Morgunblaðið - 26.08.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.08.1999, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Fíkniefni og þýfi fundust á Akranesi LÖGREGLAN á Akranesi fann tals- vert af flkniefnum við húsleit í gisti- heimili í bænum í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu fannst nokkuð af am- fetamíni eða um 20 grömm og lítil- ræði af hassi og voru fjórir hand- teknir í kjölfarið. Auk fíkniefnanna fannst mikið magn af alls konar munum sem tald- ir eru vera þýfi úr mörgum innbrot- um, að sögn lögreglu. Um er að ræða skartgripi, tölvur, myndavélabúnað, hljómtæki, talstöðvar og fleira. Þrír hinna handteknu hafa verið látnir lausir en einn er enn í haldi. Fíkniefni og þýfí í Garðabæ Fíkniefni og þýfí fundust einnig við húsleit í Garðabæ laust eftir mið- nætti aðfaranótt miðvikudags. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var ekki um mikið magn fíkniefna að ræða og líklegt að þau hafí einungis verið til einkaneyslu. Töluvert þýfi fannst hinvegar og þykir líklegt að það sé afrakstur nokkurra innbrota. Tíu menn voru handteknir í tengslum við fíkniefna- og þýfisfund- inn og hafa þeir verið í haldi lög- reglu, en fengið að fara einn af öðr- um að lokinni yfirheyrslu. ------------------ Tilraun til innbrots GERÐ var tilraun til að brjótast inn í söluturninn Spesíuna við Iðnbúð 2 í Garðabæ í fyrrinótt. Lögreglunni barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir rétt fyrir klukkan sex á miðvikudagsmorguninn og er hún kom á staðinn kom í ljós að verið var að reyna að brjótast inn. Einn maður var handtekinn en talið er að fleiri hafi verið viðriðnir tilraunina. FRÉTTIR Finnur Beck, formaður Stúd- entaráðs, og Páll Skúlason, rekt- or Háskóla Islands, takast í hend- ur um samstarfið. Skúli Mogen- sen, forstjóri Oz, fylgist með. Morgunblaðið/Golli Hugarfóstur háskólanema Hjörleifur Guttormsson um Fljótsdalsvirkjun Heimildarlög en ekki leyfi HJÖRLEIFUR Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður og iðn- aðarráðherra, óskaði eftir að koma á framfæri í framhaldi af viðtali við Halldór Ásgrímsson, formann Framsóknarflokksins, í blaðinu á þriðjudag að hann hefði ekki í ráð- herratíð sinni gefið út virkjana- leyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun. Sam- þykkt hefðu verið heimildarlög á Alþingi árið 1981 fyrir ýmsum virkjanakostum en virkjanaleyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun hefði verið gefið út árið 1991 af þáverandi iðn- aðarráðherra, Jóni Sigurðssyni. Hjörleifur segir að gera verði skýran greinarmun á heimildar- lögum og virkjanaleyfi. Með sam- þykkt Alþingis væri veitt almenn heimild fyrir ákveðna virkjana- kosti en til þess að framkvæmd einstakra virkjana mætti hefjast yrði að koma til virkjanaleyfi sem framkvæmdavaldið, í þessu tilviki iðnaðarráðherra, gæfi út. I ráð- herratíð sinni hefðu heimildarlög verið samþykkt árið 1981 og inni í þeim m.a. verið Fljótsdalsvirkjun. Heimildarlög þýddu hins vegar ekki endilega að til framkvæmda kæmi. Hjörleifur sagði því ljóst í tilviki Fljótsdalsvirkjunar að þar sem Jón Sigurðsson, þáverandi iðnaðarráðherra, hefði á sínum tíma gefið út virkjanaleyfíð hefði iðnaðarráðherra á hverjum tíma vald til að afturkalla leyfið. Því þyrfti ekki endilega að koma til kasta Alþingis þótt það væri aftur- kallað og eftir atvikum sett ný skil- yrði, svo sem um mat á umhverfis- áhrifum. INTERNETFYRIRTÆKIÐ Oz mun styrkja sex nemendur Há- skóla Islands við gerð lokaverk- efnis sem tengist Netinu, net- samfélögum, samskiptum á Net- inu og/eða samruna Netsins við aðra samskiptamáta út frá sem viðustum skilningi hugtakanna. Verkefnið ber nafnið Hugarfóst- ur og var kynnt á blaðamanna- fundi á þriðjudag. „Þetta er viðurkenning á því starfí sem Háskólinn vinnur og á því hugviti sem þar býr,“ sagði Breki Karlsson, markaðsfulltrúi Oz, í samtali við Morgunblaðið. Hver styrkur nemur hálfri milljón króna og ef vel tekst til verður styrkveitingin að árleg- um viðburði. Breki segir Oz munu gera samning við nemend- urna um hugsanlega nýtingu á niðurstöðum verkefnanna en gerð þeirra verði algerlega í höndum nemenda. „Við teljum að undir þeim kringumstæðum vinni þeir best og það eru fjöl- breytilegustu og frjóustu hug- myndirnar sem koma út úr því.“ Nefnd skipuð fulltrúa Há- skólaráðs, fulltrúa Stúdentaráðs og fulltrúa Oz fer yfír umsóknir og gerir tillögu um val á styrk- þegum en endanleg ákvörðun er í höndum Oz. Tilkynnt verður um væntanlegan styrkhafa í byrjun desember en umsóknar- frestur er til 25. október og skal umsóknum skilað á skrifstofu Stúdentaráðs. Komdu á rýmingarsölu Sportkringlunnar og gerðu betri kaup en nokkru sinni fyrr. Vörur með allt að 70% afslætti! Komdu fyrr en seinna ef þú vilt ekkí missa af stóra tækífærínu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.