Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Dora Bendixen: Skúlptúrverk og máluð frumriss. Kolbrún Sigurðardóttir: Sögusmettur, tré. Inga Rún Harðardóttir: Hann og ein hún, brenndur Ieir. MYJVDLIST Listasafn Kópavogs FJÓRAR LISTAKONUR Opið alla daga kl. 12-18. Lokað mánudaga. Til 29. ágúst. Aðgangur 200 krónur. PAÐ TELST nokkuð lagt á þá sem rýna í myndlist, að þurfa að skrifa um 3-5 sýning- ar á hverju safninu af öðru og er hætta á að eitthvað fari þar úrskeiðis. Form sýninga í höfuðborg íslands er einsdæmi þar sem rýnirinn þekkir á annað borð til í heiminum, því hver stofnunin dregur dám af annarri og allar virðast óttast það mest, að vera dæmd- ar ómarktækar af einhverjum ímynduðum bakmönnum, einfaldlega púkó. Og allar eru þær allt hvað tekur að flýta sér með nýjar sýningar, nýja gjörninga og nýjar innsetn- ingar. Hver sýningarframkvæmdin á fætur annarri virðist úr leik eftir að múgurinn sem stefnt er á opnanir þeirra er horfinn á braut, án þess að nokkur hafí skoðað að gagni. Salirnir nær galtómir á besta tíma sunnudagsins, eða rúmlega tvö, og hafa þá söfnin verið opin í tvo tíma að Nýlistasafn- inu undanteknu. Þokkafullar veitingabúð- irnar hlaðnar girnilegu kaffibrauði að sjálf- sögðu í flestum tilvikum sömuleiðis galtóm- ar, og er þetta allt frekar dapurlegt að- komu. Að þessu hef ég vikið í mörg ár, en án sýnilegra viðbragða nema í stöku tilviki og vísa ég enn einu sinni til umræðunnar um þessi mál erlendis, en þær eru brennheitar ef framníngar ganga ekki upp, og hausar fjúka. Væri ekki lag að stokka upp hlutunum eins og menn gera ytra er slíkt á sér stað og reyna að laða að fólk með forvitnilegri, bet- ur undirbúnum og metnaðarfyllri fram- kvæmdum, sýna hér nokkuð sjálfstæði og djörfung? Ekki get ég gert að því, að ég hugsaði margt sl. sunnudag eins og fleiri sunnudaga undanfarið eftir innlit í söfnin. Þá vaknar líka spurningin hvort söfnin séu almennir sýning- arsalir án markaðs starfsvettvangs, því engar lágmarksreglur virðast vera um upplýsinga- skyldu varðandi það sem sýnt er hverju sinni. Hér er maður einnig öðru vanur af erlendri grund þar sem þessi þáttur verður æ full- komnari, og aðsókn á sýningar eykst í jöfnu hlutfalli við þann metnað sem í framkvæmd- irnar er lagður hverju sinni. Síst er ég að beina spjótum mínum sérstaklega að einu safni frekar en öðru og hér má koma fram að sumarsýningarnar í Listasafni íslands og Hafnarborg eru hinar áhugaverðustu, þótt undarlegt sé að sjá jafnan útlendinga í meiri- hluta á fyrrnefnda staðnum, og koma að þeim síðari nær galtómum á sunnudeginum. Þann dag var og engin sála í vistlegum sölum Listasafns Kópavogs er mig bar að, sem bjóða þó upp á heilar fimm sýningar. Verða fjórar þeirra teknar til meðferðar hér, vægi hinnar fimmtu, sem er um forvörslu mynd- Málað / hoggið /skorið Ljósmynd/ Bragi Ásgeirsson Björg Örvar: Við hjartarætur, nr. 3, 1999, olía á léreft. verka í þá veru, að hún kallar á afmarkaða umfjöllun... DORA BENDIXEN Dora Bendixen er norskur myndhöggvari, deildi ásamt Björgu Örvar vinnustofu á Ital- íu veturinn 1994 og hrifust þær stöllur af verkum hvor annarrar. Skynjuðu þær ein- hver innbyrðis tengsl í sköpunarferlinu, þótt efni og efnistök væru þá sem nú næsta frá- brugðin. Svo skildust leiðir. Dora hefur lengstum starfað á Ítalíu og Noregi en Björg hér heima og í New York. En þær settu sér það mark að sýna saman á íslandi við aldar- lok og sjá hvort hugleiðingar þeirra um list- ina ættu ennþá samleið. Dora sýnir höggverk og stór augnabliksriss sem fylgja hverju einstöku verki og virðist þar vera að losa um hugmyndir eins og títt er um mynd- höggvara. Listakonan klappar í stein og marmara samkvæmt sígildu ferli, auk þess að byggja á gömlum hefðum um fyiirferð og formtök, en verk hennar eru langtífrá gamaldags. Þótt verkin njóti sín ekki sem skyldi á hlutdrægu gólfínu má vera Ijóst að hér er mjög þroskuð listakona á ferð. IJm er að ræða afar rökrænt ferli og má greina af vinnubrögðunum að Dora hefur í öllu ríkari mæli en hin íslenzka vinkona hennar getað helgað sig myndlistinni, því að um mun sam- felldari vinnubrögð virðist að ræða. Form- sköp verkanna eru í senn einföld og fjöl- þætt, sem gæti vísað til traustrar grunnmennt- unar sem einmitt opnar glugga til margra átta. Framkvæmdina nefna þær stöllur, Við hjarta- rætur, og eru verkin númeruð en nafnlaus, en númerin hins vegar ekki á einblöðungnum sem rýnirinn fékk upp í hendurnar, einungis náms- og listferill. Ekki greindi ég mikinn skyldleika milli högg- myndanna og málverk- anna nema helst hvað myndina, Við hjartaræt- ur, snertir, en hins veg- ar byggjast vinnubrögðin í hinum máluðu rissum í báðum tilvikum á úthverfu innsæi... BJÖRG ÖRVAR Björg Örvar er velþekkt á myndlistarvett- vangi, hún var áberandi virk á fyrri áratug, en hefur eitthvað hægt á ferðinni á þessum. Ritvöllurinn hefur einnig freistað hennar, en eftir hana hafa komið út ljóðabók og skáld- saga og að auk hefur hún fengist við kennslu. Að þessu sinni heldur hún sig við máluð verk, sígilda miðilinn, og skiptast þau í tvo flokka tveggja myndstærða, sem byggj- ast á flæði heitra grunntóna sem ýmis form eða línur skara. Leikurinn er nokkuð ein- hæfur og sýnu líflegri í stærri myndunum, einkum þar sem listakonan nær að koma að nokkrum átökum milli forma og ljósflæðis líkt og í myndinni, Við hjartarætur (3), ásamt nokkrum öðrum svipuðum sem hún vinnur af meiri krafti en aðrar sem eru riss- kenndari. Því miður er lítið hægt að vísa til mynda þar sem engin myndskrá liggur frammi, einungis númer við myndir og á ein- blöðungi festum upp á vegg (frumlegt á safni), sem að sjálfsögðu bindur að nokkru hendur rýnisins... KOLBRÚN SIGURÐARDÓTTIR í hálfum kjallaranum heldur Kolbrún Sig- urðardóttir, fyrstu mikils háttar sýningu sína, sem hún nefnir; „í alvöru!“ Um er að ræða frístandandi verk og lágmyndir í tré og beitir gerandinn skurðarjárnunum ótt og títt. Kolbrún útskrifaðist úr keramikdeild MHÍ 1995, hélt svo til Ungverjalands þar sem hún nam við Ungverska listiðnaðarskól- ann næstu tvö árin. Auðséð má vera að hún hefur fallið fyrir vissum geira listíða sem al- gengur er í Austur- og Suður-Evrópu og er afar skondið að sjá þessi verk á staðnum og gerð af íslenzkum listamanni. Á leið minni heim frá París í desember sl. áði ég nokkra daga í Berlín og dvaldi meðal annars drjúga stund á kostulegum og afar skemmtilegum jólamarkaði í nágrenni Minningarkirkjunnar í miðborginni. Var þar ríkulegt úrval af skyldum og kankvísum hlutum og ekki skorti sagnarandann í suma þeirra, hins vegar er sá til muna altækari í verkum Kolbrúnar og að auk er útskurðarleikni hennar viðbrugðið, einkum í lágmyndunum. Til viðbótar eru verk Kolbrúnar til muna stærri og fyrirferð- armeiri. Hér er þannig um að ræða íðir á mjög hefðbundnum og þjóðlegum grunni og á ég satt að segja erfitt með að melta hvaða erindi þær eiga hingað, en sjálfsagt má af- vopna okkur gagnrýnendur í einhverjum til- vikum með því að spyija á móti svipaðra spuminga hvað ýmsa anga módemisma og síðmódernisma varðar... INGA RÚN HARÐARDÓTTIR Ekki fer heldur hjá því að rýnirinn hafi klórað sér eilítið í höfuðið við skoðun skúlp- túrverka Ingu Rúnar Harðardóttur, í innri helming kjallarans. Inga útskrifaðist úr ker- amikdeild MHÍ 1993, nam svo við listhand- menntaskólann í Kolding til ársins 1996, og er þetta sömuleiðis fyrsta mikilsháttar sýn- ing hennar. Sýningin ber nafnið, Hann og þær, og eru verkin unnin í Kolding og á Al- þjóðlega keramikverkstæðinu í Skælskör, Danmörku. Verkin sýnast nefnilega undarlegt sam- bland almennra íða, leirlistar og skúlptúrs og erfitt að skera úr hvað hafi vinninginn í þeim óræða leik. Um er að ræða afar hörkuleg verk af einum manni sem eins og vex upp úr trjá- bol, eins og sköpunarverk gróðurmoldarinnar, svo og konum í ýmsum stellingum sem oftlega virðast vilja hefja sig tfl flugs, en eru samt svo undarlega þungar, jarðbundnar og flugvana. Hendurnar í senn líkastar vængjum sem van- sköpuðum útlimum. Kannski er þetta síðbúið innlegg og vísun til stöðu konunnar, en þá hef- ur frásagnarkennt málefnið vinninginn yfir hin formrænu átök og listrænu útfærelu eins og oft vildi fara. Líkt og gerðist er í verkunum í meira lagi ástþrunginn undirtónn, í öllu falli skynjar maður sterkar vísanir til kynlífsins sem ekki skal lastað. Mótunarferli einstakra verka virðist bera í sér ekki svo litla en óbeisl- aða formkennd. Br.agi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.