Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
S kr i fstofutækn i
250 stundtU
Helstu nómsgreinar eru:
AáBCE
EéFGH
IJKLM
NOÓPC
RSTUú
VXYZ
ÞÆÖ
Skolai
Bama
iaii
; .
Glan
Barn
ud-fimmtud. 10 - 18
Föstudaga 10-19
Laugardaga 10-18
Sunnudaga 12-17
ERLENT
morð
RONNIE Flanagan, lögreglu-
stjóri á Norður-írlandi, sagðist í
gær ekki velkjast í neinum vafa
um að Irski lýðveldisherinn
(IRA) hefði staðið að morðinu á
kaþólskum manni í Belfast í síð-
asta mánuði. Hann sagði það
hins vegar vera í verkahring Mo
Mowlam, N-írlandsmálaráð-
herra bresku stjórnarinnar, að
ákveða hvort morðið þýddi að
IRA hefði rofíð vopnahlésskil-
mála. Ummæli lögreglustjórans
auka þrýsting á Mowlam að gefa
út yfirlýsingu um vopnahlé IRA,
og jafnframt munu sambands-
sinnar að öllum líkindum krefj-
ast þess að Sinn Féin, stjóm-
málaarmi IRA, verði refsað með
einhverjum hætti dæmi Mowlam
að IRA hafí rofið vopnahlé sitt.
Flugvallar-
starfsmenn
handteknir
FIMMTÍU og átta starfsmenn
bandaríska flugfélagsins Amer-
ican Airlines voru í gærmorgun
teknir fastir í þrautskipulögðu
átaki fíkniefnaeftirlits Banda-
ríkjanna, grunaðir um að eiga
aðild að smygli á eiturlyfjum,
vopnum og sprengiefni í gegn
um farangurskerfi Miami-flug-
vallar.
Rannsóknin sem leiddi til
handtakanna í gær stóð í um tvö
ár. „Flestir hinna handteknu
unnu við hleðslu farangurs,"
tjáði Brent Eaton, talsmaður
fíkniefnaeftirlitsins (DEA),
fréttamönnum. Sagði hann sak-
borningana grunaða um að hafa
staðið að smygli á eiturlyfjum
frá Suður-Ameríku í gegn um
farangurskerfí flugvallarins inn
til Bandaríkjanna og að þjóna
sem sendlar með eiturlyf frá Mi-
ami til fleiri borga Bandaríkj-
anna.
SilkAir-slysið
sjálfsmorð?
RANNSÓKN á orsökum Silk-
Air-flugslyssins árið 1997, þegar
flugvél frá Singapúr brotlenti á
Súmötru í Indónesíu með þeim
afleiðingum að allir 104 farþegar
fórust, þykir benda til að „mann-
leg íhlutun“ hafí valdið slysinu.
Að sögn Mak Swee Wah, fram-
kvæmdastjóra SilkAir, hefur
ekki endanlega verið sýnt fram á
hver olli slysinu en hann lét þess
þó getið að flugstjóri vélarinnai-
hefði verið í fjárhagskröggum.
Virðist sem flugmaðurinn hafí
viljað fremja sjálfsmorð og því
ruglað hæðarmæla vélarinnar,
með fyrrgreindum afleiðingum.
Nýtt teppi
handa Mbeki
STJÓRNARANDSTAÐAN í
Suður-Afríku fordæmdi í gær
þau áform Thabos Mbekis, for-
seta S-Afríku, að eyða rúmlega
tveimur milljónum ísl. króna í að
teppaleggja bústað sinn í Höfða-
borg. Mbeki hefur áður verið
gagnrýndur fyrir að ætla að
eyða næstum 60 milljónum ísl.
króna í endurbyggingu á for-
setabústaðnum í Pretoríu, á
sama tíma og stjórn hans kveðst
ekki geta gengið að launakröfum
opinberra starfsmanna.
Flanagan
segir IRA
viðriðið
Opið til kl. 22.00
Tölvuskóli íslands
Bíldshöfða 18, sími 567 1 466
Vinnusemin
bitnar á
einkalífinu
UM ÞAÐ bil ein milljón Breta er
vinnusjúk og vinnur að meðaltali
sextíu klukkustundir á viku, en
vinnuákafinn bitnar oft bæði á af-
köstum þeirra og einkalífi, sam-
kvæmt niðurstöðum könnunar sem
nýlega voru birtar og breska blaðið
The Indepcndent greinir frá. Sér-
menntað fólk kennir miklu vinnu-
álagi eða „mikilli vinnugleði" um
þennan langa vinnutíma.
En 75% þeirra sem sögðust vinna
meira en 48 stundir á viku viður-
kemidu að sér yrðu á mistök vegna
þreytu og einungis minnihluti
þeirra, sem tóku þátt í könnuninni,
taldi að vinnusjúklingar væru af-
kastameiri en aðrir.
Einn af hverjum þrem, sem unnu
mikið, viðurkenndi að samband sitt
við maka hefði versnað, og einn af
hverjum átta sagðist hafa slitið
sambandi við maka vegna þess
hversu mikill tími fór í vinnu.
Könnunin var gerð á vegum
breskrar vinnumálastofnunar og
voru tekin viðtöl við átta þúsund
manns viðs vegar í Bretlandi.
Af þeim sem unnu meira en 48
stundir á viku viðurkenndi þriðji
hver að vera háður vinnunni. Svip-
að var hlutfall þeirra sem kváðust
eyða miklum tíma í að leysa vanda-
mál sem kæmu upp vegna óskil-
virkni á vinnustað þeirra.
I annarri könnun kom í ljós að
sérmenntað starfsfólk var mun
óöruggara í starfí en verkafólk.
Viðskiptamiðstöð Cambridgehá-
skóla kannaði viðhorf 340 manns og
kom í ljós að fyrirtæki vilja fækka í
sljómunarst ööum, þrátt fyrir efna-
hagsuppgang. Atvimiuóvissa sér-
menntaðra óx um 28 af hundraði á
árunum 1986 til 1997 þrátt fyrir að
atvinnuleysi færi minnkandi.
Öll nómsgögn innifalin
Rembrandt-málverk
endurheimt í Danmörku
Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum
og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög
hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum.
Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj-
andi störf á vinnumarkaði.
■ Handfært bókhald
■ Tölvugrunnur
■ Ritvinnsla
■ Töflureiknir
■ Verslunarreikningur
■ Glærugerð
■ Mannleg samskipti
■ Tölvubókhald
■ Internet
■ Lokaverkefni
STARFSMENNTUN
fjárfesting til framtíðar
Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í
öllum almennum skrifstofustörfum og eftir
vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla
fslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word-
ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði
hand- og tölvufært bókhald, glærugerð,
verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum
í mannlegum samskiptum og Interneti.
Námið er vel skipulagt og kennsla frábær.
Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjól.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
KONUMYND eftir Rembrandt og
annað málverk eftir ítalska málar-
ann Bellini, sem stolið var úr safn-
inu að Nivágárd 29. janúar er kom-
ið í leitirnar. Tilkynnt var á mánu-
dagskvöldið að myndirnar væru
fundnar, en það var ekki fyrr en í
gær að danska lögreglan upplýsti
nánar um fundinn. Enn er lögregl-
an þó spör á upplýsingar, þar sem
rannsókn málsins er ekki lokið. Um
leið voru tveir ungir menn hand-
teknir með myndirnar í höndunum
og eru þeir tveir góðkunningjar
lögreglunnar úr dönskum undir-
heimum.
Umræddum málverkum var
stolið úr safninu í Nivá, norður af
Kaupmannahöfn. Safnið er lítið en
á í fórum sínum góða muni, þar á
meðal þessa Rembrandt-mynd,
sem er eina Rembrandt-myndin í
Danmörku, sem fullvíst þykh’ að sé
eftir meistarann. Myndunum var
stolið af tveimur vel klæddum
mönnum, sem komu í safnið um
miðjan dag, kipptu myndunum nið-
ur af vegg og skunduðu á brott með
þær. Öldungur, sem gætti safnsins
reyndi að stoppa þá, en þeir hrintu
honum í gólfið og komust auðveld-
lega undan. Rembrandt-myndin
var aðeins tryggð fyrir rúmar tvær
milljónir íslenskar, en söluverð
hennar væri á bilinu 0,5-1 milljarð-
ur íslenskra króna.
Málverkin fundust í kjallara í
Valby, úthverfí Kaupmannahafnar,
um kl. 19 á mánudagskvöldið. Mál-
verkin voru þar ásamt þýfí, sem
fyllti heilan vöruflutningabfl, þegar
það var allt flutt á brott. Myndirnar
Reuters
Mynd Rembrandts (t.v.) og Bellinis sem komu í Ieitirnar í vikunni.
hafa verið á lista yfir sex verðmæt-
ustu málverkin, sem alþjóðalög-
reglan, Interpol, hefur leitað að og
lofað hafði verið fundarlaunum upp
á fimmtíu þúsund Bandaríkjadali.
Rannsókn málsins ekki lokið
Ekki er ljóst hvort einhver á þau
fundarlaun skilin, en lögreglan seg-
ir að myndirnar hafi fundist eftir
ábendingar fyrir nokkrum mánuð-
um um að verið væri að reyna að
selja myndirnar og þá hugsanlega
úr landi. Lögreglan hefur látið í
veðri vaka að lengi hafi verið fylgst
með ferðum ungu mannanna, sem
handteknir voru, og ákveðið hafi
verið að láta til skarar skríða þar
sem svo virtist sem þeir væru um
það bil að koma myndunum úr
landi.
Rannsókn málsins er langt í frá
lokið. Þegar sitja fimm manns fyrir
í fangelsi vegna rannsóknar máls-
ins. Lögreglan býst við að einhverj-
ir enn óþekktir aðilar standi að baki
ráninu í Danmörku, en hvort þeir
eiga sér bandamenn erlendis er enn
óljóst. Það er ekki fyrr en þessi at-
riði verða upplýst að lögreglan álít-
ur að botn fáist í málið. Þar sem
rannsókn fer enn fram er lögreglan
spör á upplýsingar, ýmsar upplýs-
ingar höfðu áður fengist um mál-
verkin, meðal annars að þau væru í
Bandaríkjunum, Hollandi og Sviss,
en á endanum reyndust þau enn
heima fyrir.
Steinunn Rósq,
þjónustufulltrúi,
Islenska Utvarpsfélaginu