Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNiNGAR PÁLL KR. STEFÁNSSON l iragði að vanda. Enginn átti von á svo skjótri brottför. Það sáust þess engin merki. Þvert á móti var hann fullur af bjartsýni og starfsorku. Góðs drengs er nú sárt saknað af mörgum. Anna, eiginkona hans, og börnin Guðný Olafía og Stefán hafa misst mikið. Megi Guð veita þeim styrk í sorginni og góðar minningar huggun í framtíðinni. Júlíus Vífill Ingvarsson. Hver er bestur? Þessi orð koma fyrst upp í huga mér þegar ótíma- bært andlát vinar míns Páls Stefáns- sonar barst mér til eyrna. Andlát sem bar að með þeim hætti sem við myndum flest kjósa ættum við eitt- hvert val. Palli hefur verið vinur minn frá barnæsku. Við slitum barnsskónum á Flókagötunni og stígvélunum á Klambratúninu, eins og hann orðaði það gjarnan. Palli var haldreipi mitt til margra ára og vinnufélagi óslitið í fimmtán ár, íyrst á Dagblaðinu Visi og síðar DV þar sem hann var auglýsinga- og sölu- stjóri. Auk þess unnum við að mörg- um öórum verkefnum saman, síðast núna í vor fyrir Hjálparstarf kii-kj- unnar. Palli var fyrst og fremst góð- „iir og stórhuga strákur sem ekkert 3 aumt mátti sjá. Hann var alltaf fyrstur tO að liðsinna þeim er á þurftu að halda. Á hvetjum degi voru nokkur stórmál í gangi sem Palli þurfti að bjarga og þau þoldu enga bið í hans augum. Það var aldrei lognmollan í kringum hann. Skapgerð Palla var stundum ógn- vænleg fyrir þá sem ekki til þekktu en í augum hinna fór hann á kostum. Þegar hlutimir gengu ekki eftir eins og hann óskaði æddi hann stundum um DV-húsið eins og fellibylur frá 'ieinni deildinni í aðra og skammaðist í fólki sem á vegi hans varð en hina stundina var hann ljúfur sem lindin tær. Eftir slíka uppákomu settist hann gjarnan niður og dæsti; leit síð- an kímileitur til starfsfólksins og sagði: „Ég er nú bestur. Spólum til baka - taka tvö.“ Palli var ekki að- eins glæsimenni í útliti heldur var snyrtimennska hans aðalsmerki - hann hvorki hrukkaðist né gránaði með aldrinum og hélt sömu vigt frá ungdómsárum til endadægurs. Hann var haldinn ólæknandi sölubakteríu og kunni þá list til hlítar. Það var oft hrein unun að hlýða á hann tala í síma við viðskiptavinina, stundum fleiri en einn í einu - þá var allri flór- unni beitt, mikið talað og mikið hleg- ið. Boðskapurinn var alltaf hinn eini sanni og hann seldi og seldi. Palli var engum líkur nema sjálfum sér, þessi góði vinur minn sem verður mér alltaf ógleymanlegur. Elsku Anna, Guðný og Stefán, missir ykkar er mikill og ég vona að guð gefi ykkur styrk til að horfa fram veginn. Styrkurinn felst kannski fyrst og fremst í minning- unni um að hafa átt svo góðan mann sem Pál Stefánsson. Palli var bestur. Anna Agnars. „Ég held að þið hljótið að vera gengnir af vitinu, er auglýsingin . virkilega enn ekki til! Vitið þið ekk- ert um hvemig dagblað er gefið út, það er ekki prentað fimm mínútum áður en kaupandinn fær það í hend- urnar.“ Klukkan er langt yfir alla heiðarlega skilatíma á auglýsingum í DV og í símanum er Palli auglýs- ingastjóri að bjarga málunum svo að við grænjaxlarnir í auglýsingaheim- inum lendum ekki í súpunni. Palli gat vissulega sagt okkur til synd- anna - en þá áttum við það líka skil- ið og alltaf endaði samtalið á því að Palli sagði glettnislega: „Jæja kall- inn, við björgum þessu. Er annars ^eitthvað að frétta?" Þá fann maður hve einstakur Palli var, afburða fag- maður og örugglega með allra skemmtilegustu mönnum sem mað- ur hittir á lífsleiðinni. Við félagarnir, ásamt Stebba syni Páls, vorum fyrir áratug eða svo að feta okkar fyrstu skref í auglýsinga- heiminum og unnum þá allir á Is- Éensku auglýsingastofunni. Sjálfs- traustið vantaði ekki, við héldum að við vissum allt en komumst þó fljótt að því að við vissum harla fátt. Þá var ómetanlegt að geta reitt sig á leiðsögn manns eins og Palla. Palli var mikill fjölskyldumaður og sérstaklega stoltur af börnunum sínum. Þegai’ einn okkar hitti Palla í fyrsta sinn á skrifstofunni á DV sá hann mynd á einum veggnum af Stefáni sigurreifum í Víkingsbún- ingnum. Þetta var áður en Stebbi byrjaði á Islensku en eitthvað höfð- um við heyrt af kauða. Þegar spurt var hvort þetta væri ekki þessi Stebbi þá kom glampi í augun á Palla og það sem eftir var fundai’ins sagði hann Stebbasögur - frægðar- sögur úr handbolta og fótbolta og lærdómssögur frá Ameríku. Eftir fundinn vissum við allt um Stebba en um hvað fundurinn átti að snúast man enginn. Það hefur ýmislegt á dagana drifið síðan við fyrst kynntumst Palla. Við höfum haldið hver í sína áttina og sjálfur hætti Palli á DV. Leiðir okkar og Palla voru þó alltaf að krossast, m.a. í tengslum við starf hans fyrir Hjalparstofnun kirkjunnar. I spilaklúbbi okkar félaganna spil- um við hjarta af mikilli íþrótt. Éin óskrifuð reglan í spilinu er sú að þegar spaðagosinn er settur út þá lætur maður ekki mínus í hann. Enginn okkar veit hvernig þessi regla varð til, hún þekkist hvergi í byggðu bóli nema í okkar hópi. Þessi óskrifaða regla lýsir kannski Palla betur en margt annað. Það þurfti ekki undirritaða samninga í þríriti, miklu mikilvægara var að geta treyst því sem sagt var. Eða eins og Palli orðaði það sjálfur: „Það vantar ekki fleiri jakkaföt með bindi - það vantar alvöru menn.“ Palli var al- vöru maður. Stebba, móður hans og systrum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Ásmundur, Ólafur, Þdrmundur og Þdrir. Það eru víst rúmlega fimmtíu ár frá því við Palli kynntumst, báðir uppaldir á Flókagötunni, hann á númer 45 en ég á númer 33 og hefur vinátta okkar staðið óslitið síðan, í gegnum þykkt og þunnt. Minning- arnar hrannast upp og af ótölulegum fjölda er að taka. Éitt er það þó, sem mér fannst alltaf sérstakt og kemur upp í hugann nú, frá uppvaxtarárum okkar, en það var hvað fjölskylda Palla hélt mikið saman. Þegar ein- hver átti afmæli á númer 45 mætti fjölskyldan þar, aldnir sem ungir, til að samfagna. Meira að segja þegar litla systir Palla átti afmæli, sem okkur félögunum þótti nú ekki merkilegt, þá mætti stórfjölskyldan í afmælið. Okkur strákunum í götunni var að sjálfsögðu líka boðið. Það besta fannst mér þá við þessi afmæl- isboð var, að þá fengum við súkkulaðitertuna hennar Hildar, sem er sú besta sem ég hef á ævinni smakkað. Engum hefur enn tekist að baka svona tertu, svo ég viti til, þótt viðkomandi hafi fengið uppskriftina. Kæra Hildur, ég og fjölskylda mín vottum þér og fjölskyldu þinni okk- ar dýpstu samúð, við sonarmissinn. Gunnar Örn. Stúkubróðir okkar Páll Stefáns- son er fallinn í valinn langt fyrir ald- ur fram. Páll var einn þeirra sem unnu að stofnun Oddfellowstúkunnar nr. 21 Þorlákur helgi í Hafnarfirði, sem stofnuð var 20. apríl 1996. Hann hafði áður verið í stúkunni Skúli fó- geti í Reykjavík. Allmargir fundir voru haldnir til undirbúnings stofnun stúkunnar og tengdust menn sterkum böndum í hinni nánu samvinnu og samstöðu sem myndaðist á þessum undirbún- ingstíma og ekki síður í framhaldinu þegar stigin voru fyrstu skrefin í starfi stúkunnar. Páll tók virkan þátt í þessu undir- búningsstarfi. Hann vakti athygli á sér fyrir þægilegt viðmót, hlýleika og hjálpfýsi. Hann var glaðvær og góður félagi. Páll er hinn fysti meðal okkar bræðra í hinni ungu stúku sem fell- ur frá. Genginn er góður drengur sem verður sárt saknað. Við bræður í Þorláki helga send- um Önnu og fjölskyldunni allri okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. st. nr. 21 Þorlákur helgi, Vilhjálmur Vilhjálmsson. Elsku Palli, óstyrk er höndin og dapurt er hjartað, erfitt að skilja til- gang lífsins. Ótal minningar birtast, ferðirnar norður, Flórída, allar veislur, allt dásamlegar stundir, en duga skammt á þessari miklu sorg- arstundu. Mágur er orð sem ég gat aldrei notað um þig, þú varst sá eini Palli, vinur meira þó sem bróðir, alltaf til staðar, hjálpfús, gi’eiðvikinn, máttir aldrei aumt sjá, án þess að leggja lið. Aldrei varstu nefndur án Önnu systur svo samhent voruð þið og samstiga í öllu. Heimilið var ykkur allt og börnin aldrei langt undan, ekkert var eins verðmætt, ekkert skipti meira máli en að vera saman. Ég held að heimili ykkar sé það fallegasta og hlýjasta sem ég kom á, alltaf bæði að bera fram kræsingar sem elsku Anna mín útbjó af mikilli snilld pg þú óspar að hrósa henni fyrir. Ást og virðing ykkar óx með hverju ári enda umfram allt bestu vinir. Afmælisdagur Önnu minnar kom daginn eftir andlát þitt, dapur og grár en þú varst alltaf búinn að hugsa fyrir öllu, gjöfin innpökkuð á borðinu með dásamlegu korti þar sem þú tjáðir henni ást þína á „þinn hátt“. Enn og aftur er höggvið skarð í þessa „litlu fjölskyldu" sem hefur alltaf staðið þétt saman er á móti blæs, en núna verður erfitt að hemja segl er stafninn er farinn en ég veit að þú verður ekki fjarri, gefur okkur styrk, vinur minn. Þung verða sporin hennar Önnu minnar að kveðja þig, elsku Palli, en ég bið góðan guð að styrkja hana, Guðnýju og Stefán, Kára tengdason sem var þér svo kær og barnabörnin í þeirra miklu sorg. Jóhanna (Lilla). Nú var þungt höggið og hann Palli, fyrrverandi nágranni okkar og ætíð vinur, tekinn úr hringiðunni. Einum litríkum þræði er nú færra í jarðlífsteppinu. Ekki er unnt að kveðja hann Palla án þess að minn- ast skemmtilegra samskipta okkar á Álftanesinu. Palli var sívinnandi bæði fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína svo og alla þá er til hans leituðu - og þeir voru ekki fáir. Lifandi er minningin um hann í símanum að hjálpa einhverjum eða að skipu- leggja, ætíð að hugsa um annarra hag um leið og sinn eigin. Ánægð- astur var hann ef hann gat unnið að tveimur eða fleiri hlutum samtímis. Palli var hinn sanni verkamaður í víngarði Drottins og ekki ónýtt að vera samverkamður hans um hríð. Við gleymum ekki þegar Palli vipp- aði sér inn úr dyrunum og sagðist þurfa að halda fund, - ekki seinna en á stundinni. Þá var vissara að laga sterkt kaffi. Á einum slíkum fundi stofnaði hann „Steypufélagið", samlag okkar nágrannanna í Blátúni 1 og 2 og Heimatúni 1, um öll okkar verkfæri stór og smá, þ.m.t. hjólbör- ur, garðsláttuvélar, garðáhöld, skóflur, haka og - sandinn hans Ara. Á einu sumri steypti Steypufélagið eina bílskúrsplötu, eitt bílskúrsþak og stéttir við tvö hús, auk ýmissa smærri verkefna. Steypufélagið var víðsýnt í verkefnavali eins og bygg- ing tveggja frægra skjólveggja sanna. Við gleymum heldur ekki morgnunum þegar Palli kom yfir á morgunsloppnum með kaffikrúsina í annarri hendi, sígarettuna í hinni og með tíkina Pollý töltandi á eftir sér. Þá líða seint úr minni kvöldgöng- urnar með Palla og Pollý um Álfta- nesið, þar sem öll heimsins (já, ekki bara landsins) mál voru gaumgæfð - og steinum sparkað af malbikinu um leið. Palli var nefnilega alltaf að taka til, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Slíkan mann er gott að muna og þakkarvert að hafa átt hann að vini. Stuðningur hans var ávallt vís, hver sem lífsverkefnin voru. Nú hefur hann Palli gengið frá hjólbörunum í síðasta sinn. Það var alltof, alltof snemmt. Þeir eru ekki sviknir sem njóta atorku eldhugans héðan í frá. Við hin söknum hans ákaflega, en gleðjumst um leið yfir innihaldsrfkum minningum um sam- skiptin við hann. Góðum vinum og frændfólki, fjöl- skyldu Palla, vottum við djúpa sam- úð. Veri Palli kært kvaddm- með ómældum þökkum. Hjálmar og Guðný Anna. Snöggt fráfall Páls Stefánssonar vekur upp fjölda minninga frá langri samferð, minninga sem ljúft er að minnast og munu varðveitast áfram. Leiðir okkai’ Palla lágu fyrst saman fyrir tæpum fjórum áratugum, upp frá því vissum við hvor af öðrum, en samstarf sem þróaðist í áranna rás í mikla og góða vináttu hófst þegar síðdegisblöðin tvö, Dagblaðið og Vísir sameinuðust á haustdögum 1981 og Palli varð auglýsingastjóri þessa nýja sameinaða blaðs. Á þess- um árum sem gengu í garð eftir sameininguna gekk oft mikið á og drífa þurfti hluti í gegn á stuttum tíma. Við slíkar aðstæður var enginn betri en Palli, hann hafði sitt lag á hlutunum, fékk menn til samstarfs með einum hætti eða öðrum, og eng- inn var heldur ánægðari þegar allt komst í höfn á tilsettum tíma. Það gekk oft mikið á, Palli vildi gjarnan fara vel yfir hlutina, en allir skildu sáttir að lokum. Þetta voru tímar mikilla umbreytinga, tölvutæknin gekk í garð með sínum breytingum, en Palli lét sig það litlu skipta og hélt sínu striki óháð þessum breyt- ingum, sérstæðir minnismiðarnir voru alltaf á sínum stað. Hann setti sitt traust á samferðamennina hvað varðaði þessa nýju tækni, fylgdist vel með hvað hún hafði upp á að bjóða og var ávallt stoltur af því þegar vel tókst til. I persónulegum kynnum okkar er það hins vegar fjölskyldumaðurinn sem skilur eftir sig enn ljúfari minningar. Palli var stoltur af fjöl- skyldunni, Önnu sinni, börnunum Guðnýju og Stebba og ekki síst barnabörnunum. Við sem stóðum næst honum fylgdumst sífellt með því hvað fjölskyldan var að gera, uppvexti barnabarnanna og tókum þátt í gleði hans yfir velgengni þeirra. Það var líka sérlega ánægju- legt að heimsækja þau Palla og Önnu, bæði í Blátúnið og eins á Blómvanginn, þar sem Palli sýndi okkur stoltur fyrir nokkrum vikum hvað þau voru búin að skapa sér hlýlegt umhverfi. Þegar Palli kaus að flytja sig um set fyrir tveimur árum og hefja störf á nýjum vettvangi þá lagði hann kapp á að halda vináttu og samvinnu okkar áfram. Það voru mörg mál skoðuð og leyst, ýmist með símtöl- um eð heimsóknum og síðasta ár leið varla sá dagur að við ræddum ekki saman, stundum til að leysa mál sem þoldu enga bið, en í annan tíma bara til að spjalla. Síðustu dag- amir í samferð okkar Palla eru ofar- lega í minningunni. Við vorum um það bil að ljúka góðu samstarfsverk- efni, sem hafði tekið drjúgan tíma, og settumst niður yfir hádegisverði. Þar var farið út um víðan völl, framundan vora ný verkefni sem hann sá fram á að myndi verða gam- an að kljást við, en mestum tíma eyddi hann í að lýsa væntanlegri helgarferð sem framundan var með fjölskyldunni norður í land, en þar ætlaði hann að verja tímanum við veiðar og slökun með fjölskyldunni. Næsta dag hittumst við tvisvar, því Palli vildi fara enn betur yfir það að engir endar væru lausir í þessu verkefni okkar áður en hann færi heim til að undirbúa ferðina norður, sem skyldi farin daginn eftir. Síð- asta samtalið áttum við í síma þenn- an sama dag þegar hann var kominn heim, en þá sagðist hann ætla að gera allt klári fyrir ferðina. Þessi ferð var aldrei farin, en í staðinn fór hann í aðra ferð, ferðina löngu sem við eigum ekki afturkvæmt úr, og það allt of snemma. Við fráfall Palla höfum við öll sem þekktum hann misst mikið, en mest- ur er missirinn fyrir fjölskylduna. Við Birna sendum Önnu, Stebba og Guðnýju og fjölskyldum þeirra hug- heilar samúðarkveðjur og varðveit- um saman minningar um góðan dreng. Jóhannes Reykdal. Það var fyrir 20 árum sem ég kynntist Páli Stefánssyni, og fannsj. mér strax mikið til hans koma. Á þessum tíma urðum við Stebbi son- ur hans miklir vinir og er óhætt að segja að foreldrar Stebba, þau Palli og Anna, hafi haft mikil áhrif á líí mitt upp frá því. Palli var mjög dug- legur að fylgja okkur á leiki okkar bæði í handbolta og fótbolta, og var mjög gott að hafa hann á hliðarlín- unni, enda var hann óspar á hrósið og mjög montinn af okkur strákun- um þegar vel gekk. Samband Stebba við foreldra sína var mikið og gott þannig að við eyddum mikl- um tíma með þeim og var það mjög skemmtilegur tími. Við töluðum oft um að fara að „snudda" með Palla og þá var um að ræða þrif á bflum, hjálpa til í garðinum á Álftanesinu eða bara að slapga af og glápa á góða vídeómynd. Ég minnist einnig ferðalaga til útlanda þar sem Palli sá um að allt væri klárt eins og venjulega. Að sjálfsögðu gekk á ýmsu á unglingsárunum og þá gat stundum hvinið vel í Palla enda mik- ill skapmaður á ferð. • Þetta voru samt engin stórmál og við hlýddum yfirleitt tilmælum hans enda kunni hann að halda aga og við bárum mikla virðingu fyrir honum. Hann vildi alltaf vera með í ráðum og hafa góða yfirsýn yfir þá hluti sem voru á dagskrá hverju sinni. Það var ótrú- lega gott að leita ráða hjá honum og það var venjulega gengið strax í málin og oft lagði hann mikið á sig til að hlutirnir gengju upp. Þarna mætti nefna kaup á bflum, redda sumarvinnu, og fleira í þeim dúr. Hann þekkti ótrúlega mildð af fólki, og oft var það þannig að þegar við félagarnir vorum að skipuleggja eitthvað og það gekk eitthvað stirð- lega, þá var oft sagt: „Tölum við Palla Stefáns og athugum hvað hann getur gert í málinu.“ Hann var mjög ákveðinn og hafði unun af að leysa málin fyrir okkur og ég man varla eftir því að eitthvað væri ekki hægt. Viðkvæðið var oftast: „Verið rólegir smátíma, strákar, við reddum þessu," og skömmu síðar var málið i höfn. Með Páli Stefánssyni er geng- inn maður sem hafði mikil áhrif á mitt líf. Hann reyndist mér ákaflega vel og var heimili þeirra Önnu mitt annað heimili í mörg ár og á ég mjög hlýjar og góðar minningar frá Álfta- nesinu. Ég minnist hans með mikl- um söknuði og þakklæti, því þarna fór mikill og góðui’ fjölskyldumaður með sterkan karakter sem kenndi mér margt í uppvexti mínum. Elsku Anna, Stebbi, Guðný og þið öll. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur djúpar samúðarkveðjur við þennan mikla missi og biðjum guð að blessa minningu hans. Ásgeir Sveinsson. Lengstan hluta starfsævi sinnar stundaði Páll Stefánsson viðskipti með einum eða öðrum hætti. Sá starfsvettvangur var eðlilegt val í hans augum í ljósi verzlunarmennt; unar, uppeldis og fjölskyldusögu. I viðskiptum var það grundvallarsjón- ai-mið hans, að báðir aðilar yrðu að hafa af þeim hag. Hann lagði sig fram um það, að sá, sem við hann átti viðskipti, nyti góðs af og vildi því eiga við hann viðskipti áfram. Upplag hans var þeirrar gerðar, að hann hefði aldrei getað tileinkað sér vinnubrögð hins harðdræga og ein- sýna kaupsýslumanns. Ef vandamál komu upp í viðskiptunum, vai’ hann ekki í rónni fyrr en úr hafði verið leyst með fullum sáttum. Þarf því engan að undra, að í hópi traustustu vina hans voru margir þeir, sem hann hafði lengi átt viðskipti við. Ekki var þetta þó af því, að hann héldi ekki fram þeim hagsmunum, sem hann sjálfur vann fyrir, það gerði hann af heilindum og dugnaði, en um leið af fullri sanngirni gagn- vart gagnaðilanum. Félagsstörf voru annað svið, sem Páll helgaði starfskrafta sína. Þau voru honum ekki síður eðlileg en viðskipti. Hann var óvenjufélags-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.