Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 66
-4)6 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ...það skiptir engu máli... hve oft þú skoðar málið. Þú kemst ekkiframhjá staðreyndum... !>■■* Ef þú ert á vinnumarkaðinum og ert að huga að endurmenntun, þá eru mikil afköst við lestur nauðsynleg undirstaða til að ná árangri á öllum öðrum námskeiðum. "■■► Ef þú ert í námi og vilt ná frábærum árangri, þá eru mikil afköst við iestur nauðsynleg undirstaða. Byrjaðu á undirstöðunni! Margfaidaðu lestrarhraðann. Lestrarhraði þátttakenda fjórfaldast að jafnaði. Næsta námskeið hefst 31. ágúst. Við ábyrgjumst að þú nærð árangri! Skráning er í síma 565 9500 HR AÐLESTRA RS KÓLINN www.ismennt.is/vefir/hradlestrarskolinn íþróttir á Netinu ^mbl.is FÓLK í FRÉTTUM ELÍSABET Taylor er nýkomin heim af sjúkrahúsi eftir að gert var að beinbroti í baki. Leikkonan, sem er 67 ára, datt á heimili sínu í Bel Air fyrir viku en nú hvílist hún á heimili sínu og samkvæmt yfírlýsingu frá talsmanni henn- ar verður hún rúman mánuð að jafna sig til fulls. Elísabet hefur verið heilsuveil allt frá því að hún féll af hestbaki árið 1945 þegar hún var við tökur á myndinni „National Velvet“. Síminn býður viðskiptavinum sínum upp á nýja og þægilega þjónustu. Um leið og þú færð upplýsingar um símanúmer í 118 geturðu fengið beint samband við viðkomandi númer og þarft því ekki að leggja á og hringja aftur. 118 er því eina símanúmerið sem þú þarft að muna ... í kynningarskyni er þjónustan gjaldfrjáls út ágúst en frá og með 1. september verður tekið 33 kr. gjald fyrir að gefa beint samband. Notaðu tækifærið og kynntu þér þægilega þjónustu 118. SÍMINN www.simi.is ' EKKI ER HÆGT AÐ TENGJA BEINT ÚR ÖLLUM SÍMANÚMERUM, T.D. EKKI BF HRINGT BR ÚR SJÁLFSÖLUM, ÚR FRBLSI FRÁ SÍMANUM GSM BÐA SÍMANÚMBRUM TALS. MYNDBÖND Verulega léleg Hlustandinn (The Night Caller)_ Spennumynd ‘/2 Leikstjóri: Bob Malefant. Aðalhlut- verk: Shanna Reed og Tracy Nelson. (90 mín.) Bandaríkin. Skífan, ágúst 1999. Bönnuð innan 16 ára. í ÞESSARI fremur dæmigerðu sálfræðiskotnu sjónvarpsspennu- mynd fylgjumst við með sturlunar- ferli ungrar og ólánsamrar stúlku sem alist hefur upp við erfíðar aðstæður. Fað- ir hennar dó með svip- legum hætti og lang- veik móðirin drepur sjálfsálit stúlkunnar markvisst niður. Þeg- ar hún kemst í kynni við útvarpssálfræðing fer þó sjálfs- virðing stúlkunnar batnandi og tekur hún upp á því að myrða hvem þann sem stendur í vegi fyrir hamingjunni. Eins og gruna má er þetta bjána- leg kvikmynd með afleitri sögufléttu og heimskulegri persónusköpun. Ung leikkona að nafni Tracy Nelson túlkar hina sinnissjúku aðalpersónu af mikilli innlifun og slakar þar hvergi á tilþrifunum. Leikstíll hennar verður allt að því hlægilega ýktur og því ekki ósennilegt að Nelson gæti orðið ágætis gamanleikkona. En þessi spennumynd er verulega léleg. Heiða Jóhannsdóttir. Tóm leiðindi Á ystu nöf (If-Dog-Rabbit)_____________ Glæpamynd ★ '/2 Handrit og leiksfjórn: Matthew Modi- ne. Aðalhlutverk: Matthew Modine, David Keith og John Hurt. 104 mín. Bandarísk. Sam-inyndbönd, júlí 1999. Aldurstakmark: 16 ár MÉR hefur alltaf fundist Matthew Modine tilgerðarlegur og vondur leikari og eftir þessa frumraun hans sem handritshöfundar og leikstjóra finnst mér hann tilgerðarleg- ur og vondur kvik- myndagerðarmaður líka. Það er ákveðið virðingarvert sam- ræmi þarna á milli, en ekki góð undirstaða fyrir kvikmynd, enda er hún tilgerðarleg og vond. Modine hefur reyndar á að skipa góðum hópi leikara sem ná að klóra svolítið í bakkann. Persónurnar sem þeir leika eru hinsvegar illa skrifaðar og sagan eiginlega alveg út í hött. Tilraun til að ná fram dramatískri dýpt með átökum milli feðga fer alveg út um þúfur, rétt eins og myndin í heild. Þetta er kvikmynd sem sæmir sér best óhreyfð í hillunni úti á leigu. Guðmundur Ásgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.