Morgunblaðið - 26.08.1999, Side 72

Morgunblaðið - 26.08.1999, Side 72
■ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Skuldir ríkissjóðs ' um 17 milljarða RÍKISSJÓÐUR greiddi niður skuldir á síðasta ári um 17 milljarða, samanborið við 3 milljarða 1997. Petta kemur fram í ríkisreikningi sem kynntur vai’ í fjárlaganefnd Alþingis í gær. Prátt fyrir auknar tekjur ríkissjóðs varð 8,8 miiljarða halli á rekstri ríkissjóðs, en meginskýringin á því er mikil hækkun á lífeyrisskuldbindingum ríkis- ins, sem hækkuðu um 18 milljarða umfram áætl- un fjárlaga. Heildartekjur ríkissjóðs á síðasta ári námu 181 milljarði, en í áætlun fjárlaga var reiknað með 166 miiljarða tekjum. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af auknum umsvifum í efnahagslífmu, t.d. almennum launabreytingum umfram áætlanir og tJ-lfteiri innflutningi. A móti vegur lækkun á tekju- skattshlutfalli einstaklinga. Gjöldin urðu tæpir 190 miiljarðar, en voru áætluð 166 milljarðar í fjárlögum. Munar þar langmest um lífeyrisskuld- bindingar sem er hækkun um 18 milljarða um- 8,8 milljarða halli á rekstri vegna aukinna líf- eyrisskuldbindinga fram áætlun fjárlaga, bæði vegna almennra launahækkana og breytinga á launakerfi ríkisins. Niðurstaða rekstrarreiknings sýnir því tæplega 9 milljarða halla, en það má alfarið rekja til auk- inna lífeyrisskuldbindinga. 17 milljarða lánsfjárafgangur Að mati Geirs Haarde fjármálaráðherra skipt- ir lánsfjárafgangur mestu þegar litið er á áhrif ríkisfjármála á efnahagslífið, en 17 milljarða láns- fjárafgangur varð á síðasta ári sem eru 12 milij- lækkuðu í fyrra arðar umfram það sem áætlað var í fjárlögum. Ríkissjóður hefur nú á tveimur árum greitt niður skuldir sínar um 20 milljarða, þar af 17 milljarða í fyrra. Sem hlutfall af landsframleiðslu lækkuðu skuldir ríkissjóðs úr 45,6% í 40,6%. Er- lendar skuldir lækkuðu úr 127 milljörðum í 117 milljarða eða úr 23,9% af landsframleiðslu árið 1997 í 20% í árslok 1998. Heildarskuldimar lækk- uðu hins vegar minna þar sem hluta lánsfjáraf- gangs var varið til að auka inneign ríkissjóðs hjá Seðlabanka og vegna endurmats á grundvelli verðbóta og gengis eða úr 241,6 miiljörðum í 237,8 milljarða króna. Að mati fjármálaráðherra staðfestir niðurstaða ríkisreiknings að ríkis- stjórninni hefur tekist að ná markmiðum sínum um lækkun skulda, bæði að raungildi og sem hlutfall af landsframleiðslu. ■ Hækkun/10 Hval rak á land í Grímsey HVAL rak á land í vestan- verðri Grímsey í fyrradag. Talið er að dýrið sé hnúfu- bakskálfur en hann er í kring- um fimm metra langur og lík- lega fjögur til fimm tonn, að sögn Gylfa Gunnarssonar, sjó- manns í Grímsey. Hvalurinn var dauður þegar hann rak á land en hræið var ekki mjög illa farið þótt það hafi greinilega velkst um í briminu í einhvem tíma. Gylfi sagði að eitt skíðið hefði losnað af hvalnum og lægi í fjömnni nokkurn spöl frá skepnunni. Það væri ferskt og engin ólykt af því. Líklega verður reynt að draga skepn- una út á haf og sökkva henni. Einkaskólar í Reykjavík Hækkun " á fram- lögum samþykkt FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur hef- ur samþykkt hækkun á fjárfram- lögum til einkaskóla sem nemur um 33,3%. í fjárhagsáætlun þessa árs verður um 76 milljónum varið til einkaskóla. Sérstaða Isaksskólas í athugun Að sögn Sigrúnar Magnúsdótt- ur, formanns fræðsluráðs, er fram- tíðarstefnan sú að borgin greiði sömu upphæð með börnum sem ganga í einkaskóla og börnum sem ganga í skóla utan síns sveitarfé- lags. Greiðsla borgarinnar með börnum í einkaskóla hækkar úr 120.000 kr. í 160.000 kr., sem er sú upphæð sem sveitarfélögin sömdu um sín á milli á síðasta ári. Isaksskóli nýtur nokkurrar sér- stöðu hér en hann mun fá um 186.000 kr. með hverju barni. Skýringin er sú að ísaksskóli naut ákveðinnar sérstöðu í kerfinu áður ■^rr, var hvorki skilgreindur sem einkaskóli né borgarskóli að sögn Sigrúnar. Því var gerður við hann sérstakur samningur um aðlögun að því kerfí sem tekið hefur verið upp í Reykjavík og miðast við að borgin greiði ákveðna upphæð með hverju barni í einkaskóla. Sigrún segir þann aðlögunartíma vera tvö ár en eðlilegt hljóti að teljast að ísaksskóli sitji við sama borð og aðrir einkaskólar eins og Landa- kotsskóli og Tjamarskóli. Fráleitt sama framlag 1 ^„Einkaskólar eru af hinu góða og eru holl viðbót við skólastarf. Ég tel hins vegar fráleitt að krefjast þess að börn í einkaskólum fái sama framlag og reiknað hefur verið út að böm í Reykjavík fái (um 240.000 kr.). Þá er alveg eins gott að þau séu í sínum hverfis- skóla. Foreldrar taka ákvörðun um að senda böm í einkaskóla og greiða iyrir það,“ segir Sigrún. Höggva klaka MARGIR ferðamenn leggja leið sína upp að Fláajökli í Austur- Skaftafellssýslu, enda fólksbfla- vegur af þjóðveginum og upp að jökulrótum. Hannes Rannversson, íjögurra ára strákur úr Reykja- vík, var á jöklinum í vikunni ásamt föður sínum og eldri bróð- ur í þeim tilgangi að ná sér í klakastykki til að bijóta niður f fsmola. Hannes mundaði hamar- inn og sló f jökulinn af miklum krafti til að losa klaka og bróðir hans og faðir létu ekki sitt eftir liggja. Eftir átökin fóru feðgamir sigri hrósandi heim með stóran klaka í farteskinu og er óskandi að stykkið hafi komist til byggða áður en það bráðnaði. Morgunblaðið/Golli Rennsli og leiðni í ám frá Mýrdalsjökli stöðug Vatnssöfnun undir jökli vísbending um hlaup RENNSLI og leiðni í ám frá Mýr- dalsjökli hefur verið stöðug síðustu vikuna, að sögn Sverris Elefsen, tæknifræðings á Vatnamælingum Orkustofnunar. Það þýðir að vatn safnast fyrir undir jöklinum, þar sem það kemur ekki fram í ánum. Hafa varann á vegna sigkatla „Það era ekki veralegar breyt- ingar á ánum enn sem komið er, en við eram með varann á okkur. Við höfum áhyggjur af þessum sigkötl- um sem era að myndast, vegna þess að þá er vatn að safnast fyrir undir jöklinum sem kemur á end- anum fram, væntanlega sem hlaup, þó ég geti ekki sagt núna hvort það verði stórt eða lítið hlaup. Við vinnum að því að bæta vökt- un vatnsfalla sem koma frá Mýr- dalsjökli til þess að eiga möguleika á að gefa út aðvörun ef við teljum að einhverjir atburðir séu í vænd- um. Til þess þurfum við að setja upp fleiri sjálfvirkar vöktunar- stöðvar með fjarskiptabúnaði, til dæmis í Markai-fljóti, Leirá og Hólmsá. Það er nauðsynlegt að koma þeim upp sem allra fyrst ef við eigum að geta gefið út aðvaran- ir. Það veltur allt á fjárveitingum," sagði Sverrir spurður út í af hverju stöðvunum hafi ekki verið komið upp nú þegar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.