjölskyldum þeirra og öðram aðstandendum. Blessuð sé minning Guðlaugar Ragnarsdóttur. Helgistundahópurinn Gerðubergi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.