Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 45 KRISTÍN ÞÓRA ERLENDSDÓTTIR + Kristín Þóra Er- lendsdóttir fæddist á Landspít- alanum 14. ágiist 1991. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 15. ágúsl síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Elfa Björk Vigfúsdóttir, f. 12.11. 1964, og Erlendur Atli Guð- mundsson, f. 8.8. 1960. Eftirlifandi systkini Kristínar Þóru eru EgiII Orn Júlíusson, _ f. _ 9.8. 1982, og Ólöf Ósk Erlendsdótt- ir, f. 5.11. 1982. Útför Kristínar Þóru fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku ástarengillinn minn. Nú eru búin að kveðja þetta líf og kom- in til bjartari og betri heima þar sem ríkir friður, fegurð og engar þjáningar. Fyrst það var Drottins vilji að þú kveddir þetta líf ekki nema átta ára gömul þá verðum við að hlýða því þó það sé sárt. Eg veit þó að þú ert alltaf hjá mér og passar mig og bróður þinn. Við höfum lít- inn fallegan verndarengil hjá okkur núna sem ert þú, ástin mín. Og þar sem þú ert núna þá er tíminn af- stæður og ekki langt fyrir þig að biða þó ég þurfí kannski að bíða lengi þar til við sameinumst á ný, sem ég veit að við gerum. Þú varst svo yndisleg og gefandi dóttir. Við áttum svo margar skemmtilegar stundir saman sem ylja mér um bjartarætur núna. Við áttum svo margt sameiginlegt, t.d. handavinn- una sem við báðar höfðum svo mikið yndi af og eyddum mörgum stund- um í. Og ánægjuna af því að vera innan um dýr. Þú varst svo mikill dýravinur. Þú varst búin að berjast við sjúkdóminn sem hrjáði þig í tvö ár með þvílíkum hetjuskap og hug- rekki. Þú varst alltaf svo dugleg og jákvæð og full lífsgleði. Við fórum meira en hálfa leiðina á því í gegn- um þessa erfiðleika. Það hjálpaði mér og öllum í kringum þig svo mikið hvað þú tókst þessu öllu með miklu jafnaðargeði og æðruleysi. En þú varst orðin svo veik að Drott- inn ákvað að taka þig til sín og létta af þér þjáningunum og ég veit að þér líður vel núna og ert heilbrigð, ástin mín. Blessuð sé minning þín svo björt og fogur, elsku Kristín Þóra mín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarlmoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) það erfiðasta og sorg- legasta sem ég hef gert í lífi mínu en um leið það fallegasta. Að fá að eiga þig og elska og núna að syrgja hefur kennt mér mikið og hefur gert mig að betri manni svo að starf þitt sem engill er þegar farið að bera ávöxt. Eg veit að þú hefur beðið Guð að blessa þá lækna og hjúkrunar- fólk sem hugsaði um þig þegar þú varst veik, því þau eru sann- ar hetjur í samfélagi okkar. Ég veit að ég þarf ekki að biðja þig að líta eftir mömmu þinni því að ef það hefur verið til betri móðir þá hef ég ekld heyrt um það. Þið voruð og eruð og verðið alltaf sem eitt. Þá sem lesa þessi orð mín vfí ég biðja að hugsa vel til starfsfólks bamadeilda sjúkrahúsanna og Styrktarfélags krabbameinsveikra bama. Þetta ótrúlega fólk þarf hjálp okkar. Okkar allra svo að sem fæstir þurfi að finna þá sorg sem við þurfum að lifa með. Þetta leyfi ég mér að segja fyrir hönd allra aðstandenda elskulegrar og fallegrar dóttur minnar. Með sorg í hjarta fel ég þig, elsku Kristín mín, í hendur Guðs, og með ást og söknuði kveð ég þig að sinni. Þinn pabbi, Erlendur A. Guðmundsson. Til systur minnar. Þessar vísur em til minningar um þig, elsku Kristín Þóra: Kær varst þú mér, Kristín mín, svo kát og ijörleg systir. Sárt mun ég nú sakna þín sorg mín djúpt þar ristir. Egill bróðir óskar þess erfiðleika að buga. Um aUa ævi átt þú sess mér ofarlega í huga. Blessuð sé minning þín. Þinn bróðir Egill Örn. I minningu um systur mína Krist- ínu Þóm. Þú, sæla heimsins svalalind ó, silfúrskæra tár, er allri s\'alar ýtakind og ótai læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarbh'ða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en Drottinn telur tárin mín - égtrúioghuggastlæt (Kristján Jónsson.) Hvíl í friði, elsku systir mín. Þín systir, ÓlöfÓsk. Þín elskandi mamma. Elsku Kristín mín. Ég geymi minningar mínar um þig eins og dýrmætan gimstein því að þannig varst þú. Þegar ég var ekki hjá þér varst þú alltaf í huga mínum og hjarta. Og nú þegar þú ert farin frá okkur þá verður þú áfram gim- steinn í huga mínum og hjarta þar til við hittumst í guðsríki. Föðurást er mikil og sterk og það eina sem ég fæ huggað mig við er að Guð hljóti að hafa mikilvægt verkefni fyi-ir þig þar sem hann tók þig frá okkur svona fljótt. Hvað svo sem það er þá veit ég að þú verður fyrirmyndar engill sem Guð verður ánægður með og við mamma þín stolt af. Að fá að halda á þér með mömmu þinni þegar þú yfirgafst þinn þjáða litla líkama var Nokkur kveðjuorð til Kristínar Þóru, dótturdóttur okkar. Við urðum þeiri-ar ánægju að- njótandi að vera samvistum við hana þau ár sem henni var úthlutað. Hún átti ótrúlegan orðaforða, margt var skrafað og margar skemmtilegar stundir sem við átt- um saman. Kristín var með afbrigðum lagin við það sem hún tók sér fyrir hend- ur og var kröfuhörð um að allt væri sem best af hendi leyst. Við söknum hennar og geymum í huga okkar þann ljósgeisla sem hún gaf okkur alla tíð og látum hann lýsa okkur, Elfu Björk mömmu hennar og Agli bróður öll ókomin ár. Við þökkum öllum fyrir þann hlý- hug og styrk sem okkur hefur verið sýndur. Amma og afí. Það er erfitt gera sér í hugarlund þá djúpu sorg sem móðir gengur í gegnum þegar hún missir bam sitt og þau sáru vonbrigði að verða und- ir í baráttu við erfið veikindi. Elsku Elfa Björk. Þú umvafðir litlu stúlkuna þína ást og umhyggju, gafst henni allt og varst henni allt í veikindum hennar og við dáumst að hugrekki þínu og dugnaði. Farðu í friði, litla Kristín Þóra. Þú kenndir okkm- með æðruleysi þínu og einstakri kímnigáfu að standa þéttar saman og sjá hlutina í nýju og skemmtilegu ljósi þar sem ekki var verið að velta sér upp úr eða kvarta yfir smámunum, því ekki kvartaðir þú, sem hafðir ástæðu til. Við erum þér þakklát fyrir þær ánægjustundir sem við áttum með þér skemmtilegum stelpuhnokka sem var svo ótrúlega athafnasöm, rík af hugmyndum og einstaklega skemmtilegum tilsvörum sem vakti oft skellihlátur. Þú varst í senn ákveðin og kröfuhörð en um leið yndisleg og blíð lítil stelpa sem alltaf hafðir nóg fyrir stafni og mik- ið að stússa með kisum, kanínum og dýrum sem þér þótti svo vænt um. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með Kristínu Þóru og geymum í hjarta okkar minning- una um lítinn og fallegan sólargeisla sem gaf okkur svo mikið á svo skömmum tíma. Elsku Elfa Björk og Egill stóri bróðir, við vottum ykkur djúpa sam- úð okkar. Hrönn, Finnbogi, Guðrún Edda og Hanna Katrín. Á fallegu sumarkvöldi bárust mér þær fregnir að einn af nemendum mínum, hún Kristín Þóra, hefði kvatt okkur. Ég kynntist Kristínu Þóru fyrst haustið sem skólaganga hennar hófst. Á björtum haustdegi tók ég á móti U-bekknum í Smára- skóla. Það voru spennt böm sem ég tók á móti, þau voru að stíga sín fyrstu spor í grunnskóla. Ég tók strax eftir því að eina stúlkuna vantaði í hópinn og komst fljótlega að því að hún hefði greinst með al- varlegan sjúkdóm nokkrum dögum áður. Það dimmdi sem snöggvast í huga mínum og ég hugsaði hve stutt væri á milli áhyggjulausrar æsk- unnar og þeirrar sem þarf að glíma við erfiðleika og sorg. Sökum veik- inda sinna gat Kristín Þóra ekki sótt skólann fyrsta skólaárið en ég heimsótti hana heim með jöfnu millibili. Það var mikið lagt á litla stúlku að geta ekld fylgt jafnöldrum sínum eftir, en þegar við hittumst var alltaf stutt í brosið og glettnina. Ég sá fljótlega að þarna var ljúf, greind og ákveðin stúlka á ferð, sem var margt til lista lagt. Síðastliðinn vetur urðum við í U-bekknum svo heppin að fá að kynnast Kristínu Þóru betur. Hún kom fyrst í skól- ann til okkar í desembermánuði á „stofujólin". Mér þótti mjög vænt um að sjá hve allir voru spenntir að hitta hana. Við fengum síðan að vera með henni nokkrum sinnum fram á vorið. Á skólagöngunni myndast oft vinátta sem er okkur ómetanlegt farteski í gegnum lífið. Með Kristínu Þóru og einni stúlkunni í bekknum myndaðist slík vinátta. Með því fékk hún meiri tengsl við skólann, sem ég veit að hefur gefið henni mikið. Nú líður að hausti og við full tilhlökkunar að byi-ja nýtt skólaár, en fregnin um að Kristín Þóra verði ekki með okkur á eftir að varpa skugga á bekkinn. Með þessari bæn viljum við í U- bekknum kveðja hana: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi, bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Fyrir hönd starfsfólks Smára- skóla vil ég senda þér Elfa Björk og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur. Þórhildur Þorbergsdóttir, umsjónarkennari U-bekkjar. Elsku Kristín Þóra. Um leið og við kveðjum þig viljum við minnast og þakka fyrir allar þær ánægju- stundir sem við áttum saman. Þeg- ar við sátum allar við eldhúsborðið, þú, mamma þín, Hjördís og ég, við ýmsa handavinnu og spjölluðum saman um ýmislegt. Og jafnvel kis- urnar tvær með uppi á borði á bólakafi í föndrinu. Okkar minning um þig mun ávallt eiga stórt pláss í hjarta okkar og fylgja okkur þar til við hittumst á ný. Alltaf þegar þú leitar á huga minn núna kemur upp mynd af þér með þitt yndislega prakkarabros. Við vitum að þér líð- ur vel núna og þú ert í góðum hönd- um hjá guði og öllum hinum englun- um. Þið sitjið örugglega saman og saumið hið fallegasta búta- saumsteppi. Elsku Kristín, hvíl í friði og guð blessi þig. Ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Ástarkveðja. Elsa og Hjördís. harm fjölskyldunnar sem svo mikið hefur misst. Oliver. r Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gerðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf.ók.) Vertu, Guð faðir faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég haftii. (Hallgr. Pét.) Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Þín vinkona Telma Ýr. Það sló á dimmum skugga og sorg við þær fréttir að mín góða vin- kona Kristín Þóra hefði kvatt í hinsta sinn. Ljúflingurinn litli sem öll hjörtu hrærði með æðruleysi og dugnaði sínum gagnvart þeim veik- indum sem hana hrjáðu. Hlátur- mildi og hjartahlýja og einstakt jafnaðargeð var hennar aðalsmerki. Með taumlausum viljastyrk og kjarki barðist hún við veikindi sín án þess að kvarta. Yfir henni hvílir einstök blessun og velvilji Guðs og er eins og hann hafi sent hana hing- að í þeim tilgangi að kenna okkur sem eftir henni sjáum, staðfestu, æðruleysi og að hafa óbilandi kjark í öllu sem við reynum. Ég kynntist henni á erfiðum tíma og sýndi litla ljósið mér að það ber að þakka, þakka allt, bæði raunir sem gleði, andbyr sem meðbyr því fjársjóðir okkar eru tíminn sem við fáum að vera saman. Um skamma hríð lágu leiðir okkar saman og aldrei fæ ég fullþakkað né nokkru sinni endur- goldið þér, Kristín mín, þann kær- leika, þá elsku og vináttu sem þú gafst mér. Elsku Elfa og Egill, ég veit að engin orð fá sefað hryggð né geta þerrað tár sorgarinnar nema minn- ingamar um þann tíma sem þið nut- uð með henni. Ég votta ykkur, Elfa mín og Egill, og fjölskyldu ykkar mína dýpstu samúð og hluttekningu og bið algóðan Guð að sefa sorg ykkar. Minning þín er björt og hrein, sól er inn í líf mitt skein. Ljúfir hörpu strengir slá, hljóma hjarta þínu frá. Hlátur, bros og lundin létt, faðmlag þitt svo undur þétt. Að elska var þitt hjartans mál, þú snertir streng í minni sál. Það verður ekkert samt án þín, ég veit þú ert, og bíður mín. Eg kveð þig, ljúfa barnið góða, engill ljóss og yndis ljóða. (Samúel Ingi.) Ykkar vinur Ingi. í dag kveð ég Kristínu Þóru, vin- konu mína. Henni var gefið stutt líf og það var gæfa mín að fá litla hlut- deild í því. Við áttum margar skemmtilegar stundir saman. Ég sé stöðugt fyrir mér glampann í skær- úm augum og stríðnisbros. Hún var einstök og uppáhald allra vina sinna. Við urðum vitni að hetjulund hennar, sem ekki brást þrátt fyrir alvarleg veikindi. Þrátt fyrir ungan aldur bar styrkur Kristínar og hugrekki vitni meiri og dýpri þroska en mörgum fullorðnum er gefinn. Hún kenndi mér mikilvægi þess að berjast íýrir því sem ég ber fyrir brjósti og gef- ast ekki upp. Læknismeðferð henn- ar var afar erfið og gekk nærri henni hvað eftir annað. En Kristínu Þóru var ætíð gefinn endurnýjaður bai’áttuandi og hún barðist fyrir lífi sínu. Nærvera Kristínar Þóru var gjöf og líf hennar auðgaði allt og alla sem hún átti samneyti við. Megi góður Guð gæta hennar og sefa Elsku Kristín Þóra. Ég þakka þér fyrir þennan tíma sem við átt- um saman. Það var svo gaman þeg- ar þú komst í skólann, við urðum strax bestu vinkonur. Þú varst alltaf í góðu skapi, þótt þú værir oft mikið lasin. Ég veit að nú ert þú engill hjá Guði og finnur ekki lengur til. Það var svo gaman hjá okkur. Við vor- um oft að teikna, mála og föndra. Þegar sá tími kemur að við hittumsL-*' aftur veit ég að við höldum áfram að föndra. Vertu sæl, vinkona, og Guð blessi þig- Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman i hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku Elfa Björk, Egill, Vigfús og Guðrún, Guð gefi ykkur styrk í ykk- ar miklu sorg. Minning um yndis-< lega stúlku lifir í hjai’ta okkai’ allra. Þóra Björg. Ósköp finnst mér erfitt að skilja að þú, elsku Kristín Þóra, vinkona mín, sért dáin, þó að ég hafi vitað að þú værir mikið veik. Við eram bún- ar að leika okkm- saman í nokkur ár, sérstaklega þegar við vorum i leikskóla, ég fyrir hádegi, en þú eft- ir hádegi. Þá beið ég alltaf eftir að klukkan yrði fimm, því þá vissi ég að þú kæmir, eða að ég gæti farið til þín. Okkur fannst mest gaman að fara í prinsessuleik, klæða okkur fínt og mála okkur og verða alveg „glerfínar", því við vorum svo mikþ-. ar prinsessur, og núna ert þú prinsessa hjá Guði, sem passar þig og lætur þér líða vel. Mér þótti líka gaman að fá að fara margt með þér og mömmu þinni, sem var alltaf svo góð að leyfa mér að koma með ykk- ur, t.d. í fjöruferðir, sund, bíó, út að borða og margt fleira. Nú kveð ég þig, elsku Kristín Þóra, með þessari bæn og takk fyrir að vera vinkona mín: Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar mér. (Hallgr. Pét.) Innilegar samúðai’kveðjur Ul/_ mömmu þinnar, bróður og annarrá aðstandenda. Þín vinkona María Gunnarsdóttir. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja lítinn sólai’geisla sem ég kynntist fyrir nokkrum ái’um. Kristín var undurfögur lítil stúlka með síða, ljósa lokka. I stórum íhug- ulum augunum mátti sjá þroska sem hæfði ekki aldri hennar. Hún var listræn og áttu þær mæðgur það sameiginlegt. Samband þeiríhf*" var mjög náið og kærleiksríkt og þó nú hafi slitnað á milli á okkar jarð- neska sviði, trúi ég því að kærleik- urinn milli þeirra slitni aldrei. Sú erfiða sjúkdómsþraut sem þær þreyttu saman styrkti enn meir þetta kærleiksband. Ég bið Guð að gefa Elvu og Agljí styi’k í sorg þeirra. Jóhannes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.