Morgunblaðið - 26.08.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 26.08.1999, Qupperneq 58
MORGUNBLAÐIÐ ¥ 58 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ertu á leið A til Alaborgar? Frá Ágústi G. Valssyni: FYRIR ári skrifaði ég grein í Morg- unblaðið um félagslífið í Áiaborg og vonandi hefur sú grein nýst þeim sem voru á faraldsfæti til Danmerk- ur. I framhaldi af þeirri grein fékk ég og aðrir í Islendingafélaginu í Alaborg, hringingar, bréf og tölvu- póst frá íslendingum. Margar fleiri spurningar brunnu á mörgum. Það getur verið gagnlegt fyrir þá sem hyggjast koma til Álaborgar til náms eða starfa að ná upplýsingar um starfsemi íslendingafélagsins þar. I þessari stuttu grein verður sagt frá starfseminni í grófum dráttum. Islendingum hefur fjölgað mikið í Álaborg. Talið er að félagsmenn ís- lendingafélagsins í Álaborg og ná- grenni séu u.þ.b. 500 talsins. Börk- ur Brynjarsson er formaður nýrrar stjómar félagsins, en ný stjóm tók við störfum á síðasta skólaári. Innan félagsins blómstrar félags- lífið. Karlarnir æfa saman körfu- bolta einu sinni á viku og knatt- spyrnu tvisvar til þrisvar sinnum á viku. Á hverju ári er haldið fótbolta- mót milli íslendingafélagana í Dan- mörku og Svíþjóð, sem kallað er „Klaka-mótið“, og var það haldið í Álaborg í október síðastliðnum. Mótið fór glæsilega fram eftir mikla skipulagningu og vinnu margra fé- lagsmanna. Vart þarf að taka fram að A-lið félagsins í Álaborg sigraði mótið með glæsibrag. Islendingafé- lagið í Álaborg átti þrjú önnur lið á mótinu. Nánari upplýsingar um ár- angur þeirra á mótinu fást ekki - að gefnu tilefni. Yfir 120 íslendingar mættu á „Klaka-mótið“ og gistu gestimir í einum grunnskóla borgarinnar. Á mótinu var margt til gamans gert, bæði fyrir böm og fullorðna. Meðal annars fengu bömin loftdýnu til að leika sér á og auðvitað var boðið upp á íslenskt sælgæti. Hinir eldri kneyfuðu danskt „öl“ - í hófi þó auðvitað! Endað var á glæsilegu sjávarréttarhlaðborði og var það mál manna að það sé nauðsynlegt fyi-ir Islendinga sem búa í Skandin- avíu, að hitta landa sína frá Fróni reglulega, skemmta sér saman og ræða um menn og málefni. Næsta knattspyrnumót íslendinga- félaganna verður í Kaupmannahöfn. Eftir sigurvímuna frá „Klaka- mótinu“ ákváðu flestir af knatt- spymustrákunum að fara í skemmtiferð saman til Þýskalands, nánar tiltekið til Hamborgar. Sumir horfðu á knattspyrnuleik, aðrir fóru í tyrkneskt gufubað. Aðrir sáu sér ekki fært að gera nokkum skapað- an hlut vegna „þreytu" og hvíldu sig á hóteli. Hjá kvenkyns meðlimum íslend- ingafélagsins í Álaborg er það fast- ur liður að fara til Þýskalands í verslunarferð. Yfirleitt fara þær að heiman á laugardagsmorgni og koma heim að kveldi með árangur erfiðisins eftir heimsóknir í þýskar verslanir. Þá fara þær stundum saman í skemmtiferð til Svíþjóðar. Kvenmennimir æfa saman blak reglulega og vitað er um tilvist nokkurra „ekta“ íslenskra sauma- klúbba en undirritaður getur þó ekki tjáð sig nánar um starfsemi þeirra - enda ekki kvenmaður! Haldin eru leikjanámskeið fyrir bömin og auk íþróttaæfinga ýmiss konar. Krakkarnir eru einnig dug- legir að mæta í sunnudagaskóla og sér íslenskur prestur um skólann. Þorrablót eru haldin á hverju ári og spila íslenskar hljómsveitir fyrir dansi á „blótinu". Mai'gt annað er gert hjá Islendingafélaginu og skal stiklað á stóru. Á lýðveldisdaginn 17. júní er skrúðganga o.fl., jólaböll era haldin, áramótaball ásamt ára- mótabrennu, vor- og haustgrill, spilakvöld, vísnakvöld, „velkomst- ball“ sem er haldið á hverju hausti fyrir nýflutta Islendinga. Þá er starfandi kór í félaginu, og fara kór- félagar stundum í söng- og skemmti- ferðir til annarra borga og bæja. Nánari upplýsingar um starfsemi Islendingafélagsins í Álaborg og starfsemi annarra Islendingafélaga í Danmörku auk upplýsinga um nám í Álaborg o.fl. er að finna á heimasíðu Islendingafélagsins í Ála- borg: http://members.xoom.com/- difn/. Heimasíða kórsins er http://- www.bigfoot.com/~alakor ÁGÚST G. VALSSON, rafvirki. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Smáfólk - Þetta hljómar eins og brunabfl!.. Láttu hana fara um það bil tíu fet í - Eitthvað hlýtur að vera að brenna... burtu..kastaðu þá hanskanum í hana.. - Það er áreiðanlega ekki kastarinn okkar Vagnhöfða 17 ■ 112 Reykjavík 3 Sími: 587 2222 m Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð £_________Tnlvunðstur: sala@hellustevDa.is -/elina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.