Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Jákvæð styrking Þannig eru fjölmidlarnir þarna komnir í mikilvægt uppeldishlutverk; hið áhugasama foreldri sem sannfœrir barnið um að parfir pess og áhugamál séu mikilvæg. Ungir sjálfstæðis- menn, sem eru saman í félagi, kusu sér formann nýlega. Gott hjá þeim. Félög þurfa að hafa for- mann, það er í reglunum. Þetta var allt saman æfíng í hefð- bundinni pólitík. Fyrst fór fram slagur sem hafður var rétt nógu ruddalegur til að fólk gæti trú- verðuglega krossað sig opinber- lega en dáðst innst inni að því hvað þetta væru nú harðir drengir. Fjölmiðlar greindu frá þessu grafalvarlegir, eins og þetta væri eitthvað sem skipti alþjóð máli, en ekki bara þá sem eru í félaginu. Slag- VIÐHORF uri,“°- ----- nefndi for fram Kristján G. á síðum Morg- Arngrímsson unblaðsins, enda ekki ann- an vettvang að hafa á íslandi. Svo sögðu sjónvarpsfréttamenn andaktugir frá úrslitum á þing- , inu í Vestmannaeyjum. Menn voru spurðir um af- stöðu til Eyjabakkamálsins og sögðust bara vilja ísköld rök. Það er að segja, ekkert tilfínn- ingavellukjaftæði. Sýndu að þeir er gallharðir. Gefa ekkert eftir. Standa fast á sínu. Hvika hvergi. Eru raunsæir. Sama tuggan og í þeim sem eru í Félagi eldri sjálfstæðis- manna, svo að ekki virðist neitt nýtt ætla að koma fram með þessu félagi ungra. Enda er fé- lagið sennilega ekki til þess gert. Félagið, eins og önnur ung- liðafélög stjórnmálaflokka, er æfíngabúðir sem krakkarnir eru sendir í til að læra að haga sér eins og fullorðna fólkið. Að læra að haga sér eins og fullorðna fólkið merkir í rauninni að læra að hugsa eins og kynslóðin á undan og læra þau sannindi, að hugmynd sem ekki er í sam- ræmi við viðtekna hugsun er slæm hugmynd. Rétt að ítreka að það er ekk- ert athugavert við þetta. Það er fínt að ungt fólk sé saman í fé- lögum. Slíkt er þessu fólki til góðs. Ungt fólk er saman í íþróttafélögum sjálfu sér til heilsubótar og lífsfyllingar. Hví skyldi það ekki vera saman í stjórnmálafélögum? Slík félög virka í raun svipað og málfundarfélög, þannig að þetta er eiginlega íþróttafélag; íþróttin sem stunduð er kallast mælskulist, eða retorík, og er klassískt fyrirbæri. Kannski finnst einhverjum óþarfí af manni að vera að hnýta í krakka sem eru að leika sér. Það er satt, maður á ekki að skemma leik fyrir krökkum með einhverjum umvöndunum um alvöru lífsins og allt það. Tuð í kallinum. Enda er hér alls ekki verið að hnýta í að ungir sjálfstæðismenn hafí með sér félag. En það er eitthvað athuga- vert við að fjölmiðlar allra landsmanna segi frá þessu fé- lagi eins og þetta sé það sem ; skiptir meginmáli í þjóðfélag- inu. Og þó, ef nánar er að gáð kemur í ljós að það er nauðsyn. En fyrir hverja er það nauð- syn? Alþjóð? Nei. Það er nauð- synlegt til þess að æfingabúð- irnar séu fullkomnar. Krakk- arnir í æfíngabúðunum þurfa nefnilega að fá það á tilfinning- una að það sem þeir eru að gera skipti máli og að allir vilji fylgj- ast með því. „Jákvæð styrking" held ég að þetta sé kallað í sálfræðikreðs- um. Ef fjölmiðlar sem öll þjóðin fylgist með sýna manni áhuga þá hlýtur maður að fá á tilfinn- inguna að það sem maður er að gera sé í raun og veru mikil- vægt og skipti fleiri en mann sjálfan máli. Og það er hollt fyr- ir sjálfsmynd ungs fólks að það fái svona skilaboð. Þannig eru fjölmiðlarnir þarna komnir í mikilvægt upp- eldishlutverk; hið áhugasama foreldri sem sannfærir barnið um að þarfir þess og áhugamál séu mikilvæg. Annars yrði barn- ið bara bitur nöldurseggur með aldrinum. Nýkjörinn formaður þarf að fá að venjast kastljósi fjölmiðl- anna. Hann verður bara að passa sig á því að vera ekki of augljóslega ánægður með að það beinist að honum. Verður að læra að koma sér upp viðeigandi pirringssvip for- ingjans sem er orðinn þreyttur á því hvað allir hafa mikinn áhuga á honum og vægi orða hans. Þarf að læra að láta skína í að formannsstarfið sé í raun- inni fóm. Að hann myndi eigin- lega helst vilja fá að vera bara í friði úti að labba með hundinn sinn. Þetta kemur allt saman með æfingunni. Þannig er gagnrýnin, sem hér er sett fram, af svipuðum toga og verður þegar íþróttaviðburð- ir yfirtaka sjónvarpið, til dæmis HM i fótbolta - það verða alltaf einhverjir til að kvarta yfir því að Derrick skuli felldur niður. En ekki er að efa að þeir eru til sem eru alveg sannfærðir um að formannskjör í Félagi ungra sjálfstæðismanna er stórfrétt sem á erindi við alþjóð. En það er misskilningur. For- mannskjör í einhverju félagi skiptir fyi-st og fremst félags- menn máli og alþjóð er ekki - svo ótrúlegt sem það nú kann að virðast - öll í Félagi ungra sjálf- stæðismanna. Þó kann að vera að formanns- kjör í ungliðahreyfingu stjóm- málaflokks - og þetta er nú einu sinni stærsti stjórnmálaflokkur- inn - hafi mikilvægi sem er ann- að en það sem manni dettur fyrst í hug. Kannski er þetta at- hyglisvert vegna þess að þarna má sjá hvemig stjómmálamað- ur verður til; hvemig ómótaðir hugar falla í fyrirfram gefin mót. Ekki svo að skilja að hér sé því haldið fram að þetta séu slæm örlög. Þau bíða okkar flestra með einum eða öðrum hætti. En fæst erum við svo lánsöm að fjölmiðlar telji það frásagnarvert þegar við mætum þessum örlögum okkar. PÁLL KR. STEFÁNSSON + PálI Kr. Stef- ánsson auglýs- ingastjóri fæddist í Reykjavík 10. maí 1941. Hann lést á heimili sínu að Blómvangi 10 í Hafnarfirði 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Stefán A. Pálsson, stór- kaupmaður, f. 2. febrúar 1901, d. 21. desember 1989 og Hildur E. Pálsson, húsmóðir, f. 10 september 1912 og lifir hún son sinn. Systkini Páls eru: 1) Stef- anía Stefánsdóttir, f. 26.1. 1935, maki Björn Valgeirsson. 2) Óskírður drengur, f. 11.1. 1936, d. 12.1.1936. 3) Jóhann Páll Stefánsson, f. 14.5. 1937, d. 15.7. 1938. 4) Kristín Stefáns- dóttir, f. 25.2. 1939, d. 23.7. 1940. 5) Stefán H. Stefánsson, f. 25.11. 1943, maki Jórunn Magn- úsdóttir. 6) Kittý Stefánsdóttir, f. 19.3. 1945, maki Ólafur Ólafsson. 7) Hrafn- hildur Stefánsdóttir, f. 12.12. 1950, maki Valur Ásgeirsson. Páll kvæntist 24. júní 1961 Önnu Guðnadóttur, kaup- manni, f. 20. ágúst 1941. Foreldrar hennar voru hjónin Guðni A. Jónsson, úr- og gullsmiður, f. 25.9. 1890, d. 5.12. 1983 og Ólafía Jóhannesdótt- ir, húsmóðir, f. 8.2. 1909, d. 21.9. 1985. Börn Páls og Önnu eru: 1) Guðný Ólafía, flugafgreiðslumað- ur, f. 8.3.1961, maki Kári Ingólfs- son, kaupmaður, f. 16.1. 1959. Þeirra börn eru Anna María, f. 12.11. 1984 og Guðni Páll, f. 17.12. 1988. 2) Stefán, markaðs- ráðgjafi, f. 17.1. 1968, hans dóttir er Hjördís Ylfa, f. 18.4. 1995. Páll lauk stúdentsprófi frá Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég get ekki breytt. Kjark til að breyta því sem ég get breytt. Og vit til að greina þar á milli. Dáinn - horfinn - harmafregn. Palli bróðir dáinn. Það getur ekki verið. Þetta hlýtur að vera hræðileg- ur draumur. Síðastliðinn sunnudag fyrir réttri viku í dag, á 30 ára af- mæli Kalla míns - við öll saman - sól í hjarta - sól í geði - sól og logn í Eskiholtinu. Palli hlaupandi inn og út með pylsur og hamborgara, hjálpandi öllum, passandi allt, stolt- ur af litlu systur sinni, smá áhyggjur af elsku mömmu, skipuleggjandi fyrstu helgina í september, við systkinin og mamma í Munaðarnesi - nei, þetta getur ekki verið. Ég hér í Portúgal að reyna að skrifa kveðjuorð - á leiðinni heim í jarðarförina hans Palla. Hugurinn stanslaust heima hjá elsku hjartans Önnu minni, Guðnýju, Stebba, Kára, bömunum og mömmu - elsku bestu mömmu í öllum heiminum, sem æðstu ósk alltaf á og biður algóðan Guð um hamingju og velferð barn- anna sinna og sér nú á eftir sínu fjórða bami. Megi Guð gefa þeim styrk í þeirra nístandi sorg. Margs er að rainnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof íyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín elskandi litla systir, Hrafnhildur Stefánsdóttir (Bebba). Ég sit og hugsa um Pál Stefáns- son, einstakan og ljúfan mann sem ég kynntist u.þ.b. 10 ára gömul. Sem barn fylgdist ég með þegar spilafélagar stjúpföður míns tóku að tínast inn hver af öðmm og var Palli þar á meðal, aðsópsmikill og hress, og það merkilegasta sem mér fannst við hann á þeim tíma var að hann vildi alltaf drekka Sinalco. Ár- in liðu og við sameiningu Dagblaðs- ins og Vísis árið 1981 tók Palli við starfi auglýsinga- og sölustjóra DV og þar með var hann orðinn yfir- maður minn. Þá komst ég að því að auðvitað var margt svo miklu merkilegra við Palla en Sinalcoið. Palli lagði allt sitt í starfið og hreif starfsfólk deildarinnar með sér á sinn einstaka hátt til að leggja sitt besta af mörkum með honum við auglýsingasölu og þjónustu við við- skiptavini, sem alltaf varð að vera fyrsta flokks. Auðvitað gekk oft mikið á eins og oft vill verða í heimi fjölmiðla, hraðinn var mikill og ým- iskonar málum þurfti að bjarga á síðustu stundu, þá var Palli í essinu sínu. Hann átti svo auðvelt með og hafði gaman af að greiða úr ólíkleg- ustu málum. Þegar ég lít til baka sé ég hversu lánsöm ég var að hafa Palla sem læriföður fyrstu mótun- arárin mín á vinnumarkaðnum, en okkar samtarf varði í 16 ár eða allt þar til hann hvarf til annarra starfa árið 1997. Þegar komið er að kveðjustundu minnist ég hans með þakklæti, hlýhug og virðingu. Ég veit að tómleikinn hjá fjöl- skyldu Palla er mikill og sár en minningin um góðan dreng lifir. Langar mig að votta Önnu og allri fjölskyldunni mína dýpstu samúð í sorg þeirra. Blessuð sé minning Páls Stefáns- sonar. Selma Rut Magnúsdóttir. Það syrtir að er sumir kveðja. Og sannarlega eiga þau orð við þegar Páll Stefánsson, vinur okkar, er kvaddur. Við minnumst mikils ljúf- mennis, gjósandi hvers og gleðigjafa á góðum stundum. Þannig var Palli. Litríkur persónuleiki sem lét sér annt um velferð annarra. Tryggur vinur í raun. Vináttuböndin frá skólaárunum í Verslunarskóla Is- lands voru traust. Myndaðist spila- klúbbur níu félaga sem spilað hafa óslitið saman í rúm 40 ár. Er nú höggvið stórt skarð í þann hóp. Tveir félaganna eru látnir. í lífi fólks skiptast á skin og skúrir. Við fáum flest okkar skerf af hvoru tveggja og tökum misvel á því. Palli tók á sínu af sama dugnaði og einkenndi öll hans störf. Hann sagði oft: „Ég er lánsamur maður, Anna mín og börn- in hafa ávallt stutt við bakið á mér þótt ég hafi lagt á þau ýmsa erfið- leika.“ Og hann var lánsamur mað- ur. Anna og Palli voru nýbúin að búa sér fallegt heimili í Hafnarfirði. Þau voru ánægð og ætluðu að njóta lífs- ins. Ekki bar á öðru en að Palli hefði náð sér allvel eftir sín veikindi. En okkur duldist þó ekki að hann var breyttur maður og þreytumerki gáfu til kynna að hann væri ekki samur. Svo kom kallið snögglega. Palli hugsaði talsvert meira um til- veruna en gengur og gerist og varp- aði gjarnan fram þessari spurningu: „Hver er svo tilgangurinn? kæru vinir, þegar honum fannst nóg kom- ið. Maður getur oft á lífsleiðinni velt þessari spurningu fyrir sér og leitað svara. Oft er fátt um svör. Við sökn- um okkar góða vinar og þökkum fyr- ir allt. Vottum Önnu og fjölskyldunni allri einlæga samúð og biðjum Guð að styrkja þau á sorgarstundu. Genginn er góður drengur og sannur vinur. Hanna Elíasdóttir, Ingvar Sveinsson. Verzlunarskóla íslands árið 1961. Hann starfaði sem sölu- fulltrúi hjá Ó. Johnson & Kaaber hf. 1961-1969 og starf- aði á vegum Sjálfstæðisflokks- íns 1969-1977, meðal annars sem framkvæmdastjóri Heim- dallar og SUS, útgáfustjóri Stefnis og framkvæmdastjóri byggingarnefndar Sjálfstæðis- hússins. Páll var auglýsinga- og sölustjóri Vísis 1977-1981 og gegndi sömu störfum hjá DV frá stofnun þess árið 1981 til 1997. Þá hóf Páll störf fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. Síð- ustu mánuðina var Páll í tíma- bundnu leyfi þar og starfaði að markaðs- og auglýsingamálum hjá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum hf. Páll sat í sljórn Heimdallar frá 1959-1963. Einnig starfaði hann mikið á vegum Freeport- klúbbsins og var hann einn af frumkvöðlum að stofnun SÁÁ og sat í stjórn þeirra samtaka frá árinu 1977-1986. Hann var fé- lagi í Lionsklúbbi Bessastaða- hrepps, einnig var hann félagi í Oddfellowreglunni í Hafnarfirði. títför Páls fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hann er ekki lengur meðal okkar með blik í augum og glettni á vörum. Hann tekur ekki lengur um herðar okkar og segir vinur. Páll Kristinn Stefánsson hefur verið vinur okkar frá fyrstu kynn- um, sumir okkar hafa þekkt hann frá fimm ára aldri. Aðrir kynntust honum nokkrum árum síðar. - Það var gott að eiga Pál sem vin. Við höfum haldið hópinn með fjöl- skyldum okkar í liðlega fjörutíu ár og átt fjölmargar ánægjustundir með ýmsum hætti þessi ár og þótt leiðir hafi stundum skilið höfum við hist reglulega öll árin og tekið í spil. Það var ekki síst Páll sem lagði á það kapp að við hittumst til að spila saman. Hann margsagði að ef við héldum ekki áfram að hittast reglu- bundið mundum við ekki gera það í ellinni. Við vorum níu sem mynduðum þann kjarna sem tengdist vináttu- og tryggðaböndum. Nú eru tveir þeirra fallnir frá. Þeirra er sárt saknað. Báðir féllu þeir frá langt um aldur fram. Páll var mikill sjálfstæðismaður, það hafði hann fengið í vöggugjöf. Reyndar vann Páll um árabil fyrir flokkinn ýmist sem starfsmaður hans eða sem áhugamaður um fram- gang hans. Kreddur og pólitískt þras voru honum hins vegar víðs- fjarri. Hann var víðsýnn og frjáls- lyndur, heiðarlegur og hreinn í skoðunum sem og samskiptum við andstæðinga jafnt sem samherja. Páll umgekkst alla sem jafninga bæði háa sem lága, en hans stóra hjarta fann ávallt til með þeim sem stóðu höllum fæti. Það var því ekki tilviljun að síðustu árin skyldi hann starfa einmitt í þeiiTa þágu á vegum Hjálparstofnunar kirlgunnar. Mörg- um sinnum hlustuðum við á hann lýsa þeirri örbirgð og örvæntingu sem enn er til í okkar velferðarþjóð- félagi. Lengstan hluta starfsævi sinnar eða um tuttugu ára skeið helgaði Páll þó auglýsinga- og útbreiðslu- málum sem auglýsinga- og sölu- stjóri, fyrst hjá Vísi síðan hjá DV. Þar naut hann sín í sífelldu samneyti við fólk, þar sem hlutirnir þurftu að ganga upp á stuttum tíma. Þar nutu sín skipulagshæfileikar hins „sjar- merandi" málafylgjumanns. Aðalsmerki Páls var greiðvikni og hjálpsemi sem honum var í blóð bor- in. Hann vildi rétta öllum sem hann þekkti hjálparhönd. Þegar eitthvað bjátaði á hjá okkur félögunum var hann alltaf boðinn og búinn að veita aðstoð í smáu eða stóru. Hann opn- aði heimili sitt fyrir þeim sem þurftu á því að halda til lengri eða skemmri dvalar. Þegar einn vina okkar, vegna veikinda, gat ekki annast sín persónulegu mál, þá tók Páll um- yrðalaust að sér að gerast fjárhalds- maður hans. Hann lagði á sig mikla vinnu og sýndi þar sem annars stað- ar lipurð og ráðdeildarsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.