Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 - Sempervivum ÉG VERÐ að játa að ég varð hálf- hvumsa við þegar lærifaðir minn í garðræktinni sagði við mig fyrir margt löngu að hann ætti ýmsar gerðir af húslauk og hann blómstraði reglulega skemmti- lega. Ég vissi ekki til að hann ræktaði aðrar tegundir af græn- meti en kartöflur uppi í Skammadal og rabarbara hjá safn- kassanum, en lauk, sem blómstraði og þess þá heldur marg- ar gerðir, nú var mér allri lokið. Síðan þetta gerðist hefur mikið vatn runnið til sjávar og ég veit núna að laukur og laukur get- ur verið svo margt. Matarlauk - þennan með gula hýðið - er auðvelt að rækta úti í garði og hann, eins og flestir aðrir laukar, getur myndað skemmtileg blóm. Húslaukur er hins vegar alls óskyldur matarlauknum, sem til- heyrir Allium-ættkvíslinni. Lat- neska nafnið á húslauknum, Sempervivum, er dregið af orðum sem tákna alltaf og lifandi og hann ætti því frekast að kallast Eilífur á íslensku. Á Norðurlönd- unum og Englandi og sjálfsagt víðar gengur hann samt líka undir húslauksnafninu og það á sér skýringu eins og svo margt annað. Húslaukur var brunavörn fyrri aldar manna, og ætti því líklegast að heyra beint undir brunamála- stjóra. Laukurinn var gróðursett- ur í stráþökum og menn trúðu að eldingu lysti ekki niður í þak með húslauk í eða að í því kviknaði. Þessa hugsun yfirfærðum við á burnirótina íslensku og gróður- settum hana í torfþökum. Hug- myndin er ekki alveg fjarstæðu- kennd, því húslaukurinn og burnirótin eru bæði þykkblöðung- ar. Blöð þeirra eru mjög safamikil með þykkri yfirhúð, sem dregur úr uppgufun. Blöð húslauksins eru heilrennd og oft töluvert hærð og mynda mjög þéttar blaðhvirfingar, sem stækka með aldrinum. Húslaukurinn fjölgar sér auðveldlega með því að stönglar vaxa út úr neðstu blaðöxl- unum og á enda þeirra myndast nýjar blaðhvirfingar sem festa auðveldlega ræt- ur. Þannig verður fljótlega til falleg breiða. Eins er unnt að sá til húslauks. 25-30 tegundir til- heyra húslauksætt- kvíslinni en þær mynda auðveldlega fjölbreytilega blendinga og afbrigði, sem sagt skemmtOegt leikfang fyrir blóma- framleiðandann. FjölbreytOeikinn í útliti blaðhvirfinganna er ótrú- legur. Sumar eru gulgrænar, aðr- ar grágrænar, þá eru til rauðar hvirfingar, grænai’ með rauðum jöðrum, rauðar með grænum jöðr- um. Eins eru þær mismunandi hærðar og köngulóarlaukurinn, sem þrífst ágætlega hérlendis, er svo loðinn, að löngu hvítu hárin mynda líkt og vef milli blaðodd- anna. Mörgum finnast blóm hús- lauksins hreint aukaatriði, enda er lífið stutt gaman skemmtilegt hjá húslauknum eftir blómgun. Þegar blaðhvirfingin hefur náð fullri stærð, sem er mjög breyti- BLOM VIKUNMR 417. þáttur IJmsjúii Sigríð- ur Hjartar HÚSLAUKUR Kalkhúslaukur - Sempervivum cakareum ‘Sir William Lawrence. leg eftir tegundum, allt frá örfá- um sentímetrum upp í meira en 20, vex upp úr henni stöngull með dreifðum, smáum blöðum og á endanum situr blómskúfurinn með stjörnulaga blómum með stórum og áberandi fræflum. Fjöldi blómanna er mismunandi, frá því að vera 5-6 talsins upp í 20-30. Blómin eru ýmist rauð, rós- rauð eða gulleit, en þó eru til af- brigði með hvítum blómum. Að lokinni blómgun deyr svo blað- hvirfingin, en hliðarhvirfingar taka þá við og þannig má segja að húslaukurinn sé eilífur, samanber latneska nafnið. Húslaukurinn er fjallaplanta, er villtur á breiðu belti allt frá Pyr- eneafjöllum í vestri, Alpafjöllum, Kákasusfjöllum og alveg tO Iran. Einu kröfur hans til jarðvegs eru að hann sé vel framræstur, því ekki vOl hann fótraka. Sólrík steinhleðsla er alveg kjörlendi en hann er skemmtOegur og mjög vinsæll í kerum, ýmist einn eða með öðrum smáplöntum. Hvernig væri að þeir, sem hafa gaman af blómum á svölum, prófi húslauk í keri eða potti, það er alveg óþarfi að rækta fyrst og fremst sumar- blóm á svölunum. Húslaukurinn þolir mjög vel þurrk, þar sem hann geymir í sér mikinn raka. Hann er sígrænn en þolir vel bæði frost og umhleyp- inga. Húslaukurinn hefur verið lengi í ræktun, bæði köngulóar- laukur, kalkhúslaukur, fjallahús- laukur og ýmsar gerðir þekju- lauks. FRÉTTIR Söngheimar - nýr söngskóli ÁRNI Sighvatsson, baritónsöngvari og söngkennari, hefur stofnað söng- skólann Söngheima, Dyngjuvegi 12, Reykjavík og tekur hann tO starfa 3. september nk. Kennt verður í einkatímum og er miðað við 1 klst. í viku, hálfan eða heOan tíma í senn. Hluti af hverjum tíma verður notaður fyrir tónfræði eftir því sem við á og fyrir lengra komna verða tímar með píanóleik- ai-a. Kennt verður á haust- og vor- önn. Aðalkennari og skólastjóri er Árni Sighvatsson. I fréttatökynningu segir að þetta sé kjörið tækifæri fyrir fólk á öllum aldri tO þess að láta drauminn ræt- ast og hressa upp á röddina. Árni stundaði söngnám hér heima í mörg ár og var síðan tvö ár í framhaldsnámi í Mflanó á Italíu. Hann söng lengi með Þjóðleik- húskórnum og um tíma með Is- lensku óperunni. Hann hefur sungið og verið einsöngvari hér heima og erlendis með Árnesingakórnum í Reykjavík í mörg ár. Árni hefur verið söngkennari við Tónlistarskól- ann í Keflavík frá árinu 1985 og einnig kennt við Tónlistarskólann á Akranesi og víðar. --------------- Ný blómaversl- un í Kópavogi BLÓM er list er ný blómaverslun í Núpalind 1, Kópavogi. Eigendur verslunarinnar eru Ragnheiður Helga Jónsdóttir skreytingahönn- uður og Benedikt Níels Óskarsson. Boðið er upp á blóm, gjafavörur og alla almenna skreytingaþjónustu og sendingarþjónustu. TIL SÖLU Ein af betri lúgusjoppum bæjarins! Vorum að fá á skrá mjög öflugan og góðan söluturn með bílalúgumtil sölu. Fyrirtækið er með mikla og góða framlegð, selur mikið af grillmat, pylsum og ís. Góðar tekjur eru af auglýsingum utanhúss ásamt öðrum umboðs- tekjum. Húseigandi ertilbúinn að gera 10 ára leigusamning um hið leigða með forleigurétti. Staðsetning fyrirtækisins er í austurbæ Reykj- avíkur. Þarna er á ferðinni gott atvinnutækifæri fyrir fjársterka aðila. Allar nánari upplýsingar gefur: Hóll-Fyrirtækjasala, Skipholti 50b, sími 551 9400. KEIVIIMSL.A VMA Útvegssvið á Dalvík Innritun stendur yfir á eftirtaldar brautir: 'Fiskvinnslubraut 2. ár. Fiskvinnslubraut 3. ár (hefst um áramót). Sjávarútvegsbraut 1. ár. Skipstjórnarbraut 1. stig (ef næg þátttaka fæst). Heimavist á staðnum. Upplýsingar hjá kennslustjóra í síma 466 1083 ,-og heima 466 1860 og 862 8082. Söngskólinn i Reykjavík Inntökupróf í Söngskólann í Reykjavík Unglingadeild/14—16 ára. Grunndeild/byrjendur eldri en 16 ára. Almenn deild/að 8. stigi. Söngkennaradeild. Inntökupróf fara fram 1. sept. Kvöldnámskeid/Undirbúningsnámskeid fyrir alla aldurshópa. Kennt er utan venju- legs vinnutíma. Innritun stendur vfir. Upplýsingar á skrifstofu skólans, Hverfisgötu 45, sími 552 7366 daglega frá kl. 10.00—16.00. Skólastjóri. TILKYNNIISIGAR Auglýsing um deiliskipulag í Svartárbotnum, Biskupstungum Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við deiliskipulag svæðis fyrir fjallasel í Svartárbotnum, Biskups- tungum. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi aðstaða, sem er skilgreind sem fjallasel, verði flutt til norðurs sem nemur 1.200 m og gistiað- staðan stækkuð. Skipulagstillögurnar liggjaframmi á skrifstofu Biskupstungnahrepps, Aratungu, 801 Selfossi, frá 27. ágústtil 24. september 1999 á skrifstofu- tíma. Fresturtil að skila inn athugasemdum ertil 8. október 1999. Skriflegum athugasemd- um skal skila á skrifstofu Biskupstungna- hrepps. Þeir, sem ekki gera skriflegar athuga- semdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. F.h. Biskupstungnahrepps, Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri. vg> mbl.is €=i~nrHWUD iMVTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.