Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Færeyingar landa línukarfa í Vestmannaeyjum Færeyskir bátar landa karfa í Vestmannaeyjum FÆREYSKIR línubátar, sem hafa leyfi tii veiða innan flsenzku land- helginnar, hafa undanfarin sumur gert nokkuð af því að landa afla sín- um í Vestmannaeyjum. Aflinn er svo ýmist fluttur þaðan til Færeyja til vinnslu eða seldur á mörkuðum hér á landi eða erlendis. Færeyskur bátur landaði nýlega í Eyjum töluverðu af kara, sem fékkst á línuna, en yfirleitt veiðist karfi eingöngu í troll á verulegu dýpi. Karfaveiðar á línu hafa þó far- ið vaxandi undanfarin ár og hafa Norðmenn og Færeyingar náð þokkalegum árangi við þær veiðar, en íslenzldr bátar hafa einnig reynt þessar veiðar. Orðabækurnar Ensk-íslensk & íslensk-ensk vasabrot svört ................... 1.390 kr. Ensk-íslensk & íslensk-ensk gul............................... 1.890 kr. Ensk-íslensk (34.000 uppflettiorð) rauð.......................2.190 kr. íslensk-ensk (35.000 uppflettiorð) rauð.......................2.190 kr. Ensk-íslensk & íslensk-ensk rauðar tilboð ....................3.990 kr. Ensk-íslensk & íslensk-ensk rauðar í gjafaöskju ..............4.590 kr. Sænsk-íslensk & íslensk-sænsk gul.............................2.400 kr. Dönsk-íslensk & íslensk-dönsk gul ............................2.400 kr. Ítölsk-íslensk & íslensk-ítölsk gul...........................3.600 kr. Frönsk-íslensk & íslensk-frönsk gul 1996 útgáfa............... 2.990 kr. Spænsk-íslensk & íslensk-spænsk gul .......................... 1 790 kr. Þýsk-íslensk & íslensk-þýsk gul 1997 útgáfa...................2.990 kr. Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skóla, skrifstofur og ferðalög Fást hjá öllum bóksölum Umboðsmaður Alþingis vísar frá kvörtun vegna neitunar um kvóta Segir ekki laga- skilyrði vera fyrir umfj öllun sinni UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur hafnað að taka fyrir kvörtun manns, sem sótti um kvóta en fékk ekki, á þeirri forsendu að lagaskil- yrði til þess séu ekki fyrir hendi. Umsækjandinn segir ákvörðun um- boðsmanns mikil vonbrigði og ljóst að endurskoða þurfi lögin sem hann vinnur eftir. I kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar í desember í fyrra sóttu um 4.000 manns um veiðileyfi og kvóta og var Björn Blöndal einn þeirra. „Ég fékk sömu neikvæðu svörin og flestir aðrir en var bent á stjómsýslukæru. Niðurstaðan varð sú sama og þá skaut ég málinu til umboðsmanns Alþingis. Hann hef- ur nú svarað mér og í framhaldi spyr ég hvað getur einstaklingur, sem ekki má síns mikils, gert? Akvörðun umboðsmanns veldur mér miklum vonbrigðum og ljóst er að niðurstaðan hlýtur að kalla á endurskoðun á þeim lögum sem umboðsmaður Aiþingis vinnur eftir fyrst hann þorir ekki að taka á þessu máli. Hver á að gæta þess að stjómarskrá lýðveldisins sé höfð í heiðri? Ég hélt að þetta embætti væri sá öryggisventill sem ætti að gæta þess en annað hefur komið á daginn.“ Kvörtunin beinist að sjávar- útvegsráðuneytinu í bréfi umboðsmanns til Bjöms segir að kvörtun hans beinist að sjávarútvegsráðuneytinu vegna höfnunar á veiðileyfi i fiskveiðiland- helgi Islands, sérstöku veiðileyfi á sjávarafla og aflahlutdeild sem Bjöm telur sig eiga rétt til í sam- ræmi við stjórnarskrá lýðveldisins. Vitnað er til laga um stjórn fisk- veiða þar sem segir að við veitingu leyfa til veiða í atvinnuskyni komi aðeins til greina þau fiskiskip sem hafa haffærisskírteini og skrásett em á skipaskrá Siglingastofnunar Islands eða á sérstaka skrá frá stofnuninni fyrir báta undir 6 metr- um. „Þar sem þér eigið ekki skip af umræddum toga hafnaði sjávarút- vegsráðuneytið umsókn yðar á grundvelli tilvitnaðs lagaákvæðis. Kvörtun yðar lýtur því samkvæmt framansögðu að lagaákvæði sem Alþingi hefur sett. Af því tilefni tek ég fram að það er almennt ekki í verkahring umboðsmanns Alþingis að fjalla um og gera athugasemdir við lagasetningu Alþingis,“ segir m.a. í svarinu. Ennfremur kemur fram að hlutverk umboðsmanns sé að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjómsýslu rflds og sveitarfé- laga og m.a. að gæta þess að hún fari fram í samræmi við lög. Um- boðsmaður hafi heimild til að til- kynna Alþingi verði hann þess var að meinbugur sé á gildandi lögum en ekki sé gert ráð fyrir því að hægt sé að kvarta beinlínis til umboðs- manns á grundvelli þessa ákvæðis heldur geti umboðsmaður Alþingis að eigin fmmkvæði ákveðið að nota heimild þá sem honum er veitt. „Samkvæmt framansögðu brestur því lagaskilyrði tfl að ég taki kvört- un yðar til frekari meðferðar og er afskiptum mínum af henni lokið,“ segir í svarinu. Björn segist ekki sætta sig við niðurstöðuna en nú þurfi hann að hugsa næsta leik. „Fái ég ekki kvóta sætti ég mig ekki við að nágr- anni minn eigi óveiddan fisk í sjón- um sem honum hefur verið gefinn en niðurstaðan sýnir, svo ekki verð- ur um villst, að dómstólar og um- boðsmaður hafa tilhneigingu til að dæma stjórnvöldum í hag.“ Sýningin vekur athygli Með nýjasta tölublaði hins þekkta vikublaðs Fishing News Interna- tional fylgir 24 blaðsíðna blað sem er tileinkað íslenskum sjávarútvegi og iðnaði honum tengdum. Tilefni umfjöllunarinnar er Islenska sjáv- arútvegssýningin sem verður hald- in í Kópavogi og hefst 1. sept. I blaðinu er fjallað um mörg þjónustu fyrirtæki við útveginn og einnig er birt opnuviðtal við Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Langar þig að öölast grunnþekkingu í tölvuforritun? —..; —d Tölvuskóli Reykjavíkur býöur upp á markvisst námskeið Uppbygging Java I forritunarmálinu Java. Fariö er í öll helstu undirstööuatj Java og hentar námskeiöiö öllum þeim sem hafa grunnþekkingu á Windows stýrikerfinu. Atburöalíkan Netforritun Java og gagnagrunnar Grafísk forritun Java Applet Biðlara/miölara umhverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.