Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 72
■ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Skuldir ríkissjóðs ' um 17 milljarða RÍKISSJÓÐUR greiddi niður skuldir á síðasta ári um 17 milljarða, samanborið við 3 milljarða 1997. Petta kemur fram í ríkisreikningi sem kynntur vai’ í fjárlaganefnd Alþingis í gær. Prátt fyrir auknar tekjur ríkissjóðs varð 8,8 miiljarða halli á rekstri ríkissjóðs, en meginskýringin á því er mikil hækkun á lífeyrisskuldbindingum ríkis- ins, sem hækkuðu um 18 milljarða umfram áætl- un fjárlaga. Heildartekjur ríkissjóðs á síðasta ári námu 181 milljarði, en í áætlun fjárlaga var reiknað með 166 miiljarða tekjum. Hækkunin skýrist fyrst og fremst af auknum umsvifum í efnahagslífmu, t.d. almennum launabreytingum umfram áætlanir og tJ-lfteiri innflutningi. A móti vegur lækkun á tekju- skattshlutfalli einstaklinga. Gjöldin urðu tæpir 190 miiljarðar, en voru áætluð 166 milljarðar í fjárlögum. Munar þar langmest um lífeyrisskuld- bindingar sem er hækkun um 18 milljarða um- 8,8 milljarða halli á rekstri vegna aukinna líf- eyrisskuldbindinga fram áætlun fjárlaga, bæði vegna almennra launahækkana og breytinga á launakerfi ríkisins. Niðurstaða rekstrarreiknings sýnir því tæplega 9 milljarða halla, en það má alfarið rekja til auk- inna lífeyrisskuldbindinga. 17 milljarða lánsfjárafgangur Að mati Geirs Haarde fjármálaráðherra skipt- ir lánsfjárafgangur mestu þegar litið er á áhrif ríkisfjármála á efnahagslífið, en 17 milljarða láns- fjárafgangur varð á síðasta ári sem eru 12 milij- lækkuðu í fyrra arðar umfram það sem áætlað var í fjárlögum. Ríkissjóður hefur nú á tveimur árum greitt niður skuldir sínar um 20 milljarða, þar af 17 milljarða í fyrra. Sem hlutfall af landsframleiðslu lækkuðu skuldir ríkissjóðs úr 45,6% í 40,6%. Er- lendar skuldir lækkuðu úr 127 milljörðum í 117 milljarða eða úr 23,9% af landsframleiðslu árið 1997 í 20% í árslok 1998. Heildarskuldimar lækk- uðu hins vegar minna þar sem hluta lánsfjáraf- gangs var varið til að auka inneign ríkissjóðs hjá Seðlabanka og vegna endurmats á grundvelli verðbóta og gengis eða úr 241,6 miiljörðum í 237,8 milljarða króna. Að mati fjármálaráðherra staðfestir niðurstaða ríkisreiknings að ríkis- stjórninni hefur tekist að ná markmiðum sínum um lækkun skulda, bæði að raungildi og sem hlutfall af landsframleiðslu. ■ Hækkun/10 Hval rak á land í Grímsey HVAL rak á land í vestan- verðri Grímsey í fyrradag. Talið er að dýrið sé hnúfu- bakskálfur en hann er í kring- um fimm metra langur og lík- lega fjögur til fimm tonn, að sögn Gylfa Gunnarssonar, sjó- manns í Grímsey. Hvalurinn var dauður þegar hann rak á land en hræið var ekki mjög illa farið þótt það hafi greinilega velkst um í briminu í einhvem tíma. Gylfi sagði að eitt skíðið hefði losnað af hvalnum og lægi í fjömnni nokkurn spöl frá skepnunni. Það væri ferskt og engin ólykt af því. Líklega verður reynt að draga skepn- una út á haf og sökkva henni. Einkaskólar í Reykjavík Hækkun " á fram- lögum samþykkt FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur hef- ur samþykkt hækkun á fjárfram- lögum til einkaskóla sem nemur um 33,3%. í fjárhagsáætlun þessa árs verður um 76 milljónum varið til einkaskóla. Sérstaða Isaksskólas í athugun Að sögn Sigrúnar Magnúsdótt- ur, formanns fræðsluráðs, er fram- tíðarstefnan sú að borgin greiði sömu upphæð með börnum sem ganga í einkaskóla og börnum sem ganga í skóla utan síns sveitarfé- lags. Greiðsla borgarinnar með börnum í einkaskóla hækkar úr 120.000 kr. í 160.000 kr., sem er sú upphæð sem sveitarfélögin sömdu um sín á milli á síðasta ári. Isaksskóli nýtur nokkurrar sér- stöðu hér en hann mun fá um 186.000 kr. með hverju barni. Skýringin er sú að ísaksskóli naut ákveðinnar sérstöðu í kerfinu áður ■^rr, var hvorki skilgreindur sem einkaskóli né borgarskóli að sögn Sigrúnar. Því var gerður við hann sérstakur samningur um aðlögun að því kerfí sem tekið hefur verið upp í Reykjavík og miðast við að borgin greiði ákveðna upphæð með hverju barni í einkaskóla. Sigrún segir þann aðlögunartíma vera tvö ár en eðlilegt hljóti að teljast að ísaksskóli sitji við sama borð og aðrir einkaskólar eins og Landa- kotsskóli og Tjamarskóli. Fráleitt sama framlag 1 ^„Einkaskólar eru af hinu góða og eru holl viðbót við skólastarf. Ég tel hins vegar fráleitt að krefjast þess að börn í einkaskólum fái sama framlag og reiknað hefur verið út að böm í Reykjavík fái (um 240.000 kr.). Þá er alveg eins gott að þau séu í sínum hverfis- skóla. Foreldrar taka ákvörðun um að senda böm í einkaskóla og greiða iyrir það,“ segir Sigrún. Höggva klaka MARGIR ferðamenn leggja leið sína upp að Fláajökli í Austur- Skaftafellssýslu, enda fólksbfla- vegur af þjóðveginum og upp að jökulrótum. Hannes Rannversson, íjögurra ára strákur úr Reykja- vík, var á jöklinum í vikunni ásamt föður sínum og eldri bróð- ur í þeim tilgangi að ná sér í klakastykki til að bijóta niður f fsmola. Hannes mundaði hamar- inn og sló f jökulinn af miklum krafti til að losa klaka og bróðir hans og faðir létu ekki sitt eftir liggja. Eftir átökin fóru feðgamir sigri hrósandi heim með stóran klaka í farteskinu og er óskandi að stykkið hafi komist til byggða áður en það bráðnaði. Morgunblaðið/Golli Rennsli og leiðni í ám frá Mýrdalsjökli stöðug Vatnssöfnun undir jökli vísbending um hlaup RENNSLI og leiðni í ám frá Mýr- dalsjökli hefur verið stöðug síðustu vikuna, að sögn Sverris Elefsen, tæknifræðings á Vatnamælingum Orkustofnunar. Það þýðir að vatn safnast fyrir undir jöklinum, þar sem það kemur ekki fram í ánum. Hafa varann á vegna sigkatla „Það era ekki veralegar breyt- ingar á ánum enn sem komið er, en við eram með varann á okkur. Við höfum áhyggjur af þessum sigkötl- um sem era að myndast, vegna þess að þá er vatn að safnast fyrir undir jöklinum sem kemur á end- anum fram, væntanlega sem hlaup, þó ég geti ekki sagt núna hvort það verði stórt eða lítið hlaup. Við vinnum að því að bæta vökt- un vatnsfalla sem koma frá Mýr- dalsjökli til þess að eiga möguleika á að gefa út aðvörun ef við teljum að einhverjir atburðir séu í vænd- um. Til þess þurfum við að setja upp fleiri sjálfvirkar vöktunar- stöðvar með fjarskiptabúnaði, til dæmis í Markai-fljóti, Leirá og Hólmsá. Það er nauðsynlegt að koma þeim upp sem allra fyrst ef við eigum að geta gefið út aðvaran- ir. Það veltur allt á fjárveitingum," sagði Sverrir spurður út í af hverju stöðvunum hafi ekki verið komið upp nú þegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.