Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 FÓLK í FRÉTTUM i fastri tónlist sem hann kryddar svo með hinum og •. þessum hjóðum og hljóðfærum. * Honum tekst að kalla fram því- - líkt samansafn ólíkra tilfínn- inga í einu lagi að margir mættu vera ánægðir ef þeir næðu því á öllum ferlinum. Fyrsta sólóplata kappans, Maxinquaye (Is- land Records, 1995), er með bestu „debut“-plöt- um sem um getur, enn ein rós í hnappagat Bristol-borgar og þess tónlistararfs sem þar er. Henni íylgdi hann eftir með plötunni Pre-Millenium Tension (Island Records, 1996), sem var á mjög svipuðum nótum. í millitíðinni gaf hann einnig út plötu undir nafninu Nearly God (Island ; Records, 1996) og þar var sem hin myrku öfl færu virkilega að láta að sér kveða. TRYLLT AF GLEÐI MÁLTÆKIÐ segir að aðlaðandi sé konan ánægð, og víst fínnst flestum konum og körlum líka gaman að vita að útlit þeirra gleðji augu umheimsins. Peir sem írekari staðfestingu vilja fá á fegurð sinni taka gjaraa þátt í fegurðarsamkeppnum þar sem dómnefnd kveður upp úrskurð um glæsileika keppendanna. Ashley M. Coleman frá Delaware í Bandaríkjunum tók þátt í keppninni um hver væri fegursta unglingsstúlka Bandaríkjanna og eins og sjá má af meðfylgjandi mynd trylltist hún af gleði þegar í ljós kom að hún bar sigurorð af hinum keppendunum. Þriðja sólóplatan undir nafninu Tricky var svo Angels With Dirty Faces (Island Records, 1998), en sú plata var hvað tormeltust af þeim öllum. Hún var mjög myrk og þung og var sem Tricky væri hald- inn ofsóknaræði á háu stigi, sumir gengu meira að segja svo langt að segja að með henni hefði hann riðið ferli sínum að fullu og ætti sér ekki viðreisnar von inn á almennan markað. Juxtapose er mun að- gengilegri þótt hann hafi ekki tap- að sér í neinni gleðivímu, langt því frá! Tricky hefur ávallt verið ötull við að fá aðra listamenn til að vinna með sér, nægir að nefna listamenn á borð við P. J. Har- vey, Howie B., Neneh Cherry, Björk og einnig Röggu Gísla. Martina Topley-Bird er sú söng- kona sem hvað mest hefur unnið með honum en hin kalda og jafn- framt dúnmjúka rödd hennar er mjög gott mótvægi við hvæsið frá honum sjálfum. Þó að nærveru hennar sé sárt saknað hér á þess- ari plötu er hann samt með frítt föruneyti og er platan til að mynda titluð: „Tricky with DJ Muggs and Grease“. Hvað DJ Muggs og Grea- se varðar hefur DJ Muggs unnið með Cypress Hill, House of Pain og Ice Cube á meðan Grease hefur t.a.m. unnið með Ma$e. Einnig eru nöfn á borð við D’NA, Kioka og Bob Khaleel að finna á þessari plötu. Þrátt fyrir mikið samansafn tónlistarfólks á þessari plötu eru það hans áhrif sem skila sér hvað best í gegn svo það er auðheyrt hver hefur haldið um taumana. Vissulega hefur þessi nýjasta plata mun léttara yfirbragð en síð- asta breiðskífa Tricky, það er samt af og frá að eitthvert glimmerpopp sé hér á ferðinni. Þessi plata ber einkennum Tricky glöggt vitni, sá harði, þungi og svarti undirtónn sem á það til að fæla hlustandann frá við fyrstu kynni. Persónulegur stíll Trickys er allt í senn þungur, hrár, ljúfur, kraftmikill og fullur ástríðu. For real er íyrsta lag plöt- unnar og íyrsta lagið af henni til að fara í almenna spilun í útvarpi. Þar virðist hann eitthvað efins um það líf sem fylgir tónlistariðnaðinum, „all I do is rhyme“ er hans svar og er því eins og hann átti sig ekki á öllu fárinu í kringum þetta allt saman. Önnur lög sem standa hvað mest upp úr eru Wash My Soul ERLENDA R MYRKRAHÖFÐINGINN er kominn á kreik aftur með enn eitt meistaraverkið. Juxtapose er fjórða sólóbreiðskífan sem Adrian Thaws gefur út undir nafninu Tricky en hann hefur einnig gefið út undir nafninu Nearly God ásamt mörgum samstarfsverkefnum, þar á meðal með Massive Attack. Ég held að mér sé óhætt að segja að hér sé á ferðinni eitt af undrum tónlistarsögunnar. Honum tekst á einhvem óskýranlegan hátt að hræra saman tilfinningum af ólíkum toga og fá úr því graut af myrkri, ögrandi og takt- 00000« Jóhannes Erlingsson, heimspeki- og tölvufræðinemi, skrifar um Juxtapose, nýjustu plötu Tricky. sem undirrituðum finnst hátindur plötunnar, þetta eina lag er næg sönnun fyrir snilligáfu Trickys og réttlæting á tilvist hans í tónlistar- heiminum. Einnig eru lögin Call Me og Scrappy love dæmi um lög sem hrein unun er að hlusta á. Þessi lög eru öll dæmigerð Tricky- lög, hæg, þung og ögrandi, með þeim sannar hann enn og aftur hvar hans rætur liggja. Inni á milli eru svo lög á borð við Hot Like Sauna og I Like Giris en í þeim er hann að fara inn á nýjar brautir og hefur sér til halds og trausts rapp- arann Mad Dog. Þessi nýja stefna hans brýtur upp heildarsvip plöt- unnar og léttir hana einnig mikið, nokkuð sem mörgum finnst kostur en þó alls ekki öllum. Þessi plata virðist benda til þess að sem tónlistarmaður sé hann orð- inn þroskaðri og betur meðvitandi um hvað hann er að fást við. Hann heldur áfram að fara inn á nýjar brautir án þess að tapa eigin sér- kennum og er það vel. Eitt er víst að næstu plötu verður beðið með óþreyju, hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá! Myrkrahöfðinginn ’ 'nn á kreik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.