Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 44
'44 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Guðný Péturs- dóttir, ljósmóðir og hjúkrunarkona, fæddist á Stóra- steinsvaði í Hjalta- staðaþinghá á Hér- aði 27. maí 1901. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð 18. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Elísa- bet Steinsdóttir frá Brúnavík í Borgar- firði eystra og Pét- ur Sigurðsson frá Fögruvík í Jök- ulsárhlíð. Foreldrar Guðnýjar bjuggu á Geirastöðum í Hróars- tungu nærfellt 20 ár. Þar ólst Guðný upp ásamt systkinum sínum, þeim Halldóri rithöf- undi, Sigrúnu húsfreyju og Runólfi mjólkurfræðingi.. Árið 1928 giftist Guðný Sveini Olafssyni, f. 8. mars 1900 í Sandprýði á Eyrar- bakka, d. 21. janúar 1993. For- eldrar hans voru hjónin Sigríð- ur Jónsdóttir hús- freyja frá Seglbúð- um í Landbroti og Ólafur Ólafsson, söðlasmiður frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi. Þriggja ára að aldri var Sveinn tekinn í fóst- ur af Þórunni Jó- hannesdóttur og Andrési Jónssyni í Geitavík í Borgar- firði eystri. Guðný og Sveinn bjuggu í Borgarfirði eystri í 15 ár, lengst af í Geitavík. Árið 1943 fluttust þau að Snælandi í Kópavogi og stunduðu þar hefðbundinn bú- skap allt til ársins 1973. Guðný og Sveinn eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Elísabet, maki Skúli Ingvarsson, d. 22.7. 1987. Synir þeirra eru: Sigurður, maki Margét Guðmundsdóttir, eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Sveinn, maki Steinunn Péturs- dóttir, eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Skúli, maki Birna Guðbjartsdóttir, eiga þau þrjár dætur. 2) Pétur Þröstur, fyrri maki var Sigríður Vilborg Guðmundsdóttir. Börn þeirra eru: Vilmar, maki Guðríður Elsa Einarsdóttir, eiga þau tvo syni. Guðný, maki Guðmundur Maríusson, eiga þau einn son en fyrir átti Guðný eina dóttur með Einari Steinssyni. Guðrún, maki Benedikt Guðmundsson, eiga þau fjögur börn. Þórunn, maki Páll Kolbeinsson, eiga þau þrjár dætur. Seinni kona Péturs er Dollý Nilsen. Guðný útskrifaðist sem ljós- móðir frá Ljósmæðraskóla ís- lands 22 ára gömul og starfaði að því Ioknu sem ljósmóðir í Fljótsdal í eitt ár. Hún lærði síð- an hjúkrun við Akureyrarspít- ala og réðst að því loknu til hjúkrunarstarfa á Borgarfjörð eystri sem hún gegndi til ársins 1943. Eftir að Guðný og Sveinn fluttust að Snælandi starfaði Guðný að búskap ásamt manni sínum. Síðustu æviárin naut Guðný umönnunar á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Útför Guðnýjar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. GUÐNY ' PÉTURSDÓTTIR ■> „Við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur verið okkur.“ Þessi orð prestsins við kistulagningu ömmu okkar, Guðnýjar Pétursdóttur, höfðu sterk áhrif. Enginn sem við þekkjum hefur verið jafn mörgum jafn mikið og hún. Hún var en reyndi ekki að vera, hún gaf en krafðist ekki gjafa. Guðný amma og Sveinn afí bjuggu lengst af á Snælandi í Kópavogi og í túnfætinum reistu >börn þeirra heimili sín. Við barna- börnin ólumst því upp í nánu sam- býli við afa og ömmu. Á þessum sveitabæ í Kópavogi var unaðsreit- ur fyrir börn að alast upp. Við feng- um bæði með okkur sveitalífíð, bú- skapinn og allt sem honum fylgir en vorum samt steinsnar frá því sem borg og bær bjóða uppá. Það sem hinsvegar stendur uppúr þessu öllu er að hafa fengið að vera í nánu sambýli við afa og ömmu alla daga, allan ársins hring. Afi og amma voru ólík að skap- gerð og voru ekki endilega alltaf sammála um hvemig hátta skyldi verkum. Þau báru hinsvegar mikla virðingu hvort fyrir öðru og höfðu díomið sér upp verkaskiptingu sem bæði voru sátt við. Heimilið á Snælandi var mjög gestkvæmt, sumir rétt litu inní kaffi, eins og öskukarlamir sem komu einu sinni í viku, aðrir komu og dvöldu áram saman. Þeir sem dvöldu lengst vora gjarnan þeir sem einhverra hluta vegna áttu undir högg að sækja. Þeim var tekið opnum örmum, og urðu þátttakendur í lífínu á Snælandi. Alltaf umgekkst amma þetta fólk af fullri virðingu og aldrei var þeim sem minna máttu sín hall- mælt. Það stóð aldrei illa á þegar einhver þurfti á aðstoð að halda. Hinsvegar fór amma ekki fögram orðum um þá sem beittu aðra mis- > rétti í krafti stöðu sinnar eða valda. Það var sama á hvaða aldri við voram, amma var alltaf mjög stór þáttur í okkar lífí, kynslóðabil kom aldrei til. Þegar maður var lítill fór maður í faðminn mjúka og hún las fyrir mann Gvend Jóns. Þegar við höfðum aldur til réð hún okkur í kaupavinnu. Tóku þá við skyldur í hænsahúsinu og barátta við arfa í rófubeðum sem þó óx ávallt jafn- harðan. Við fengum síðan sjálf til umráða eitt rófubeð og því ríflegan haustbónus þegar Óla kaupmanni í -Jíýóp var seld uppskeran. Enn bætt- íst síðan á bankabókina þegar afí lagði inn lambsverðið í sláturtíðinni. Minnisstæðar era leikhúsferðirn- ar, þá setti amma uppí sig tennurn- ar og fór með alla hjörðina í Þjóð- leikhúsið. Að loknum þessum ferð- um sagði afí gjaman sögur af því Jjegar hann sem ungur maður söng -#vo fallega á leiksýningum á Borg- arfirði eystri að konur tárfelldu. Hann dró ekkert úr þessum lista- frekum sínum, kímdi og tók í nefið. Á unglingsáranum, þegar stundum gat verið erfítt að átta sig á lífinu og tilveranni, var hvergi betri stað- ur til en eldhúsið hjá ömmu. Orðin sem sögð vora vora þá kannski ekki svo mörg en rólegheitin, randalína og mjólkurglas höfðu góð áhrif. Þegar við lítum til baka og velt- um fyrir okkur hvað það hafí verið sem gerði ömmu að svona sterkri konu og mikilvægri þeim sem hún kynntist er erfítt að benda á eitt fremur öðra. Hún var sátt við sitt, fann gleði í sjálfri sér og sínum nánustu, öfundaðist ekki út í aðra og var alltaf tilbúin að gefa af sér án þess að ætlast til borgunar. Allt þetta var einhvern veginn samofið í viðhorfi hennar og athöfnum. Langri ævi er lokið og hvíldin kærkomin. Við fáum aldrei full- þakkað það sem þú varst okkur en geram það best með því að reyna að fara eftir því sem þú kenndir okkur með orðum þínum og athöfn- um. Vilmar, Guðný, Guðrún og Þórunn. I dag verður jarðsungin heiðurs- konan Guðný Pétursdóttir, sem lengst af bjó á Snælandi við Ný- býlaveg ásamt manni sínum Sveini Ólafssyni, og bjuggu börnin þeirra, Elísabet (Stella) og Pétur í næstu húsum ásamt sínum fjölskyldum. Var oft fjölmennt og glatt á hjalla í eldhúsinu á Snælandi. Þangað var gott að koma og allir velkomnir, stórir og smáir. Frá því ég man eftir mér hefur nafna mín, en þannig talaði ég alltaf um hana, verið mér afar kær, sem og móður minni, alla tíð, en þær voru fóstursystur, og hefur hún oft óskað þess að hún hefði æðruleysi Guðnýjar fóstursystur sinnar. Aldrei gleymi ég eftirvænting- unni þegar ég var krakki og jólin nálguðust, og von var á pakka frá nöfnu minni, sem aldrei brást og oftast vora pakkarnir fleiri en einn, og alltaf eitthvað fallegt og skemmtilegt, því það var nú ekki svo fjölbreytt sem fékkst þá og allra síst í litlum plássum úti á landi. Ég man líka eftir fyrstu páskaeggjunum sem ég fékk, þá átta ára gömul, hafði aldrei séð slíkt fyrr. Nína systir var þá á Snælandi hjá nöfnu minni og Sveini, og sendu þær mér hvor sitt eggið, og Rúna það þriðja. Þetta er alveg ógleymanlegt. Eftir að ég varð fullorðin og eignaðist fjölskyldu komum við alltaf að Snælandi þegar við voram á ferðinni fyrir sunnan, og minnast börnin mín þess hversu gott var að koma þangað. Alltaf var farið beint í búrið að sækja þeim ís og kók og fleira góðgæti. Eitt haust var ég í þrjá mánuði í skóla í Reykjavík, og fór ég þá stundum seinnipartinn til nöfnu minnar og borðaði hjá henni kvöld- mat, þann besta súrmat sem ég hef fengið. Hún átti líka alltaf heimsins bestu gulrófur, sem hún ræktaði sjálf. Elsku nafna mín, síðastliðið haust komum við til þín í Sunnu- hlíð, ég, mamma, Nína systir og Sigga dóttir hennar. Þetta var í síð- asta sinn sem ég sá þig, og er þetta okkur öllum ógleymanleg stund. Við Jói, bömin okkar og mamma, þökkum þér fyrir öll þín elskuleg- heit við okkur alla tíð og biðjum Guð að blessa minningu þína og óskum þér velfarnaðar í nýjum heimkynnum. Elsku Stella, Pétur og fjölskyld- ur, innilegar samúðarkveðjur frá okkur til ykkar allra. Megi minning hinnar mætu konu ylja okkur öllum um hjartaræturnar. Þín nafna Guðný Elfsabet Kristjánsdóttir. í dag er til moldar borin Guðný Pétursdóttir sem lengi bjó með manni sínum Sveini Ólafssyni á ný- býlinu Snælandi í Kópavogi. Eg kynntist Snælandsfólkinu sumarið 1958 þegar fjölskylda mín fluttist til landsins og við urðum nágrannar Guðnýjar, systkina hennar, maka þeirra, barna þeirra og barnabarna. Öll þessi merka ætt, frá Borgarfirði eystra, bar mikla umhyggju fyrir nágrönnum sínum og tengdist okk- ur vináttuböndum. Við mátum mik- ils kosti þessarar stóru fjölskyldu og fór íljótt að þykja afar vænt um þau öll. Það var mikið lán að kynn- ast viðlíka fólki. Þarna fluttum við inn í lítið samfélag sem vart gat verið betra fyrir barnafjölskyldu. Þessari stórfjölskyldu var um- hyggja fyrir börnum í blóð borin. Það var sem sjálfsagður hlutur að börnin fengju að leika sér á túnun- um og taka þátt í búskapnum. Þeg- ar ákveðið var að fyrsti smíðavöllur landsins skyldi settur upp í Kópa- vogi var það auðsótt mál að hann fengi að vera á hluta Snælandsjarð- arinnar. Mesta hátíð ársins á eftir jólun- um var þegar kúnum var hleypt út á vorin. Undirbúningurinn hófst þeg- ar Guðný, tígulega klædd í spari- kápu og með finan hatt, fór niður í bæ með Stellu að afla fanga í „belju- boðið“. Börnin á Snælandstorfunni og nokkur komin lengra að vissu hvað til stóð. Þau fengu sér sæti uppi á þaki hænsnahúss og sátu þar sem í stúku í leikhúsi. Eftir að kýrn- ar höfðu slett úr klaufunum færði Guðný börnunum gos og meðlæti. Góðgerðir biðu alltaf í eldhúsinu hjá Guðnýju, þetta eldhús tengdist í hugum okkar sögu Kópavogs. Guðný og Sveinn vora áhugasöm um uppbyggingu Kópavogs, stofn- un sérstaks hrepps 1948 og síðar kaupstaðar 1955. Árið 1946 var í þessu eldhúsi fyrsti kjörstaður í Kópavogi og búi’ið var kjörklefinn. Við sátum iðulega yfír austfu’skum veislumat í eldhúsinu hennar Guð- nýjar og þar var gaman að vera þegar rifjaðir voru upp atburðir frá bernskutíma þess samfélags sem nú er stærsti kaupstaður landsins. Guðný var á marga lund sérstök kona, hún minnti mig oft á himin- tunglin, gat orðið fjarlæg eins og tunglið, en svo þegar hún brosti varð hún heit og hlý eins og sólin. Þeim sem kynntust Guðnýju varð fljótt ljóst að þar fór kona sem gott var að leita til. Sjálf var hún ekki margmál um eigin tilfinningar og bar harm sinn vel á sorgarstund- um. Guðný var mikil fjölskyldukona og það var bætandi að fylgjast með hve hún unni börnum sínum og barnabörnum og umhyggju hennar fyrir þeim öllum. Ég, maðiu’inn minn og börn minnumst Guðnýjar með hlýju og sendum fjölskyldu hennar samúð- arkveðjur. Svandís Skúladóttir. Guðný Pétursdóttir frá Snælandi í Kópavogi er dáin. Hún var dóttir Péturs á Geirastöðum en Geirastaðir voru næstysti bær í Tungu á Héraði. Landinu milli fljótanna eins og Runólfur bróðir hennar kallaði Tunguna. Guðný var 98 ára, þegar hún dó. Systkini hennar: Sigrún, Halldór og Run- ólfur eru öll horfín. Foreldrar þeirra vora Pétur sonur Sigurðar í Fögruhlíð og Elísabet Steinsdóttir frá Brúnuvík í Borgarfirði eystra. Geirastaðaheimilið var ekki auð- ugt að veraldlegum auði en þar ríkti glaðværð og væntumþykja. Pétur var hestamaður, tónlist- arunnandi, lítill búmaður en skyggn. Guðný erfði ófreskigáfuna frá föður sínum en dugnað og bú- vit móður sinnar. Hún lærði ljós- móðurstörf og hjúkrun í Reykjavík og á Akureyri og vann um tíma hjá Steingrími Matthíassyni lækni. Eftir hjúkrunarnámið á Akureyri voru Guðnýju boðin hjúkrunar- störf á Borgarfirði eystra. Og þar festi hún ráð sitt. 1928 giftist Guð- ný Sveini Ólafssyni, Skaftfellingi frá Seglbúðum. Sveinn hafði ungur verið tekinn í fóstur til Geitavíkur af Þórunni Jóhannesdóttur - þeirri sömu Þórunni, sem ól Jóhannes Kjarval upp. I ágætu viðtali við Erling Davíðsson ritstjóra á Akur- eyri í Aldnir hafa orðið, segir Guð- ný: „Við höfðum bæði kindur og kýr í Geitavík. Eg var mikið fyrir skepnur og maðurinn minn stund- aði sjósókn og var mikil skytta.“ Eftir nokkurra ára dvöl á Borgar- firði lá leiðin í Snæland í Kópavogi. Þá jörð keyptu þeir Runólfur og Sveinn og þar tóku þau við allstóru svína- og hænsnabúi. Á Snælandi bjuggu þau, Sveinn og Guðný, til ársins 1973. Segja má um öll Geirastaða- systldnin, að þau hafi verið mjög vel gefin, félagslynd og áhugamál þeirra margvísleg. Á Snælandi var oft fjölmenni - ef ekki af börnum - þá af Austfirðingum og fleira fólki og veitingar voru sannarlega ekki skornar við nögl. Sveinn spilaði t.d. lomber við Magnús Á. Árnason, son hans og Þorstein Valdimarsson vikulega. Það var mér mikil gæfa að kynnast þessu fólki. Einn vetur bjó ég hjá Sigrúnu, þegar hún var á Bergstaðarstrætinu. Hjá Runólfi og Sollu settist ég að; þegar þau vora í „Himnaríki“ á Álfhólsvegin- um og tíður gestur eftir það á þeirra heimili. Til Halldórs og Svövu lá leiðin oft og hjá Guðnýju og Sveini var ég um tíma, þegar fyrsta bók mín var í smíðum. Eins og áður segir var Guðný Pétursdottir mikill miðill en flíkaði því lítið. En það kom fyrir að hún ræddi þessi mál og lýsti sambandi sínu við dáið fólk. Fyrir mig voru það ógleymanlegar stundir. At- hyglisvert fannst mér hve virðing þessa fólks fyrir dýrum var mikil. Kettir voru t.d. jarðaðir með við- höfn. Halldór hélt ræðu yfir Br- andi og Guðný bjó sig þá uppá og Halldór mætti með pípuhatt. Það var óneitanlega mikil reisn yfir þessum frumbyggjum Kópavogs. Sveinn og Guðný áttu tvö börn, Elísabetu og Pétur. Barnabörnin era mörg. Við Elísabet sendum öll- um aðstandendum samúðarkveðj- ur. Megi Guðný Pétursdóttir og Sveinn Olafsson hafa það sem best hvar sem þau eru nú niðurkomin. Hilmar Jónsson. MARÍA JÓNSDÓTTIR + María Jónsdótt- ir fæddist á Læk í Olfushreppi 15. nóvember 1907. Hún lést á Landspít- alanum 14. ágúst sfðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 24. ágúst. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Frá langömmu fengum við spOabakteríuna. Alltaf þegar fjölskyld- an kom saman eða við heimsóttum langömmu var spOað, sjöspOakap- all, manni, kani eða rommý. Síðustu árin var amma orðin þreytt og við vitum að núna líður henni vel. Hún hefur fengið góðar móttökur hjá látnum ástvinum, sérstaklega Ólafi langafa, Lilju, Björgu og Palla afa. Agnes, Erla, fris, Kristín og fjölskyldur. (Jóhann Jónsson) í dag kveðjum við systurnai- langömmu okkar, Maríu Jónsdótt- ur. Amma var 91 árs gömul en það var hægt að ræða við hana um allt milli himins og jarðar, meira að segja áhyggjur og vandamál ung- lingsáranna, sem er meira en hægt er að segja um marga þá sem yngri eru. Við eigum margar góðar minn- ingar um langömmu, sérstaklega meðan hún bjó á Grettisgötunni. Á Grettisgötunni fengum við möndluköku, eða „langömmuköku". Inni í svefnherbergi var dóta- kassinn sem margir hafa skoðað. Amma María kvaddi okkur hinn 14. ágúst. Ég gleymi aldrei þegar ég var lítil stelpa og fór í heim- sóknirnar til hennar ömmu Maríu minnar. Það var alltaf eitthvað gómsætt í boði. Kakan með bleika kreminu var ömmu-Maríu-kakan. Maður átti líka sérstakt glas hjá henni. Hún var yndisleg amma og var alltaf svo glaðleg og hress þegar maður labbaði inn um dyrn- ar hjá henni. Við áttum margar góðar stundir saman og hlógum mikið. Ég minnist hennar í hjarta mínu. Klara, Óskar og Lísbet Stella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.